Alþýðublaðið - 15.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1929, Blaðsíða 2
Í&ISÞÝÐUSBABIS! SíMgnr jafnaðarmama f Ásíralín. Mr bafa mibinn meiri hlnta Dingsæía i neðri ðeildinni. FB., 14. okt. Frá Melbourne í Ástralíu er simað til „United Press“: Stjórnin hefir beðið mikinn ósigur í kosn- ingunum til neðri málstofu Ástr- alíuþings. Samkvæmt úrslitum, sem þegar eru kunn, fá verkamenn 46 þingsæti og þar af leiðand^ al- gerðan meiri hluta í málstofunni. Þjóðernissinnar hafa fengið 13 þingsæti, bændaflokkurinn 11, ó- háðir þjóðernissinnar 3, aðrir „ó- háðir“ tvö. Búist er við lausnarbeiðni Bru- ce-stjórnarinnar þá og þegar. Hteðlsðstandlð. Meira en fimti hluti Reykvíkinga býr við svo mikil þrengsli, að stór-liætíuiegt er heilsu þeirra. Nú eru loks fullgerðar þær 10 yfirlitsskýrslur, sem húsnæðis- nefndin í fyrra vetur ákvað að láta semja um húsnæðisástand og leigukjör hér í bænum. Alþýðu- blaðið hefir áður skýrt nokkuð frá innihaldi 8 fyrstu skýrsln- anna, en tveggja hinna síðustu hefir enn eigi verið getið. Skýrslur þessar eru um þrengsli og leigukjör, en þó að eins í eins og tveggja herbergja íbúðum, svo að ekki er unt að gera nokkurn samanburð í þessu efni á smáu íbúðunum og hinum stóru. Væri það þó einkar fróð- legt, því að það er vist, að leig- an er yfirleitt miklu hærri fyrir smáu íbúðirnar lélegu og þæg- indalausu, sem almenningur á heima í, en fyrir þær stóru, sem efnafólkið leigir. í fyrri skýrslunni eru íbúðirnar flokkaðar eftir íbúafjölda og rúmtaki á íbúa hvern; en tvö börn undir 15 ára aldri teljast þar einn íbúi. Skýrsla þessi er ægiiegur vitn- isburður um húsnæðisástandið hér í bænum. Þrengslin eru víða svo afskapleg, að engu tali tekur. í S0 eins hérbergis ibúðum er íbúata'an frá 6—10 í hverri, og f 48 tveggja herbergja ibúð- um 9—14 í hveni og eru |>ó hver tvo börn talin að eins einn ibúi. Eins og tveggja herbergja í- búðir eru samtals 2924, eða um 56% af öllum íbúðum í bænum. Um 44o/o, eða nálægt helmingi, bæjarbúa eiga heima í þeim. Þar sem húsnæðismálin eru í sæmilegu lagi er talið, að meðal- fjölskylda geti ekki komist af með minni íbúð en 3 herbergi, auk eldhúss og þess háttar, og engin fjölskylda sé svo lítil, að hún ekki verði að hafa að minsta kosti 2 sæmileg herbergi auk eld- húss. Auðvitað er ekki einhlítt að miða við herbergjafjöldann. Þau eru misstór. Þess vegna er oftast miðað við það, hversu mikið loft- rúm í íbúðarherbergjum komi á íbúa hvern, þegar þrengslin eru metin. Mun það álit lækna og heilsufreéðinga yfirleitt, að 15 teningsmetrar loftrúms á hvern íbúa sé það allra minsta, sem óhætt er að búa við án þess bein- línis að stofna heilsunni í voða. Svarar það til þess, að 5—6 fer- metra gólfflötur sé handa íbúa hverjum i herbergjum með venjulegri hæð. En skýrslan sýnir, að hér i Reykjavik eru 1040 eins og tveggja herbergja íbúðir, þar sem minna loftrúm en 15 m. kem- ur á hvern fullorðinn [ibúa, og er pá rúmtak eldhúsanna reiknað með. Fullorðnir ibúar i pessum 1040 ibúðum eru taldir 4567. Sé hvert barn talið íbúi, verður ibúatalan 5500—6000, eða h.u.b. 4 í hverju ibúðarherbergi að meðaltali. Mest eru þrengslin í allra minstu íbúðunum, eins herbergja íbúðunum. Þær eru samtals 1296, og í 596 af þeim er minna en 15 tenm. rúmtak á hvern full- orðinn íbúa, í 201 er það minna en 10 tenm., og í 9 íbúðum minna en 5 tenm. á hvern ibúa, en það svarar til 2 ferm. gólf- flatar. — Það er varla nógu stór blettur til að liggja á. Tveggja herbergja íbúðirnar eru heldur skárri. Þær eru alls 1628, þar af eru 444, þar sem minna en 15 tenm. loftrúm kemur á íbúa hvern, og 98 með minna en 10 tenm. loftrúmi á íbúa hvern. Er rúmtak eldhúsanna þó alls staðar reiknað með. Þetta eru tölur, sem tala: Fullur fimti hluti Reykvíkinga býr við svo mikil þrengsli, að það eitt er stórhættulegt heilsu þeirra. Hver fullorðinn maður eða kona og hver 2 börn af þessum 5500—6000 ibúum hafa að eins tveggja til sex fermetra gólfflöt til umráða. Þarna er set- ið, borðað, sofið og matreitt. Og þarna verða börnin að læra og leika sér. Við þrengslin bætist svo oft það, að íbúðin er köld, Verzlan Ben. S. oðrarinssonar, Langavegi 7, hefr