Morgunblaðið - 23.04.1958, Side 19

Morgunblaðið - 23.04.1958, Side 19
Miðvik'udagur 23. apríl 1958 Moncinsnr áðið 19 — Rikisreksturinn Frh. af bls. 3. allar umframgreiðslur, sem ríkisstjórnin eða forstöðumenn ríkisstofnana telja ekki verða hjá komizt, þar til Alþingi getur tek- ið ákvörðun um málið. Umframgreiðslur hafa á síð- ustu árum orðið ótrúlega miklar. Sjálfsagt hafa þær að verulegum hluta verið óhjákvæmilegar, eink um er verulegar sveiflur hafa orð ið á verðlagi innanlands eftir setningu fjárlaganna, en engu að síður ber nauðsyn til að aðhald sé á þessu sviði. — Loks leggjum við til, að skylt sé að hafa samráð við nefndina, þegar fé er veitt í fjár- lögum í einu lagi til meiri háttar verka, svo sem atvinnuaukning- ar, skólabygginga, vegaviðhalds, hafnarbóta o.fl. Ríkisreksturinn eins og villiskóg- ur. Aðstaða stjórnarandstöðunnar Einar Olgeirsson: Ég skrifaði undir nefndarálitið með fyrir- vara. Þótt ég fylgi frumv., vil ég nota tækifærið til að gera nokkr- ar athugasemdir varðandi ríkis- rekstur á íslandi. Ríkisreksturinn er vaxandi þáttur í hinu íslenzka þjóðfélagi. En hann hefur vaxið óskipulega eins og villiskógur, og allt eftir- lit með miklum hluta ríkisbákns ins er laust í reipunum og fjár- mál margs konar ríkisrekstrar eru alls ekki á fjárlögunum. Margt af þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram á atvinnurekst ur og þjónustu hins opinbera, á rætur sínar að rekja til þessarar óvissu svo og þess, að um þessar opinberu stofnanir eru taldar gilda ýmsar gamlar reglur, sem ekki eiga við. Forstöðumenn þeirra eru t.d. taldir eiga að sitja í starfi sínu ævilangt eins og dómarar og aðrir slíkir em- bættismenn, sem tryggja þarf að njóti sjálfstæðis gagnvart öðrum aðilum í ríkinu. Þótt ég og minn flokkur séum fylgjandi ríkis- rekstri, er ág dálítið hræddur um, að ekki hafi tekizt að finna að- ferð til að skapa aðhald í ríkis- rekstrinum hliðstætt því, sem felst í eðli einkarekstrarins. Fyrir rúmum 20 árum var t.d. reynt að mynda rekstrarráð í opinberum stofnunum hér á landi, og áttu þau að vera til eftirlits, en reyndust ekki vel. Er hér við mikinn vanda að stríða. Breytingatillögurnar, sem fyrir liggja, myndu leiða til þess, að stjórnarandstaðan fengi hönd í bagga með eftirliti því, sem ætl- unin er að setja á fót skv. frum- varpinu. Það væri vissulega æski legt, ef unnt væri að koma sér saman um rétt stjórnarandstöð- unnar yfirleitt, en ég veit af reynslu, að fyrir honum fer ekki mikið. Ég myndi fagna breytingum hér á, en þær yrðu að vera þannig, að þær giltu, hver sem stjórnarandstaðan væri, ekki þara um „góða“ — heldur og um „slæma“ stjórnar- andstöðu. Tillögum Sjálfstæðismanna andmælt Skúli Guðmundsson: Fyrsta breytingartillaga Sjálfstæðis- manna er óþörf, þar sem setja má ákvæði um þetta atriði í reglugerð. Þá leggja þeir til, að Alþingi kjósi 3 manna nefnd til að hafa á hendi eftirlit með ríkis- rekstrinum. Þetta er í ósamræmi við tillögu Sjálfstæðismannsins Gísla Jónssonar hér á þinginu 1955, er vildi láta eftirlitið í hend ur eins manns. Þá virðist mér óljóst, hvað við sé átt með orð- unum „hafa samráð" i þriðju til- lögunni. Að því er varðar aðstöðu stjórn arandstöðunnar vil ég minna á, að nú og að undanförnu hefur hún eftirlitsaðstöðu, þar sem hún