Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. apríl 1958
m on nry ut4 ðið
18
Fra hátíffahöldum Sumargjafar í Lækjargötu á sumardaginn fyrsta.
(Ljósm.: El. Ó. G.)
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 26. aprí]
Sumar gengor
í garð
Allir Islendingar fagna því, að
vetur skuli vera liðinn. Myrkrið
og misviðrið hefur löngum hrjáð
þjóð okkar og er þó smáræði nú
miðað við það sem áður var.
Veturinn, sem nú er liðinn, var,
þegar öll kurl komá til grafar,
sæmilegur, veðurfar að vísu rysj-
ótt en aflaföng a. m. k. mun betri
en í fyrra. öll vonumst við eftir
batnandi tímum með hækkandi
sól. Mikil búbót væri, ef góð síld-
veiði yrði á þessu sumri. Þær'
eru nú orðnar býsna margar
milljónirnar, skipta áreiðanlega
þúsundum, sem þjóðarbúið hefur
tapað við að síldin lagðist fra
landinu. Að sögn Alþýðublaðs-
ins er það raunar til blessunar,
að hún komi ekki á meðan efna-
hagskerfi V-stjórnarinnar er ó-
breytt. En þrátt fyrir ráðleysi í
mörgu, skal því ekki trúað, að
slíkum gæðum yrði snúið upp í
ófarnað og ríkisgjaldþrot, þó að
málgagn sjálfs menntamálaráð-
herrans, stórlærðs, eða a. m. k.
stofulærðs, hagfræðings, haldi
því fram.
Fjárlög
enn óafgreidd
Þó að veturinn hafi oft reynzt
mörgum langur, var haan að
þessu sinni of stuttur fyrir ríkis-
stjórn og Alþingi til að ljúka af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 1958.
Fjárlagafrumvarpið var að vísu
lagt fyrir Alþingi skömmu fyrir
veturnætur. En það var borið
fram með verulegum tekjuhalla,
og því lofað, bæði í athuga-
semdum og umræðum á Alþingi,
að tekjuhallinn skyldi jafnaðui,
áður en málið væri endanlega
afgreitt. Efndir þess loforðs hafa
ekki orðið enn, þó að veturinn
sé liðinn. Sjálft var frumvarpið
afgreitt formlega rétt fyrir jólm,
en með þeim furðulega hætti að
sleppt var um 100 miiljónum í
vituðum útgjöldum og lýst yfir,
að tekna til að standast þau yrði
aflað síðar. Þessi afgreiðsla full-
nægir því engan veginn kröfu
stjórnarskrárinnar um efni og
meðferð fjárlaga. Sízt er því of-
mælt, þegar sagt er, að fjárlögin
séu óafgreidd enn. Ríkisstjórnin
hefur m. a. s. ekki nægt allur
veturinn til íhugunar þess, hverja
tillögu hún skyldi gera um fjár-
öflun í þessu skyni. Þau vinnu-
brögð eru áreiðanlega einsdæmi.
Þar eiga við ummæli Tryggva
Þórhallssonar forðum: „Eins-
dæmin eru verst“.
Frestur á írest
ofan
Þeir eru nú orðnir nokkuð
margir frestirnir, sem V-stjórn-
in hefur tekið sér til tillögugerð-
ar um raunhæfa afgreiðslu fjár-
laga og meðferð efnahagsmál-
anna. Þegar fjárlagafrumvarpið
var lagt fram, lýsti ríkisstjórnin
því ,að hún myndi taka ákvarð-
anir sínar, er hún hefði haft sam-
ráð við fylgismenn sína á Al-
þingi. Síðar var því lýst, að
þetta mundi gert í síðasta lagi
um miðjan desember og því næst
í allra síðasta lagi fyrir jól.
Þá var það snjallræði fundið,
að afgreiða fjárlögin með því að
taka út verulegan hluta útgjald-
anna og geyma tekjuöflun til að
standa undir þeim síðari tíma.
Tillögurnar um tekjuöflunina
áttu að vera fyrir hendi þegar
Alþingi kæmi úr jólafríinu, sem
að þessu sinm var haft 1% mán-
uður. Lengdin var við það miðuð,
að ríkisstjórninni gæfist færi á
að hafa allt tilbúið, þegar þing-
menn kæmi saman á ný.
