Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 10
10
MORGVISBTAÐIÐ
Miðvilíudagur 30. april 1958
tTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: bigíus Jónsson.
Aðalrxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Augiýsingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480
Asknftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasólu kr. 1.50 emtakið.
„HORFIÐ FRÁ VERÐSTÖÐVUN-
ARSTEFNU"
UTAN UR HEÍMI
Eisenhower fékk reiði-
kast á blaðamannafundi
EINSENHOWER forseti hefur í
fyrsta skipti í nærri 6 ára for-
setatíð sinni misst taumhald á
skapi sínu. Hann reiddist á blaða-
mannafundi á miðvikudag, þegar
minnzt var á gagnrýni á til-
lögur hans um breytingu á skipu-
lagi landvarnarráðuneytisins.
Nú spyrja menn, hvort Eisen-
hower sé farinn að þreytast og
láta á sjá í hinu erfiða forseta-
embætti. Virðist vaxandi gagn-
nefna Súez-árásina, árás Rússa
á Ungverjaland, erfiðleika í
starfi Atlantshafsbandalagsins,
áróðursherferð Rússa, og nú síð-
ast erfiðleika í efnahagsmálum.
í öllum þessum efnum og fjölda
annarra eru skiptar skoðanir um,
hvernig stjórn Eisenhowers hafi
staðið sig. Gagnrýnisraddirnar
verða æ hærri og mikilvægar
kosningar eru í nánd, sem
republikanar óttast að þeir tapi,
Fyrir tveimur vikum gat for-
setinn enn tekið gagnrýninni með
jafnaðargeði. Á blaðamannafundi
9. apríl spurði einn fréttamað-
urinn, hvort Eisenhower langaði
ekki til að hefna fyrir alla gagn-
rýnina. Forsetinn svaraði þá:
„Sjáðu nú til, ég stundaði tals-
vert hnefaleika, þegar ég var ung
ur. Það væru því eðlileg við-
brögð hjá mér að snúast hart
við gagnrýninni. En á þeim
manni, sem situr í forsetaem-
bætti hvílir sú skylda að halda
við virðingw stöðunnar“.
Samt er það aðeins um hálf-
um mánuði eftir þetta svar, sem
forsetinn rýkur upp ævareiður
eins og Júpiter C-flugskeyti.
FYRIR réttum mánuði stóð
mikið til. Þá skrifaði Al-
þýðublaðið daglega um
„þriðju leiðina“, sem það nefndi
svo. Með henni áttu að verða
„tímamót í íslenzkri stjórnmála-
sögu“, sem þó áttu ekki að hefj-
ast fyrr en eftir páska!
Páskarnir eru nú horfnir yfir
í fortíðina. Hin boðuðu timamót
eru samt enn ekki orðin. Frestur-
inn var um sinn afsakaður með
því að langan tíma hlyti að taka
að finna „varanlega lausn efna-
hagsmálanna". Jafnvel þeir, sem
minnst gerðu úr nýnæmi og
ágæti „þriðju leiðarinnar“,
brugðu fyrir sig þeirri átyllu, að
leitin að „varanlegri lausn“ væri
eðli málsins samkvæmt tíma-
frek.
Loks þessa dagana hyllir und-
ir ákvarðanir V-stjórnarinnar ?
efnahagsmálunum. 19 manna
nefndin var í fyrsta skipti kvödd
saman í gær frá því nokkru fyr-
ir áramót. Er það vafalaust vitni
þess, að stjórnarflokkarnir hafa
þá verið búnir að rígbinda sig
við ákveðna „lausn“. Fyrr en
þar var allt svo fastmælum
bundið, að engu er máli skiptir,
yrði um þokað, voru fulltrúar
verkalýðssamtakanna ekki kvadd
ir til. Þannig hefur í framkvæmd
farið um hið marglofaða samráð
við „vinnustéttirnar". Meiri
háðung en öll sú málsmeðferð
eftir allar heitstrengingarnar um
hið gagnstæða hefur íslenzkum
verkalýð aldrei verið sýnd.
