Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 30. apríl 1958 MORCinSBl AÐIÐ 17 Hæsta gæða- flokks-kaffi VEGNA ummæla í „Frjálsri þjóð“ laugardaginn 26. apríl sl. um innflutning á kaffi frá Brazi- líu, vildum við, til að fyrirbyggja misskilning, mega upplýsa að síð- asta kaffisending okkar var að öllu leyti fyrsta flokks að gæð- um, og er sama að segja um fyrri sendingar. Ennfremur vildum við mega skýra frá því, að kaffibrennsla okkar bindur kaup sín á Brazilíu kaffi eingöngu og undántekning- arlaust við Riokaffi af hæsta gæðaflokki, enda hefur reynslan sýnt að íslendingar vilja helzt þessa tegund af Braziliukaffi. Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hf. Samsöngur í Hveragerði Það er ,toppurinii' borðinti sem skipfir máli FYRIR nokkrum árum reisti að- ventistasöfnuðurinn skóla að Vindheimum í Ölfusi, sem nefnd ur er Hlíðardalsskóli. Þar hafa verið reistar myndarlegar bygg- ingar, en sumar þeirra eru ekki fullgerðar enn. Aðsókn að skól- anum hefur verið mjög mikil, og hefur ekki verið unnt að taka við öllum þeim, er sótt hafa um skóia vist. Nemendur eru hvaðanævaað af landinu. Hefur skólinn getið sér orð sem fyrirmyndar mennta stofnun. Nemendakór skólans söng í samkomuhúsinu í Hveragerði sunnudaginn 20. apríl, sl., undir stjórn Jóns H. Jónssonar, kehn- ara. Aðsókn var góð og undir- tektir áheyrenda hinar beztu. Á söngskrá voru átján lög. Ein- söngvarar með kórnum voru Ingibjartur Bjarnason, Reynir Guðsteinsson og söngstjórinn, Jón H. Jónsson. Öllum var þeim vel fagnað af áheyrendum, en sérstaka hrifningu vakti þó söng ur kórstjórans, svo og tvísöng- ur þeirra Önnu Johansen og Jóns H. Jónssonar. Undirleik annaðist kona söngstjórans, frú Sólveig Jónsson, af mikilli pi'ýði. — Að lokum flutti Júlíus Guðmunds- son, skólastjóri Hlíðardalsskól- ans, stutt erindi um gildi söng- listarinnar. Þegar tillit er tekið’ til þess. að söngfólkið er flest á unglings- aldri, sem og hins, að söng- kennsla er ekki á námsskrá gagn frfeðastigsins, og er hér því að eins um árangur tómstundaiðju að ræða, mál fullyrða. að söngur kórsins var mjög góður, enda augljóst, að söngstjórinn er smekkvís og öruggur kórstjóri. Hafi nemendur Hlíðardalsskól- ans þökk fyrir komuna til Hvera gerðis. —G. PILTAR Vv EFPieEiomUNNiisriV* /á PÁ * É5 HRIN&ANA /W/ '/<fSíf/sfrstr/ S ' \ ' 1 EGGERX CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund Það er yfirborð borðplötunnar, sem allt mæðir á. Þess vegna er bezt að „spón“-leggja hana með FORMICA. Nýtízkulegt, litauðugt, sterkt og fallegt. Þegar þér veljið FORMICA, kaupið þér það bezta, og það borgar sig alltaf að kaupa það bezta. FOR- MICA hvorki verpist, upplitast, blettast né spring- ur, en hrindir frá sér vatni, fitu og hita (upp í 154°). Hreinsast með rökum klút á svipstundu. Jafn hentugt fyrir heimili, skrifstofur, veitingahús, skóla, verzlanir, sjúkrahús .... FORMICA plast- plötur eru á frílista. Látið skynsemina ráða FORMICA er aðeins ein af mörgum tegundum af sam- settum plastplötum, sem framleiddar eru. Athugið að nafnið FORMICA sé á hverri plötu. Forðist þar með eftir- líkingar. Notið iMICA’ á húsgögn yðar JL. FORMICA er skrásett vörumerki fyrir samsettar plast- W plötur. framleiddar af FORMICA verksmiðjum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Umboðsmenn: G. Þorsteinsson & Johnson h. f. Sími 2-4250. — Grjótagötu 7. — Reýkjavík ■ ð ð ð Góð 3ja herb. kfalSaraíbúð með sérinngangi og hérhita við Langholtsveg til sölu. Útb. lielzt kr. 150 þús. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. Sími 24-300 og kl. 7,30—8,30 e.h„ 18546 íbuð til leigu Til leigu er 5 herbergja íbúðarhæð við Garðastræti. Uppl. gefur (ekki í síma). JÓN N. SIGURÐSSON, hrl. Laugaveg 10, Reykjavík. Nokkrar stúlkur vantar í léttan iðnað. — Vaktavinna. Tilboð merkt: „18 — 8125“ sendist afgreiðslu blaðsins. Stúlka óskast. Upplýsingar gefur brytinn í síma 34185. Hrafnista D. A. S. Bílskúr Stór og rúmgóður bílskúr í vesturbænum til leigu nú þegar. Upplýsingar á Hávallag. 31 milli kl. 5 og 8 í kvöld. Sími 1-11-39. Vélbófur til sölu Nýlegur 10 lesta þilfarsbátur er til sölu. Báturinn er með 44 hestafla Kelvin diesilvél, og er bæði bátur og vél í góðu lagi. Hagkvæmir söluskilmálar. Upplýsingar gefur Þorbergur Ólafsson, sími 50520. olivetti Höfum fyrirliggjandi Oli- vetti rafmagnsritvél og litar handsnúnar samlagn ingavélar. Vér viljum einnig vekja athygli á öðr- um skrifstofuvélum frá Olivetti svo sem TETRAC TYS reiknivélinni, sem er með tveimur teljurum og á sér engan líka á heims- markaðnum. Olivetti bók- haldsvélarnar AUDIT 202 og 302 eru í sérflokki varðandi verð getu og afköst. Auk framantaldra véla framleiðir Olivetti margar aðrar tegundir skrifstofuvéla. Allar nánari upplýsingar veita einkaumboðsmenn á Is- landi. C. Helgason & Melsted hf. Hafnarstræti 19 — Sími 11644. TETRACTYS Reykjavikurmótið í meistarafiokki í kvöld kl. 8 leikur Valur — Þróttur Á Melavellinum Dómari Jörundur Þorsteinsson. Línuverðir Sigurjón Jónsson og Sverri Kernested. MÓTANEFNDIN. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.