Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Hægviðri, skúrir. Hiti 12 stig. ttttMaMfr Þjóðmálafundir ! Sjálfstæðisflokksins. Sjá bls. 9. 140. tbl. — Miðvikudagur 25. júní 1958 Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki þátt í þingmannaförinni til Moskvu Fréttatilkynning frá farseta sameinaðs Alþingis Blaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá skrif- stofu Alþingis: „Hinn 12. nóv. 1955 afhenti sendiherra Sovétríkjanna hér boð frá Æðsta ráði Sovétríkjanna til Aþingis íslendinga um að senda hóp þingmanna í kynnis- ferð til Sovéfríkjanna. Var boði þessu tekið með þökkum og sam þykkt af þingflokkunum að taka því. Svipað boð barst um sama leyti öðrum þjóðþingum Norð- urlanda og fóru sendinefndir frá þeim þá þegar sumarið 1956, tii Sovétríkjanna. Kosningarnar til Alþingis 1956 ollu því að ekki var farið það sumar, og ýmsar ástæður voru þess valdandi, að ekki var unnt að fara í fyrra. Síðari hluta vetrar í vetur var leitað eftir því við þingflokkana hvort ekki mundi verða mögu- legt að fara þessa för nú eftir þinglokin. í aprílmánuði höfðu jákvæð svör borizt frá þeim öll- um. Var því sendiráði Sovétríkj- anna í Reykjavík tilkynnt, í þing lokin, að af hálfu Alþingis væri Cott veður á miðunum 1 GÆRKVÖLDI var komið ágæt- asta veður á hinum fjarlægu mið um, sem síldarbátarnir hafa sótt á. Seint í gærkvöldi lágu ekki fyrir neinar fregnir um hvernig síldveiðin hefði gengið síðari- hluta dags í gær, en kunnugt var um að skip höfuð kastað. T. d. höfðu skip kastað á þeim slóðum, þar sem síldarleitarbáturinn Rán hafði séð síld í gærdag, um 90 mílur út af Siglufirði. Fregnir af þessum bátum og öðrúm voru ekki væntanlegar fyrr en eftir miðnætti. I gærkvöldi var síldarleitar- flugvélin á sveimi yfir vestur- svæðinu, en hún hafði ekki orðið síldar vör um klukkan 11 í gær- kvöldi. Fréttaritari Mbl. á Siglufirði símaði í gær að gránað hafi í fjallseggjum í fyrrinótt á Siglu firði. Þá hafði verið saltað í rúm- lega 8500 tunnur síldar undan- genginn sólarhring. Síldveiði norsku skipanna hér við land hefur verið góð. í gær bárust fregnir frá Bergen þess efnis, að nokkur norsk síldveiði- skip, sem veiða í bræðslu, væru þegar farin áleiðis til Noregs með fullfermi. þessi för nú ákveðin og látin í ljós ósk um, að farið yrði sem fyrst eftir 20. júní. Svar barst fljótlega um sam- þykki Æðsta ráðsins. Þátttakendur verða þessir: Frá Alþýðubandalaginu: Al- freð Gíslason og Karl Guðjóns- son. Frá Alþýðuflokknum: Emil Jónsson og Pétur Pétursson. Frá Framsóknarflokknum: Karl Kristjánsson og Sigurvin Einars- son. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í dag tilkynnt, að hann muni ekki senda fulltrúa. Farið verður frá Reykjavík 25. þ.m. um Kaupmannahöfn til Moskvu. Gert er ráð fyrir að för in taki ca. 3 vikur“. Eins og réttilega er tekið fram í tilkynningu þingforsetans, hér að ofan, tekur Sjálfstæðisflokk- urinn ekki þátt í för þingmann- Látlous söltun á Dulvík HÉR á Dalvík hefur fólkið, sem vinnur á síldarplönunum nú, unn ið sleitulaust að söltun í svo sól- arhringa, enda nú svo komið að meira er búið að salta á þessum tveim sólarhringum en á allri vertíðinni í