Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudaeur 25. iiíní 1?>58 MOHf:T’*!nT4ntf> 3 HViti af sýningarsalnum Helgafell gerir rtýja tilraun til listkynningar RAGNAR JÓNSSON forstjóri Helgafellsútgáfunnar átti fund við fréttamenn í gær og skýrtSi þeim frá nýjasta áformi sínu, en hann hefur sem kunnugt er verið manna ötulastur við að fjörga menningarlifið í höfuð- staðnum. Hefur hann m. a. gert mikið til að kynna verk íslenzkra málara og koma þeim inn á heimili landsmanna. í dag kl. 4 opnar Helgafell málverkasýningu í Listamanna- skálanum, þar sem sýndar verða 70 myndir eftir 12 málara af yngri kynslóðinni. Sá nýstárlegi háttur verður hafður á þessari sýningu, að gestum hennar verð- ur heimilað að taka myndirnar með sér heim til reynslu gegn lítilli fyrirframborgun, og séu þeir ekki ánægðir geta þeir skil- að þeim aftur og fengið aðrar myndir eða tekið bækur út á féð sem þeir lögðu fram. Ákveði menn að halda myndunum fá þeir að greiða þær með afborg- unum. Myndirnar á sýningunni kosta frá 800 krónum upp í 17000 krónur, og er verð og greiðslu- skilmálar við hverja mynd. Hagkvæmir skilmálar Greiðslufyrirkomulagið verður þannig, að myndir sem kosta 800—1500 krónur greiðast með 100 krónum á mánuði, myndir sem kosta 1500—2500 krónur ■greiðast með 150 krónum á mánuði, myndir sem kosta 2500— 5000 krónur greiðast með 200 krónum mánaðarlega, og myndir sem kosta yfir 5000 krónur greið- ast með 300 krónum á mánuði. Reynslutíminn er þrir mánuðir, og greiðast þeir framfram. En heimilt er að lengja reynslutím- ann í sex mánuði og greiða þá við móttöku í hlutfalli við það. Strax við opnun sýningarinnar geta menn látið taka frá myndir fyrir sig, enda greiði þeir í trygg- ingu 150 krónur, sem síðar ganga upp í afborgun. Stendur yfir í viku Sýningin stendur fram til 1. júlí, og geta menn þá tekið þær myndir sem þeir velja sér. Allar myndir sem Helgafell selur eru reiknaðar á föstu verði málar- ans sjálfs, vextir verða ekki reiknaðir, en listamennirnir greiða forlaginu ómakslaun. Ragnar Jónsson gat þess við fréttamenn að forlagið hefði snú- ið sér til fleiri málara, en svo hefði ekki verið veggpláss í Lista- mannaskálanuwi fyrir fleiri myndir. 12 málarar Listamennirnir sem myndir eiga á sýningunni eru þessir: Bragi Ásgeirsson, Hafsteinn Aust mann, Jóhannes Jóhannesson, Jón Engilberts, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Nína Tryggva dóttir, Sigurður Sigurðsson, Svavar Guðnason, Valtýr Péturs- son, Veturliði Gunnarsson og Þorveldur Skúlason. Eimskip ekki bótaskylt vegna skemmda er urðu á bílum í skiþslest STAKSTIINAR Góð reynsla af þessu fyrirkomulagi ÞAÐ kemur stundum fyrir að bíl- ar sem fluttir eru hingað til lands ins verði fyrir skemmdum um borð í skipunum. Fyrir skömmu gekk í Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur dómur í máli er reis út af því hver bera skyldi skað- ann af tjóni er varð á fjórum bílum í flutningi. Málsaðilar eru Samvinnutryggingar, sem höfð- uðu málið gegn Eimskipafélagi íslands, en bílarnir voru eign Samb. ísl. samvinnufélaga, en tryggðir hjá Samvinnutrygging- um, Bílarnir, sem allir