Morgunblaðið - 23.04.1958, Qupperneq 13
Miðvikudagur 23. apríl 1958
MORCUNBL 4 Ð1Ð
13
Páskavoku Langholtssafnaðai
Á SKÍRDAG hélt kirkjukór
Langholtssafnaðar í Reykjavík
páskavöku sína í fjórða sinni í
Laugarneskirkju.
Þar eð enginn hinna lærðu
söngstjóra eða presta í bænum
hefur minnzt opinberlega á þenn
an þátt söngmála í kirkjum höf-
uðborgarinnar, veit ég að mér
muni fyrirgefast, þótt ég þakki
fyrir hönd þeirra, sem fyllt hafa
kirkjuna þessi kvöld og fyrir
hönd safnaðarins.
Söngstjórinn, Helgi Þorláks-
son hefur sérstakt lag á því að
velja lög, sem óma strax í vit-
und manns og verða nær sam-
stundis að auði, sem enginn tek-
ur frá manni síðan. Hann hefur
líka kynnt sér kirkjusöng á
Norðurlöndum af mikilli kost-
gæfni og dvaldi í Finnlandi næst-
um allt síðastliðið sumar og sá
margt og heyrði við kirkjur þar.
En Finnar standa kannske fremst
allra Norðurlandaþjóða í kirkju-
söng.
Hann á einnig bæði dirfsku og
dug til að kanna nýjar leiðir bæði
í verkefnavali og efnismeðferð.
. Eru nokkur þeirra sálmalaga,
sem þannig hafa verið kynnt á
páskavöku að verða eign íslenzku
kirkjunnar yfirleitt og svo mun
enn verða.
Kórinn er vel æfður og söng
af miklum léttleika og smekk-
vísi. Vakti sérstaka athygli hvern
ig unnt er að ná fjölbreytni og
áhrifum með því að láta karl-
manna- og kvennraddir syngja á
víxl sama lagið við hin ýmsu
vers í sama' sálmi. Áhrifamikil
eru einnig þau blæbrigði, sem
beitt er eftir efninu í þeim er-
indum sem sungin eru, raddirnar
Ijúfar og blíðar.
Einsöngvarinn, Karl Sveinsson
hefur bæði mikla og mjúka rödd,
sem á greiðan aðgang að hjört-
um áheyrenda.
Upplestur ljóða og ævintýra,
sem fléttað var milli söngvanna
veitti óskipta ánægju. Gerðu þær
Oddfríður Sæmundsdóttir og
María Bjarkar sínum hlutverkum
góð skil. Og frumsömdu ljóðin
hennar Oddfríðar hefðu einhvern
tíma nægt til þess, að hún yrði
talin skáldkona góð.
Sr. Jakob Kristinsson flutti
þarna mjög athyglisvert erindi,
sem hann nefndi: „Blikur af
öðru lífi“. Komu þar fram lýs-
ingar mætra manna af unaðs-
legustu hrifningarstundum á ævi
þeirra. Munu þessi ummæli,
barnsleg og spakleg í senn, fáum
gleymast, sem á hlýddu, og sanna
glöggt þá sælu, sem heit trúar-
tilfinning veitir vitund manns-
ins.
Öll var dagskráin byggð upp
af skýrri hugsun og markvísri
tilfinningu fyrir fegurð og sam-
ræmi.
Gaman væri að eignast ofurlít-
inn barnasöngflokk, sem gæti
aukið á fjölbreytnina fyrir næstu
páskavöku.
Þökk sé þeim, sem þarna veittu.
Það var sem ilmur tilbeiðslu og
trúar fyllti húsið.
Og þökk sé þeim, sem komu
og skipuðu hvert sæti kirkjunn-
ar og gerðu þannig allt svo há-
tíðlegt og ógleymanlegt.
Aðgangur var ókeypis, en
margir gáfu gjafir að skilnaði,
og verður þeim varið til bygg-
ingar Langholtskirkju. En sú
framkvæmd er stærsta áhugamál
safnaðarins nú, eins og að líkum
lætur.
Hafið hjartans þökk fyrir heilla
ríka stund.