Þegar þar að kom, var allt í
sama ráðleysinu og áður. Her-
mann Jónasson sagði þá, að úr-
slitanna yrði að bíða fram undir
eða eftir mánaðamótin febrúar-
marz. Næsta fullyrðingin var sú,
að öllu myndi lokið fyrir páska.
Þegar að þeim leið, var sagt, að
kollhríðin yrði öðru hvorum meg-
megin við hátíðina.
í dymbilviku skrifaði einn
helzti ráðunautur ríkisstjórnar-
innar, Hannes á horninu, hug-
vekju um það, hversu mjög
stjórnarherrarnir yrðu viðbundn-
ir á páskahátíðinni, enda hefði
því verið beint til helztu ráða-
manna í fjármálum og verkalýðs-
málum, að þeir færu ekki úr
bænum, svo að þeir gætu lagt
hönd að verki.
Víkislegar yiirlýs-
ingar Hermanns
Að loknu nær hálfsmánaðar
páskafríi var allt í sama horfinu
og áður. Miðvikudaginn eftir
páska hafði Tíminn það eftir Her-
manni Jónassyni, að „ráðherrann
taldi ósennilegt, að það yrði í
þessari viku“, sem niðurstaða
viðræðna og athugana ríkis-
stjórnarinnar lægi fyrir.
Viku seinna var Tíminn sýnu
borubrattari. Þá segir hann frá
þessu sem stórtíðindum:
„Sérfræðileg athugun hefur
farið fram.“
Blaðið bætir því við:
„Er þá komið að því að full-
kanna, hvort samkomulag næst
um úrræði á þeim grundvelli. Er
nú að því unnið. Voru fundir í
gær og fram á kvöld um þessi
mál og verða eflaust enn í dag.“
Já, mikill er nú dugnaðurinn
eða hitt þó helcþir um athugun
sem að réttu lagi átti að vera
lokið áður en Alþingi kæmi sam-
an, en í allra síðasta lagi fyrir
áramót, að henni skuli fyrst vera
lokið eða langt komið hinn 16.
apríl! Ekki var þó öllu þar með
lokið því að hinn 20. apríl sagði
Tíminn:
„UnniSl er að því að semja
frumvarp um ráðstafanir í efna-
hagsmálum. Ekki ósennilegt að
það verði lagt fyrir Alþingi í
næstu viku, sagði forsætisráð-
herra í viðtali við Tímann í gær“.
Nú er sú vika liðin og enn hafa
frumvörpin ekki verið lögð fyrir
Alþingi.
19 manna nefndin
óvirt
Ekki hefur málið hingað til
tafizt í meðferð 19 manna nefnd-
arinnar svonefndu. Hún hefur
alls ekki verið kölluð saman frá
því fyrir áramót. Aðalágæti V-
stjórnarinnar var í upphafi sagt
það, að hún mundi ekkert gera
í efnahagsmálunum nema í sam-
ráði við „vinnustéttirnar", eins
og tekið var til orða, og samtök
þeirra. Skjótlega kom þó í Ijós,
að hér var um fyrirslátt einn að
ræða. Alveg varð það bert eftir
Alþýðusambandsþingið 1956. Það
gerði ýmsar samþykktir í efna-
hagsmálunum, sem flestar hafa
verið að engu hafðar.
Eitt úrræðið var að kjósa hina
svokölluðu 19 manna nefnd. Hún
átti ætíð að vera við hendina rík-
isstjórninni til ráðuneytis og
leiðbeiningar. Lengi vel var
nefndin kölluð saman öðru
hverju, t. d. var látið svo við
samningu jólagjafarinnar ill-
ræmdu 1956, að á henni væru
gerðar nokkrar leiðréttingar fyr-
ir atbeina 19 manna nefndarinn-
ar. —
Þá sagði einn meðlimur henn-
ar, að samningarnir við ríkis-
stjórnina væru engu auðveldari
en að standa í illvígri kaupdeilu.
Síðan hefur nefndin notið æ
minni virðingar af hálfu V-stjórn-
arinnar. í vetur hefur þó keyrt
um þverbak. Svo sem fyrr segir,
hefur nefndin alls ekki verið
kvödd saman frá því fyrir jól.
Vera kann að eitthvað hafi verið
róið í einstaka nefndarmenn af
hálfu samflokksmanna þeirra,
hvers um sig. En allt samráð
nefndarinnar hafi ætíð verið sára
lítil. Hún hafi fyrst og fremst
verið til þess að sýnast. Hún hafi
einungis verið hjúpur, sem stjórn
málamennirnir brugðu yfir sig,
þegar þeir vildu blekkja ai-
menning með því að þykjast vera
verkalýðsvinir.