voru af Bucik-gerð höfðu komið til lands ins með Tröllafossi frá Banda- ríkjunum í september 1955. Á leiðinni hafði skipið hreppt fár- viðri. — Við athugun á farm- inum í lest skipsins meðan ó- sköpin dundu yfir, kom í ljós, að blikkplötubúnt, sem voru undir bílunum höfðu færzt til. Við það Ragnar gat þess ennfremur að ' höfðu bílarnir sem ofan á stóðu hugmyndin að sölu málverka með afborgunum væri komin frá Birni Th. Björnssyni sem hafði kynnt sér slíka sölu erlendis. Helga- fell selur nú um tvo þriðju hluta allra bóka sinna með afborgun- um, og hefur það gefizt mjög vel. Forlagið hefur að takmarki að auðvelda fólki aðgang að flest- um þeim menningarverðmætum sem á boðstólum eru, sagði for- stjórinn, og mun bera margfald- an ávöxt í lífi þeirra sem læra að njóta listaverkanna. PARÍS, 24. júní. — De Gaulle hef ur beðið PíUs páfa að veita sér og þjóð sinni blessun. I orðsend- íngu de Gaulle til páfans sagði, að hann (de Gaulle) þarfnaðist nú andlegs styrks til þess að teiða þjóð sína út úr þeim ógong- sem hún væri í. einnig hreyfzt til, losnað og slegizt saman. Skipsmenn settu bönd á bílana og reyndu að stöðva þá á þann hátt. Samvinnutryggingar töldu Eimskip bera ábyrgð á þessum skemmdum á bílunum, þar eð þær „hafi stafað af lélegri og rangri búlkun þeirra í lest Tröllafoss“ og vitnuðu til 147 gr. siglingalaganna frá 1914. Eimskipafélagið taldi skemmd irnar á bílunum hafa orðið af óviðráðanlegum orsökum er skipið hreppti fárviðri í hafi og hafi þá oltið ákaflega. Búlkun varanna í lestum hafi verið að öllu leyti vel af hendi leyst. Eim skip vitnaði einnig til 147. gr. siglingalaganna, þar sem tekið er fram að farmflytjandi losni við ábyrgð á skemmdum á farmi ef hann leiði líkur að því að skemmdirnar hafa stafað af sjó- slysi eða öðru óhappi, sem skip- stjóri og skipshöfn máttu ekki við gera, eða af ónógum umbún- aði vörunnar. Bílarnir hafi verið fluttir án umbúða og fullyrti Eimskip að engar skemmdir myndu hafa orðið á bílunum, ef þeir hefðu verið fluttir í kössum. í forsendum dóms Sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur seg- ir m.a. á þessa leið: „Það er fram komið í málinu, að stefnandi fékk upplýsingar um skemmdirnar á bifreiðunum um það leyti eða áður en upp- skipun þeirra hófst. Ætla verð- ur, að farmeigandinn (SÍS) hafi einnig fengið vitneskju um skemmdirnar á sama tíma. Áttu þeir því kost á því að láta fram fara skoðunargerð samkvæmt 153. gr. siglingalaganna á umbún- aði farmsins. Það gerðu þeir þó ekki. Ber stefnandi, (Samvinnu- tryggingar), sem hefir fengið framseldan rétt farmeiganda, því sönnunai'byrðina um það, að umbúnaði farmsins í skipinu hafi verið ábótavant af hálfu stefnda. Það er hins vegar álit hinna sérfróðu meðdómsmanna, að ekki sé í ljós leitt, að ferm- ingu og búlkun farmsins hafi verið áfátt. Þegar þetta er virt, svo og það, að skipið hreppti hið versta veður á leiðinni, þykir stefnandi ekki geta sótt stefnda til greiðslu þess fjár ,sem hann hefir orðið að greiða farmeig- anda“. Auk þess hafði dómurinn hlið sjón af farmskírteininu og síðan segir í forsendum m.a.: „Bifreiðar eru mjög