Morgunblaðið - 30.05.1958, Síða 9
Föstudagur 30. maí 1958
WOPt’rvnnnjÐ
9
Áttræður í dag:
Séra Eiríkur Þ. Siefásisson
íyrrv. próíastur að Torfastöðum
ÆVISAGA Abrahams Lincoln,
Bandaríkjaforseta, er mér minn-
isstæðust þeirra bóka, er ég las,
þegar ég var ungur drengur. Og
ógleymanlegur er mér sá kafli
þessarar sögu, er segir frá því,
er Lincoln hélt ræðu til að minn-
ast góðra drengja, er höfðu leyst
af þöndum þýðingarmikil skyldu
störf fyrir föðurland sitt, „fært
fórnir tii þess að þjóðin mætti
iifa“.Þeir menn, sem hér hafa
barizt, hafa vígt þennan reit með
starfi sínu, og aðrir eru ekhi þe=s
bærir að auka þar við eða taka
af, voru í aðalatriðum upphafs-
orð þessarar ræðu hins mikla
þj óðarleiðtoga.
Mér verður hugsað til þessara
orða Abrahams Lincoln einmitt í
dag, er ég hefi í huga að minnast
nokkrum orðum merkisdags á
ævi séra Eiríks Þ. Stefánssonar,
fyrurm prófasts að Torfastöðum.
en hann fyllir í dag 80. aldurs-
árið. Allir þættir ævistarfs hans
eru svo auðrekjanlegir á þeim
slóðum, þar sem starfið var leyst
af höndum, að fá og fátækleg orð
mín fá þar ekki miklu við bætt.
Staðreyndirnar um óeigingjarnt
starf séra Eiríks meðal safnað-
anna í Biskupstungum um hálír-
ar aldar skeið, liggja svo Ijóst
fyi'ir augum þeirra, er hann starf
aði með, að þar þarf í raun og
veru ekki miklu við að auka.
★
Séra Eiríkur Þ. Stefánsson er
fæddur hinn 30. maí árið 1878.
Foreldrar haos voru Stefán prest
ur Jónson á Auðkúlu, og kona
hans, frú Þorbjörg Haíidórsdótt-
ir, en höfðingsbragur sá, er æsku
heimili séra Eiríks mótaðist af,
var á orði haft víða um land.
Séra Eiríkur lauk kandidats-
prófi í guðfræði frá Prestaskóla
íslands hinn 16. júní 1905. Hon-
um var veitt Torfastaðaprestakall
hinn 22. desember 1905, og til
þjónustu þar vígðist hann 10. júní
1906.
Árið 1925 var Skálholtssókn
sameinuð Torfastaðaprestakalli,
og var séra Eiríkúr prestur hins
sögufræga kirkjustaðar um rétta
þrjá .ugi ára. Hann var skipau-
ur prófastur í Árnesprófastsdæmi
vorið 1848, er séra Guðmundur
Einarsson prófastur að Mosfelii
féll frá, og gegndi séra Eiríkur
því starfi, þar til hann lét af
prestsembætti vorið 1955. Var
þá aðeins tveggja missera vant
í óslitna 50 ára þjónustu hjá söfn
uðunum í Biskupstungum, sem
hann hafði helgað sig á morgni
ævi sinnar. Séra Eiríkur sótti
aldrei um annað brauð.
Fáum dögum áður en sr. Ei-
ríkur vígðist til Torfastaða, geKK
han nað eiga heitmey sína, Sig-
urlaugu Erlendsdótturfrá Brekku
í Þingi, mikilhæfa og gáfaða
konu, er hafði hlotið ágæta skcia
menntun. Börn þeirra voru tvö:
Þorbjörg, gift Ásgrími Jónssyni
garðyrkjumanni að Laugarvatni,
og Þórarinn Stefán, er bar nafn
foreldra séra Eiríks, en hann dó
er hann var aðeins 17 ára að
aldri, mikið mannsefni og harm-
dauði öllum, er af honum höfðu
kynni.
