Alþýðublaðið - 15.10.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUÐbAÐIÐ 3 HK2K3&2asss^assae^sesas Beztu egipzkas cigarettumar í 20 stk« pökk- um, sem kosta kF. 1,25 pakkinn, eru: i Soussa S2S s SS3 S Glgarettar H frá Kieðlas Soussa fréres, Cairð. ^ Einkasalar á íslandi: TébaksveFzIum íslamds ia.t. Kað er engin tiiviljnn bifreiðastöð Steindórs, ef yður vantar bifreið, heidur hafið pér heyrt pess getið, að stöðin hafi eingöngu góðar bifreiðar. Það er pví sérstök tilviljun ef pér ekki ávalt akið með bifreiðum ■^Stelndórs. Upplausn Stjömufélagsins. og aðrar bækur á íslenzku eftir J. Krishnamurti fást í Mljóðfæraverzlun Katrínar Viðar. ww Nýkomið: Naglaáhöld, Burstasett, Ilmvatns- sprautur, Myndarammar, Blómstur- pottar, kopar og látún, Rafmagns- iampar og lampafætur, Silfurplett- Toiletsett, Perluhálsfestar. langar og stuttar. Armbönd, Hringir, Ilm- vötn, Vasagreiður, Andlitsduft, Veggskildir, Speglar, Kragablóm og Eyrnahringir frá Spáni. Ódýrast i bænum. Verzl. fioðafoss Laugavegi 5 Sími 436. hefir sézt á kvikmynd. En sem heildarmynd af íslandi, íslenzku pjóðinni, lífi hennar, starfi og högum, er myndinni allmjög á- bótavant. Maður fær lítið að vita um fólkið sjálft, húsakynni pess, skemtanir og dagleg störf. Á veg- unum sjást varla nema gamlar bifreiðir og illa útleiknar og héð- an úr Reykjavík mætti áreiðan- lega fá betri myndir en sumar. Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta pvottaefnið og jafn- framt pað ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerlega óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu ríkisins). Heildsölubirgðir hjá: Halldóri Sirikssyní, Hafnarstræti 22. Simi 175, sem parna eru. Sama er að segja um Akureyri og ísafjörð. Enn pá vantar í myndina kafla, er sýnir fiskveiðar á togurum og eitthvað fleira, en því verður bætt inn síðar. Leo Hansen skýrði mynd- ina, pví að lesmál fylgir henni ekki enn pá. Hann er skemtileg- ur og bráðfyndinn, en nokkuð var frásögn hans af hinu „hættu- Iega“ ferðalagi í bifreið til Ak- ureyrar æfintýraleg í eyrum peirra, sem oft hafa farið þá leið. — En sem sagt: Myndin er ágæt á köflum. Ætti skólanefnd og skólastjóri barnaskólans að sjá um, að skólabörnin geti öll fengið að sjá hana ókeypis og heyra skýringar á henni áður en hún verður send héðan. Pað væri áreiðanlega á við margar kenslu- stundir í landafræði með bókum og landabréfum. BoroarasíyrjðM í Kína. FB., 14. okt. Frá Nanking er símað: Borg- arastyrjöld er hafin á milli Nan- kingstjórnarinnar og Feng-Yuh- siangs hershöfðingja, sem vill steypa Chiang-kai-shek og mynda álræðisstjórn. Jóhann Fritnann. Mansðngvar tíl miðalða. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akureyrl 1929. Petta mun vera fyrsta bók höfundarins, og er ekki óefnilega af stað farið, þar sem gallarnir vega hvergi móti kostum bókar- innar, en trúað gæti ég, að dóm- ur höf. um konurnar yrði mörg- um hneykslunarhella, enda er hann mjög ómaklegur og skáld- inu ekki samboðinn. 