Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 30. apríl 1958
MOFGVISBLAÐIÐ
19
Texosbúar hölðu ehki hugmynd
um, hvort við teildum skúk
eðu lúdó
segir Bent Larsen nýkominn heim
KAUPMANNAHÖFN — Bent
Larsen er nýkominn heim úr
hálfs árs skákför til Wageningen
í Hollandi, Dallas í Texas, Mexico,
Los Angeles, New York, Buenos
Aires, Sao Paulo, Rio de Janeiro
og (nú síðast) í Haag og Amster-
dam. Má segja, að þetta hafi ver-
ið hin mesta frægðarför, eins og
skýrt hefur verið frá í fréttum.
Ekstrabladed hefur átt stutt
— í þrótti r
Framhald af bls. 18.
hér í Reykjavík, þar á meðal úr-
slitaleikurinn hinn 28. ágúst.
í byrjun júní kemur hingað
enska knattspyrnuliðið Bury á
vegum K. R. og leikur hér 5 leiki.
Um miðjan júlí leikur úrvalslið
írá Sjálandi hér 4 leiki á vegum
Fram.
Afmælisleikur Víkings í tilefni
50 ára afmælis félagsins verður
29. maí.
Um mánaðamótin júní júlí
verða hér 2 dönsk unglingalið,
Roskilde Boldklub 1906 á vegum
Fram og Bagsværd Idræts Foren-
ing á vegum K. R. Leika bæði lið
nokkra leiki gegn jafnöldrum sín
um hér. í 1. flokki verða 3 mót,
og verður fyrsti leikurinn 3. maí.
Mótin í yngri flokkunum hefjast
27. maí. Þar fjölgar mótum og
leikum vegna breytingar, sem
síðasta ársþing K. S. í. gerði á
aldursflokkunum. Bætist við nýr
flokkur, 5. flokkur. í 2., 3., 4. og
5. flokki verða alls 24 knatt-
spyrnumót og leikir alls 177, en
voru 144 síðastliðið sumar.
f meistaraflokki verða 44 móta
leikir, í 1. flokki 15, og 177 í
yngri flokkunum, eða alls 236
leikir í mótum 1958. Ótaldir eru
þá leikir í heimsóknum erlendra
liða og ýmsir aukaleikir, svo sem
afmælisleikir og pressuieíkir,
sennilega 16 leikir alls. Eru a'lar
líkur til, að hér í Reykjavík
verði í knattspyrnu háðir 280
kappleikir í sumar.
Samkvæmt skýrslu knatt-
spyrnuráðsins fyrir síðastliðið
sumar voru hér háðir 231 knatt-
spyrnuleikir í öllum flokkum.
Þá hafa 38 dómarar heitið
Stuðningi sínum,
Utanferðir
3. flokkur Þróttar fer til Sjá-
lands í júlí, 2. flokkur K. R. til
Þýzkalands í ágúst, og meistara-
flokkur Fram til Sjálands í júlí
og meistaraflokkur Vals til Rúss-
lands í júlí.
Þá er fyrirhugaður landsleikur
við Eire, 11. ágúst, en pressu-
leikir verða væntanlega háðir
fyrst og síðast í ágústmánuði.
Landsleikir fara fram á vegum
K. S. f. og pressuleiki annast
K. S. í. og K. R. R. sameiginlega.
Oll landsmót fara fram undir
stjórn K. S. í., en ráðið annast
þau þeirra sem fram fara hér í
bæ, fyrir sambandið.
