Morgunblaðið - 30.05.1958, Page 3
Föstudagur 30. mai 1958
MORCVNBLAÐ1Ð
3
Þjónusta bœjartyrirtœkjanna hœkkar um mánaðamótin
Beinafleiðing af skatfaálögum
ríkisstjórnarinnar
HINIR stórauknu skattar ríkisvaldsins munu hafa það í för
með sér að rekstrarkostnaður ýmissa bæjarfyrirtækja mun
stóraukast. Það er því bein afleiðing „bjargráða“ ríkisstjórn-
arinnar, að Reykjavíkurbær neyðist til að hækka verulega
taxta og gjöld fyrir ýmiss konar þjónustu.
Á bæjarstjórnarfundi í gær var útbýtt tillögum um
hækkanir á töxtum og gjöldum bæjarstofnana. Skulu þessar
Lækkanir gilda frá og með 1. júní.
Ilækkun strætisvagnagjalda
Lagt er til að einstakt fargjald
hækki úr kr. 1,50 í kr. 1,75. En
ef keyptir eru 16 farmiðar í einu
skulu þeir kosta kr. 20r þ. e. að
hver miði kostar kr. 1,25. En fram
til þessa hafa 20 miðar fengizt
fyrir 20 krónur og kostaði þá
hver um sig eina krónu.
Einstakt fargjald barna á að
vera 60 aurar, en ef keyptir eru
í senn 10 farmiðar, kosta þeir 5
kx'ónur eða 50 aura hver miði.
Hækkun hjá Hitaveitunni
Afnotagjald af heita vatninu á
að hækka úr kr. 3,00 í kr. 3,60 a
hvern rúmmetra vatns. Þá á
mælaleiga að hækka fyrir %
tommu mæli í kr. 15,00 og heim-
æðagjald Hitaveitunnar skax
hækka -úr kr. 75,00 í kr. 150,00.
Hækkun á rafmagni
Þá er lagt til að verð á raf-
magni hækki um 10% frá 1. júní.
★
Gunnar Thoroddsen, borgarstj.,
gerði grein fyrir þessum hækk-
unartillögum með ræðu á bæjar-
stjórnarfundi í gær. Hann sagði
að hækkanirnar væru óhjákvæmi
legar, enda væru þær aðeins bein
afleiðing af „bjargráðum“ ríkis-
stjórnarinnar.
Borgarstjóri upplýsti hvaða
beinan útgjaldaauka „bjargráðin“
hefðu í för með sér fyrir bæjar-
fyrirtækin.
Útgjaldaaukning Vatnsveitunn
ar nemur kr. 600,000,00,
Útgjaldaaukning Hitaveitunn-
ar neraur nær 2 millj. kr.
Útgjaldaaukning Strætisvagn-
anna nemur 1,7 millj. kr.
Útgjaldaaukning Rafmagnsveit
unnar nemur kr. 5,6 millj. kr.
Útgjaldaukning Reykjavíkur-
hafnar nemur 1 millj. kr.
Borgarstjóri ræddi nánar um
einstaka liði útgjaldaaukningar-
innar. Varðandi hækkun á af-
notagjaldi Hitaveitunnar benti
hann á það, að nokkurt samræmi
þyrfti að vera milli upphitunar-
kostnaðar með hitaveituvatni og
kola- eða olíukyndingar. — Nú
væxú það ljóst að olíuverð myndi
stórlega hækka vegna aðgerða
ríkisstjórnarinnar. Hann kvað
það hafa verið reiknað út, að ef
samræmi ætti að vera milli kostn'
aðar við kyndingu með kolum og
olíu og vatni Hitaveitunnar, ætti
afnotagjald af hitaveitu að vera
kr. 4,73 á rúmm. Svo hátt væri
þó ekki farið, heldur í kr. 3,60.
Hækkanir þessar voru allmjög
ræddar og fléttuðust inn í aðrar
umræður um Fjárhagsáætlun
Reykj avíkurbæj ar.
Guðmundur Vigfússon fulltrúi
kommúnista sagði að það væri
sanngjarnt að Reykjavíkurbær
framkvæmdi hækkanir, sem stöf-
uðu beinlínis af skatthækkunum
ríkisstjórnarinnar. Hins vegar
taldi hann, að hækkanirnar, sem
hér væri gert ráð fyrir væru
óþarflega háar. Vildi hann jafn-
vel að bæjarsjóður greiddi þær
niður. Sagði hann að sýnt væri
hvað bæjarstjórnarmeirihlutinn
ætlaði sér með þessum hækkun-
um. Hann ætlaði að skapa aukna
erfiðleika og rýra lífskjör almenn
ings.
