Morgunblaðið - 23.04.1958, Page 6
0
MORCU1VBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 23. apríl 1958
Hulda Emilsdóttir, Baldur Hólmgeirsson, Guðbergur Ó. Guð-
jónsson og Sigríöur Guðmundsdóttir í hlutverkum sinum
í íyrri þætti.
Revían „TuntfHÖ,
tuntjlið taktu mitf”
Höfundar: Guðmundur Sigúrðsson og
Haraldur A. Sigurðsson
Leikstjóri: Haraldur Á. Sigurðsson
FRIVERZLUNARSVÆÐIÐ OG
BREZKA SAMVELDIÐ
BREZKA ríkisstjórnin á nú í
nokkrum vandræðum í sam-
bandi við stefnu sína í verzlun-
armálum. Viðræðurnar innan
Efnahagssamvinnustofnunar Evr-
ópu um stofnun fríverzlunar-
svæðis í Vestur-Evrópu ganga
fremur hægt. Fyrir nokkru síð-
an setti England fram þá ein-
dregnu kröfu, að viðræðunum í
París yrði lokið fyrir lok júlí-
mánaðar. Látið var í það skína,
að ef ekki næðist samkomulag
fyrir þann tíma, mundi England
telja sig laust allra mála og snúa
sér að því að hnýta traustari
verzlunarsambönd við samveldis-
löndin.
★
En aðstaða Englands til þess
að snúa sér í verzlunarlegu til-
liti að samveldislöndunum, er
ekki að öllu leyti eins einföld og
virzt gæti. Innan samveldisland-
anna eru nefnilega uppi háværar
raddir um það, að útilokað sé, að
þessi lönd standi sem viðskipta-
leg eining og sé eðlilegast að
hverju ríki sé frjálst að hafa þau
verzlunarsambönd, sem því sjálfu
þyki heppilegast vegna fram-
leiðslu sinnar eða legu. Af hálfu
Nýsjálendinga hefur jafnvel kom
ið fram sú krafa að afnumdar séu
með öllu þær tollaívilnanir, sem
átt hafa sér stað í verzlun Breta
við landið.
En erfiðleikarnir á að ná sam-
komulagi við löndin á megin-
landi Evrópu um fríverzlunar-
svæðið hafa þó styrkt þann hóp
manna innan brezka stjórnar-
flokksins, sem ennþá telur að hið
eina rétta í verzlunarstefnu Eng-
lands sé að leggja megináherzl-
unina í samveldislöndin en ekki
Evrópumarkaðinn. Sigur Diefen-
bakers við kosningarnar í Kan-
ada hefur ennfremur styrkt þenn-
an hóp innan stjórnarflokksins og
gert marga bjartsýnari um ár-
angur af samveldisráðstefnunni,
sem á að halda í Kanada
í septembermánuði, samkvæmt
kröfu Diefenbakers. En það sem
fyrir Diefenbaker vakir er þó
varla hið sama og það sem vakir
fyrir þeim mönnum í London,
sem trúa á verzlunina við sam-
veldislöndin. Aðaltilgangur Dief-
enbakers er að losa Kanada við
efnahagsleg áhrif frá Bandaríkj-
unum. Um það bil 60% af út-
flutningi Kanada fer til Banda-
ríkjanna og Bandaríkjamenn eiga
miklar fúlgur hlutabréfa í næst-
um öllum atvinnugreinum Kan-
ada. Þá er þess að geta að ákvarð-
anir Bandaríkjamanna um verð-
lækkun á hveitibirgðum, höft á
innflutningi hráolíu og tollahækk
anir á málmum og fiski hafa snert
efnahag Kanada mjög illa, en
fjármál og efnahagsmál Kanada-
manna eru mjög tengd hinum
bandarísku og hafa verið um
langt skeið.
Diefenbaker hefur stungið upp
á að Kanada flytji um 15% af
þeirri verzlun, sem það hefir í
Bandaríkjunum til Englands og
að öðru leyti eftir nánari við-
skiptasamböndum við önnur sam-
bandsríki. En jafnframt því sem
Kanadamenn vilja taka þessa
stefnu, þá hafa þeir nú eftir
kosningarnar hafið mikinn áróð-
ur undir slagorðunum: „Kaupið
fyrst og fremst kanadískar vör-
ur“, „Veitið Kanadamönnum
vinnu“, en þessi áróður er síður
en svo til þess fallinn að auka
innflutning á brezkum vörum og
gæti komið hart niður á brezkum
vefnaðarvöruútflytjendum.