viðkvæm- ir hlutir og því vandmeðfarnir í flutningum, en auk þess verðmæt tæki. Verður því að telja, að fyr- irvarinn í fármskírteininu um á- byrgðarleysi stefnda á slíkum óvörðum munum sé gildur. Leið ir það því einnig til sýknu. __________ ___________, ________ Úrslit málsins verða því þau, | þó útvegun f jármagns en mikils að sýkna ber stefnda (Eimskip) þurfti við í því efni. Fyrsta meiri af öllum kröfum stefnanda, | háttar lán tókst þáverandi for- sætisráðherra Ólafi Thors að út- vega árið 1956, og var það nóg Vitnisburður du\ Jórs Nú er sementsverksmiðjan tek- in til starfa og stjórnarliðið farið að þakka sér það mikla mann- virki. Við vígslu verksmiðjunn- ar hélt dr. Jón E. Vestdal, for- maður verksmiðjustjórnarinnar ræðu, þar sem liann vék að sögu málsins. Dr. Jón sagði m. a.: „Að þessum áfanga er langur aðdragandi, löng saga. Hún verð- ur ekki rakin hér, aðeins getið nokkurra höfuðatriða — — —. Þegar aðalhráefni það til fram- leiðslu sements, sem nú á að fara að brenna, skeljasandurinn i Faxaflóa, hafði fundizt, var sú þrautin eftir að afla hans, lega hans var slík, og var því óráð- legt að halda áfram undirbún- ingi verksmiðjunnar, nema gerð yrði tilraun til öflunar hans. En margir, ef ekki flestir, voru þeirr- ar skoðunar, að slík tilraun hlyti að misheppnast. Tilraunin hlaut að verða dýr, og dýr hefði hún orðið áliti stjórnmálamannanna, sem síðustu ákvörðun skyldu taka i þessu efni, eigi siður en annarra, sem að málinu stóðu, ef hún misheppnaðist. En ná- kvæm athugun verksmiðjustjórn- arinnar á möguleikunum til að dæla sandi við þau skilyrði, er fyrir hendi voru, gáfu þó ótví- rætt til kynna, að slikt mætti takast. Ólafur Thors, er þá var atvinnumálaráðherra og fór með mál verksmiðjunnar, tók loka- ákvörðun um tilraunadælingu á skeljasandinum, og þori ég að fullyrða, að ekki hefði komið til byggingar sementsverksmiðju um skeið, ef tilraunin hefði ekki ver- ið gerð og hún tekizt svo sem raun varð á. Þótt fenginn væri tæknilegur grundvöllur fyrir byggingu sementsverksmiðju, voru margir I erfiðleikar framundan, einkum (Samvinnutr), en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Fulltrúi nemenda i St. Paul STÚLKA fædd á Islandi varð fyrir valinu sem fulltrúi allra skólanemenda í St. Paul, þegar Minnesotaríki hélt upp á hundrað ára afmælið nýiega. — Kristín Bergström heitir hún, og sést á myndinni hér að ofan með móð- ur sinni, frú Arnfríði Eiríksdótt- ur. Er Kristín nemi i efsta bekk Gordon-barnaskólans í höfuðborg Minnesotaríkis. Kristín var valin til að leika hlutverk, „Spirit of Minnesota", á Festival of Nations —- „Hátíð þjóðanna" — sem fór fram um sama leyti og aldaraf- mælið. í keppninni um útnefn- ingu unglings sem tákns æskunn- ar komu til greina aðeins þeir, sem hafa skarað fram úr við nám. Harry Bergström heitir faðir Kristínar. Hann er fæddur og uppalinn í Two Harbors, Minne- sota, og var um tíu l.ra skeið á íslandi, fyrst í herþjónustu striðs árin og síðar á Keflavíkurflug- velli við spítalastörf. — Giftust Harry og Arnfríður á ísafirði, og þar fæddust báðar dætur þeirra, Kristín sumarið 1944 og