Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. apríl 1958 MORCVISBLAÐIÐ 9 KVIKMYNDIR Denise (Nicole Stephane), Lillian (Anne Leon) og Violette Szabo (Virginia McKenna) Fréttir frá Lundúnum lítið heim. Þannig var björnin unninn og hefði þó enginn trúað því í upphafi að hann myndi láta sér segjast svo skjótt. Velflestir folarnir sem tamdir voru í Varma hlíð í vetur voru hrekkjalausir eða hrekkjalitlir og er það að sjálfsögðu mikill munur. Folarnir þjálfaðir daglega Alls tömdu þeir félagar 42 hesta á tveimur námskeiðum í vetur á vegum tamningastöðvar hestamannafélagsins „Stíganda“. Páll tamdi fyrst og fremst sína eigin fola og var því tamningin á vegum félagsins aðallega í hönd um Gísla og Péturs. Af þessum 42 folum voru aðeins fimm hest- arnir, sem engan gang sýndu ann an en brokk og þrír, sem engan gang sýndu annan en skeið. Allir hinir voru ýmist klárgengir tölt- arar eða vekringar með tölti. Námskeiðin voru tvö, sem fyrr segir, 21 hestur á hvoru nám- skeiði. Fyrra námskeiðið stóð í 6 vikur en hið síðara i 4 vikur. Öllum hestunum, nema einum, gat hvaða hestfær maður sem var riðið að loknum tamningatíman- um. Auðvitað verður ekkert um það sagt hve haldgóð þessi tamn- ing er. Hestarnir voru mjög þokkalega tamdir þegar þeir fóru en svo fer það auðvitað eftir f hæfni viðtakanda hvernig til tekst með framhaldið. fyrst fram an af var ekki hægt að hreyfa alla hestana á hverjum degi, en síðasta hálfan mánuðinn að minnsta kosti var hverjum fola riðið einu sinni á dag. Brúkunin var mjög mikil eins og af þessu má sjá og reyndist þvi fullerfitt að láta folana halda holdum þótt þeir væru bæði fóðraðir á góðu heyi og gefinn talsverður matur. Nokkru getur einnig ráðið að margir þessara hesta voru ekki húsvanir þegar þeir komu. Geta má þess einnig að af þessum hóp voru 10 stóðhestar, en þeir eru að öðru jöfnu erfiðari viðureign- ar. Ekki verður annað sagt en að þessi árangur sé mjög góður, enda má fullvíst telja að vart sé völ bæði duglegri og hæfari tamningamanna en Páll hafði hjá sér í vetur. Velflestir hestarnir voru reynd ir af stjórnarnefndarmönnum hestamannafélagsins áður en þeim var skilað og luku þeir lofsorði á tamninguna. Myndarleg hótel En fyrst við erum á annað borð norður í Varmahlíð er ekki úr vegi að ræða lítillega starf- semi Páls þar. Hann er sem kunn ugt er nýlga fluttur þangað norð ur frá Fornahvammi. Síðastliðið sumar rak hann þarna myndar- tega greiðasölu og gistingu. Hann leigði hesta bæði til lengrí og skemmri ferðalaga. Slík ný- breytni hér á landi er einkar vin- sæl og allir ljúka upp einum munni um hina miklu hæfni Páls sem fararstjóra og fylgdarmanns. Allt er með myndarbrag sem Páll snertir á. Hestar hans eru yfir- leitt gæðingar, viðurgerningur allur er eins góður og völ er á. Snyrtimennska hefir ávallt verið rómuð þar sem Páll ræður rikj- um. Varmahlíð er sérstaklega vel kjörinn staður til þess að setja upp hvort sem vera skal sumar- hótel eða vetrarhótel. Keiðvegir lengri og skemmri eru tilvaldir í Vallhólminn, sundlaugin er við bæjarvegginn. Á vetrum má stunda útreiðar á ísbreiðum, sem myndast i Hólminum, einnig eru skíða- og skautaferðir tilvaldar þegar færi er til slíks. Þrátt fyrir snjókyngina í vetur má heita að aldrei brygðist reiðfæri. í Várma hlíð dvöldust nokkrir hestelskir gestir um páskana og nutu gæð- inganna og útilífsins. Luku þeir upp einum munni um að það hefði verið sannkölluð sæluvika. Það kann að vera gott og bless- að að flytja Islenzku hestana úr landi og gera þá að vínum og félögum annarra þjóða, en það hezta er að þeirra geti notið sem flestir íslendingar sér til yndis og þroska. Að því málefni vinnur Páll Sigurðsson í Varmahlíð gott starf. vig. Málfluíninpsskrifstoía Einar B. Cuðmundsson Guðiaugur Þorlákaaoa Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæS. Símar 1200? — 13202 — 13602. í LUNDÚNUM er verið að sýna nýja brezka kvikmynd: „Carve her name with pride“. Kvik- myndin er byggð