Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 6
MORcrvnr 4ðið
Miðvikudagur 30. apríl 1958
TÍTÓISMINN OG LEPPRIKIN
Þ\Ð er augljóst að Rússar
hafa hugsað sér að nota
taekifærið, þegar þeim
virðast vesturþjóðirnar vera
sundraðar í mörgum mikils-
verðum málum, til þess að
kreppa alvarlega að Tító Júgó-
•slavíuforseta. Þetta kom _ glögg-
lega fram, þegar Rússar og hin
önnur járntjaldslönd sniðgengu
fund kommúnistaflokks Júgó-
slavíu, sem haldinn var á dög
unum. Þetta vakti hina mestu
athygli og kom raunar flestum
á óvænt, því svo hafði virzt á
undanförnum mánuðum, sem
Tító og Rússar hefðu nálgazt all-
mikið. Þegar þær umleitamr
stóðu sem hæst sýndu Júgóslav-
ar ýmis merki um hlýðni og holl-
ustu í garð Rússa og kom það
meðal annars fram í því þegar
þeir viðurkenndu leppstjórn
Rússa í Austur-Þýzkalandi, sem
kostaði það, að Vestur-Þjóðverj-
ar slitu sambandi við Júgóslava.
Margir gerðu þá ráð fyrir því
að Tító væri að sigla hraðbyri
inn í nýtt tilhugalíf með Rússum
og ætti nú að grafa hina gömlu
stríðsexi. Það kom hins vegar í
ljós nú í sambandi við fundinn,
sem áður var um getið, að þessu
er ekki svo varið.
★
Þegar fundinum var slitið, héit
Tító ræðu, sem sagt er að tekið
hafi verið með
miklu lófataki
af hinum 1800
fulltrúum á
fundinum. Tító
sagði, að það
væri ekki vel
til fallið af
Rússum að
vera að „grafa
fortíðina upp
með því að
TÍTÓ beita ósönnum
og ósanngjörnum ávítum og
gagnrýni, sem miðaði til niður-
rifs hins júgóslavneska komm-
únisma“. Tító minnti á, þegar
Júgóslavíá var rekin úr Komin-
form 1948 og sagði: „Það væri
örlagaríkur sorgarleikur, ef
sambúðin á milli Júgóslavíu og
Rússlands leiddi til svipaðs
klofnings eins og þess, sem varð
svo dýrkeyptur fyrir hina al-
þjóðlegu verkalýðshreyfingu".
Tító kvartaði mjÖg undan því,
hversu blöð í austurríkjurn
Rússa og Rússlandi sjálfu hefðu
leikið Júgóslava grátt og afflutt
málstað þeirra. Sagði Tító i því
sambandi, að hann léti þessa gagn
rýni sem vind um eyru þjóta og
Júgóslavar mundu halda fast við
að skapa sér sjálfir sína eigin
framtíð og sína eigin sósíalisku
stefnu".
Þess hefur nú orðið vart bæði
gagnvart Ungverjalandi og Pól-
landi, að Rússar hafa nú miklu
nánari gætur á því, sem gerist
í þeim löndum, heldur en áður
en byltingartilraunirnar urðu
þar. Rússneskir ráðamenn eru
þar sífellt á ferðinni og seinast
var sjálfur forseti Rússlands,
Voroshilov, þar á ferðalagi. Lét
hann sér um munn fara, að „all-
ir Pólverjar elska félaga Krús-
jev“. Þess er skemmst að minn-
ast að Krúsjeff var á ferð í Ung-
verjalandi og ber að skoða þessi
ferðalög sem eins konar eftirlits-
ferðir af hálfu Rússa með stjórn-
unum í leppríkjunum. Rússar eru
sér þess meðvitandi, að títóisminn
hefur mikil áhrif í þessum lönd-
um, þar hugsa margir sem svo,
að úr því Júgóslavar hafi getað
fetað sínar eigin götur, þá eigi
líka fleiri að geta það. Rússar
vilja fyrir hvern mun koma í
veg fyrir frekari klofning inn-
an kommúnistaríkjanna og þess
vegna er eftirlitið hert svo mjög
með leppríkjunum, sem raun ber
vitni.