Eftir að séra Eiríkur lét af
embætti vorið 1955, án þess þó
að starfskrafta hefði þrotið svo
teljandi væri, fluttust þau Ojonin
að Laugarvatni, þar sem dóttir
þeirra og tengdasonur búa.
Tengsl prófastshjónanna við söfn
uði sína og vini , Biskupstungum
hafa þó ekki slitnað, og margoft
hafa gömlu sveitungarnir kvatt
hinn aldna sálusorgara til að
leysa af höndum pres.sþjónustu
í sínu gamla kalli, eftir að hann
fluttist frá Torfastöðum.
A
Það var bjart yfir íslandi um
þær mundir, sem séra Eirikur
vígðist til ævistarfs síns. Alda-
mótakynslóðin var að skipa sér
í vígstöðu til baráttu fyrir um-
bótum á öllum sviðum þjóðlífs
íslendinga. Nú skyldi sáð til nys
og þroskavænlegs gróðurs, jatn-
i manni og moidu. — Og ungu
prestshjónir. á Torfastöðum lágu
ekki á liði sínu Þegar á fyrsta
misseri eftir að sr. Eirikur kom
að Torfastöðum, gekksl hann fyr
ir stofnun iestrarfélags í sveit-
inni, og litlu síðar er svo Ung-
mennafélag Biskupstungna stefn
að. Þetta ungmennaiélag nafði í
öndverðu mörgu áhugasomu
ungu fólki á að skipa, og var starf
semi þess með sérstæðum glæsi
brag um skeið. Var frú Sigurlaug
þein. og verða hugsað til prests-
hjónanna frá Torfastöðum, er
stóðu þeim fast við hlið á dapur-
legustu stundum ævinnar.
★
Straumar nýrra menningar-
áhrifa áttu jafnan grexðan farvcg ;
unnar. Sú ráðstöfun var þá, sem
og raunar jafnan síðar, mjög um-
deild. En sr. Eiríkur var hér, sem
endranær, trúr sannfæringu sinni
og alls óhræddur við að láta
skoðun sína í Ijós.
Síðar fylgdi hann svo Sjálfstæð
isflokknum að málum, og hefur
jafnan varið málstað hans styrkri
hendi.
★
Um langar aldur átti íslenzkur
æskulýður - æsta óhægt með að
afla sér þeirrar menntunar, sem
inn fyrir veggi heimilis þeirra
frú Sigurlaugar og séra Eiríks.
Þar var gott safn innlendra og
erlendra bóka, og ungir listamenn
og skáld voru tíðir gestir á Torfa-
stöðum. Munu sumir þeira, er síð
ar urðu þjóðkunnir fyrir verk
sín, hafa hlotið fyrstu viðurkenn-
ingu hæfileika sinna frá húsbænd
Séra Eiríkur Þ. Stefánssun
þar jafnan í fararbroddi og setti
hún mjög svipmót sitt á alla
s—rfsemi _ jl„0oi,.s um langt ára-
bil.
_' a _lríkur lc opinh mál
t sín t_ka, og átti hann m. a.
u... árabil . ,i í ___og
nt , og -.tti sér fyrir
mörgum nýmælum er til ram-
fara horfðu fyrir bændur.
Hitt h " ég þó fyrir satt, að
þrátt fyrir í—aii.a á að hrinda
sem flestum framfaramálun. í
framkvæmd, hafi séra Eiríkur þó
á vettvangi sveitarstjórnarmál-
anna um fram allt lagt sig fram
um að tala máli þeirra, er minn.
máttar voru, rétta ölux þex.ra,
er í lægra haldi höfðu lotið í
lífsbaráttumi.
Og vissulega voru þá á þeim
vettvangi, illu neilli. ærin verk
að vinna. Skilningur a aðstöðu
smælingjans var þá ekki fyrir
hendi í þeim mæli sem nú Fá-
tækralöggjöfin var þá bæði harð-
hentari og tillitslausari en siðar
varð. Hér var því tækifæ •> til
að sýna trú sína í verKunum,
og veit ég af mörgum dæmum,
að séra Eiríkur lét þau tækrfæri
ekki ónotuð.