★
Þá er að benda á kröfu Nýsjá-
lendinga en þannig er málum
háttað að nú njóta brezkar vör-
ur tollaívilnunar í Nýja-Sjálandi
sem nemur minnst 20%, en sum-
ir vöruflokkar svo sem bílar eru
í tollflokki, sem er 35% lægri
en gagnvart öðrum þjóðum. Nú
krefjast hins vegar Nýsjálending
ar þess að þessi tollaákvæði verði
stórlega lækkuð, þannig að íviln-
unin nemi aðeins 7,5% fyrir flest-
ar hrávörur og kapitalvörur og
10% fyrir aðrar vörur.
Ástæðan til þessarar kröfu
Nýsjálendinga er sú, að verðlag
á mörgum vörum þeirra, sér í
lagi landbúnaðarvörum, hefir á
síðasta ári lækkað mjög mikið og
haft slæmar afleiðingar fyrir fram
leiðendur og ill áhrif á viðskipta-
jöfnuð landsins. Nýsjálendingar
vilja nú lokka til sín kaupend-
ur að útflutningsvörum landsins,
sem hafa betri sölumöguleika en
Nýsjálendingar. En Nýsjálending
ar halda því fram, að Englend-
ingar hafi ekki viljað láta und-
an sanngjörnum kröfum um liðk-
un í verzlunarmálunum af hálfu
Englands og það sé þess vegna
ekki að vænta þess, að Englend-
ingar geti framvegis búið við
betri tollakjör á nýsjálenzka
markaðinum en aðrir.
★
Þó Englendingar hafi því sett
fram þessa kröfu gagnvart Evr-
ópuþjóðunum, að þær hafi kom-
ið sér saman um fríverzlunar-
svæðið fyrir lok júlímánaðar, þá
er sú krafa ekki tekin mjög al-
varlega vegna þess að allir sjá,
að Bretar munu eiga í mjög mikl
um erfiðleikum með að koma á
nokkru fastari samstöðu við sam-
veldislöndin en verið hefur. Á
hinn bóginn blasir þó við, að fari
svo að ekkert verði úr stofnun
fríverzlunarsvæðisins þá getur
svo skipazt að neyðin kenni Bret-
landi og samveldislöndunum að
koma sér betur saman en áður
og að það gæti orðið til þess
að spilla fyrir því í framtíðinni,
að nánari verzlunarsamtök kom-
ist á með meginlandsþjóðunum í
Evrópu og Bretum, eins og vonir
hafa þó staðið til að undanförnu.
Strætisvagnaferðir
í Kópavogi
TRÆTISVAGNAFARÞEGI úr
Vesturbænum (í Kópavogi),
skrifar:
Okkur, sem búum í Kópavogi,
finnst, að fyrsta strætisvagna-
ferð Kópavogsbílanna á sunnu-
dögum sé með nokkuð einkenni-
legum hætti. í ferðaáætlun er
bara talað um, að vagninn fari
frá Reykjavík kl. 10,10. Bílarnir
hafa þó sínar bækistöðvar hér
í Kópavogi, en þeim er ekki ekið
um bæinn fyrst til að taka fólk
til Reykjavíkur. Fyrsta ferðin
þangað á sunnudagsmorgna er
svo seint, að þeir, sem þurfa að
fara í vinnu eða ætla í bæinn til
að ná í rútubíla hafa ekkert gagn
af. Þeir verða að komast í bæinn
með miklum kostnaði, því að ekki
búa allir við Hafnarfjarðarveg-
inn, svo að þeir geti notað bílana
frá Landleiðum. Þeir fara þó kl.
10 frá Hafnarfirði
Ekki er til mikils mælzt, að
bílarnir fari úr Kópavogi kl. 9
á sunnudagsmorgnum. Ekki borg
um við svo lítið í strætisvagna-
gjald, og barnafargjaldið er
hærra í Kópavogi, en gjaldið fyr-
ir fullorðna í Reykjavik, því að
þar getur fólk farið fyrir eina
kr. með því að kaupa kort. í
Kópavogi borgar barnið kr. 1,25,
— ég miða auðvitað við gjaldið
í bæinn, því að það er þangað,
sem fólkið á erindi á hverjum
degi,
Svo eru kvöldferðirnar afskap-
HIN nýja revía þeirra Guðmund-
ar Sigurðssonar og Haralds Á.
