Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 4
4 MORCVWBLAÐIÐ SlysavarSstofa Keykjavíkur I Heilsuverndarstöðinni er ipin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Sími 11760. Holts-apótek * og Garðsapótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarf jarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kL 13—16 Næturlæknir er Kristján Jóhann- esson. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 7 a 13942351/2 = GSJ Messur Fíladelfía, Keflavík: — Guðs- þjónusta í dag kl. 8,30. — Arvid Ohlsson talar. Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúiof- un sína ungfrú Guðrún Sveinsdótt ir frá Viðfirði og Jón Ámason, skipstjóri frá Fáskrúðsfirði. Laugardaginn 19. apríl opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Guð laug Jóhannesdóttir, Blönduhlíð 22, og Már Karlsson, Stýrimanna stíg 10. — * A F M Æ Ll * í dag er sextug Margrét Ey- þórsdóttir, Kópavogshæli. K5S Skipin Eimskipafélag íslands h.f.: —— Dettifoss er í Hamborg. Fjall- foss fer frá Hul'l í dag til Leith og Reykjavíkur. Goðafoss kom til Reykjavíkur 18. þ.m. frá New York. Gullfoss fór frá Leith í gær morgun til Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag tiT Rvíkur. Reykjafoss fór frá Fáskrúðsfirði í gærmorgun til Vestmannaeyja, Keflavíkur og Reykjavíkur. — Tungufoss fór frá Akranesi í gær dag til Hamborgar. Skipaútgerð ríkisins: — Esja er á Austfjörðum á suðurleið. — Herðubreið er væntanleg til Rvík ur árdegis í dag frá Austfjörðum. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í 'gær til Breiðafjarðarhafna. Þyr- ill er á Vestfjörðum á norðurleið. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell fer í dag frá Reykjavík til Norð- ur- og Austurlandshafna. Arnar- fell fer væntanlega í dag frá Ventspils áleiðis til Islands. Jök- ulfell fer í dag frá Reykjavík til Hornafjarðar og Austurlands- hafna. Dísarfell losar á Norður- landshöfnum. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helgafell væntanlegt til Rotterdam á morg- un. Hamrafell er í Palermo. Eimskipafélag Rvíkur h. f.: — Katla er væntanleg til Kotka í nótt. — Askja hefur væntanlega farið frá Hamborg £ gær áleiðis vil Hangö (Finnland). Flugvélar Loftleiðir li.f.: — Saga kom til Reykjavíkur kl. 08,00 í morgun frá New York. Fór til Stafangurs Kaupmannahafnar og Hamborgr ar kl. 09,30. — Edda er væntan- leg til Reykjavíkur kl. 19,30 í dag Suður við Þorfinnstjörn í Hljómskáiagarði, þar sem norðan- endurnar eru í góðu yfirlæti, hafa verið sett upp tvö spjöld. Þar getur að líta myndir af þeim 10 tegundum anda, sem á tjörninni eru. Eru myndir af andahjónum máluð á spjöldin, og stendur nafn við hverja „hjónamynd“. Eggert Guðmundsson listmálari hefur gert spjöldin. Standa nú allir jafnt að vígi með að þekkja andartegundirnar, en til þessa hefur það verið fá- mennur hópur af öllum þeim mikla gestafjölda, sem þangað kemur í lieimsókn, sem veit deili á öllum andartegundunum. (Ljósmynd: P. Thomsen) frá London og Glasgow. Fer til New York kl. 21,00. J§|Aheit&samskot Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: — F G kr. 50,00. 133 Félagsstörf Kvenfélag Lágafellssóknar held ur bazar að Hlégarði, sunnudag- inn 27. apríl kl. 3,30. Kvenfélag Bústaðasóknar. — Fundur í Háagerðisskóla (kjall- aranum), föstudaginn 25. þ. m., kl. 8,30. Ymislegt Orð hfsins: — Því að Drottinn er réttlátur og hefur mætur á réttlætisverkum, hinir hrein- skilnu fá að líta auglit hans. — (Sálm. 11, 7). ★ Bókmenntafélagið. — Árbækur þess fyrir síðastliðið ár eru nú fullprentaðar og geta þeir félags- menn, er þess óska, tekið þær í prentsmiðjunni Leiftri, áður en þær verða bornar út. Árstillagið sama og síðasta ár, og greiðist við móttöku ársbókanna. Vistfólk á Reykjalundi þakkar karlakómum Svönum á Akranesi HEIÐA 151. Maímánuður er genginn í garð. Sól- m skín, og það hlýnar í lofti. Heiða er aftur komin upp í fjöllin. Hún situr í mjúku grasinu fyrir framan kofann og horfir á falleg fiðrildi fljúga fram hjá. Skordýrin suða allt í kringum hana, og Heiðu finnst, að suðið hljómi eins og söng- ur: Uppi í fjöllunum, uppi í fjöllunum. Heiðu sækir svefn, og hún dregur ýsur. Allt í einu heyrir hún nýtt suðhljóð. Afi er að saga. Að hverju skyldi hann vera að vinna? Heiða stekkur á fætur. Hún verður að fara og athuga, hvað afi er að fást við. Afi hefur ekki setið auðum hönd- um. Hann hefur smíðað af kappi. IWyndasaga fyrir börn 152. „Ó, eru þeir handa Klöru og ömmu“, segir Heiða, þegar hún sér stól- ana, sem afi hefur smíðað. „En það verður að. vera til einn stóll í viðbót, eða heldur þú ekki, að ungfrú Rottenmeier komi með?