Árelíus Níelsson.
ff
Oæskiiog öiiii sjerta
Táto eriitt iyrir
BELGRAD, 16. apríl. — Júgó-
slavneska stjórnin skýrði svo frá
í dag, að á síðasta ári hefði mjög
farið í vöxt andspyrna gegn
kommúnistastjórninni í Júgóslav
íu, að mestu leyti í formi ræðu-
halda og ritaðra yfirlýsinga, sem
festar hefðu verið upp á almanna
færi. Að þessu hefðu að mestu
staðið spilltir uppgjafastjórn-
málamenn, sem standa innan vé-
banda kirkjunnar „og annarra
neikvæðra og óæskilegra afla“.
Hins vegar hefði stjórnarvöldun-
um tekizt að kæfa allar mótbárur
í fæðingunni — og skemmdar-
verkamenn hefðu ekki náð nein-
um árangri. í skýrslunni
sem lögð verður fyrir júgóslavn-
eska þingið, sem kemur saman á
morgun, segir og, að þessir f jand-
menn ríkisins njóti góðrar að-
stoðar erlendis frá — aðallega
hafi borið á erlendum flugumönn
um eftir átökin í Ungverjalandi
árið 1956. Á þessu þingi verður
Xító endurkjörinn forseti Júgó-
slavíu — og á laugardaginn mun
hann flytja þýðingarmikla ræðu,
segir í Reuters-fréttum.
U m heituskurðarvél
í MORGUNBLAÐINU 19. þ. m.
rakst ég á grein, sem undirrituð
er af Hjálmari Theódórssyni,
landformanni á „Fiskaskaga".
Ég hefi áður rekizt á greinar
í blöðunum og heyrt fréttir í
útvarpi um beituskurðarvél, sem
Hr. Kjartan Fr. Jónsson telur sig
hafa fundið upp.
Ég hefi reynt til þessa að leiða
hjá mér deilur um þetta mál,
enda þótt skotum úr launsátri
hafi verið skotið til mín, þó Kjart
ani sé fyllilega ljós þáttur minn
í beituskurðarvélum frá upphafi.
Ég kalla að hér sé mjög ódrengi
lega að málum unnið frá Kjart-
ans hendi, að ekki sé dýpra í ár-
ina tekið.
Eins og komið hefir í ljós, hefir
Kjartan notað alla tækni áróðurs,
til að reyna að koma því inn hjá
fólki að til sé engin beituskurðar
vél, nema sú sem hann telur sig
hafa fundið upp.
Mér finnst nú keyra um þver-
bak þessi síðasta blaðagrein, sem
er tilefni þessara skrifa minna.
Ég ætla ekki að tína til ein-
staka liði þessarar greinar, eða
annarra áróðursgreina Kjartans.
Ég þarf heldur ekki að lýsa af-
köstum okkar véla, þær eru kunn
ar þeim er hlut eiga að máli og
mæla með sér sjálfar.
Við höfum unnið að þvi um
árabil að gera þessa hluti að veru
•leika, fórnað til þess vinnu, tíma
og peningum og nú þegar málið
er komið á það stig að verkin
tala, þá þurfum við og höfum
aldrei þurft að beita neinum
áróðri. Þetta er meira en margur
annar getur sagt.
Ég get þó ekki stillt mig um
að geta þess. að eftir blaðafregn-
um að dæma eru vinnsluafköst
vélanna sviþuð. enda heldur ekki
að undra, þar sem „vél“ Kjartans
er byggð upp af reynslu okkar
Jóhannesar af beituskúrðarvél-
99
Alu'anes“ 1. hefti
1958
Það er þægilegra Kjartan að
fá hugmyndirnar í kollinn frá
öðrum og tileinka sér þær, þó
maður tali ekki um ef hægt er
svo að vera á fullu kaupi við
að vinna að þeim, samanber samn
ing ykkar Jóhannesar.
Þessi stórkostlegu undur, sem
nú hafa skeð, að vél þín hættir
að rétta síldina, en fer allt í einu
að skera hana með þessum líka
fitonsanda og það í jafna bita
600 stk pr. m., er svo ekki upp-
fynding þín heldur landformanns
ins á M. b. Fiskaskaga, samanber
umrædda grein.
Kjartan mun telja sig örugg-
lega vissan um höfundarréttinn
að vélinni, og má í því efni skír-
skota til samtals okkar, þar sem
hann bað um samvinnu um fram
leiðslu vélanna. Slíkt væri aðeins
unnt ef ég sneri á félaga minn
eins og Kjartan gerði. En Kjartan
vildi að nafns síns yrði getið í
/
sambandi við vélina og hefur því
sezt niður við heimkomuna og
skorið sína áróðui-sbita.
st. Reykjavík, 24. marz 1958.