Hagur Fríkirkjusafnað-
arins stendur með blóma
FIMMTUGASTI og áttundi aðal-
fundur Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík var haldinn sunnudag
inn 23. marz 1958 í Fríkirkjunni.
Fundarstjóri var kjörinn Óskar
B. Erlendsson, lyfjafræðingur, en
fundarritari Ólafur B. Pálsson. í
fundarbyrjun minntist prestur
safnaðarins, sr. Þorsteinn Björns
son, þeirra safnaðarfélaga er lát-
izt höfðu á árinu. Úr stjórn áttu
að ganga Kristján Siggeirsson,
kaupm., frú Pálína Þorfinnsdótt-
ir og frú Ingibjörg Steingrims-
dóttir. Voru þau öll endurkjörin.
Stjórnina skipa nú: Kristján Sig-
geirsson, formaður, Valdemar
Þórðarson, kaupmaður, varafor-
maður, Magnús J. Brynjólfsson,
Loftui Bjainuson sextugui
LOFTUR BJARNASON fram-
kvæmdastjóri, Hafnarfirði, er
sextugur í dag.
Loftur hefur um 30 ára skeið
verið meðal athafnasömustu og
kunnustu framkvæmdamanna í
útvegsmálum hér á landi.
Hann hefur verið framkvæmda
stjóri og meðeigandi í útgerðar-
félögum sem gert hafa út línu-
veiðara og togara og haft með
höndum fiskverkun í stórum
stíl. Hann hefir verið formaður í
stjórn Hvals h.f. frá stofnun fé-
lagsins árið 1947 og framkvæmda
stjóri þess síðan árið 1950. Hval-
ur h.f. hefur nú um margra ára
skeið framleitt meiri útflutnings-
verðmæti en nokkuð annað fyr-
irtæki hér á landi í einkaeign.
Mikil gifta hefur jafnan fylgt
þeim fyrirtækjum, sem Loftur
hefur veitt forstöðu. Hefir þeim
vegnað svo vel, samanborið við
hliðstæð fyrirtæki annarra, að
það hefur stundum verið haft á
orði, af sumum þeim, sem aðeins
höfðu spurnir af fyrirtækjum
hans, að vart væri einleikið með
shrifar úr ^
daglega lífinu ]
Hver á að borga fæðið?
KONA nokkur hefir snúið sér
til Velvakanda og borið und-
ir hann erfitt vandamál.
Saga hennar er í stuttu máli
þessi: Esja rakst á marbakka á
Vatneyri við Patreksfjörð fyrir
nokkru. Stýri skipsins laskaðist
og varð það til þess, að snúa
varð því við til Reykjavíkur.
Annað skip tók farþegana og
flutti á áfangastað, en þó urðu
þeir ,að bíða um borð í Esju á
Patreksfirði eina tvo daga, að því
er Velvakanda skildist. Koiian
sagði, að farþegarnir hefðu sjálf-
ir orðið að greiða fæði sitt á
meðan — og spurningin, sem hún
vildi fá svar við, var þessi: Átti
útgerðin ekki að láta fólkið, sem
beið þarna um borð í skipinu
fá ókeypis fæði?
Velvakandi hefur rætt við
nokkra menn um þetta mál. —
Skipaútgerðin mun selja farmiða
eins og þá, sem hér skipta máli,
án þess að gjald fyrir fæði sé
innifalið, og greiða menn fyrir
það um borð. Oft kemur það fyr-
ir, að skipin tefjast éitthvað
vegna illviðra eða tafa við upp-
skipun og hefur fólk greitt fyrir
fæði sitt, þótt ferðin hafi lengzt
af þeim sökum. Hér er hins vegar
um annað atriði að ræða, þar
sem töfin stafar af því, að skip
hefur orðið fyrir skemmdum.