Til þess að halda svo marga
leiki á svo stuttum tíma, verður
að nota alla velli í bænum og hef
ir ráðið leitast við að dreifa leik-
unum svo sem kostur er. Eitt
af því, sem háð hefir eðlilegum
framgangi mótanna, er hve erfitt
það hefur verið undanfarin ár
að fá dómara til að dæma í þeim,
Dómurum finnst að vonum til lít-
ils barist. Sjaldan fá þeir viður-
kenningu fyrir velunnin störf, en
ef verr tekst til, verða þeir skot-
spænir áhorfenda, sem oft á tíð-
um láta í ljósi vanþóknun sína
á störfum dómara með dylgjum
Og skammaryrðum, já jafnvel
með hótunum um líkamsmeiðsl,
en þessi tjáning vanþóknunar
hjá áhorfendum á oftar rót sína
að rekja til þekkingarskorts
þeirra sjálfra á leikreglum en til
mistaka dómaranna.
samtal við Bent. Blaðamaðurinn
spurði m. a., hvað honum hefði
þótt markverðast í ferðinni:
Hann kvaðst ekki geta svarað
því: „Þetta hefur verið eitt sam-
fellt ævintýri", svaraði hinn ungi
skákmeistari. Þá spyr blaðamað-
urinn, hvað hafi verið mest spenn
andi og Bent svarar, að það hafi
verið, þegar vél flugvélarinnar
bilaði yfir frumskógum Brasilíu,
svo að einn hreyfillinn stöðvað-
ist.
Svo minntist hann á skákmótið
í Dallas og gat þess, hve skák-
áhugi þar er lítill. Bærinn hefur
yfir 700 þús. íbúa — „en það
kom ekki lifandi sála að horfa
á skákkeppnina. Og olíumilljón-
erarnir, sem höfðu lagt pening-
ana á borðið (verðlaunin voru
200 þús. d. kr. eða sem því svar-
ar), höfðu ekki hugmynd um,
hvort við tefldum skák eða lúdó“.
Þetta skákmót átti rætur sínar
að rekja til þess, að borgarstjór-
inn í Ðallas fékk þá flugu í
höfuðið, að nauðsynlegt væri að
setja nafn borgarinnar í samband
við „einhverja menningu“ — og
svo völdu þeir skákina.
Loks segir Bent, að hann ætli
ekki að keppa í skák fyrr en á
mótinu í Portoroz í Júgóslavíu í
ágúst næstkomandi.
Fjölbreytt skemmt
un Ferðafélagsins
SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld
voru tvær íslenzkar kvikmyndir
frumsýndar _ á skemmtikvöldi
Ferðafélags íslands. Báðar þess-
ar myndir hafði Magnús Jóhanns
son, útvarpsvirki tekið. Heita
þær „Reykjavík 1957“ og „Fugl-
arnir okkar“. Tók sýning fyrri
myndarinnar, Reykjavíkurmynd-
arinnar, um 15 mínútur en hinnar
seinni tæpan hálftíma.
Báðar eru myndirnar ákaflega
fallegar og vel teknar, enda hef-
ur Magnús lengi unnið að þeim.
Reykjavíkurmyndin sýnir vöxt
og viðgang borgarinnar, en fugla-
myndin fjallar um líf íslenzkra
fugla, allt frá því þeir koma úr
eggi og þar til þeir hverfa til
fjarlægra landa.
Magnús hefur sjálfur samið
texta við fuglamyndina en við
Reykjavíkurmyndina hafa þeir
Lárus Sigurbjörnsson og Páll
Líndal samið texta. Vöktu báðar
myndirnar mikla hrifningu áhorf
enda.
Skemmtifundur Ferðafélagsins
á mánudagskvöidið var fjöl-
mennur. Auk kvikmyndasýning-
anna fór fram getrauna-mynda-
sýning. Var brugðið upp 8 mynd-
um af íslenzku landslagi. Þá var
dansað.
Hvaimeyriiigar
skipa út fiski
á Akrasiesi
AKRANESI, 29. apríl — Norska
skipið Thermo kom í morgun til
að lesta röska 40 þús. kassa af
frosnum fiski frá Fiskiver hf. —
Meginið af fiskinum fer til Frakk
lands. Frá Hvanneyrarskólanum
komu 22 nemendur til þess að
vinna m. a. að útskipun á fiskin-
um. Þeir komu hingað um há-
degi í dag, en í morgun höfðu
þeir lokið síðustu prófum sínum
í skólanum. Hvanneyringar fara
aftur heim seint í kvöld.