“ segir Heiða, og það vottar fyrir áhyggjusvip á andliti hennar. „Það veit ég ekki“, svarar afi. „En komi hún, getur hún fengið baklausan stól“. Heiða hristir hóf- uðið. „Ég held, að hún muni ekki vilja setjast á hann“. „Þá bjóðum við nenni sóf- ann með græna áklæðinu", svarar afi oe bendir á grasið. Heiða er hugsandi á svip, ungfrúin yrði áreiðanlega hrædd við skor- dýrin í grasinu og ef til vill Tíka við fiðrildin. 153. „Húrra, bréf frá Klöru“, hrópar Heiða. Hún les bréfið upphátt í flýti: „Kæra Heiða. Við höfum þegar pakkað allt niður og förum nú til Ragaz. Þar á ég að vera undir læknishendi í sex vikur, og síðan komum við til þín. Læknirinn hefur komið til mín á hverjum degi, og í hvert sinn hefur hann sagt: „Uppi í fjöllunum verða menn hraustir og heilbrigðir". Við eigum að búa í þorpinu, og þegar veðrið er gott, á að bera mig upp eftir til þín. Vonandi sjáumst við innan skamms. Þín einlæg Klara“. Heiða er utan við sig af gleði yfir þessari írétt Loksins ætlar að verða af því, að Klara komi að heimsækja hana. FERDIMAND Vafasamur árangur Miðvikudagur 23. apríl 1958 kærlega fyrir góða skemmtun, sunnudaginn 20. apríl. ★ Cliarles Darvin hefur sagt: — „Ekkert stríð hefur orsakað eins mikla eymd, kvöl og dauða og áfengisneyzlan“. — Umdæmis- stúkan. Læknar fjarverandi: Kristjana Helgadóttir verður fjarverandi óákveðinn tíma. Stað- gengill er Jón Hj. Gunnlaugsson, Hverfisgötu 50. Ólafur Jóhannsson fjarverandi frá 8. þ.m. til 19. ma£. Staðgengill Kjartan R. Guðmundsson. Sveinn Pétursson, fjarverandi til mánaðamóta. — Staðgengill: Krisfcján Sveinsson. Þórður Þórðarson, fjarverandi 8/4—15/5. — Staðgengill: Tómas A. Jónasson, Hverfisgötu 50. — Víðtalstimi kl. 1—2. Sími: 15730. Söfn Náttúrugripasafnið: — Opið k sunnudögum kl. 13,30—-15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 Listasafn Einars Jónssonar, Hnit björgum er opið kl. 1,30—3,30 á sunnudögum og miðvikudögum. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og Iaugardaga kl. 1-—3. Listasafn ríkisins. Opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4. Lítill afli Dalvíkurbáta DALVÍK, 19. apríl. Hagstæð tíð hefur verið hér undanfarið til lands og sjávar. Landlegur hafa engar orðið vegna veðurs, en þó róið sé að staðaldri með línu og net, hafa aflabrögðin fram til þessa verið með fádæm- um léleg, og suma daga ördeyða. Það jafnvel þó beitt hafi verið nýrri loðnu. Það er fyrst nú hina síðustu daga að eitthvað virðist hafa lifnað yfir veiðinni á djúpmiðun um. Hingað komu í gær og fyrra dag togbátarnir Snæfell með 40 lestir og Júlíus Björnsson með 20 lestir. Fór fiskurinn til sölt- unar og frystingar. Þá fékk Hannes Hafstein 5—6 lestir. Er það mesti fali, sem fengizt hef- ur á línu. Beitt var loðnu, en hún. fæst aðeins stöku sinnum á Akur eyrarpolli og oftast mjög lítið magn. Má búast við beituskorti á næstunni. Þótt veðrátta hafi verið frem- ur mild hér um slóðir og snjór sigið mikið, er en* samfelld jökulbreiða yfir öllu milli fjalls og fjöru og fénaður víðast hvar enn á fullri gjöf. —SPJ. r Islenzkur bóndi heiðraður ÍSLENDINGURINN Eðvald Bóas son bóndi í Nittedal nálægt Osló hlaut nýlega heiðursviðurkenn- ingu norska bændafélagsins — Noregs bondelag fyrir frábær störf í þágu bændasamtakanna. Formaðurinn í Akershús Bonde- lag afhenti Eðvald heiðursskjal- ið í afmælishófi sem bændafélag- ið £ Nittedal og Hakadal efndi til, í tilefni af 75 ára afmæli fé- lagsins. Eðvald Bóasson er bóndasonur frá Stuðlum í Reyðarfirði — einn af hinum kunnu Stuðla-systkin- um. Hann fór ungur til Noregs ihaustið 1913 (við urðum þá sam- ferða) og hefir dvalizt hér síðan. Hann lauk búfræðikandídats- námi í Ási, var um skeið búnað- arráðunautur í Valdres, en hefir nú lengi búið búi sínu í Nittedal. Hann hefir ritað bók um sauð- fjárrækt og var fyrir hana sæmd- ur verðlaunum frá Selskapet for Noregs vil. Eðvald er mörgum íslending- um að góðu kunnur frá ferðum þeirra í Noregi. Jaðri 16. apr. ,58. Á. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.