Skipaútgerðin mun ekki hafa
talið sér skylt að greiða fyrir
fæði farþeganna, þótt þannig
standi á, og hin almenna vá-
trygging mun ekki taka til fæðis-
kostnaðar farþega, nema hann sé
innifalinn í fargjaldinu. — Vel-
vkkandi er að sjálfsögðu enginn
hæstiréttur, og hér kann að vera
um vafaatriði að tefla, en þó
E'
telur hann sig hafa góðar heim-
ildir fyrir því, að útgerðin eigi
að borga fæðið, þegar svona stend
ur á, enda mun hún geta keypt
sérstaka tryggingu gegn hugsan-
legum skakkaföllum af þessu
tagi.
Hvað sannara reynist.
KKI ætlar að takast björgu-
lega til um Skálholtsmálið,
nú heldur en endranær. Þing-
menn standa nú upp og tala hver
á fætur öðrum, en ekki greiðist
úr nema síður sé. En engum virð-
ist vera kunnugt um það, að inn
í greinargerð * fyrir þessu SkáU
holtsfrumvarpi, sem þingið er nú
í standandi vandræðum með, hef
ur komizt alvarleg sagnfræðiieg
villa og verið látin óátalin á
tveim þingum í röð. Eins og all r
vita, þá hefur í umræðum urn
Skálholtsmál mjög verið skírskot
að til sagnfræði og sögutryggðar,
og væri því óskandi, að menn
hefðu í þeim efnum „það sem
sannara reynist".
í þessari greinargerð, sem er
ætlað að vera sögulegur rök-
stuðningur við þá tillögu, að setja
upp biskupsstól í Skálholti, segir,
að „nú hafi Skálholt á áþreifan-
legan hátt tengt saman fortíð og
nútíð. Sennilega gleymir því
enginn, sem viðstaddur var, þeg-
ar kista Páls biskups Jónssor.ar
var opnuð. Þá gerði úrhelli, rétt
eins og daginn, sem útför hans
var gerð“. Svo mörg eru þau orð.
En hvar er heimildin fyrir þessu?
Ekki þekki ég þá heimild, og svo
mikið er víst, að það er ekki
Pálssaga, sem þetta segir. Páis-
saga segir allt annað. Hún segir,
að það hafi verið rigningasamt
sumarið áður en Páll biskup and-
aðist, og nokkru seinna segir hún
að „margur kvíðbjóður hafi orðið
fyrir fráfalli þessa dýrliga höfð-
ingja“ — þ.e. Páls biskups — og
„himinn og skýin grétu", og á það
vitanlega við hið mikla rigninga-
sumar. Á veðrið sjálfan útfar-
ardaginn er ekki minnzt og það
er hætt við, að þessi fullyrðing
um veðrið þann dag, í greingerð
alþingismanna, sé úr lausu lofti
gripin og stafi af því, að sagan
hafi ekki verið of vel lesin. Það
er jafnvel ekki örgrannt um, að
hér sé verið að gefa í skyn, að
úrhellið, sem gerði, þegar kist-
an var tekin upp, hafi verið jar
tegn eða kraftaverk, í þeim skiln
ingi, sem sagt er frá slíkum ‘yr-
irbærum í hinum fornu biskupa-
sögum. En hvaða skoðun, sem
menn hafa á þeim frásögnum og
öðrum sambærilegum, þá munu
allir geta fallizt á, að „ti!búin“
kraftaverk séu verri en engin og
enginn stuðningur í þeim við eitt
eða neitt. Það er hætt við að
hinir mjög umtöluðu biskips-
stólar í Skálholti, Hólum, Gríms-
ey(?) og hver veit hvar, séu
heldur óvænleg fyrirtæki, ef
þeir þurfa sliks rökstuðnings við.