— Oddur.
Búnaðarskólunum
sagt upp
f dag verður búnaðarskólunum
að Hólum og á Hvanneyri sagt
upp. Þá ljúka
mörg efnileg
bændaefni próf-
um sínum og
halda beint til I
starfa. Við fram
'naldsdeildina á j
Hvanneyri ljúka
einnig ailmargir
nemendur loka-
prófi og munu
peir síðar verða
ráðunautar og
leiðbeinendur í
sveitum lands-
íns.
Af þessu til-
efni gefur Morg-
unblaðið tvenn
heiðursverðlaun.
Á Hvanneyri
verður Morgun-
blaðsskeifan af-
hent þeim nem-
anda er beztum
árangri hefir
náð við tamn-
ingu hesta í vet-
ur, en þar eru
tamningarnar
eins konar auka1
námsgrein. Á Hólum verða aft- ;
ur á móti veitt verðlaun þeim
nemanda er skarar fram úr v ð
smíðar, en um allmörg ár hefir
smíðakennsla verið stunduð þar
í skólanum sem aukagrein og
hafa nemendur náð mjög athyglis
verðum árangri. Myndin, sem hér
fylgir með er af grip þeim, sem [
gefinn verður að Hólum. Er það
pappírshnífur smíðaður af Kjart-
ani Ásmundssyni, gullsmið.
- Öþurrkalánin
Frh. af bls. 3
af því „apparati", sem hleypt
hefur verið af stokkunum vegna
þessarar ráðstöfunar á lánunum,
hvað er þá unnið við þetta allt
saman? Hefði þá ekki verið hyggi
legra að hafa þann háttinn á, sem
félagssamtök bændanna lögðu til
í öndverðu?
Því var haldið fram af meiri
hluta fjárveitinganefndar í um-
ræðum um þetta mál í nefndinni,
að tillagan um eftirgjöf lána þess-
ara væri „vanhugsuð“, hún sam-
rýmdist ekki þeirri ráðstöfun, að
Bjargráðasjóði hefði verið afhent
þessi lán. Þessi ályktun meiri
hluta nefndarinnar er ekki á rök-
um reist. Hún er byggð á mis-
skilningi á eðli þessa máls. Bjarg-
ráðasjóður er ríkisstofnun, sem
heyrir undir valdsvið Alþingis,
er setur henni lög. Þótt Alþingi
hafi veitt ríkisstjórninni heimild
til þess að afhenda stjórn Bjarg-
ráðasjóðs þessi lán með skilyrð-
um um ívilnanir og eftirgjafir,
þá útilokar sú ákvörðun engan
veginn að því sé nú beint til
ríkisstjórnarinnar, að hún óski
eftir því við stjórn Bjargráða-
sjóðs, að lán þessi verði skilyrðis- j
laust eftir gefin. Ef svo færi, að !
stjórn Bjargráðasjóðs fengist ekki I
til þess að framkvæma vilja- j
yfirlýsingu eins og í tillögunni
felst, sem naumast þarf þó að j
gera ráð fyrir, getur ríkisstjórnin !
fengið með lögum nauðsynlega
heimild til þess, að þetta skuli
gert.
Með skírskotun til framanrit-
aðs leggur minni hl. n. til að
tillagan verði samþykkt“.
Undir álitið skrifa: Pétur Otte-
sen, Magnús Jónsson og Jón
Kjartansson.
(Kaflafyrirsagnir og letur-
breytingar frá Mbl.).
Vormót Suður-
nesja i lmatt-
spyrnu
KFK — ÍKF 2:1
Vormót Reykjaness í knatt-
spyrnu hófst í Keflavík sl. laugar
dag með leik milli KFK og ÍFK.