En nú hefur þessum hjúp einn-
ig verið kastað í ruslakistuna.
Héðan af skiptir ekki máli, hvort
þessi nefnd verður kölluð sam-
an eða ekki. öllum má vera aug-
ljóst, að tillögur hennar og ráð
eru að engu höfð. Hermann Jón-
asson staðfesti þetta í samtali
sínu við Tímann 20. apríl s.l.:
„ítarlegar viðræður um þessi
mál hafa farið fram í milli stjórn-
arflokkanna á þingi og verið er
að kanna viðhorf alþýðusamtak-
anna til einstakra atriða. Að-
gerðir ríkisstjórnarinnar eru við
það miðaðar að þær fái staðizt
og njóti skilnings og velvilja
starfsstéttanna. Án slíkrar undir-
byggingar er ókleift að aðhafast
nokkuð til fe-ambúðar í þessum
málum.“
Þegar Hermann Jónasson gaf
þessa yfirlýsingu, hafði 19 manna
nefndin sem sé alls ekki verið
tilkvödd og ekki verið haldinn
fundur í einu einasta verkalýðs-
félagi á landinu, þar sem gerð
væri grein fyrir bollaleggingum
ríkisstjórnarinnar. Sagnir ganga
að vísu um, að þá hafi einum
éða tveimur dögum áður verið
leitað álits Alþýðusambands-
stjórnarinnar um tiltekið atriði.
Ékki kvaddi hún heldur 19
manna nefndina til. Alþýðusam-
bandsstjórnin er eingöngu skipuð
kommúnistum og handbendum
Hannibals. Með málið er því far-
ið alveg sem innanflokksmál.
Trúnaður stjórnarflokkanna
innbyrðis er ekki meiri en svo,
að ríkisstjórnin treystir sér ekki
til að leggja málið fyrir stofnun
þar sem fleiri en einn þeirra
sitja saman. Búizt er við, að þeir
lendi í hár saman, ef stjórn-
málamennirnir, sem umfram
allt vilja lafa í valdastöðun-
um, eru ekki við hendina til
að ganga á milli fylgismannanna.
Þetta eitt er ærið nóg til að gera
19 manna nefndina óstarfhæfa,
að skoðun stjórnarherranna, og
ekki bætir um, ,að í henni á sæti
einn óháður maður, Hermann
Kauphækkun á a5
dylja kjaraskerð-
ingu
Kjaraskerðinguna verður reynt
að dylja með ýmsum ráðum,
m. a. því að sumar stéttir eiga
að fá kauphækkanir. Óheilindin
í þeim leik sjást berlega af því,
að Alþýðublaðið, Tíminn og
Þjóðviljinn hafa þráskrifað um
það frá stjórnarskiptunum, að
kauphækkun til almennings væri
eins og á stæði til ills eins. Enn
halda Tíminn og Alþýðublaðið
áfram að endurtaka að of mikið
sé tekið af atvinnuvegunum,
þ. e. a. s. lífskjörin séu rýmri en
fjárhagur atvinnuvega og þjóðar
raunverulega standa undir. Vand
inn sé sá, að koma þessu í eðli-
legt horf til að forða hruni og
tryggja frambúðarvelgengni.
Þjóðviljinn venti aftur á móti
fyrir nokkru sínu kvæði í kross
og fullyrti að nú væri einmitt
tímabært að veita almennar kaup
hækkanir. Ástandið í efnahags-
málum réttlætti þvílíkar að-
gerðir.
1 þessu er augljóslega grund-
vallarskilsmunur, sem ómögulegt
er að samræma. Ömögulegt er
að ráða við vandann, ef menn
koma sér ekki saman um, hver
hann er. Þegar til úrslitanna
kemur, er aðferðin sú, að hvort-
tveggja er látið fylgjast að: Ein-
hver kaupphækkun og stórkost-
legar álögur á almenning, sem
svipta hann hinum nýju kaup-
hækkunum og meira til!
F ordæmiíigarverð
Guðmundsson, sem í lengstu lög
verður að leyna, hvað í bígerð er.