★
Efni sjálfra „bjargráðanna“ er
enn vandlega haldið leyndu fyrir
öllum almenningi. Sérstaklega er
varast að láta Sjálfstæðisflokk-
inn, sem h. u. b. helmingur
landsmanna fylgir nú að málum,
fá nokkra vitneskju frá stjórn-
arvöldunum um, hvað fyrirhug-
að er.
En samkvæmt þeim fréttum,
sem borizt hafa, liggur „þriðja
leiðin" — ef Alþýðublaðið vill
þá viðurkenna, að þessi „bjarg-
ráð“ eigi að vísa veginn til
hennar,----alls ekki til hins
fyrirheitna lands „varanlegra úr-
ræða“. Þvert á móti lét einn af
valdamönnum stjórnarliðsins svo
ummælt í stéttarfélagi sínu, að
ríkisstjórnin hefði enn ekki fund-
ið eða komið sér saman um nein
„varanleg úrræði“. Frambúðar-
lausninni yrði því enn að fresta
og væri hún nú fyrirhuguð 1.
des. n. k.!
Úrræðin nú munu reynast gam-
alkunn: Skattar og aftur skatt-
ar. Að þessu sinni svo miklir,
að þeir hafi aldrei fyrr samtímis
verið þyngri álagðir, jafnvel ekki
með jólagjöfinni 1956.
Aðalskattarnir verða fólgnir í
stórhækkuðum yfirfærslugjöld-
um, misjafnlega háum, er nái til
allra greiðslna, einnig þeirra,
sem ganga til brýnna lífsnauð-
synja. Skattheimtunni er þannig
fyrir komið, að eðlismunur henn-
ar og beinnar gengislækkunar er
enginn. Er það að visu ekki ólíkt
því, sem var um jólagjöfina ill-
ræmdu á sínum tíma.
★
Nýjabrumið er því ekki mikið
og tímamótin sízt þess háttar,
sem Alþýðublaðið boðaði fyrír
réttum mánuði. En þó er nú um
uokkur tímamót að ræða. Þjóð-
viljinn í gær hefur þessa lýsingu
á „tillögum ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum" eftir Eðvarð
Sigurðssyni, ritara Dagsbrúnar:
„— — — horfið myndi frá
verðstöðvunarstefnu þeirri, sem
ríkisstjórnin hefur fylgt og verð-
lag myndi þá breytast og þá vísi-
talan einnig. Hins vegar myndu
þær ráðstafanir hafa í för með
sér skerðingu tímakaups á næstu
mánuðum".
Þegar þess er minnzt, að Þjóð-
viljinn hefur talið það aðalafrek
V-stjórnarinnar, að hafa knúið
fram verðstöðvun, þá er hér ó-
neitanlega um allmikil tíðindi að
ræða. Skiptir þá ekki máli, pó
að tal Þjóðviljans um verðstöðv-
unina hafi í raun og veru reynzt
gambur eitt, því að á valdatíma
þessarar ríkisstjórnar hefur verð-
lag í landinu hækkað meira en
oftast áður á jafnskömmum tíma.
Vöxtur verðbólgunnar hefur,
þegar litið er á allar aðstæður,
aldrei verið geigvænlegri en síð-
Ustu misserin. Nú er svo komið,
að Þjóðviljinn og kommúnistar
treysta sér ekki til að halda
blekkingum sínum áfram. Aðal-
talsmaður kommúnista í verka-
lýðsmálum sér sig nú neyddan
til að viðurkenna að horfið sé
frá verðstöðvunarstefnunni, vísi-
talan muni breytast og tímakaup-
ið verða skert á næstu mánuð-
um. Ekki er hann nú glæsilegur
árangurinn af nær tveggja ára
völdum V-stjórnarinnar.