á sarntri sögu úr síðasta stríði eftir K. J. Minney og gerð af J. Arthur Rank Productions Ltd. Myndin fjallar um unga stúlku, Violette Szabo, frekar fátæka af auðæfum en ríka af hugrekki. Móðir hennar er frönsk en fað- irinn enskur. Á þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí 1940, dettur móð- ur hennar í hug að það minnsta, sem hún geti gert fyrir þjóð sína, sé að bjóða einmana Frakklend- ingi heim og gera honum daga- mun. Violette fer í leit að slík- um og kynnist Lt. Etienne Szabo. Þau verða ástfangin hvort af öðru og giftast eftir fáa daga, því hann á á hættu að verða sendur til Afriku. Tveim árum seinna er hann skotinn niður í áhlaupi og Violette er orðin ekkja 21 árs gömul, með litlu dóttur sína, Tania, sem faðir hennar fékk aldrei að sjá. Þegar hún fer að sækja ekkjulaunin sín er hún beðin um að fara til Frakklands, sem njósnari. Það hefur tekið langan tíma fyrir stjórnarvöldin að finna persónu, sem hefur þá eiginleika, sem þarf. Hún talar frönsku eins og inn- fædd, er lagleg og kvenleg, góð íþróttakona og ágæt skytta. Henni er gerð ljós áhættan sem fylgir starfinu en eftir nokkra umhugsun gengur hún í herþjón- ustuna og lærir ýmislegt hættu- legt, t. d. aS stökkva úr flugvél í fallhlíf. Myndin er sérstaklega spennandi á hættusvæðunum í Frkklandi, þar sem Violette slepp ur naumlega úr höndum Þjóð- verja. Að lokum eftir hetjulegan bardaga er hún særð, tekin hönd- um af Þjóðverjum og pind til sagna um leyniþjónustuna. En þrátt fyrir kvalir og pyndingar þegir hún, og þeir verða einskis vísari. Endalokin geta aðeins orð- ið á einn veg. Violette Szabo, er frábærlega vel leikin af Virgina McKenna, sem er kornung brezk leikkona, fædd í London 7. júni 1931. Hún stundaði leiklist við Central School of Drama og hefur komið fram í mörgum leikritum og kvikmyndum. Félaga hennar í ieyniþjónustunni, Tony Fraser, leikur Paul Scofield, Hann er vél þekktur enskur leikari á sviði, en hefur ekki komið mikið fram í kvikmyndum. Eitt af hans beztu hlutverkum var „Hamlet“, leikið bæði í London og Moskvu, við miklar vinsældir. „Carve her name with pride“, er áhrifamikil kvikmynd, og því miður alltof sönn. Á „Tlie Seventh Seal“, er einhver mest umtalaða sænsk kvikmynd, sem hefur komið til Lundúha. „Klassísk" sænoi. ;njnd, með dásamlegri ljósmyndun. Torskil- in og táknræn saga af kross- fara, sem kemur til lands síns og finnur dauðann bíða sín á strönd- inni. Honum finnst hann ekki tilbúinn að deyja og skorar á dauðann að 'tefla við sig og ef hann vinni taflið, fái hann að halda áfram leit sinni dálítið lengur, að guði, manninum og sjálfum sér. „The Bridge on the River Kwai“, (Columbia Pictures Ltd.), er stærsti sigur brezkrar kvik- myndagerðar í ár. Kvikmyndin hefur fengið öll Oscars-verðlaun- in fyrir: efnisval, kvikmyndun, leikstjórn, og ekki hvað sizt leik aðalleikarans, Alec Guinness, sem hefur með réttu verið heiðrað- ur, sem bezti leikari ársins. Myndin er byggð á sögu Pierre Boule, sem ber sama titií, og fjall ar um brezka fanga, handtekna af Japönum í stríðinu og um líf þeirra í japönskum fangabúðum. Myndin ristir dýpra og sýnir þýð- ingarleysi stríðsins. Einhver al- bezta kvikmynd, sem ég hefi séð. London, 8. apríl 1958. Krf. Fegursta kona heims ÞESSI ítalska breiðtjaldsmynd í litum, sem Bæjarbíó í Hafnar- firði sýnir, er byggð á ævi ítölsku söngkonunnar Linu Cavalierie, sem uppi var í kringum síðustu aldamót. Leikur hin fagra ítalska kvikmyndadis, Gina Lollobrigida hlutverk söngkonunnar og kem- ur manni mjög á óvart, ekki þó með leik, endá er hann rétt í meðallagi, heldur með söng sín- um, því að hún hefur prýðilega söngrödd og fer vel og skemmti- lega með það sem hún syngur, en það eru fimm ítölsk lög og endirinn úr 3. hluta óperunnar „Tosca“. Hins vegar syngur hún ekki sjálf „turnaríuria“ í þeirri óperu. — Myndin fjallar að mestu um söngframa Linu Cavalieri og baráttu hennar til að komast áfram á listabrautinni og jafn- framt um