fyrra. Það magn síld- ar, sem nú hefur verið landað, er meira en dæmi eru til að hing- að hafi borizt á svo skömmum tíma. Eitthvað á þess* leið fórust fréttaritara Mbl. á Dalvík orð í gærkvöldi. — Þar var þá búið að salta í 3400 tunnur. — Þang- að höfðu 7 skip komið frá því um hádegisbilið: Hugrún NK 350 tn., Faxi GK 300, Fróðaklettur 260, Guðfinnur 450, Hannes Hafstein 500, Bjarmi 250 og Hafrún NK 400. Þangað voru þá á leiðinni: Júlíus Björnsson með 650 tunnur og Húni með 400 funnur. anna nú til Moskvu. Sjálfstæðis- menn telja, að slík þátttaka geii ekki komið til mála, af flokksins hálfu, eftir að þeir atburðir hafa gerzt, sem öllum eru kunnir og er óþarft að orðlengja um það frekar. Verkfall SAMNINGAFUNDINUM með fulltrúum deiluaðila í farmanna- deilunni í fyrrakvöld, lauk kl. 11,30, er sýnt þótti að tilgangs- laust var að halda viðræðunum áfram. Verkfallið skall því á og hafa hásetar og smyrjarar á tveim skipum lagt niður vinnu, á Kötlu og Öskju, og um mið- nætti í nótt er leið, gengu háset- ar og smyrjarar í land af Esju, er búið var að binda hana við bryggju hér í Rfeykjavík að lok- inni hringferð. Eru því þrjú skip stöðvuð vegna verkfallsins. Óvíst er hvenær samningaumræður verða aftur teknar upp. Bíllinn kom á miða nr. 9776 Á MIÐNÆTTI í nótt var dregið í happdrætti Sjálfstæðisflokks- inns um hina glæsilegu Plymouth bifreið. Jónas Thoroddsen, full- trúi borgardómara hafði umsjón með drættinum, bókaði athöfn- ina, en síðan gekk fram frú Sonja Bachmann og dró vinningsnúm- erið: nr. 9176. Eigandi þess miða er eigandi að einni af glæsilegustu bifreið- um sem á götum Reykjavíkur eru. Það var engu líkara en allt ætlaði vitlaust að verða vestast í Austurstræti í gærdag. Bílar þeyttu flautur sínar svo að nær- staddir ætluðu hreinlega að ærast. Það var nefnilega utanbæj- arbíll, sem kominn var inn í Austurstræti, eftir að hafa ekið inn í götuna frá Aðalstræti. Austurstræti hefur um áratugabil verið einstefnuakstursgata og bannað að aka úr Aðalstræti inn í þá fjölförnu götu. Það var þetta, sem olli öllum hávaðanum og ijósmyndari blaðsins tók myndina er utanbæjar jeppinn varð að aka afturábak út í AÖalstræti aftur. Lagt til að sóknir verði lagðar AUSTUR á Seyðisfirði sátu fær- eyskir, norskir, rússneskir og ís- íenzkir fiskifræðingar á fundi i gær, þar sem rætt var um nið- urstöður af rannsóknarleiðangr- um hafrannsóknarskipanna, sem undanfarið hafa verið að at- huga hafsvæðin kringum landið. Dr. Hermann Einarsson, fiski- fræðingur, sagði í símtali við Mbl. í gær að í dag myndi verða gefin út sameiginleg yfirlýsing um niðurstöður rannsóknanna. Hann kvaðst því ekki geta gefið blaðinu upplýsingar um þær. En dr. Hermann sagði frá öðru máli sem hann kvaðst telja mjög mikilvægt fyrir síldarrannsókn irnar. Hann kvaðst hafa á fund- Rofvirkjar boða verkfall 7. júlí Hefja 4 félög verkföll i nótt ? I FYRRADAG tilkynnti Félag íslenzkra rafvirkja vinnuveitend um, að verkfall rafvirkja myndi hefjast hinn 1. júlí n.k. ef sam- komulag um nýja kjarasamninga hefur ekki tekizt fyrir þann tíma. Viðræður hafa farið fram milli deiluaðila að undanförnu, en þær Lögfræðingafélagið átelur aftökur og réttarbrot