Morgunblaðið - 30.05.1958, Side 1
20 siður
e Gaulle
Hætta d borgarastríði
Kommúnistoi skera upp herör
PARÍS, 29. maí — De Gaulle hefur nú verið falið að mynda
stjórn í Frakklandi. Tilkynning þess efnis var birt að af-
loknum fun<íi þeirra Coty forseta í kvöld — og jafnframt
var frá því skýrt, að Coty mundi kveðja forystumenn stjórn-
málaflokkanna til fundar við sig með morgninum til þess
að ræða líkurnar fyrir því að de Gaulle og stjórn hans hljóti
nægilegan stuðning þingsins. Þar með er í bili hægt frá
hættunni á því að herinn geri byltingu — að því talið er,
en í kvöld var óttazt mjög í París, að herinn léti til skarar
skríða í nótt. En ekki er samt öll hætta úti enn. Dagurinn
í dag var mikill örlagadagur í sögu Frakklands og síðari
hluta dags var óttazt, að borgarastyrjöld brytist út í land-
inu, ef de Gaulle færi af kvöldfundinum með Coty án þess
að hafa tekið að sér stjórnarmyndun. En morgundagurinn
— eða næsti dagur, getur orðið Frakklandi jafnörlagaríkir.
myndar
Bjargar hann Frakklandi?
NorÖmenn bíða átekta
★
í dag rak hver stórviðburður-
inn annan i París og
sjaldan eða aldrei hefur verið
jafnannríkt á friðartímum hjá
fréttastofum á Yesturlöndum. 1
morgun var það ljóst, að örlög
fjórða franska lýðveldisins yrðu
að nokkru ráðin áður en næsti
dagur rynni — og reyndin varð
sú, að dagurinn varð hinn mesti
örlagadagur síðari ára i frönsk-
um stjórnmálum.
★
Á leynilegum fundi, sem for-
getar beggja þingdeilda áttu með
de Gaulie s. 1. nótt, gerði de
Gaulle afdráttarlaust grein fyrir
því, að hann mundi ekki taka að
sér stjórnarforystu nema meiri-
hluti þings veitti honum traust
sitt.
Stefnuskrá hans er í höfuðatrið
um sú, að þingið leggi niður
störf í eitt ár — og á þessu tima-
bili ætlar hann að rétta hag
Frakklands við, endursemja
stjórnskipunarlögin á þann hátt,
að franska ríkisstjórnin standi
betur að vígi í framtíðinni og
verði ekki jafnfallvölt. Síðan
mun hann leggja lög sin undir
þjóðaratkvæði — og fela þinginu
að velja nýjan forsætisráðherra
að því loknu. De Gaulle lýsti því
afdráttarlaust á næturfundinum,
að frá þessari stefnuskrá mundi
hann ekki hvika, en þingforsetar
reyndu að draga úr.
„Þetta eru síðustu orð mín,
herrar mínir. Ef þið viljið ræða
við mig eitthvað frekar — -þá
vitið þið vonandi símanúmerið
mitt“. Síðan gekk hann af fundi
og hélt til sveitaseturs síns.
★
Árdegis boðaði Coty forseti
síðan, að hann mundi flytja þjóð-
inni boðskap sinn og fjalla um
hinar alvarlegu horfur í stjórn-
málum landsins.
Boðskapur forsetans var lesinn
upp á sameiginlegum fundi
beggja þingdeilda. Allir þing-
menn stóðu þögulir meðan þing-
forseti flutti boðskapinn.
Coty sagði frönsku þjóðina
standa andspænis hættunni á
borgarastyrjöld — bræðravíg-
um og hörmungum. Kvað hann
ábyrgð sína þunga, hann hefði
nú leitað til þess manns, sem áð-
ur hefði reynzt frönsku þjóðinni
bezt, er mest reið á — og virtist
nú líklegastur til þess að geta
bjargað Frakklandi öðru sinni.
Síðan sagði hann afdráttarlaust,
að Jiann mundi neyðast til þess
að fá forsetavöld í hendur forseta
þingsins, ef þingið veitti de
GauIIe ekki stuðning til stjórnar-
myndunar.
„Fulltrúar þjóðarinnar, örlög
þessarar þjóðar eru í ykkar hönd
um. Sérhver ykkar mun — af ein
beitni og göfgi — taka ákvörðun,
þegar stundin rennur upp svo að
Frakkland og lýðveldið megi lifa“
— lauk Coty boðskap sinum.