Magnús Ástmarsson fulltrúi A1
þýðuflokksins var mótfallinn þvi
að bæjarsjóður yrði látinn greiða
frekar niður ýmsa útgjaldaauka
bæjarstofnana. Hann kvað það
ekki óeðlilegt að svara útgialda-
aukunum með því að hækka verð
á þjónustunni, enda væri það
sama stefnan og ríkisstjórnin
virtist fylgja í „bjargráða“-tii
lögum sínum. Hann kvaðst t. d.
ekki vera í nokkrum vafa um að
rekstrarkostnaður strætisvagn-
anna myndi stórlega hækka, sem
bein afleiðing af auknum skött-
um ríkissjóðs. Hann kvaðst ein-
mitt hafa áhyggjur af því að út-
gjaldaauki strætisvagnanna væri
of lágt áætlaður. Hins vegar taldi
hann að öðru máli gegndi um raf-
magnshækkunina. Taldi hann að
ekki hefðu nægileg rök komið
fram um nauðsyn hennar.
Magnús kvaðst með góðri sam-
FerSir Ferðafélags-
ins um helgina
UM þessa helgi sem nú fer í hönd
efnir Ferðafélag fslands til
þriggja ferða. Ferðir félagsins í
vor, hafa verið vel sóttar, enda
gott ferðaveður og útsýni mikið
af fjöllum.
Ferðirnar um þessa helgi hefj-
ast ýmist á laugardag eða á sunnu
dagsmorguninn. Lengsta ferðin,
sem hefst kl. 2 síðaegis á laugar-
daginn frá Austurvelli, er inn á
Þórsmörk. Þangað ráðgerir Ferða
félagið að fara um hverja helgi
í sumar og gefa fólki kost á að
dvelja þar í rúma viku, eða á
milli ferða, í hSnum vistlega
Skagfjöðsskála.
Sunnudagsferðirnar hefjast kl.
9 árd. frá Austurvelli. Er önnur
í Gullborgarhraun í Hnappadal
og verða þar skoðaðirhinirmerku
hellar er fundust í fyrrasumar.
Lengsti hellirinn er tæplega Vz
km á lengd. í þeim helli eru
mjög sérkennilegar dropasteins-
myndanir. Kunnugur leiðsögu-
maður verður með í förinni, til
að sýna ferðafólkinu hellana. Hin
ferðin er svo gönguför á Esju. en
gangan upp á fjallsbrún frá bæn-
um Kollafirði er ekki erfið og
tekur um 2 klst. Hátindur Esju
er 907 m. Hann er austur undir
Móskarðshnjúkum. Gönguferðir
á Esju eru mjög vinsælar sem
sunnudagsíþrótt, enda hefur oft-
ast verið fjölmenni í þeim ferðum
Fei'ðafélagsins.
Á morgun, laugardag, efnir
Ferðafélagið til gróðursetningar-
ferðar inn á Heiðmörk. Væntir
Jóhannes Kolbeinsson gróður-
setningarstjóri, að sem flestir fé-
lagsmenn og velunnarar Ferða-
félagsins sjái sér fært að koma.
vizku geta greitt atkvæði með
hækkun á afnotagjaidi hitaveit-
unnar, þar sem olíukynding
myndi ella verða margfalt dýrari
eftir þá olíuhækkun, sem nú er
í vændum. Engin sanngirni væn
heldur í því að halda heimæða
gjaldi niðri, því að með því væru
borgarar, sem enga hitaveitu
hefðu að ^..-iða verðið niður fyrir
1 sem njóta þessara miklu þæg-
inda.
Þorvalduj Garðar K->stjánsson
vék einnig að þessu máli. T.alaði
hann um stræ-Lvagnagjöldin og
benti á það að á árunum 1935 til
56 hefðu strætisvagnagjöld hækk
að um 418% en á sama tíma
hefðu laun Dagsbrúnar-verka-
manna hækkað um 1290%. Hann
benti og á það að í Noregi væri
fargjald strætisvagna talið vera
um V8 hluti af tímakaupi verka
manns, en í Reykjavík aðeins
1/19 hluti af tímakaupi Dags
brúnar-verkamanns, þegar keypt
eru kort.
Að lokum voru tillögur þessar
um hækkanir samþykktar og
munu hækkanirnar ganga í gildi
um næstu mánaðamót.