Þýzkir námsstyrkir Framh. af bls. 10. skólanám að minnsta kosti fjög- ur háskólamisseri og þurfa að leggja fram meðmæli og vottorð um námsástundun. Styrkþegum gefst kostur á að sækja þýzkunámsskeið þau, sem áður eru nefnd, ef þeir óska þess. Umsóknareyðublöð um þessa fjóra styrki fást í menntamála- ráðuneytinu, og skulu umsóknir í tvíriti hafa borizt ráðuneytinu fyrir 10. maí næstkomandi. (Frá menntamálaráðuneytinu). *— Skipulag flug- vallarins Frh. af bls. 11. bíða í nokkur ár, þar til bærinn hefur stækkað enn meira. Það virðist engin fjarstæða að gera ráð fyrir, að eftir 2—3 ára- tugi muni heildar-markaðsverð lóðanna, sem flugvöllurinn stendur á verða margfalt á við kostnaðinn við að byggja nýjan Reykjavíkurflugvöll fyrir innan- landsflugið. Geta menn svo reynt að gera sér í hugarlund, hve ákafinn í að koma flugvellinum í burtu yrði mikill, þegar svo væri komið. um tíma. Ef því atriði frumv. verður ekki breytt, skiptir mig engu, hvort það verður fellt eða samþykkt. Sjálfur get ég þá ekki greitt því atkvæði. Hins vegar er lagt til í breytingartillögunum, sem fyrir liggja, að þessu og fleiru verði breytt í betra horf. Koma þar fram ýmis atriði úr mínu frumvarpi. Ég skal enn taka fram, að ég tel ekki miklu skipta, hvort eft- irlitið verður í höndum yfirskoð- unarmanna eða sérstakrar 3 manna nefndar. Aðalatriðið er, að þingkjörnir menn fái tækifæri til að gæta réttar Alþingis, sem hef- ur elcki verið virtur undanfarin ár. Hins vegar tel ég það frávik frá mínum tillögum verra, að ekki er gert ráð fyrir, að eftir- litsnefndin hafi stöðvunarvald. Út af ummælum Skúla Guð- mundssonar hér áðan er vert að geta þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn sem slíkur hefur ekki staðið að tillögu um að fela einum manni eftirlit með fjárstjórninni. Ég skal einnig taka fram, að ég álít, að Alþingi sjálft eigi að skipta sem flestum fjárveiting- um. Einar Olgeirsson vék nokkuð að að nauðsyn meira eftirlits með ríkisrekstrinum yfirleitt. Er það að mörgu leyti rétt. Á þessu sviði er mikil óreiða, stórar og þýðing- armiklar stofnanir eru ekki á fjárlögum eða ríkisreikningi, t.d. útflutningssjóður, Tryggingastofn unin og Þjóðleikhúsið. Þetta hef- ur verið rætt meðal, yfirskoðun- armanna, og er það álit þeirra, að þetta þyrfti að breytast. Þá er ekki nægilegt, að taka á 3. gr. fjárlaganna aðeins mismun tekna og gjalda ýmissa stórra ríkis- stofnana. Skúli Guðmundsson ræddi um það hér áðan, að stjórnarandstað- an gæti komið fram eftirliti með aðstoð fulltrúa síns í hópi yfir- skoðunarmanna. Hún á þess reyndar ekki alltaf kost að fá skoðunarmenn kjörna, þótt svo sé opnar leið til aukinnar eyðslu, þar sem það rýrir núverandi vald f j ármálaráðuney tisins. Mál þetta má því með réttu kalla eitt hið ómerkilegasta, sem lengi hefur sézt á Alþingi. En það er merki um slæma samvizku ríkisstjórnarinnar. Hún veit, að eyðslan er nú úr hófi og almenn- ingsálitið krefst aðgerða. Hæfir vel, að Skúli Guðmundsson skuli vera helzti talsmaður þessa frumv. hér í deildinni, — sami maðurinn og fyrir nokkru réðst með offorsi á frumv. Jóns Pálma- sonar, þar sem bent er á raun- hæfa leið, þótt hún feli e. t. v ekki í sér fulla lausn vandans. Einstakar greinar stjórnarfrumv, eru ákaflega óljósar, en ég mun ekki eyða tíma í að