Þorsteinn Guðjónsson,
stud. mag.“
heppni Lofts Bjarnasonar. Hinir,
sem kynnst hafa Lofti, hæfni
hans og starfsháttum, hafa ekki
undrast að fyrirtækjum í umsjá
hans vegnaði vel.
Loftur er fæddur á Bíldudal
við Arnarfjörð, sonur merkis-
hjónanna Bjarna Loftssonar,
kaupmanns og Gíslínu Þórðar-
dóttur. Þar ólst Loftur upp á
þeim árum sem Pétur Thorsteins-
son rak hina umfangsmiklu út-
gerð og fyrirtæki á Bíldudal.
Loftur gerðist sjómaður á unga
aldri. Var hann fyrst tvær ver-
tíðir á skútum og síðar háseti á
togurum. Árið 1916 lauk hann
hinu meira stýrimannsprófi með
hárri einkunn, aðeins 18 ára
gamall. Svo sagði Páll Halldórs-
son skólastjóri Stýrimannaskól-
ans, að Loftur Bjarnason væri
yngsti nemandi, sem hann hefði
útskrifað með meira prófi úr
skólanum á þeim 37 árum, sem
hann fór með skólastjórn.
Árið 1918 réðist Loftur háseti á
e/s Willemoes, sem Eimskipa-
félag íslands annaðist útgerð á
og starfaði hjá félaginu í 8 ár
þar til hann hætti sjómennsku
árið 1926 og var hann þá 1. stýri-
maður á e/s Lagarfossi.
Hóf Loftur nú þátttöku í út-
gerð og fiskverkun og gerðist
framkvæmdastjóri útgerðarfyrir-
tækja, fyrst Júní h.f. og síðar
Júpíters h.f., Venusar h.f. og
fleiri. Árið 1950 gerðist hann
framkvæmdastjóri Hvals h.f., eins
og fyrr segir.
Loftur er mjög áhugasamur
um félagsmál. Hann átti um skeið
sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar, einnig í stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins og formaður lands
málafélagsins Fram í Hafnarfirði
var hann um tíma og einnig rit-
stjóri Hamars. Hann hefur verið
í stjórn Landssambands íslenzkra
útvegsmanna frá 1944 og varafor-
maður síðan 1947 og á sæti í
stjórn Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda.
Þegar vanda ber að höndum í
félagsmálum útvegsmanna þykir
ætíð sjálfsagt að leita ráða Lofts
Bjarnasonar, enda er hann með
afbrigðum úrræða- og tillögugóð-
ur, ódeigur og fylginn sér, þegar
því er að skipta og manna fórn-
fúsastur.
Loftur er fróður um margt,
mjög minnugur, kemur vel fyrir
sig orði, hnittinn í svörum, kát-
ur og gamansamur, enda hinn
mesti aufúsugestur, hvar sem
hann kemur.
Sjálfur er hann og hin ágæta
kona hans Sólveig Sveinbjarnar-
dóttir, annáluð fyrir gestrisni,
sem mjög margir hafa notið fyrr
og siðar á hinu glæsilega heim-
ili þeirra Álfaskeiði 38 í Hafnar
firði.
Margir munu verða til þess að
senda Lofti Bjarnasyni og fjöl-
skyldu hans hugheilar hamingju
óskir á sextugsafmæli hans og
þakka honum fyrir ágæt störf og
margar ánægjulegar samveru
stundir á liðnum árum.
Sveinn Benediktsson.
framkv.stj. ritari, frú Ingibjörg
Steingrímsdóttir, frú Pálína Þor-
finri'sdóttir, Þorsteinn J. Sigurðs-
son, kaupmaður, Kjartan Ólafs-
son, varðstjóri, Óskar B. Erlends
son, lyfjafræðingur og Vilhjálm-
ur Árnason skipstjóri.
Talsverð aukning hafði orðið
í söfnuðinum á árinu og stendur
hagur hans í miklum blóma.