Sigurðssonar, „Tunglið, tunglið
taktu mig“, gengur nú í Sjálf-
stæðishúsinu kvöld eftir kvöld
fyrir þéttskipuðu húsi og við
mikinn fögnuð og hlátur áhorf-
enda. — Það er eðli allra revía
að fjalla um það, sem efst er á
baugi hverju sinni, bæði úti í
hinni víðu veröld og heima fyr-
ir og sýna menn og málefni í
skoplegu Ijósi og með hæfilegri
ádeilu. — Hér hefur það einnig
verið gert. Meginefni þessarar
revíu eru vitanlega geimferðirn-
ar, með Sputnikum og Könnuð-
um (Explorers) og svo stjórn-
málalífið og helztu stjórnmála-
garparnir hér heima. — Af nógu
er að taka, enda hefur „tragi-
komik“ stjórnmálanna íslenzku
sjaldan eða aldrei verið meiri
en nú, á þessum síðustu og
verstu tímum. Yfirleitt hafa þó
lega leiðinlegar hjá okkur. Þá
er Vesturbær látinn fara í Austur
bæ og öfugt. Maður, sem býr í
Vesturbænum, fær þá í rauninni
ekki ferð nema á klukkutíma
fresti, því að það tekur svo lang-
an tíma að keyra um Austurbæ-
inn, að menn komast ekkert fyrr
heim með því að fara með Aust-
urbæjarbílnum en með því að
bíða í hálftima niðri í bæ til að
taka sinn rétta bíl. Hverfin verða
að geta haft sinn bílinn hvort,
og fá verður sérstakan bíl í þess-
ar leiðindahringferðir. Það eru
helmingi fleiri viðkomustaðir í
Austurbænum og óþolandi að
þurfa að sitja í strætó, meðan
þeir eru allir þræddir.
Hvers vegna eru tenór-
söngvarar orðnir ísienzk
„útflutningsvara"?
¥ MORGUNBLAÐINU hafa að
undanförnu birzt frásagnir af
landa okkar, Magnúsi Jónssyni
söngvara, og ágætri túlkun hans
á erfiðu hlutverki í Farandsöngv
urum Verdis í Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn. Vel-
vakanda hefur borizt enn eitt
viðtal við Magnús, og birtist það
í Kaupmannahafnarblaðinu Dag-
ens Nyheder á sunnudaginn. Við-
talið er alllangt, og er þess ekki
kostur að birta hér nema nokkur
atriði úr því. Blaðamaðurinn og
Magnús ræða um íslenzku söngv-
arana við Konunglega leikhúsið,
Stefán íslandi og Einar Kristjáns
höfundar revíunnar tekið á þess-
um málum með græskulausu
gamni, og stillt ádeilunni mjög
í hóf. Hefði því mátt ætla, að
jafnvel þeir stjórnmálamenn eða
flokkar, sem mest koma þarna
við sögu, gætu tekið því, sem
sagt er með góðlátlegu brosi, en
önnur hefur þó raunin orðið á.
Hefur eitt af stjórnarblöðunum
kvartað tvisvar undan meðferð-
inni á „sínum mönnum“ í reví-
unni og jafnvel komizt að þeirri
„vísindalegu" niðurstöðu að 97%
af ádeilunni sé beint að vinstri
flokkunum. En með hverjum
hætti sú útkoma hefur fengizt,
skal ósagt látið. Hins vegar bend-
ir þessi viðkvæmni blaðsins
ótvírætt til þess að margt af því
sem sagt er í revíunni hafi ekki
misst marks og er það vissulega
viðurkenning, sem höfundarnir
mega vel við una.
Fyrri þáttur revíunnar fer
son. Síðan spyr blaðamaðurinn:
— Hvers vegna eru tenórar
orðnir íslenzk „útflutningsvara"?
— Ætli það standi ekki í sam-
bandi við loftslagið hjá okkur!
— Og líkamsburði íslendmga?
— Kannske. Það þarf líka
skrokk í þetta! En flestir íslend-
ingar leggja einnig sálina í verk
sín.
— Sunguð þér óskahlutverk
yðar í II trovatore?
— Nei, eiginlega ekki. Það er
í Bohéme, og ég hef sungið það
heima í Reykjavík. En e. t. v. er
röddin að þróast svolítið frá hinu
lyriska og verða meira drama-
tísk. Það er eins og hún sé dá-
lítið breiðari núna.
— Hve lengi er tenórsöngvari
í framför?
— Ég hugsa að það sé þar til
hann er 35 ára.
— Og hve lengi getur hann
sungið?
— Það er svo misjafnt. Ég
hugsa, að allir tenórar geti sungið
þar til þeir eru 55— 60 ára. Það
er að segja, ef menn gæta radd-
arinnar.
— Hvernig gera þeir það?
— Með því að gæta sjálfra sín,
sofa nóg.
— Og reykja ekki?
— Ég veit ekki, hvaða þýðingu
tóbakið hefur. Sjálfur reyki ég
aðeins svolitla tóbakspípu ein-
staka sinnum — og vindil ef ég
hef borðað eitthvað sérstaklega
gott.