biðja fram- sögumanninn um skýringar, enda þykist ég vita, að um goðsvör ein yrði að ræða. Samkomulag um 5 manna nefnd? Hér í umræðunni hefur verið rætt um aðstöðu stjórnarandstöð- unnar. Það er rétt, að vel getur staðið svo á, að hún hafi ekki bolmagn til að koma neinum manni I 3 manna nefndir, eins og var, þegar Sósíalistaflokkurinn var einn í stjórnarandstöðu fyr- ir 10 árum. Ef tryggja á, að hver sú stjórnarandstaða, sem hefur fylgi sem nokkru nemur hafi að- stöðu til að fá menn kosna, yrði með tilliti til fyrri reynslu að hafa 5 manna nefndir. Ég vil nú skjóta því til Einars Olgeirsson- ar, hvort hann myndi vilja fylgja því, að samkomulag næðist inn- an þingsins um, að fimm mena yrðu kosnir, þegar þingið velur sérstaka trúnaðarmenn til mikil- vægra starfa. Að þessu loknu var umræS- unni frestað. hefur átt fulltrúa meðal hinna! sbr. stjórnarandstöðu sósíal- þingkjörnu yfirskoðunarmanna jsta fyrir io árum. Svo er megin- ríkisreikninganna. Óbreytt er stjórnarfrumv. einskis vert Jón Pálmason: Fjárhagsnefnd hefur nú tekið ákvörðun um að leggja til, að frumvarpi því, sem ég bar fram fyrir nokkru um eftirlit til varnar gegn ofeyðslu hjá hinu opinbera, verði vísað til ríkisstjórnarinnar. — Tillögur mínar hljóta að snerta umræð- urnar um það stjórnarfrumv. sem hér liggur fyrir, þótt þær séu ólíkar því. Við 1. umr. um þetta frumv. lýsti ég þvi, hve fráleitt væri að nefnd til eftirlits með ríkisrekstr- inum væri aðeins skipuð trúnað- armönnum stjórnarliðsins á hverj Ef þeim, sem flugmálunum ráða, tekst að koma upp bygg- ingum á Reykjavíkurflugvelli, á svipuðum forsendum og rætt var um hér að framan, þá virðist sjálfsagt, að þeir bendi sem fyrst á stað, þar sem hægt væri að byggja nýjan flugvöll, og beittu áhrifum sínum til þess, að sá staður yrði ekki eyðilagður með einhverjum framkvæmdum. En jafnvel þótt fyrrnefndar forsendur réðu ekki úrslitum, þá væri það fyrirhyggja, sem vart gæti leitt nema gott af sér, að hafa „frátekið" landsvæði, sem hægt væri að hverfa til, þegar hagsmunir flugsins og Reýkjá- ' Söngnum. víkurborgar krefjast þess, | — Revian Framh. af bls. 6. Guðbergur Ó. Guðjónsson skemmtilega skringilegur í hlut- verki Bílatusar Jónssonar, einka- bílstjóra ráðherrans. — Yfirleitt er revían vel úr garði gerð, en tvennt er það þó, sem ég hef við hana að athuga: Það er, að mér finnst of mikill söngur í revíunni, og Ijóðin of löng, enda þótt snjöll séu frá hendi höfundarins, Guð- mundar Sigurðssonar. Þetta dregur úr hraða leiks og atburða- rásar meira en heppilegt er. Og eitt allra skemmtilegasta atriði revíunnar, „duett“ þeirra Hönnu Bjarnadóttur og Baldurs Hólm- geirssonar á tunglinu verður mun áhrifaminni fyrir það að Hanna fer allt í einu að syngja alvarleg lög, sem ekki eiga heima þarna. Hefði átt að sleppa þeim söng, enda þótt góður sé. Haraldur Á. Sigurðsson hefur sett leikinn á svið og annazt leik- stjórnina og tekizt hvort tveggja vel þrátt fyrir lítið svið og marga leikendur. Og leiktjöld Lothars Grunds eru afbragðsgóð, ekki hugsun Skúla alröng, eftirlits aðstaðan er svo til engin, þar sem yfirskoðunarmenn fjalla um mál- in löngu eftir að þau hafa verið afgreidd. Þýðing starfs þeirra felst í, að þeir geta fylgzt með því eftir á, sem gert hefur verið og gert það almenningi