★
Torfastaðaheimilið var ævin-
lega m. mmarg., og átti eldra
fólkið, sem dvalui á heimilmu
r.' an j t að móta það, og gefa
því svip lífsreynslu sinnar og góð
vildar til alls og allra. l>etta
var traus. íur að bjggja
á, enda voru prestshjónin með
afbrigðum hjúasæl. Og sveitung-
arnir voru samrýndir heimilinu.
Þar voru bundin traust bönd gagn
kvæmrar vi. itt_.
Svo sem að iíkum lætur, á
hvert einasta heimiii í Biskups-
tungum sín. minningar, tengd-
ar gleði og sorg, frá hálfrar aJdar
prestþjónustutímabi.i séra Eiríks
þar í sveitinni. Og þegar sveit-
ungarnir minnast horfinna ást-
vina við gróin leiði þeirra, mun
unum á Torfastöðum, jafnhliða
hvatningu til áframhaldandi bar-
áttu að settu marki.
Orð fór af Torfastaðaheimilinu,
rausn þess og myndarbrag, langt
út fyrir sveitamörkin, og svo
sagði mér hinn látni biskup ís-
lands, herra Sigurgeir Sigurðs-
son, að eitt sinn, er útlendur
kirkjuhöfðingi, er þá var gestur
biskups, lét í ljós ósk um að fá
tækifæri til að heimsækja ís-
lenzkt sveitaprestsetur, að þá
urðu einmitt Torfastaðir fyrir
valinu. Biskupinn þekkti til þessa
heimilis, og vissi að heimsókn
þangað myndi auka hróður is-
lenskrar prestastéttar.
Svo sem fyrr var getið, var
séra Eiríkur í bezta lagi áhuga-
samur um búnaðarframfarir í
sveitinni, og sjálfur gekk hann
með atorku að því, að endurbæta
ábýlisjörð . ?, ktui. og húsa-
kost. Ég minnist þess frá æsku-
árunum í næsta nág-enni Torfa-
staða, að oft mátti sjá þar stór-
virkar jarðyrkjuvélai að verki,
löngu áður en þess háttar vinnu-
brögð voru tekin upp almennt.
Þessara framkvæmda sá og
staði í aukinni ræktun og öðrum
umbótum, og hygg ég, að ekki
sé ofsagt þótt fullyrt sé, að Torír
staðir hafi í búskapartið -era
Eiríks verið með bezt setnu
prestssetrum hér sunnanlands.
Er þetta viðurkennt af óllum, sr
til þekkja, og ekki líta staðreynd-
ir blindu auga.
★
Séra Eiríkur hefur jafnan látið
stjórnmál til sín taka, og veitt
þeim málstað, er hann léði fylgi
allt það brautargengi, sem hann
mátti. Hann fylgdi íhaldsflokkn-
um, undir forystu Jóns heitins
Þorlákssonar, að málum, og minn
ist ég þess jafnan frá fyrsta
stjórnmálafundi, sem ég kom á,
að þar heyrði ég sera Eirík verja
þá ákvörðun Jóns Þorlákssonar.
að hækka gengi íslenzku kión-
! hugur og hæfileikar stóðu til
Sjálfsnám af lestri þeirra fáu
bóka, sem komist var yfir, var
þrautalendingin, en einnig reynd-
ist sóknarpresturinn ósjaidan
vinur í raun, þótt aðstoð hans
næði skemmra. en hann oft
hefði óskað.
Mikil bót þessarra mála var
ráðin, er fyrstu fræðslulögin voru
sett árið 1907, og Kennaraskólinn
stofnaður. Var þá farkennsla tek-
in upp í sveitum, og gafst börn-
unum nú yfirleitt kostur á tilsögn
kennara nokkrar vikur á hverj-
um vetri.