Breytist frá degi
til dags
leynd
Of hátíðlega er þó að orði
kveðið, þegar sagt er, að stjórmn
vilji leyna hvað í bígerð sé. Sann-
leikurinn er sá, að til skamms
tíma hefur stjórnin ekki vitað
sitt rjúkandi ráð eða haft hug
mynd um, hvað hún í rauninni
ætlaðist fyrir annað en að lafa
við völd.
í ráðagerðum hennar hefur allt
annað en þetta eitt breytzt frá
degi til dags. Stundum hefur
verið talað um kaupbindingu,
stundum seðlainnköllun, stund-
um um að láta menn fá 1 krónu
eða 2 fyrir hverjar 10, stundum
gengislækkun, stundum gengis-
fækkun, stundum um afnám
framfærsluvísitölu og upptöku
framleiðsluvísitölu, svo að fátt
eitt sé talið. Þannig hefur þetta
sveiflazt dag frá degi. Viðfangs-
efnið hefur ekki sízt verið það,
að gera lausnina svo flókna, að
almenningur áttaði sig ekki á,
hvað um væri að vera. Aðalatriði
málsins verða þó ekki falin:
Stórkostleg ný skattaálagning,
sem leggur þyngri byrðar á allan
almenning en nokkru sinnl fyrr.
Nú mun fastráðið að lögbjóða anum hinn 20. apríl að ómögu-
gengislækkun í formi yfirfærslu- legt væri að gera sundurliðaðar
gjalda. Lenda þau á öllum nauð- tillögur um afgreiðslu efnahags-
, . synjum og greiðslum en verða málanna, eins og og nú stendur,
þeirra sin a nuHi og við nkis- eftir „sorteringu" valdhaf- nema með því að hafa öll gögn
Hentistefna, sem ræður með-
ferð V-stjórnarinnar á þessum
málum sem öðrum, hlýtur að
leiða til ófarnaðar. Auðvitað
verður að byrja með að gera sér
til hlítar grein fyrir hvers eðlis
vandinn er og hverju er áfátt.
Ríkisstjórnin sjálf og Alþingi
verða sjálf að skilja þau mál,
sem úrlausnar þurfa. Á meðan
þau eru leyst þar eftir tvennum
eða fleirum gjörsamlega ósam-
rýmanlegum sjónarmiðum, þá
hlýtur vandinn stöðugt að vaxa
í stað þéss að minnka. Úrræði
Alþingis og ríkisstjórnar eru og
ekki einhlít. Hver einasti lands-
maður, sem er kominn til vits og
ára, hefur sín áhrif á meðferð
þessara mála og þar með hag-
sæld sína og þjóðarinnar í heild.
Það er einungis með skilningi
almennings á viðfangsefninu og
eðli þess, sem það verður við-
ráðanlegt. Þess vegna verður sí
og æ að útskýra málin svo, að
almenningur geti áttað sig á
þeim. Hiklaust verður að segja
frá öllum staðreyndum, sem máli
skipta, gera grein fyrir samhengi
þeirra og afleiðingum. 1 þessu
eru höfuðsvik V-stjórnarinnar
fólgin. Hún lofaði úttekt þjóðar-
búsins í almanna augsýn en
sveikst um hana og hefur haldið
skýrslum sínum og útreikningum
sérfræðinga leyndum gagnvart
almenningi, jafnt innan verka-
lýðsfélaga sem á öðrum vett-
vangi.
Manndómsleysi
Tímans
Hermann Jónasson játaði í Tím
stjórnina um samningu „bjarg-
ráðanna" er úr sögunni.
Síðasta Iiálmstráið
fokið
Segja má, að ekki sé mikill
skaði með þessu skeður. Áhrif
anna. Um þetta hefur verið tog-
azt að undanförnu. Sagt er, að
togstreitunni sé nú lokið. Full-
yrða þeir, sem bezt mega vita, að
allt sé klappað og klárt. Jafn-
framt er sagt, að 19 manna nefnd
in muni kölluð saman um helg-
ina og þá einungis til að leggja
blessun sína á þá kjaraskerðingu,
sem búið er að ákveða!
við hendina. Hann sagði:
„Fram hefur farið mjög ítarleg
athugun á öllu fjárhagskerfinu.
Sérfræðingar undir forustu Jón-
asar Haralz hagfræðings, hafa
fjallað um þá rannsókn og lagt
skýrslu fyrir ríkisstjórnina. Má
segja, að nú liggi alveg ljóst
fyrir, hvernig ástandið er, svo
Framh. á bls. 14