kunnugt, þó að vægilegar hafi verið í það farið en vera ætti. Eftirlit ekki einhlítt Ólafur Björnsson: Hér á landi hefur lengi verið verðbólguþró- un. Um það er ekki ágreiningur nú, þótt svo hafi verið til skamms tíma, að mikilsvert er, að ríkis- búskapurinn sé hallalaus, og gætni sé í fjármálastjórninni, ef takast á að stemma stigu við verðbólgunni. Þótt eftirlit með fjárstjórn rík- isins sé til bóta, hef ég enga trölla trú á, að það leysi allan vanda. Meginástæðan fyrir umfram- greiðslum úr ríkissjóði hefur ver- ið almennt misvægi í þjóðarbú- skapnum. Ef stofnað verður til eftirlits, skiptir máli, að það verði a. m. k. að nokkru leyti óháð fjármálastjórninni sjálfri. Ef eftirlitinu verður hagað eins og stjórnarfrumv., sem hér ligg- ur fyrir, gerir ráð fyrir, yrði hins vegar aðeins um að ræða eftirlit stjórnarinnar með sjálfri sér. Út af athugasemdum Skúla Guðmundssonar vil ég taka fram, að ég tel miklu réttara að greini- lega sé tekið fram, hvert skuli vera starfssvið eftirlitsnefndar- Algert sýndarfrumvarp Bjarni Benediktsson: Frumv., sem hér liggur fyrir, er ekki langrar umræðu vert, því að um er að ræða algert sýndarmál, sem ekki hefur raunhæfa þýð- ingu. Ætlunin er að bæta valda- lausri nefnd við ríkisbáknið til sízt á tuglinu. — Hljómsveit að vinna verk, sem fjármála- Svavars Gests leikur vel undir ráðuneytinu ber nú að inna af ] höndum. Ef frumv. er borið sam- Sigurður Grímsson. ■ an við gildandi rétt, sést, að það Ég þakka vinnufélögum mínum í Hitaveitunni, og eink- um Birni Þorkelssyni, verkátjóra, drengilegan stuðning við mig í veikindum mínum. Sigurður Ingimundarson. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, nær og fjær, sem á ýmsan hátt minntust mín á 70 ára afmæli mínu, 7. apríl sL Sérstaklega þakka ég ánægjulegt samsæti sem Stórstúka íslands og Stúkan Víkingur nr. 104 héldu mér af þessu til- efni. Jens E. Níelsson, Meðalholti 15. Hjartkær sonur okkar og bróðir ÁSTÞÓR HJÖRLEIFSSON andaðist I Bæjarsjúkrahúsinu mánudaginn 21. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Margrét Ingimundardóttir, Hjörleifur Jónsson og systkinL Konan mín og móðir okkar MARÍA JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. þ.m. klukkan 1,30 e.h. Júníus Ólafsson og börn. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu VILBORGAR EGGERTSDÓTTUR frá Vaðnesi er lézt að heimili sínu, Hallveigarstíg 9, 19. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. apríl klukkan 3 e.h. — Blóm afbeðin. Þeim, er vildu minnast hinnar látnu skal að hennar ósk, bent á SÍBS. Vandamenn. Útför móðursystur minnar THORU FRIÐRIKSSON fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Leopoldína Eiríkss. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vináttu, við andlát og jarðarför móður jninnar guðrCnar helgadóttur sem andaðist 11. april. Einnig þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu hana í hennar löngu legu, því allar ykkar heim- sóknir léttu hennar þungu sjúkdómsbyrði. Guðrún Árnadóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR, Teigi, Hvammssveit, Dalasýslu, Sérstakar þakkir viljum við færa læknishjónunum Búðardal fyrir sérstaka umhyggjusemi og hlýhug í veik- indum hans. Guð blessi ykkur öll. Gísla Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.