Bandaiíkja-
stjórn óviss um
stefnn de Goulle
WASHINGTON, 29. maí. — Tals
maður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins hefur látið svo um mælt
að ekkert sé því til fyrirstöðu af
hálfu Bandaríkjamanna að halda
áfram sömu nánu samvinnunni
við Frakka og verið hefur, enda
þótt de Gaulle taki við völdum.
Það er almennt álitið meðal
stjórnmálamanna í Washington,
að Frakkar eigi nú ekki í önnut
hús að venda en til de Gaulle.
Bandaríkjastjórn gerir sér enga
grein fyrir hvaða stefnu de
Gaulle muni taka í einstökum
atriðum gagnvart samvinnu við
Bandaríkin — og ábyrgir stjórn
málamenn, þar á meðal Banda-
ríkjaforseti, vilja sem minnst
láta hafa eftir sér um þessi mál
af ótta við, að slíkt gæti e. t. v.
haft miður þægileg áhrif á gang
málanna í Frakklandi. — Ótti
bandarísku stjórnarinnar við að
til borgarastyrjaldar dragi í
Frakklandi og einhverra aðgerða
væri þörf af hálfu Bandaríkja-
manna, er samt ekki meiri en svo
að bæði Dulles og Eisenhower
hvíla sig yfir helgina fjarri höfuð
borginni, Dulles er farinn, en
forsetinn fer á morgun.
Síðan hafnar voru sýningar . Þýzkalandl á verðlaunakvikmynd-
inni „Brúin yfir Kwaifljótið“, hefur aðdáunarbréfum frá þýzk-
um konum rignt yfir William Holden, sem fer með eitt af aðal-
hlutverkunum. Segjast bréfritararnir allir öfunda Ann Sears,
sem leikur á móti Holden í kvikmyndinni. Holden segir, að
aldrei hafi honum borizt jafnmikill fjöldi bréfa í einu. Segist
hann vera mjög snortinn, því að svo mikiliar aðdáunar hafi
hann aldrei notið á ferli sinum sem kvikmyndaieikari.
Vinsamietfir blaða-
dómar um Magnús
Kaiipm,ann .'Jjfn, 29. maí.
Einkaskeyti til Mbl.
MAGNÚS JÓNSSON söng í gær-
kvöldi í fyrsta sinn hlutverk
Dr. Alexander Jóhannesson kjör-
inn félagi Norðurlanda-aka-
demíunnar í París
FYRIR skömmu var próf. Alex-»
ander Jóhannesson kjörinn félagi
Norðurlanda-akademíunnar í Pax--
is (Académie Sententi-ionale).
Akademían vinnur að því að auka
menningartengsl milli Norður-
landa og Fi-akklands. Félagatala
er bundin við 48 og eru margir
heimsþekktir menn þ.á.m., t.d.
franska skáldið Claudel, ensk-
bandaríska Nóbelsskáldið T. S.
Eliot, Beck, forsætisráðherra Lux
emborgar, danski Nóbelsvísinda-
maðurinn Niels Bohr og þýzki sál
fræðingurinn Jung.
Ferðir Páls Arasonar
FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara-
sonar efnir til tveggja skemmti-
ferða um næstu helgi.
Laugardag kl. 14 í Surtshelli.
Ekið verður um Dragháls og
Hálsasveit til Kalmannstungu.—
Sunnudag að Surtshelli og um
Hvítársíðu til Reykjavíkur.
Sunnudag kl. 10 að Gullfossi
og Geysi. Ekið verður um Skál-
holt og Hvítárbrú hjá Iðu til
Reykjavíkur.
Gustavs III. í Grímudansleiki
Verdis í Konunglega leikhúsinu
„BT“ segir í morgun um sýning-
una, að Magnús Jónsson hafi ekki
brugðizt. Að vtsu sé hann enn
tæknilega ekki nægilega þjálfað-
ur, en -öddin sjálf skipti hér
mestu máli — og hún sé rammís-
lenzk, fersk og þýð.
„Berlingske Tidende" segir, að
beðið hafi verið eftir því með
eftirvæntingu, hvort hin lítt þjálf
aða framkoma hans á sviðinu
spillti fyrL' túlkun hans á Gústav
III. Segir blaðið, að nokkuð hafi
skort á látbragðstúlkunina, en
samt hafi það horfið í skuggann
fyrir góðri túlkun á hinum björtu
hliðum konungsins.
