Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 22
22
MORCVISBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. apríl 1958
Bœndurnir, útvarpið
og veðurfregnirnar
MARGT af því sem út er varpað
á vegum Ríkisútvarpsins er vel
þegið af mörgum, en ekkert er
eins vel og jafnvel þegið af mörg-
um eins og veðurfregnir og veð-
urspár, þær vilja allir heyra, á
landi og sjó. Hins vegar má það
vera öllum ljóst er það vilja
athuga, að val þeirra staða (veð-
urathuganastöðva) sem daglega
eru nefndir þegar veðri er lýst,
er fyrst og fremst miðað við
nauðsyn sjómanna og þarfir, það
er bæði fiskimanna og farmanna.
Happdrættisskuldabréf Flug-
íélagsins til fermingargjafa og
annarra tækifærisgjafa.
Þau kosta aðeins
100 krónur
1
•
og endurgreiðast 30. des. 1963 •
með 5% vöxtum og vaxta- %
•
vóxtum. •
Auk þess hefur eigandi happ-
drættisskuldabréfsins vinnings*
Er það maklegt, og skal eigi last-
að þótt svo hafi verið til þessa.
En er ekki kominn tími til að
breyta þessu, — breyta því án
þess að neitt sé frá þeim tekið
er sjóinn sigla? Er ekki líka mak-
legt að bændur og raunar allur
landslýður njóti veðurlýsing-
anna jafnar og betur en nú er
og verið hefur til þessa?
Þegar skýrt er frá veðri á hin-
um ýmsu stöðum, eru nokkrir
staðir á ströndinni, flestir á
andnesjum, eða annars staðar við
opið haf, örfáir við fjarðarbotna
(svo sem Sauðárkrókur og Akur-
eyri). Frávik frá þessu eru að-
eins tveir staðir inn til lands,
Grímsstaðir og Þingvellir. Hvor-
ugur þessara staða er í fjöl-
byggðri sveit, til þess liggja aðr-
ar ástæður að veðurfregnir frá
þeim eru lesnar í útvarpi. Til
Þingvalla eiga margir leið að
sumrinu, og Grímsstaðir eru á
fjölfarinni erfiðri leið landshluta
á milli.
Hér vantar mikið á að vel sé,
hlutur bændanna er enginn í
lestri veðurfregna. En það er
ekki nóg að svo sé. Nú er svo
komið að hlutur ferðamanna og
borgarbúa fellur alveg í kerfi
með hlut bændanna. Ef vel væri
ætti að bæta við lestri veður-
fregna frá þessum stöðum:
1. Einum stað í uppsveitum
Borgarfjarðar.
2. Einum stað í Dalasýslu, t. d.
Ásgarði eða einhverjum stað þar
í nánd (Búðardal, Hvammi?).
3. Einum stað við ísafjarðar-
djúp innanvert.
4. Einum stað til sveita í Húna-
þingi.
5. Einum stað í Skagafirði,
framan til.
6. Einum stað í S-Þingeyjar-
sýslu, t. d. Breiðamýri eða Foss-
hóli. (Reykjahlíð kemur einnig
mjög til greina og jafnvel þarf-
ara að fá upplýsingar um veður
þar heldur en á Grímsstöðum).
7. Frá Egilsstöðum á Völlum.
8. Frá einum stað á Suðurlands-
undirlendinu og hentaði bezt að
það væri frá Þjórsártúni — á
sýslumörkum (eða Hellu).
Ekki er nú til lítils mælzt,
munu einhverjir segja. — Já,
fyrr væri bót, það skal játað,
og í bili vil ég ekki stinga upp
á að bæta við nema tveimur af
þessum nefndu stöðum, en uppá-
stungu, sem kalla mætti kröfw,
um að farið sé að lesa veður-
fregnir frá þeim tveimur stöðum,
til viðbótar því sem nú er, skal
ég nú rökstyðja. Staðirnir eru
auðvitað Egilsstaðir á Völlum og
staðar á miðbiki Suðurlandsund-
irlendisins.
Nú eru lesnar veðurfregnir frá
Fagradal í Vopnafirði, Dalatanga
og Djúpavogi. Allir eru þessir
staðir svo úti við haf og fjarri
meginsveitum, að fregnir þaðan
tjá engum neitt um veður í sveit-
unum í efra, það er á Fljóts-
dalshéraði. Nú eru Egilsstaðir
orðin óumdeilanlega samgöngu-
miðstöð austanlands, um flug-
völlinn þar liggja allar leiðir.
Þegar þess er gætt og hvílíkt
hérað hér er um að ræða, er
augljóst að það er alveg ótrúlegt
sinnuleysi og vanræksla að eigi
skuli i veðurfregnum heyrast orð
um veður á Héraði. Úr þessu
verður að bæta. Egilsstaðir eru
hinn sjálfsagði staður. Ef ekki
eru veðurathuganir þar á vegum
Veðurstofunnar, er sjálfsagður
hlutur að efna þar til veður-
athugana.