Arlene haustið 1948. Fjölskyldan a nú heima að 478 Herschel Avenue í St. Paul, Minnesota. Eiríkur Finnsson faðir frú Bergströms, dó á Isafirði 1956, en móðir henn- ar, Kristín Einarsdóttir, á nú heima í Reykjavík, Hafnarstræti 1. Börn Eiríks heitins og Kristín- ar eru sex alls, öll á íslandi nema frú Bergström, og eitt systkin- anna búsett í Reykjavík, Bragi Eiríksson, Miklubraut 20. til þess að festa kaup á vélum til verksmiðjunnar, enda var svo gert, og var þá skömmu siðar hægt að hefja fyrir alvöru bygg- ingu verksmiðjunnar. Síðustu tæp tvö árin hefur dr. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, er nú fer með mál verksmiðjunnar, gengið mjög ötullega fram í því að útvega fjármagn til verksmiðjunnar, og hefur velið hægt að halda fram- kvæmdum stöðugt áfram, þótt oft hafi verið erfitt að afla hins mikla fjármagns“. Forysta Ólafs Af þessum ummælum má marka, hvað hæft sé í því, að Ólafur Thors hafi látlð sitt eftir liggja um framkvæmd málsins. Hið sanna er þvert á móti, að án hans atbeina hefði ekki ver- ið hafizt handa um verkið. Gylfi Þ. Gíslason má hins vegar eiga það, að hann gerði sitt til að framkvæmdir þyrftu ekki að stöðvast eftir að málið var kom- ið í umsjá hans. Er það góðra gjalda vert, miðað við aðra frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Eins er þó ógetið, sem manna .ötulast hefur ætíð ýtt á eftir framkvæmdum, og það er Pétur Ottesen. Hann hefur og ráðið mestu um að haldið var fast við þá ákvörðun Bjarna heitins Ás- geirssonar, að verksmiðjan skyldi reist á Akranesi. Af öllum ásökunum stjórnar- flokkanna gegn Sjálfstæðis- mönnum er sú fráleitust, að þeir skyldu ekki vera búnir að út- vega lán til væntanlegra fram- Laxveiði í Borgarfirði AKRANESI, 23. júni — f dag náði ég tali af Kristjáni Fjeld- sted, bónda í Ferjukoti. Ferju- kot er í þjóðbraut, stendur fast við veginn, rétt neðan við vestri enda Hvítárbrúar, sem er aðal- samgönguæð Borgarfjarðar. Lax- veiði er stunduð í net eingöngu í Hvítá og hefur Ferjukot frá öndverðu verið einn af helztu laxveiðibæjunum. Kristján hef- ur því fyrir margra hluta sakir góð tækifæri til að fylgjast með laxveiði og veiðihorfum, enda málvinur margra. Ég spurði hann um laxveiðina í borgfirzku ánum á þessu vori. Hann sagði heldur litla veiði vegna kulda og vatnsskorts, byrj- aði að veiða síðustu vikurnar, lagði netin 20. maí og fékk að- eins 5 laxa fyrsta hálfa mánuð- inn. Svipuð útkoma er hjá öðr- um netjaveiðibændum upp með ánni. Veiðzt hefur saemilega í Norð- urá það sem af er. Sennilega er nýbyrjuð stangarveiði í Þverá, en ekki munu veiðimenn hafa farið fram á fjallið nema ef til vill núna um þessa helgi. Veiði í Grímsá hófst 15. þ. m. Hefur verið mjög lítil til þessa. Þar höfðu fengizt 6 laxar um þessa helgi. Ekkert er farið að veiða enn í Reykjadalsá, Klóku eða Gljúfurá, en þetta getur lagazt með lax- kvæmda í tíð nýrrar stjórnar. veiðina strax og fer að rigna, Auðvitað er það skylda hverrar sagði Kristján Fjeldsted að lok- stjórnar að sjá þjóðarbúinu far- um. —Oddur. borða á meðan hú» ar við völd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.