Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 23. apríl 1958 MORCUlSBLAÐtÐ 57 Geir S. Geirsson, kveðja ÞEIR sem guðirnir elska deyja ungir. En hvers eigum við að gjalda, sem eftir lifum? Samkvæmt almanakinu er vor og dagurinn lengist, en í hjörtum vorum er myrkur, og hugur okk- ar sem bjarg. Það er ekki sem sólin hækki á lofti, og allt verði mildara. Tún og engi grænki, og lauf skrýði skóg, fuglalífið* á voru landi lifni við. Þetta finnum við ekki þegar við stöndum á móti sláttumann- inum mikla, dauðanum. 1 einum skára falla fjórir af okkar efnilegustu sonum, þetta ljáfar verður aldrei endurgrætt. Þið eruð farnir til fyrirheitna landsins, þangað sem við förum öll fyrr eða síðar. Þar fórst þú, okkar bezti- vinur. Treginn er mikill, Geir minn, og að sjá þig hverfa bak við hið mikla tjald þessa lífsleiksviðs, er nokkuð sem við getum ekki sætt okkur við. Samverustundir okkar voru ekki margar miðað við eilífðina, þó voru þær það dýrmætasta sem við höfum átt. Þú tókst þátt í gleði okkar og sorg, og varst skilningsgóður og vel viðræðan- legur um vandamál okkar, sem nú sýnast hismi eitt á móti því sem nú hefur skeð. Kæri vinur, að sjá á bak þér er hryggilegt, en okkur er kennt að tíminn lækni og græði öll sár, hver sem þau eru. Er það satt? Við eigúm eftir að komast að því. Trú þín á allt það sem gott var og hreint, er nokkuð sem við get- um tekið okkur til eftirbreytni, og látið okkur að kenningu verða. Lífið, þetta sem við lifum í dag, hvers virði er það? Er það undir- búningur undir annað líf? Ef svo er, þá varst þú vel undirbúinn og samfundir okkar verða ánægjulegir. Það, sem við ekki sjáum og getum þreifað á, eru hlutir sem allir, sem nú syrgja, geta ekki sætt sig við. Við hjónin þökkum þér, vinur, fyrir samverustundirnar sem við áttum með þér. Sorgin er mikil, en það léttir byrðina, þegar mað- ur veit um fleiri, sem taka þátt í sorginni. Djúpivogur allur er sem rothöggi lostinn. Þú varst einn í fremstu röð hinna efnilegustu sveina þaðan, og þó víðar væri leitað. Afi þinn og amma, frændur og vinir, lúta höfði til jarðar. Móðir þín, fósturfaðir, og bróðir þinn, standa ein, þó nú hafi þau fundið anda vináttublæ að sér, allra þinna vina sem eftir eru, sem í sinni sorg geta litlu miðlað. Geir minn, þú trúðir á annað líf. Við eigum von á þér þegar okkar tjald fellur. Vertu vort leiðarljós um ókom- inn tíma. Katrín og Helgi. „í anda byllingar- innar" gegn spörfuglum PEKING 19. apríl. — Stjórnar- völdin í Peking hafa kvatt út all- an her í borginni og nágrenni hennar — og skorað á almenh- ing að slást í hóp hermanna í bar áttunni gegn spörfuglum — en mikil hætta er á að þeir eti upp allt sæði á ökrunum. Tugþúsudir hermanna, verkamanna, mennta manna og barna taka þátt í bar- áttunni — og vopnin eru hin ólíkustu — allt frá byssum til eldhúsáhalda, svo sem steikar- panna og grautarsleifa. Málgögn kommúnista hvetja fólk óspart til þess að taka þátt í eyðingarstríðinu — „við verð- um að halda áfram allt til enda — í anda byltingarinnar“, segja þau. UNGTEMPLARAR, sem vilja tryggja sér aðgang að Skemmtikvöld ungtemplara í Góðtemplarahúsinu á Sumardaginn fyrsta, er ráð- lagt að tryggja sér miða í Góðtemplarahúsinu í dag klukkan 6—7 vegna takmarkaðs húsrýmis. U ndirbúningsnefndin. Réttingamenn Tveir menn vanir bílaréttingum óskast strax. Upplýsingar í Skodaverkstæðinu við Kringlumýrarveg, sími 32881 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 78 og 79. tölubl. Lögbirtingar- blaðsins 1957 á lóðarspildu úr landi Akra og Nýja Sæbóls á Seltjarnarnesi er eign Eggerts Hvanndals fer fram föstudaginn 25. þ.m. kl. 14 sd. á lóðinni sjálfri. Sýslumaðurínn f Gullbringu- og Kjósarsýslu. I. O. G. T. Ungtemplarar! Miðar að skemmtikvöldinu í Góðtemplarahúsinu á sumardag- inn fyrsta verða afgreiddir í hús- inu á miðvikudag kl. 6—7 og á Sumardaginn fyrsta kl. 3,30—4.30 Undirbúningshefndin. 1 íbúðarhæð í Hlíðunum til sölu. Á hæðinni, sem er 130 ferm. eru 2 tveggja herbergja íbúðir með sameiginlegri forstofu. íbúðirnar eru í góðu standi. Bílskúr fylgir. Allar nánari upplýsingar gefur. Eignasalan Ingólfsstræti 9B St. Einingin nr. 14. Fundur í kvöld kl. 8.15. Vígsla nýliða og embættismanna. Eftir fund spiluð félagsvist. Verðlaun. Félagar mætið vel og stundvís- lega. — Æt. Félagar ungmennastúknanna! Miðar að skemmtikvöldinu í Góðtemplarahúsinu á Sumardag- inn fyrsta verða afgreiddir í GT- húsinu í kvöld kl. 6—7 og á morg un kl. 3,30—4,30. Undirbúningsnefndin. Ford—Model 1956 Station-vagn Sedan 8, sjálfskiptur, nýkominn tii landsins, er til sölu ef viðunandi boð fæst. Til sýnis á afgreiðslu Eimskip við Borgartún kl. 2—4 í dag. Tilb. sendist til Jóns Arinbjörnssonar, Sörlaskjóli 88, fyrir kl. 12 á morgun (fimmtudag). Minervafundur í kvöld. Vetur kvaddur. Erindi: Þorsteinn Árnason. o.fl. — Sumri fagnað. Kaffi, leikir og dans. Mætið öll. — Æt. Kaupf élagsst jórastarf ið við Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík, er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf sendist fyrir 15. maí n.k. til formanns félagsins, Jóns Sigurðssonar, Stóra-Fjarðarhorni eða til Kristleifs Jónssonar, Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, sem gefa allar nánari upplýsingar. Stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.