Þótt hér væri stigið stórt spor
í framfaraátt, og þessi kennslu-
tilhögu.. L__ri oft furðx -ga góð-
an árangur, var þó frekari um-
bóta þörf í þessum efnum. Far-
kennslufyrirkomulagið hafði
ýmsa ókosti. Börnin urðu oft
aó sækja kennsluna um langan og
torfarinn veg í misjöfnum veðr-
um að vetrarlagi, og námið var
lausara í böndum en æskilegt
hefði verið.
Engum var ljósara en séra
Eiríki, að hér var nýrra úrræða
þörf. Hann hóf því, ásamt þá-
verandi hreppsnefndaroddvita
EinariJ . Helgasyni í Holtakox-
um, baráttu fyrir því, að koma
upp heimavistarskóla, Sú barátta
varð að lokum sigri krýnd, og
árið 1927—28 rís af grunni vand-
aður heimavistarskóli fyrir böra
í Keykholti í Biskupstungum.
Reykholtsskólinn mun vera fyrsti
skóli á íslandi reistur í þeim til-
gangi eingöngu, að verða skóla-
heimili til frambúðar fyrii sveit-
ina.
í þessu i-iáli var séra Eiríkur,
eins og í búnaðarmálunum, drjúg
um áfanga á undan samtíð sinni.
Er fróðlegt að minna á baráttu
hans fyrir þesu skólamáli ein-
mitt nú, er sjálfsagt þykir að
skólaheimili fyrir böm sé í hveri
sveit á landinu.
Sem fyrr getxrr, voru prests-
hjónin á Torfastöðum í farar-
broddi er framfaraöflin í landinu
hófu umbótastarf sitt á öndverðri
tuttugustu öld. Ég veit ekki hvort
unga kynslóðin nú gerir sér þess
fulla grein, hversu mikill og
skjótur árangur náðist með sam-
stilltu átaki íslenzku þjóðannn-
ar.
Gáfaður bóndi í Biskupstung-
um lýsti fyrir nokkrum l.um all
nákvæmlega , blaðagivin hvern-
ig umhorfs var í uppsveitum Ár-
nessýslu um þessar mu.-dii. Eng-
inn vegarspotti hafði verið lagð-
ur, engar brýr voru yfir hin
mörgu fallvötn, túnin víðast að-
eins litlir, og að mestu þýfðir
blettir kringum bæina. Skilyrði
til skólamenntunar almennt nær
engin fyrir unga fólkið í ’veit-
inni, enda fóru þá sorglega oft
góðir hæfileikar forgörðu.n,
Svona var aðkoman í stórum
dráttum, er aldamótakynslóðin
hóf starf sitt að verkefnum. sem
nágrannaþjóðir okkar höfðu þá
fyrir löngu komið í íramkvæmd
hjá sér.
Og er við nú litumst um í þjóð-
lífi okkar, og leiðum augum allt
það, sem gerzt hefur síðustu hálfa
öld, hlýtur okkur að koma þakk-
læti í huga til þeirra, sem ruddu
brautina til þessara framfara.
Ei. bezt _ _ j við, sem nú
göngum að starfi, þakkað braut-
ryðjendunum, mönnunum sem .
„færðu fórnir til þess __ þjóðin
mætti lifa“, með því að halda
trúlega n, þar sem þei,- fell-
ur verk úr hendi. Þakkað með því
„að vígja oss því ólokna starfi,
er þeir, sem börðust hér, hafa
svo drengilega á veg komið“, svo
að tilfærð séu lokaorð ræðu
Abrahams Lincolns, sem vitnað
var til í upphafi þessara orða.
Ósk um, að þessu starfi megi
blessun fylgja, sameina ég ein-
lægri afmælisósk til hins áttræða
heiðursmanns.
Magnús Víglundsson. ,
Afgreiðslustúlka
óskast og kona í eldhúsi. —
Kjöt & Ávextir
Hólmgarði 34. Sími 34995.