' fram á stjórnarskrifstofu I
Reykjavík og stendur þar mikið
til, því að von er þar á nýjum
ráðherra. — Það verður heldur
enginn fyrir vonbrigðum þegar
hann birtist ásamt konu sinni og
einkadóttir, enda er maðurinn
engin smásmíði (Haraldur Á,
Sigurðsson) og ber hið tilkomu-
mikla nafn Mörundur Kálfdán-
arson. Þá er kona hans, Tannveig
Gísladóttir (Steinunn Bjarnadótt
ir) enginn eftirbátur maka síns,
kjarnyrt og aðsópsmikil sem hún
er. Og dóttir þeirra, Jónína Þor-
björg (Hanna Bjarnadóttir)
sannar regluna að fé er jafnan
fóstri líkt. Þessi nýi ráðherra á
að annast nýlendumálin og er
því ekkert eðlilegra en að flug-
stjórarnir á Explorer og Spútnik
3. bjóði honum og fjölskyldu
hans í ferð með sér til tunglsins.
— Og þar gerist síðari þáttur
revíunnar. — Þar býður æðsti-
bróðirinn Plánetus (Lárus Ingólfs
son) hina „góðu gesti“ velkomna
og er þeim tekið með söng og
fögrum dansi mánameyjanna.
Spyrjast mánabúar almæltra tíð-
inda frá jörðinni og gefur ráð-
herrann góð og greið svör eink-
um um stjórnmálalífið á íslandi
og helztu forustumennina. —
Kehnir þar margra grasa. — Fell-
ur mjög vel á með gestunum og
mánabúum, en of langt mál yrði
að rekja þau viðskipti frekar.
Revía þessi er að mörgu leyti
skemmtileg, meginefnið „aktuelt"
og margir snjallir „brandarar“
fjúka þar óspart.
Það er alltaf jafngaman að
sjá Harald Á. Sigurðsson á svið-
inu og leikur og gervi Steinunn-
ar Bjarnadóttur er hvort tveggja
bráðskemmtilegt. Baldur Hólm-
geirsson, er leikur stjórnarráðs-
fullrúann í fyrra þætti og Venus
Vagn í tunglinu, fer prýðilega
með hlutverk sín og syngur vel
og skemmtilega. Þá er og eftir-
herma Karls Guðmundssonar nú
sem áður bráðsnjöll. — Dans-
ana hefur Snjólaug Eiríksdóttir
samið og æft og hefur henni
tekizt það mjög vel. Hanna
Bjarnadóttir hefur ágæta söng-
rödd, sem hún beitir af kunn-
áttu, og „dúett“ þeirra Sigríðar
Guðmundsdóttur og Huldu Emils
dóttur er einkar góður. — Þá er
Frh. á bls. 19.
Henfur
fermingargjöf
UM þetta leyti árs leita margir
að hentugum gjöfum handa ungu
fólki. Börnin eru að fermast og
þeim eru gefnar gjafir í tilefni
af þessum tímamótum. Ferming-
argjafir þurfa að vera snotrar og
helzt líka gagnlegar, og þær
mega ekki vera svo dýrar, að til-
finnanlegt verði fyrir gefandann.
Um þetta leyti árs er líka að
vora. Sólin hækkar á lofti og
veðrið hlýnar, og ungir og gamlir
njóta þess að vera úti. Jörðin
grænkar, og skammt er þangað
til að fyrstu blómin springa út.
Það eru tímamót í ríki gróðurs-
ins.
En hver eru þessi grænu grös
og þessi allavega litu blóm, sem
alls staðar gleðja augu vegfar-
andans? Hvað skyldu þau heita
og hvernig er hægt að þekkja
þau í sundur? — Þetta er allt
hægt að sjá í bókinni, Flóru
íslands, eftir Stefán Stefánsson.
Flóra íslands er hin ákjósan-
legasta fermingargjöf. Enga bók
er hentugra að hafa með út í
sveitina á sumrin, hvort sem er
til lengri eða skemmri dvalar.
Og engin dægrastytting er holl-
ari og betri fyrir ungt fólk á
frídögum sínum en að taka Flóru
íslands með sér út í hagann, út
úr skarkala bæjanna og borg-
anna, og kynnast af eigin rauu
gróðurríki Islands.
Vinir og vandamenn þeirra
unglinga, sem eru á fermingar-
aldri, ættu því að athuga, hvort
rétta gjöfin sé ekki einmitt
Flóra íslands.
Hið íslenzka
náttúrufræðifélag
shrifar úr
daglega lífinu