Þá er það Suðurlandsundir-
lendið. Þar á í hlut „stærsti sól-
skinsbletturina á íslandi" — eins
og Guðm. heitinn Björnsson orð-
aði það. Aldrei heyrist í veð&r-
fregnum orð um veðrið á þessum
slóðum. Veðurfregnir eru lesnar
frá Loftsölum í Mýrdal, frá Stór-
höfða í Vestmannaeyjum, Reykja
nesvita og Þingvöllum. Þó að
fregnir um veður á Þingvöllum
séu á sumum tímum árs góðra
gjalda verðar, segja þær harla
lítið um veðrið á Suðurlands-
undirlendinu. Hér þarf um að
bæta, velja veðurhentugan stað á
undirlendinu og lesa fregnir það-
an. Bezt tel ég henta að fá veð-
urfregnir frá Þjörsártúni, það er
á mörkum sýslnanna Árnessýslu
og Rangárvallasýslu. Fregnir frá
Hellp geta gert svipað gagn ef
það hentaði betur. Fregnir frá
Hæli í Hreppum væru ekki eins
jafngiidar, en því nefni ég það,
að þar er veðurathuganastöð.
Þótt koma þyrfti upp nýrri at-
hugunarstöð í Þjórsártúni er það
smáatriði miðað við til hvers er
að vinna og hverja skyldu hér
[DAGSBRl/NI
Verkamannafélagið Dagsbrún:
Félagsíundur
verður í Iðnó mánud. 28. þ.m. kl. 8.30 síðdegis.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Tekin ákvörðun um uppsögn samninga.
Félagsmenn, fjölmennið og sýnið skírteini við
við innganginn.
STJÓRNIN.
tcn næstu sex ár.
eínir 'ul sanmomii í Sjálxstæðishúsinu fimmtudag-
inn 1. maí kl. 8,30 íyrir féiagsmenn og gesti þeirra.
Sýnd verður revían: „Timglið, tunglið, taktu mig“.
Aðgóngumiðar verða seidir i skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins á mánudag og þriðjudag írá ki. 8—10 s.d.
baða dagana.
Neindin.
Tignir gestir
ÝMSA kynlega kvisti er oft að
finna í þeim farþegahópum Loft-
leiða, er eiga viðdvöl hér í
Reykjavík á leiðinni austur eða
vestur yfir Atlantshafið. Sl.
fimmtudag komu t.d. hingað
belgisk mæðgin, en þau eru af
komendur fursta nokkurs, sem
réði fyrir litlu ríki í Mið-Evrópu
í byrjun 19. aldar, en þess vegna
eiga þau enn tignar nafnbætur
og eru tengd belgísku konungs-
ættinni og fjölskyldu stórhertoga
ynjunnar í Luxemborg. Evrard d*
Arenberg prinsessa er hjúkrunar
kona að menntun, en sonur henn
ar, Stefán d’ Arenberg prins hef-
ir verið starfandi læknir í Kongo
og unnið m.a. í sjúkrahúsi Al-
berts Schweitzers í Lambarene.
Meðan þau mæðginin dvöldust
hér í Reykjavík fóru þau í öku-
ferð um bæinn en héldu svo för
sinni áfram til Bandaríkjanna, en
þaðan fara þau til Mið-Ameríku
er að rækja við fjölbyggðasta
búnaðarhérað landsins.
Eitt sinn hreyfði ég þessu máli
á fundi á Selfossi, en ekki vannst
mönnum þá metnaður til þess að
taka undir þetta og fylgja því
fram.
Vill nú ekki Búnaðarþing taka
á þessu máli og fá hlut bænd-
anna í sveitunum réttan að því
er kemur til veðurfregnanna?
Þetta er ekki vansalaust eins og
það er, og ég er viss um að í
þessu máli fylgir þorri borgar-
búa í höfuðstaðnum bændum að
máli, fjöldi Reykvíkinga vill fá
fregnir um veður á Fljótsdals-
héraði, en ekki aðeins af Dala-
tanga og um veður á Suðurlands-
undirlendinu en ekki aðeins aust-
ur í Mýrdal.
Vafalaust mun Veðurstofan
víkjast vel við þessu máli, ef
slíkur aðili sem Búnaðarþing er
leitar eftir. Eflaust kostar eitt-
hvað að bæta við veðurfregnum
þó eigi sé nema frá tveimur
stöðum, en varla getur hlutað-
eigandi ráðuneyti gert annað en
að taka vinsamlega á því máli.
Læt ég svo lokið þessum hug-
leiðingum, í von um árangur.
Á Jaðri 6. marz 1958.
Árnl G. Eylands.
Fjáraukalög 1955
Á FUNDI sameinaðs Alþingis á
miðvikudaginn var ráett um
frumvarp til fjáraukalaga fyrir
árið 1955. Karl Kristjánsson
hafði framsögu fyrir hönd fjár-
veitinganefndar, sem lagði til, að
frumv. yrði hækkað um tæplega
3,5 millj. kr. Jón Pálmason
kvaddi sér hljóðs og kvaðst álíta,
að frumv. væri enn of lágt. Vant-
aði í það um 10 millj. kr. vegna
framkvæmda landssímans þetta
ár og um 10 millj., sem væru mis
munur á 20. gr. á ríkisreikningi
og fjárlögum ársins. Urðu nokk-
ur orðaskipti milli þeirra Karls
um, hvort rétt væri að taka þessa
iiði á fjárlögin. Breytingartillaga
fjárv. nefndar var samþykkt og
frumv. visað svo breyttu til 3.
umr.