Það er með þessar staðreyndir
í huga, sem kommúnistar hafa
nú sjálfir kúvent svo, að þeir
beita sér fyrir uppsögn samninga
Dagsbrúnar og annarra verka-
lýðsfélaga. Hvín nú óneitanlega
öðru vísi í tálknum þeirra en
fyrir réttu ári, þegar það átti
að ganga landráðum næst að
skýra frá samningauppsögnum,
hvað þá að beita sér fyrir þeim!
Von er að menn spyrji, hvað
það sé sem breytzt hafi og rétt-
læti nú samningauppsögn miðað
við það, sem fyrir ári var. Því
miður er sannleikurinn sá, að
hvorki hugsuðu kommúnistar þá
um hag verkalýðsins né gera þeir
það nú, heldur er það þeirra eig-
in valdatogstreita, sem öllu ræð-
ur. Fyrir ári keyptu þeir sér setu
í ríkisstjórninni með því að liggja
á kröfum verkamanna. Nú er
uppsögnin örvæntingarfull til-
raun til þess að reyna að halda
fylgi sínu í verkalýðsfélögunum,
jafnframt því, sem þeir munu á
þennan veg reyna að beina þró-
uninni í þann farveg, að þeir geti
virkjað hana sjálfum sér til póli-
tisks framdráttar.
Enn mun verða þagað um hin-
ar mikilvægustu staðreyndir og
reynt að dylja hið sanna sam-
hengi fyrir almenningi. Rikis-
stjórnin hefur gefizt upp við all-
ar tilraunir til lausnar nokkrum
vanda. Agn hennar eru ný og ný
loforð, sem ekki hafa fyrr verið
gefin en þau eru svikin á sama
hátt og öll hin fyrri.
Haldreipið, sem stjórnin lafir
enn í, er ótti stjórnarflokkanna
við verðuga umbun kjósendanna
en sú vernd mun einungis veita
henni hengingarfrest.
Eisenhower forseti í illu skapi á blaðamannafundinum síðast-
liðinn miðvikudag.
rýni á stjórnarstörfum hans valda
því að hann getur komizt úr
jafnvægi.
Hefur verið hvers manns
hugljúfi
Reiðikast Eisenhowers hefur
vakið enn meiri athygli
vegna þess, að hann hefur ætíð
verið einstakt ljúfmenni í við-
skiptum sínum við blaðamenn.
Þeir Roosevelt og Truman
héldu báðir blaðamannafundi, en
þeir voru oft kaldranalegir í
>svörum. Roosevelt svaraði oft
með köldu háði og sumir blaða-
menn voru jafnvel hræddir við
að spyrja Truman nærgöngulla
spurninga. Þeir gátu þá átt von
á steypibaði af ávitum og háði.
Blaðamannafundir á þeirra dög-
um voru eins og skotgrafahern-
aður.
Þegar Eisenhower vaí kjörinn
forseti, breyttist þetta og var þá
saminn friður milli forseta og
blaðamanna. Eisenhower hefur
ætíð gert sér mikið far um að
svara spurningum blaðamanna af
fulltri einlægni og hann hefur
jafnvel ekki kippt sér upp við
það, þótt spurningar sumra þeirra
væru allnærgönguiar.
Erfiðleikar og gagnrýni
Fyrra kjörtimabil hans var allt
í góðu gengi hjá Eisenhower for-
seta, en þegar kom fram á seinni
hluta ársins 1956, var eins og
heppnin hefði yfirgefið hann og
fjöldi vandamála hrúgaðist upp
kringum forsetann. Nægir að
vegna þess að þá skortir nú
örugga forustu.
Virðing stöðunnar
James Reston ræðir nokkuð um
reiðikast forsetans í New York
Times fyrir nokkru. Þar segir
m. a.:
Námsstyrkir frá
sænska samvinnu-
sambandinu
SÆNSKA samvinnusambandið
hefur ákveðið að veita ungu
fólki frá Danmörku, Finnlandi,
fslandi og Noregi, nokkra styrki
til náms í Svíþjóð. Styrkirnir
eru Sérstaklega ætlaðir þeim sem
hafa áhuga á samvinnu-, þjóð-
félags- og efnahagsmálum. Þetta
fólk verður að geta varið til náms
sex mánuðum á Jakobsbergs
folkhögskola í Svíþjóð. Skólinn
er 17 kílómetra frá Stokkhólmi.