★
Þingmenn höfðu staðið þögulir
þar til kom að því, er Coty sagð-
ist mundu afsala sér völdum, ef
þingið veitti de Gaulle ekki
traust sitt. Þá settust kommún-
istar niður — og skömmu síðar
hófu þeir, ásamt jafnaðarmönn-
um og róttækum, að kyrja þjóð-
sönginn, Poujadistar tóku undir,
en þá hófu kommúnistar hróp:
Fasistar munu ekki lifa, fasistarn
ir munu ekki lifa. Varð þá mikil
háreisti í þingsalnum — og hægri
menn minntu kommúnista óspart
á Moskvu og hverra erindi þeir
rækju á löggjafarsamkundu
frönsku þjóðarinnar.
Að loknum lestri boðskapar
Coty lýsti þingforseti yfir því, að
fundum yrði frestað um stund.
★
Hófust þá fundir þingfokka,
skömmu eftir að þingmönnum
hafði borizt opið bréf frá de
Gaulle til Auriol, fyrrum forseta,
sem var svar við bréfi, er Auriol
hafði ritað de Gaulle á hvíta-
sunnudag — og hvatt hann þar til
þess að beita áhrifum sínum til
þess að herstjórnin í Alsír léti
áf andróðri sínum gegn stjórn
landsins. í svarinu sagði de
Gaulle, að hann hefði á engan
hátt haft hönd í bagga með valda
töku hersins í Alsír. Hann hefði
staðið algerlega utan við þær að-
gerðir - - og engin áhrif haft á
gang málanna þar.
Tók hann það og skýrt fram, að
hann mundi ekki taka við stjórn-
artaumunum nema meirihluti
þingsins lýsti yfir stuðningi við
sig og stjórn sína.
★
Er talið, að bréf þetta hafi orð-
ið þungt á metaskálunum. þegar
þingmenn horfðust í angu við
það, að Coty mundi e. t. v. segja
af sér — og vandinn yrði er.n
meiri: Borgarastyrjöld yfirvof-
Framh. á bls. 18.
Birkeröd 29. maí.
Einkaskeyti til Mbl.
SAMKVÆMT frétt frá Osló hef-
ur háttsettur talsmaður norska
s j ávar út vegsmálaráðuney tisins
látið svo ummælt, að Norðmenn
>
| Síðustu iréttir i
\ )
\ De Gaulle birti lauist fyrir ^
> miðnætti yfirlýsingu um skil- s
• yrði þau, er hann setti fyrir í
S því að taka að sér stjórnar-;
> forystu — sem hann hafði og S
\ kunngjört Coty. Eru þau í í
S aðalatriðum hin sömu og hann (
i hefur áður skýrt frá. Enn hafa S
| engin verkföll verið boðuð, |
S en samþykkt var í verkalýðs- s
i sambandi kommúnista í kvöld, S
\ að beita öllum tiltækum ráð- \
S um til þess að koma í veg s
| fyrir að de Gaulle festist í j
t sessi. í París og öðrum borg- ^
S um hefur varalið lögreglunnar s
5 verið boðið út — og hefur öfl-)
: ugur vörður m. a. verið settur s
| um híbýli Coty forseta. Komm \
S únistar búast nú til átaka um \
) allt land — og er beðið íS
^ ofvæni eftir því hvaða stefnu ■
S jafnaðarmenn taka að lokum s
\ gagnvart de Gaulle. Óttazt er 5
\ jafnvel, að kommúnistar hef ji ■
S óeirðir og hermdarverk þegar s
\ í stað, ef sýnt þykir, að de I
^ Gaulle nýtur meirihlutastuðn- ^
j ings þings — og það á að verða S
• ljóst um hádegisbil á morgun, i
\ eftir að Coty hefur rætt við ;
S stjórnmálaforingjana. S
• Enn er allt á huldu um það \
!, á hvaða forystumönnum de ^
S Gaulle hefur augastað í ráð- S
• herraembætti stjórnar sinnar •
S — eða hvenær og hvar hann s
j ræðir við þá. S
s 1
yrðu að taka til athugunar hvort
fylgja bæri fordæmi íslendinga,
ef þeir færðu landhelgina
út í 12 mílur með einhliða á-
kvörðun. Við munum ekkert að-
hafast, sagði talsmaðurinn, fyrr
en við sjáum, hvort eitthvað verð
ur úr fyrirhuguðum Lundúna-
fundi um málið En NorÖTrenn
verða neyddir til pess að taka
málið upp til nýrra umræðna. ef
íslendingar taka ekki tillit til
ákvarðana fundarins, ef úr hon-
um verður.