ástir hennar og hins tígna frænda Kússakeisara, Sergei Bariatine, er Vittorio Gassman leikur, að vísu elcki verulega sannfærandi. Myndin er mjög skrautleg og íburðarmikil, gamansöm á köfl- um en jafnframt all „dramatisk". Eitt allra skemmtilegasta atriði myndarinnar er einvígið er þær heyja Lina og söngstjarnan Manolia. Leikurinn er yfirleitt góður og sviðsetning og stjórn Roberts Z. Lnoards r prýðileg. Er óhætl að mæla með þessari skemmtilegu mynd, því að hún hefur margt sér til ágætis. Ego. „Grænn eldur" ÞAÐ fer nú senn að verða sjald- gæft að sjá kvikmyndir með nú- verandi furstafrú, Grace Kelly, í aðalhlutverki. Það mun því mörgum þykja girnilegt til fróð- leiks að leggja leið sína í Gamla Bíó þessa dagana, því að þar er sýnd efnismikil kvikmynd í lit- um er nefnist „Grænn eldur“ og leikur þar Grace Kelly annað aðalhlutverkið. Er þetta amerísk mynd og gerist í Suður-Ameríku. Ungur ævintýramaður og námu- verkfræðingur Rian Mitchell, kemur á þær slóðir, sem sagt er að hinar gömlu gull- og gimsteina námur Spánverja liggi fólgnar í jörðu og hyggst hann finna þær og hagnýta sér hin miklu auðæfi þeirra. — Hann hittir þarna fyrir unga og fagra stúlku. Catherine Knowland, sem býr á búgarði skammt frá námunum ásamt bróður sínum v Donald. Fella þau Rian og Catherine þeg- ar hugi saman, enda er maður- inn glæsilegur engu síður en hún. — En margt verður þó þess- um ungu elskendum til sundur- þykkju svo að við liggur fullum fjandskap. Áhugi Rians á nám- unum og starf hans þar er hættu- legt kaffirækt Catherine vegna fljótsins, sem Rian hefur orðið að leiða í annan farveg og bróð- ir hennar, sera hefur gerzt félagi Rians við námugröftinn deyr þar af slysi. — En eftir miklar þrautir og bardaga við ræningja, — fellur þó allt í ljúfa löð með Rian og Catherinu. Mynd þessi er ágætlega gerð j og spenna hennar allmikil, og I hún er prýðilega leikin. Einkum er leikur Grace Kelly í hlutverki Catherine og Stewart Grangers í hlutverki Rians, afburðagóður, en þó ef til vill beztur leikur Pauls Douglas í hlutverki Vic Leonards, félaga Rians. Ego. Sinfóníuhljóm- sveitin í Keflavík KEFLAVÍK, 21. apríl. — Síðast- liðinn þriðjuóag efndi Tónlistar- félag Keflavíkur til tónleika í Bíóhöllinni fyrir styrktarmeð- limi sína. Voru þetta aðrir tón- leikar félagsins á þessu fyrsta starfsári. Það var Sinfóníuhljóm- sveit íslands, sem lék undir stjórn Roberts A. Ottóssonar. Einsöngv- ari með hljómsveitinni var Krist- inn Hallsson. Hljómsveitin lék forleik að óperunni „Kátu ekkj- urnar í Windsor", eftir Nicolai, aríu úr óperunni Don Giovanni og tvær aríur úr óperunni „Brúð- kaup Figaros" eftir Mozart, dansa úr óperunni „Selda brúðurin", eftir Smetana og „Ófullgerðu hljómkviðuna" eftir Schubert. Bíóhöllin var þéttsetin áheyr- endum, sem ákaft fögnuðu hljóm sveitarstjóra, hljómsveit og ein- söngvara. Bárust hljómsveitar- stjóra blóm og í lok hljóm- leikanna flutti forseti bæjarstjórn ar, Alfreð Gíslason, listamönnun- um þakkir fyrir komuna. Kvað hann þessa dags jafnan mundu verða mmnzt, sem merkisdags í tónlistarsögu Keflavíkurbæjar. Þorsteinn Hannesson óperusöngv- ari þakkaði móttökurnar með nokkrum orðum. Á eftir bauð bæjarstjórnin hljómsveitinni til samsætis. — Ingvar. Rætf um húsakaup í bæjarraði Á SÍÐASTA fundl bæjarráðs, sem haldinn var á þriðjudaginn, var rætt um kaup á tveimur gömlum húsum við Vesturgöt- una, en þau hefir oft borið á góma i fréttum blaðanna og öðr- um frásögnum í sambandi við umferðina á neðanverðri Vestur- götunni. Er hér um að ræða hús- in Vesturgata 5A og Vesturgata 7. Á fundinum var borgarlög- manni, Tómasi Jónssyní, falið málið til nánari athugunar. Stundnm geta folarnir verið talsvert baldnir. Hér sjáum við Gisla Höskuldsson á bleikum hrekkjalóm. Hann situr aftar- lega í hnakknum og klemmir hnén fast að hnakknefinu, reiðn- búinn að mæta þvi að sá bleiki stingi sér um leið og hann hættir að prjóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.