Skólinn starfar á sama hátt og
aðrir lýðháskólar á Norðurlönd-
um, en leggur auk þess sérstaka
áherzlu á efnahagsleg og félags-
leg fræði, samvinnumál, banka-
mál, bókfærslu og fleira.
Einnig er kennt við skólann
bókmenntir, saga, þjóðfélags-
fræði, sálarfræði, enska og fleira
Hinn sænski námsstyrkur nem-
ur samtals kr. 1 þús. sænskum,
Bandaríkjaþing „vitlaust"
Það var blaðakonan Sarah
McClendon við blaðið San
Antonio Light, sem spurði hvað
forsetinn segði um ásakanir
ýmissa þingmanna, að frumvarp-
ið um breytingar á skipulagi
landvarnarráðuney tisins gæti haf t
það í för með sér, að forsetinn
eða landvarnaráðherrann fengju
einkaher.
Forsetinn svaraði: — Eg verð
að spyrja yður annarrar spurn-
ingar á móti: — Hafið þér lesið
framvarpið?
Ungfrú McClendon kvaðst hafa
lesið það.
Forsetin* tók fram í fyrir
henni og sagði: — Nei, þér hafið
bersýnilega ekki lesið það, því
að annars væri það eins skyn-
samlegt hjá yður að segja að
Bandaríkjaþing væri orðið vit-
laust og ætlaði að afnema land-
varnaráðuneytið — hví ekki það
eins og að stofna einkaher?
— í næstu spurningu var
minnzt á ummæli eins öldunga-
deildarþingmanns úr hópi demo-
krata, sem talaði um það að
Eisenhower hefði ekki komið á
friði í Kóreu, Mormósa og Viet
nam. Þar væri aðeins ótryggt
vopnahlé. Var forsetinn beðinn
að láta i ljós álit sitt á því, en
hann roðnaði, reiddist og neitaði
að svara.
Svona hélt þessu áfram enn um
stund. Forsetinn var harður í
horn að taka og reiðin sauð í
honum. Hann virtist gerbreyttur
maður.
Kaupmannahöfa, 28. apríl —
Tuttugu og níu ára gömul kona
í Horsens hefur játað á sig morð
þriggja barna sinna, og ennfrem-
ur að hún hafi reynt að aflífa
tvö önnur börn sín, tvíbura. Hún
drap börnin með því að gefa þeim
stóra skammta af höfuðverkjar
pillum. Eitt þeirra lifði skammt-
ana af, en þá kæfði móðirin það
í teppi.
og þeir sem hljóta hann verða
að stunda nám við skólann frá
1. október til 1. apríl, að undan-
skyldu jólafríi.
Umsóknir um námsstyrkinn
skal senda skólastjóranum, fil.
dr. Torsten Eklund, Jakobsberg,
Sverige, og skulu þær vera annað
hvort á dönsku, norsku eða
sænsku. Taka skal fram aldur,
starf, menntun og einnig er kraf-
izt góðra meðmæla. Umsóknir
þurfa að hafa borizt fyrir 1.
ágúst n. k.
Áætlaður kostnaður við skól-
ann er um 1.400.00 sænskar kr.,
en þar við bætast svo ferðir frá
heimalandinu.
Sá möguleiki er einnig fyrir
hendi að sækja um sænskan
ríkisstyrk til Norræna félagsins
hér heima. Sá styrkur, ef hann
fæst, er 840.00 sænskar krónur,
að viðbættum hluta af ferðakostn
aði. Mun láta nærri að báðir
styrkirnir samanlagðir nægi fyr-
ir öllum kostnaði við skólavist-
ina.
(Frá Fræðsludeild SÍS).