„Socialdemokraten" segir, að
hægt sé að gera Magnús að mik-
illi stjörnu á sviðinu, en betra sé
að fara hægt í sakirnar — og
hefja hann ekki of fljótt til
skýjanna, heldur smám sam-
an. Hvað söngnum sjálfum við-
kom, þá segir blaði*, að Magnús
hafi staðið sig með prýði, en frá
leiklistarinnar sjónarmiði sé hann
enn óþroskaður listamaður.
STAKSTEINAR
„Nassers-stefna komm-
únista í landhelgis-
málinu“
Stórfelldar illdeilur eru nú enn
á ný hafnar milli stjórnarflokk-
anna um landhelgismálið. Birtir
Alþýðublaöið í gær grein, þar
sem það hellir sér yfir Lúðvík
Jóc 'sson fyrir það ábyrgðar-
leysi, sem hann hafi sýnt í þessn
stórmáii. Voru fyrirsagnir Alþýðu
b .aðsins á þessar grein svohljóð-
andi:
„Alþýðuflokkurktn stöðvaði
Nasser-stefnu kommúnista i
landhelgismálinu.“
„Kommúnistar reyna að fela
ósigur sinn með blekkingaskrif-
um og rógi.“
„Lúðvík hefði eyðilagt íslenzka
togaraútgerð og hafið illdeilur
við aðrar þjóðir, ef Alþýðuflnkk
urinn hefði ekki stöðvað hann.“
„Þjóðviljinn prentar reglugerð,
sem hefir —xkert gildi, endu mál-
ið enn til umræðu milli stjórn-
málaflvkkanna.“
Alþýðublaðið kemst síðan að
orði á þessa le.
„Alþýðuflokknum tókst að
hindra Nassers-stefnu kommún-
ista í landhelgismúlinu, en hún
miðaði að _.vi að gera þetta mik-
ilsverðasta hagsmunamál þjóðV
arinnar að sem estu ágreinings-
og úlfúðarmáli milli íslands og
annarra þjóða. IVIeð slíkum
glæfraleik hefði málinu öllu ver-
ið stofnað í hættu og engum þjón
að nema þeim, sem vilja draga
ísland í fang kommúnistaríkj-
anna í austri.“
Uppkast, sem hefir ekk-
ert gildi
Eins og kunnugt er, birti blað
kommúnista í fyrradag nýja frið-
unarreglugerð, sem það taxdi sam
komulag vera orðið um innan
ríkisstjórnarinnar. Kvað blaðið
stjórnarflokkana hafa undirrit-
að samning sl. laugardag um út-
gáfu þessarar reglugerðar, efni
hennar og gildistöku.
Þessu atl'erli kommúnistablaðs
ins svarar' Alþýðublaðið i gær
með eftirfarandi ummælum:
„Kommúnistar hafa reiðzt svo
yfir ósigri sínum í þessu máli
innan ríkiss jórnarinnar, að þeir
reyna með lygum og fölsunum
í Þjóðviljanum að rétta hlut sinn.
Meðal annars birta þeir uppkast
Lúðvíks Jósefssonar að reglugerð
um útfærslu landhelginnar, en
það uppkast hefir ekkert gildi.
Sú reglugerð, sem verður gefin
út á þeim tíma, sem ríkisstjórnin
ákvað, er enn í smíðum og til
umræðu milli stjórnmálaflokk-
anna, enda mörgu vaudasömu ur
að leysa.“
Ljót lýsing
Síðar í greininni kemst Alþvðu
blaðið að orði á þessa !eið:
„Ef ráðherrar Alþyðuflokks:n*
hefðu ekki haft afskipti at land-
helgismálinu innan ríkisstjórnar-
innar, hefði Lúðvík Jósefsson
vafalaust gefið út vanhugsaða of
illa samda reglugerð um tnálið
fyrir nokkrum vikum og með
henni kveðið upp dauðadóm
yfir togara og togbátaútgerð. Auk
þess, sem honum hefði tekizt að
gera málstað íslands erlendis eins
slæman og unnt er, og koma af
stað eins miklunt fjandskap milli
íslendinga og annarra þjóða og
unnt er.“
Ljót er Iýsingin á framkomn
sjávarútvegsmálaráðlierra komm
únista i landhelgismálinu. Verst
er þó, að allt bcndir til þess að
hún sé sönn. En hvernig lizt
þjóðinni á .nöguleika hinna strið-
andi flokka .instri stjórnarinnar
til þess að bera þetta stórmál
fram til sigurs og skapa um það
þjóðareiningu?