mikið af fallegum og góðum tilbúnum vörum á boðstólum handa konum, köilum og unglingum og börnum. T. d. banda konnmt Boli úr silki, ull og baðmull. Náttföt. — Máttfe|óla og Skyrtur úr silki og lérepti. Morijsmkjóla, svuntur, IiíSstykki margar stærðir og tegundir. Mjaðmabeltí og Sofekabðnd, Brjést- haldara. — GolStreyjnr í mörgum litum. ITndlrfejóla og Samfestlnga úr silki. Bnxnr úr silki, ull og baðmull. SUbf- slæður og Vasafelúta, úr miklu að velja. Sokka um 50 tegundir úr silki, ull og baðmull og i öllum beztu fallegustu nýtízku Iitum, og auðvitað Svartir líka. Rykfrafefea og Regnhlffar og fl. og fl. Handa nnglingum og bðrnnm: Náttföt. — Boli. — Buxur, mikið úrval. Fot úr ull, silki og baðmull. Útifðt í mörgum litum. Prjóuatreyjur úr ull, og silki. Húfnr og losnr. Kot. Sofefea úr ull, silki og ísgarni. — Uliarfelufeknr. — Sfeólasvnntnr. — Peysur. — Vetrarfeápur störar og smáar með nýtízku sniðl og litum. Matrósafðt með stuttum og síðum buxum. Merkt isl. fánanfim. Yfirfrakkar, mikið úrval. JakfeafSt. — Bnxnr. — Prjónapeysur. Berhúfur og Matrósahúfur. Axlabðni og Belti. Vasafelútar og Rálsbindi o. m. fl. Handa Karlmonnum: Nærfatnaðr, Peysur, Stormjafek- ar, Vinnuföt, Sokkar, mikið úrval. Axlabönd og Sofefea- bönd. Ermahaldarar. Hálsklútar úr ull og silki 0. fl. 0. fl. Auk alls þessa ofantalda eru Borðdúfear hv. og mislitir, Ullar- bandið alþekta i öllum regnbogans litum. Teppagarn og Tvlnni, Bendlar og Teygjubðnd, Handfelæði og Handklæða- dregill hv. og mislit; Pvottarýjur og margt og margt fleira. Verðið er miklu lægra en hjá nokkurri annari verzlun borgarinnar. -— Reynslara er sararafiefkur. rök, dimm og loftill. Milli 200 og 300 íbúðir eru taldar beinlínis heilsuspillandi, hinar eru marg- falt fleiri, sem eru stórgallaðar á ýmsan hátt. Og fyrir þetta húsnæði greiða verkamenn í leigu þriðjung til helming af öllum tekjum sínum. Og svo berjast mennirnir, sem þetta fólk vinnur fyrir, eins og t. d. Ólafur Thors, með hnúum og hnefum gegn því, að ríkis- sjóður leggi fram einar 25 000 krónur á ári til þess að hjálpa verkafólki hér að koma sér upp sæmilegum íbúðum. Sjúkrasamlag Reykjaulknr. 111 manns, eða 66kvenmennog 45 karlmenn, gengu inn í Sjúkra- samlag Reykjavíkur á síðasta fundi, sem stjórn samlagsins hélt (fyrir sept.mán.). Er þetta lang- mesta fjölgunin í samlaginu, sem enn hefir orðið á einum mánuði, síðan það var stofnað fyrir 20 árum, og má í sambandj við þetta benda á þá mjjung, að forstöðumaður sœnska frysti- hússins hér hefir fyrstur manna, svo vitanlegt sé, gert það að skil- yrði fyrir atvinnu við frystihús- ið, að þeir, sem hennar njóta og komist geta í samlagið, skuli ganga í það, enda greidir stjórn frystihússins 1/3 hluta idgjald- anna fyrir verkamenn sína -(dag- peninga-trygginguna lika), og á stjórn frystihússins þakkir skilið fyrir þetta. Fordæmi það, er hún gefur með þessu, ætti að verða til þess, að fleiri atvinnurekendur sigli í sama kjölfarið og styrkí. verkamenn sína -á líkan hátt til þess að geta notið hinnar mikils- verðu tryggingar, sem í því er fólgin að vera í samlaginu. —- Hlutavelta samlagsins gekk ágæt- lega, og hefir stjórn þess beðið blaðið að færa öllum þeim mörgu mönnum, sem styrktu hana með góðum gjöfum og al- mennri þátttöku, hugheilar þakkir sinar. Að 66 kvenmenn ganga í S. R„ á einum mánuði er vottur þess, að húsfreyjur borgarinnar hafa tekið vel og rækilega til greina bendingar blaðanna um að láta dætur sínar og þjónustumeyjar ganga í samlagið, og tala karl- mannanna (45) bendir einnig á, að ungu piltarnir eru að vakna til meÖvitundar um þá miklui nauðsyn fyrir sig að tryggja. heilsu sína í S. R. Takmark samlagsins er, að all- ir, sem þess eiga kost, gangi í það, því að það er áreiðanlega þeim sjálfum fyrir beztu og bæj- arfélaginu til ómetanlegra hags- muna. íslandsmynd Leo Hamsens var sýnd í fyrsta sinn á laugar- daginn í Nýja Bíó. Margir kafl- arnir eru ljómandi fallegir, eink- um landslags- og fossa-myndirn- ar. Myndirnar frá Krýsuvík, Eyja- fjallajökli og Langjökli og GulÞ fossi eru alveg skínandi vel tekn- ar og eitt þ.að fegursta, sem hér

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.