ÞÓRSHÖFN, 29. maí. — Lög-
þingið færeyska kemur saman í
næstu viku, sennilega á þriðju-
dag, til þess að ræða landhelgis-
málið. Ákvörðunin um að þingið
skyldi koma saman var tekin eft-
ir að lýðveldisflokkurinn hafði
gefið út yfirlýsingu, þar sem
deilt er á dönsku stjórnina fyrir
að hafa ekki haft hagsmuni Fær-
eyja í huga á Genfar-ráðstefn-
unni.
TÚNIS, 29. maí — Túnisstjórn
tilkynnti í kvöld, að hún hefði
farið þess á leit við öryggisráð-
ið, að það kæmi þegar saman til
þess að fjalla um kæru Túnis á
hendur Frökkum fyrir marg-
ítrekað brot á samningum Túnis
og Frakklands um aðsetur
franskra hersveita í Túnis.
í kvöid sló í bardaga með
frönskum hersveitum og heima-
mönnum og varð það til þess,
að Túnisstjórn ákvað endanlega
að láta ekki sitja við svo búið
lengur. Stjórnin krefst nú
tjórn
Nýjuslu iréttu er
beðið í oivæni
í fllsír
ALGEIRSBORG, 29. maí—Mikll
eftirvænting hefur í dag ríkt í
Alsír — og hefur allra nýrra
frétta frá París verið beðið í
ofvæni. Árdegis í dag gáfu
„öryggisnefndirnar“ í Alsír og
Sahara út sameiginlega yfirlýs-
ingu þar sem alvarlega var var-
að við því að tafið yrði lengur
fyrir valdatöku de Gaulle. Öfl
fjandsamleg frönsku þjóðarlieild-
inni reyndu eftir megni að draga
á langinn og tefja fyrir óhjá-
kvæmilegri valdatöku hershöfð-
ingjans og lýðveldis-öryggis-
stjórn. Slíkt mundi engum hald-
ast upp öllu lengur — og hinir
ábyrgu yrðu að taka afleiðing-
unum.
Geysimikill íjöldafundur var
haldinn í Algeirsborg — og voru
þar mestmegnis samankomnir
Múhameðstrúarmenn — um 50
þús. að því er talið er. Aðalræðu-
maðurinn á fundinum var
Múhameðstrúarmaður, Si Cherif
að nafni, sem nú gegnir her-
stjórn í hersveitum Múhameðs-
trúarmanna, sem berjast við hlið
Frakka í Alsír. Si Cherif hlaut
stríðskrossinn franska fyrir
frækilega frammistöðu í Indó-
Kína árið 1952.
í ræðu sinni í dag, sagði hann
að Alsírbúar vildu takast í hend-
ur í göngunni fram um veg mót
bjartari framtíð. Brátt, sagði
hann, munu 53 milljónir Frakka
byggja svæði allt frá Norðursjó
til Sahara. Öflúgt Frakkland verð
ur gjöfult Frakkland.
Herflutningar halda stöðugt
áfram til Alsír. Herflutningaskip
eru stöðugt í ferðum þangað frá
Frakklandi — og í hafnar-
borginni Oran stigu 800 hermenn
á land í gærkvöldi, 1000 menn
í morgun — og búizt var við
öðrum 1000 í kvöld.
★
Síðari fregnir herma, að síðar
í dag hafi verið efnt til annars
fjöldafundar — og hafi sá verið
öllu fjölmennari en hinn fyrri.
Gizkað er á, að þar hafi verið
samankomnir tæplega 60 þúsund
Múhameðstrúarmenn — og flutti
Soustelle þar ræðu. Sagði hann,
að nú væri þess skammt að bíða,
að draumurinn rættist — de
Framhald á bls. 18.
brottflutnings allra franskra
herja úr landinu —. en undan-
farna daga hefur hvað eftir ann-
að skorizt í odda með frönskum
hermönniim og hersveitum Túnis
stjórnar. í morgun bárust fregn-
ir um að franskir hermenn hefðu
unnið hryðjuverk í Túnis, en
Frakkar hafa borið fregnina til
baka. Engu að síður er nú mikil
andúð ríkjandi í Túnis í garð
Frakka — og hafa fulltrúar Túnis
stjórnar vestanhafs átt í stöðug-
um viðræðum við bandaríska
ráðamenn síðustu sólarhringana.
Túnis kœrir Frakka
fyrir öryggisráÖinu