1 inngangsorðum fyrir einum kafla bókarinnar kemst höf. svo að orði: „Vafurlogi brennandi var um bústað BrynMldar á Hindarfjalli. Strengdi hún þess heit að játast engum öðrum en þeim einum, sem þyrði að ríða eldana, því til þess þyrfti mesta hetju. Slíkir íogar tíðkast ekki lengur við rekkjustokka ungra kvenna." I sama kafla er meðaí annars þessi visa: „Annars staðar áttu í vændum — engir vafurlogar brenna — mjúka hvílu, opna arma, atlot þyrstra vændiskvenna." Höfundurinn hefir að líkindum verið að hugsa um að ganga í klaustur, þegar hann orti þetta, enda er slíkur dómur um nú- tíðarkonuna — undantekningar- laust — líkari því, að hann væri kveðinn upp mitt á meðal helgi- doðrantanna í Clerveaux en í hinni gjálífu Edinborg! Frumdrög ljóðaflokks þessaeru sótt í Völsungasögu, en þó hann fjalli um örlög þeirra Sig- urðar Fáfnisbana, Brynhildar Buðladóttur og Guðrúnar Gjúká- dóttur, „þá er þó hér ekki,“ eins og höf. kemst að orði í formála bókarinnar, „um söguljóð að ræða eða rímur.“ Hér er lýst fyrst og fremst hinni þrotlausu baráttu milli holdsins og andans. Höfundi tekst prýðilega að lýsa hinni heilsteyptu konu, heitri jafnt í hatri sem ást: Brynhildi, sem — „biðli sínum blótaði til árs og friðar," þegar hann gerðist of nærgöngull, en þó er hún dregin á tálar af manninum, sem hún gaf hjarta sitt og hugði mesta hetju, enda hefndi hún þess eftirminnilegar, sem sökin var stærri. En hér er ekki eingöngu um ástir, heitrof og hefndir að ræða. Skáldið hvessir sjónina og skygnist yfir víðáttur mannlífsins, og þvi finst dimt um að litast, en þó birtir til endrum og eins: -----„En — stund og stund er sem heillir hljóti sá hrakti,. sem þjáist og lifir. — Stafkarlinn villist að stillum í fljóti og staulast þar blindandi yfir, — Þá eygist dagsbrún á austur- heiðum, sem engill úr fjarlægum heimum; vér þreyttan faðminn mót birtunni breiðum, brosum, fögnum — og gleymum." Hryllilega mynd dregur höf. upp af vorblóíi Völsunga, þar sem „. . . mennirnir drekka og danza", en „dýrin hvikandi blæða“. Er hér ekki sönn mynd af miskunnar- og samúðar-leysi hnefaréttarins, eins og hann hef- ir verið frá örófi alda og alt fram á þennan-dag? Enn fremur: „Sjáið í eldlegum augum úlfinn úr reífinu skriðinn, blóðþyrstan, flýjandi friðinn, fólskan, með hvimandi taugum! Heyrið! Hlátrarnir bælast hrollblöndnum, kitlandi unað! Skiljíð hinn mannlega munað magnandi ríki og álfur: Flýt þér að myrða og meiða meðan þú rotnar ei sjálfur!“ Hér er æðsta boðorð sam- keppnisdýrkenda dregið fram í dagsljósið ásamt nokkrum sví- virðingum,en tala þeirra er legio —, sem þróast í siðleysi auðvaldsskipulagsins. Hafi höf. þakkir fyrir ádrepuna. Eftir því sem fleiri benda á illgersið, þvi fyrr verður það upprætt. Aftast í bókinni eru „Vísur Vegmóðs", eiginlega óviðkom- andi ljóðafloknum, en eins kon- ar niðurlagsorÖ höfundarins. Þar er meðal annars þessi prýðilega staka: „Margan sótti harmur heim, hríð og gnótt af fönnum. Er ei nóttin þekkust þeim, þessum flóttamönnum?" Formið er slétt og felt,, svo enginn þarf að veigra sér við að lesa bókina af ótta við að stinga úr sér augun á hortittum eða málleysum. „Mansöngvar til miðalda'' sýna ótvírætt skáldskapargáfu íiöf- undarins og lesandinn leggur bókina frá sér með þeirri von,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.