Guðjón Ormsson.
BLAÐINU hefur borizt 1. hefti
þessa árgangs af tímaritinu
„Akranes“. Af efni ritsins má
nefna myndskreytta grein eftir
ritstjórann Ólaf B. Björnsson,
sem hann nefnir „Á fiskveiðum
byggist framtíð landsins". Þá er
það greinin „Eru Frakkar að
glata heiðri sínum og sæmd?“
eftir ritstjórann. Sagt. er frá 30
ára afmæli Flugfélags íslands.
Friðrik Björnsson skipstjóri skrif
ar um „Sögustaði á Þingvöllum".
Þá birtast í ritinu tvær gamlar
huldufólkssögur: „Skúli og huldu
konan“ og „Jón Skúlason og
glímumaðurinn“. Jón Jónsson
læknir skrifar greinina „Allt
eins og blómstrið eina. . . .“
í þessu hefti hefst greinaflokk-
ur um Sameinuðu þjóðirnar
eftir Sigurð A. Magnússon blaða-
mann, og nefnist fyrsta greinin
„Tildrög og starfssvið“. Ólafur
Gunnarsson skrifar þáttinn „Um
leiklist“ og fjallar þar um fimm
leikrit sem sýnd hafa verið í
Reykjavík í vetur. Einnig er þar
grein um sýningar Leikfélags
Akraness á „Fænku Charleys"
Þá birtist í heftinu 60. þátt-
urinn úr sögu Akraness eftir rit-
stjórann og er þar fjallað uni
ýmsar byggingar á árunum
1870—1900. Loks er bókaþáttur
eftir ritstjórann þar sem rætt er
um fimm nýútkomnar bækur og
sjötta grein í flokkinum „Þar
fékk margur sigg í lófa“ þar sem
sagt er frá sex merkismönnum.
Þá er í ritinu Annáll Akraness
og þátturinn „Til fróðleiks og
skemmtunar". Heftið er 62 les-
málssíður, skreytt fjölda mynda.
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið í vörugeymslu Eim-
skipafélags íslands hf. í Haga, hér í bænum, föstu-
daginn 25. apríl n.k. kl. 1,30 e.h.
Seldar verða eftir beiðni félagsins ýmsar gamlar
vörur, er liggja á vörugeymslum þess, til lúkningar
geymslukostnaði o. fl.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgurfógetinn í Reykjavík
Húsnæði
við Skólavdrðustíg
4 herbergi, eldhús, W.C., ca. 140 ferm. er til sölu.
Upplýsingar gefur:
EGILL SIGURGEIRSSON, hrl.,
Austurstræti 3, sími 15958.
Bifvéiavirkjar
Viljum ráða bifvélavirkja eða menn vana bílavið-
gerðum á einkaverkstæði.
Tilboð óskast send á afgr. blaðsins fyrir
föstudagskvöld merkt: „Bílaviðgerðir — 8066“.
íbúð óskast
Óska eftir að fá keypta 4 eða (helzt) 5 herbergja
íbúð á góðum stað í Reykjavík eða Hafnarfirði.
Birgir Þórhallsson,
sími 12277, kl. 17—18.30.
ÚTVEGUM FRÁ TÉKKOSLÓVAKÍU
Áframhaldandi sala
Á ÓDÝRUM KJÓLUM. — LITLAR STÆRÐIR
I M A R K AÐ URINNI
TEMPLARASUNDI
Silkisnúrur
HVÍTAR — RAUÐAR — BLÁAR
Gardínubuðin
LAUGAVEG 28
Með KIWl gljá
skórnir betur og
endast lengur
Me8 KIWI nxst glj&inw
ekki aðeins fljótast
heldur verður hann þí
einnig bjartastur. KIWI
verndar skóna fyrir sól
og regni. Ef þér notið
KIWI reglulega, munuð
þér fljótt sjá hversu
mikið lengur skórnir
endast og hve þeir
verða snyrtilegri.
Snyrtimenni um
allan heim nota
KIWI
O. Johnson & Kaaber h/f Reykjavík
um.