Enda þótt leikurinn færi fram
í sólskini og sumarblíðu var ekki
hægt að sjá að liðin sem kepptu
væru komin í sumaræfingu. Leik
urinn var illa leikinn af beggja
hálfu, en þó brá fyrir örlitlum
samleik hjá KFK öðru hvoru
enda má sigur þeirra 2:1 (1:1)
teljast verðskuldaður.
Engin sérstök tilþrif sáust til
einstakra leikmanna að undan-
skildum Vilhelm Ólafssyni, hin-
um unga markmanni ÍKF, sem
sýndi afburðagóðan leik og var
eflaust bezti maður á vellinum.
Töldu áhorfendur að jafngóður
leikur í marki hefði ekki sézt
á Suðurnesjum um árabil.
Dómari var Hafsteinn Guð-
mundsson.
UMFK — Reynir 3:2
Þessi leikur fór fram á sunnu-
daginn í leiðinlegu veðri, roki og
rigningu. Mui veðrið að vísu
hafa haft nokkur áhrif á leikinn,
en um hann má segja hið sama
og um leikinn á laugardaginn,
að leikmennirnir voru í lítilli
æfingu.
Tveir piltar f liði UMFK vöktu
athygli, en það voru Guðmundur
Kr. Þórðarson úr 3. fl. og Hólm-
bert Friðjónsson úr 2. fl. Það get-
ur orðið skemmtilegt að fylgjast
með þeim í sumar.
Dómari var Sigurður Stein-
dórsson.
Mótið heldur áfram um næstu
helgi. Á laugardag keppa ÍKF og
UMFK kl. 5, en KFK og Reynir
kl. 2 á sunnudag. — BÞ.
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan heiður og höfðing-
skap með gjöfum, heimsóknum og heillaskeytum á átt-
ræðisafmæli mínu.
Guðni Jónsson, Heklu, Höfn, Hornafirði.
Hjartanlegt þakklæti færi ég öllum sem heimsóttu mig
sendu mér gjafir og heillaskeyti á 60 ára afmæli mínu
þann 20/4.
Guð blessi ykkur öll.
Frímann Ingvarsson.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okk£tr,
ÞJÓÐÓLFUR GUÐMUNDSSON
andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 26. þ.m.
Lovísa Vigfúsdóttir, Gunnar Þjóðólfsson,
Ragnar Þjóðóifsson og systkyni hins látna.
Jarðarför
sigrCnar helgu jónsdóttur
Sigluvík í Landeyjum, er andaðist 23. apríl, verður laugar-
daginn 3. maí og hefst með bænastund kl. 1 e.h. í Sigluvík.
Jarðsett verður í Akurey.
Ágúst Jónsson.
Innilegar þakkir færum vér öllum þeim sem auðsýndu
okkur vináttu við andlát og jarðarför
ÓLAFAR EINARSDÓTTUR
frá Geirakoti, sem andaðist 16. apríl.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Gíslason og börnin.
Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
KRISTJÁNS PÉTURS VIGFÚSSONAR
þökkum við af hrærðu hjarta og biðjum þeim öllum
blessunar guðs. Patreksfirði 25. apríl 1958.
Móðir og systir hins látna,
Etilríður Guðmundsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför móðursystur minnar,
THORU FRIÐRIKSSON
Sérstaklega þakka ég öllum á Amtmannsstíg 5 fyrir
vinsemd og alúð um margra ára skeið.
Fyrir hönd aðstandenda.
Leópoldína Eiríkss.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður minnar
SIGRfÐAR JAKOBSDÓTTUR
Guðmundur Hólm.
Öllum þeim, sem auðsýnt hafa samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför
ELlNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
vottum við einlægar þakkir.
Ármann Hansson,
Áuðunn Bragi Sveinsson,
Þóra Kristín Sveinsdóttir.