Verið er að skrásetja sögu
Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins
en það er elzta safnaðar-kven-
félag landsins, og hefur unnið
söfnuðinum ómetanleg störf.
Hafði kvenfélagið á árinu látið
stækka og endurbæta hitakerfi
kirkjunnar og borgað allan kostn
aðinn, er nam rúmum kr. 17 þús.
Fóstbræðrafélag safnaðarins
afhenti söfnuðinum að gjöf raf-
hringingar-samstæðu, sem kemur
í stað kirkjuklukkna. Kostuðu
þau uppkomin rúmar 21 þús. kr.
Þakkaði formaður þessar gjafir
með nokkrum orðum, og óskaði
þessum tveimur safnaðarfélög-
um farsældar og blessunar um
ókomna tíð.
Áheit og gjafir námu tæpum
kr. 3 þús. á árinu. Magnús Guð-
björnsson, póstafgreiðslumaður,
færði söfnuðinum að gjöf for-
kunnarfagra Biblíu til minningar
um foreldra sína, Kristínu Þórð-
ardóttur og Guðbjörn Björnsson.
Safnaðarlíf er hið ákjósanleg-
asta. Kvöldvökur voru haldnar
í kirkjunni, erindi flutt og farin
skemmtiferð á vegum safnaðar-
ins sl. sumar, er var mjög fjöl-
menn.
Nokkrar umræður urðu um
unglinga og æskulýðsstarfsemi
innan safnaðarins, þörfina á því
að styrkja hana og efla á allan
hátt. Að síðustu voru presti safn-
aðarins, sr. Þorsteini Björnssyni,
þökkuð unnin störf og sömuleið-
is organista Sigurði ísólfssyni og
söngkór kirkjunnar. Ennfremur
kirkjuverði, frú Ágústu Sigur-
björnsdóttur.
Finnar selja minka og
Norðmenn minkaskinn
í VETUR seldu Finnar 130 lif-
andi minka til Bandaríkjanna.
Þeir voru sendir flugleiðis vestur
og verðið var frá 150 dollurúm
upp í 235 dollara stykkið. Mink-
ar þessir nefnast Finlandia-tapas.
Til Rússlands seldu þeir nýlega
800 minka og til Þýzkalands 255
kynbótaminka.
Árleg framleiðsla Finna af
minkaskinnum er nú talin nema
900 milljónum finnskra marka að
verðmæti, en það samsvarar nær
46 milljónum króna.*
Á aðalfundi loðdýraræktarfé-
lagsins í Rogalandi nú nýlega,
var upplýst að hér í fylkinu séu
nú um 14.000 minkar í eldi, og
að ársframleiðslan af minkaskinn
um sé um 40—50 þús. skinn, að
verðmæti 4,5—5 millj. króna
(norskar).
Villiminkurinn gerir ærinn
skaða í Rogalandi og svo er víðar
í Noregi, en engum dettur sú fá-
sinna í hug að búa við skaðann
eingöngu, en neita sér um at-
vinnu og tekjur af minkaeldinu.
Það er komið sem komið er, villi-
minkurinn er orðinn landlæg
plága, en henni verður ekki af-
létt með því að drepa alla minka,
Sem í búrum eru aldir.
Sízt skal lá þeim, sem óska öll-
um minkum norður og niður, og
óska þess að sá fjandi hefði aldrei
til landsins komið, en nú er kom-
ið sem komið er, sjálfsagt að gera
allt sem hægt er til að halda villi
minknum í skefjum, en þá verða
fróðustu ráðamenn líka að gera
sér og öðrum ljóst, hvort þess er
nokkur von að útrýma villimink-
unum. Ef þess er von, er bann
við minkaeldi réttlætanlegt, en ef
þess er engin von er slíkt bann
óréttmætt. Það er að búa við
skaðann og fleygja frá sér arðin-
um.
Hvað segir veiðistjórinn nýi
um þessa hluti? Á. G. E.