í Ingverjalandi LÖGFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS samþykkti í gær á fjöl- mennum fundi sínum í Háskólanum, tillögu, þar sem átald- ai eru harðlega aftökur þær sem nýlega fóru fram í Ung- verjalandi. Var tillagan borin fram af stjórn félagsins og samþykkt í einu hljóði. Tillagan er svohljóðandi: „Lögfræðingafélag íslands átelur aftökur þær, sem fram hafa farið í Ungverjalandi og tilkynnt var um hinn 17. júní sl. Með þeim Afa stjórnvöld lands- ins virt að vettugi grundvallarreglur réttarríkis um meðferð opinberra mála, framið griðrof og haft að engu hin mikilvægustu mannréttindi“. hafa ekki borið árangur, og hef- ur deilunni nú verið vísað til sáttasemjara. í Félagi íslenzkra rafvirkja eru um 450 félagsmenn á ýmsum stöðum á landinu, en ýmsir þeirra vinna skv. sérsamningum, sem ekki hefur verið sagt upp nú. Verkfall rafvirkja er sjötta verkfallið, sem boðað hefur ver- ið eftir að samningar margra fé- Iaga féllu úr gildi hinn 1. júni. Verkfall háseta og smyrjara á kaupskipaflotanum hófst í fyrri- r Utvarpsfundur í Reykjavík FUNDUR norrænna útvarps- manna, sem sjá um barnatíma og skólaútvarp, hófst í Reykjavík á mánudaginn, og sér Ríkisútvarp- ið um fundinn. Níu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum komu til fundarins, en auk þeirra sitja hann Baldur Pálmason, Jón Páls son, Helga Valtýsdóttir,_ Hulda Valtýsdóttír og Skeggi Ásbjarn- arson. nótt. Sáttafundur var þá um kvöldiö, en honum lauk um kl. hálf tólf, án þess að samkomulag yrði. Á miðnætti í nótt eiga verk föll járniðnaðarmanna, bifvéla- virkja, skipasmiða og blikksmiða að hefjast, ef samkomulag næst ekki áður, en deiluaðilar munu væntanlega ræðast við í dag eða kvöld. Heim- dollnr síldarrann- endurskipu- inum talað fyrir tillögum þess efnis að endurskipuleggja síldar- rannsóknirnar. Lögð yrði áherzla á að fylgja göngu síldarinnar á íslandsmið og slíkt yrði ekki gert með öðrum hætti en að tíðari sílöarrannsóknarleiðangrar yrðu sendir út. Hann kvað hina er- lendu „kollega“ hafa tekið mjög vel í þessar tillögur, en meðal þeirra er einn fremsti fiskifræð- ingur á Norðurlöndum, Norð- maðurinn Devold. í framhaldi af þessu höfum við íslendingar á þessum fundi lagt það til, að rannsóknarsvæð- unum verði skipt niður eftir á- kveðnum svæðum milli þeirra landa sem þátt taka í rannsókn- unum. Er lagt til að íslendingar annist síldarrannsóknirnar á öllu landsgrunnssvæðinu við ís- land, Rússar rannsaki hafsvæð- ið frá Spitzbergen, norður á 68. gráðu, Norðmenn hafið milli ís- lands og Noregs og hafi nána samvinnu við íslendinga um rannsóknir norðaastanAært við landið. Þá er lagt til að Færey- ingar taki að sér hafið suðaust- ur af landinu. í röksemdafærslu íslendinga fyrir þessum tillögum var m.a. á það bent að með þessu fyrirkomu lagi myndi koma að mestum og beztum notum skipakostur sá er til þessarar rannsókna er notað- ur. Dr. Hermann Einarsson kvaðst vænta þess að fást myndi mð- urstaða í málinu varðandi tillög- urnar áður en fundi fiskiíræð- inganna lyki að þessu sinni. Dr. Hermann endurtók að undirtekt- ir hinna erlendu fiskifræðinga við þessar tillögur hefðu venð mjög hagstæðar. FERÐADEILD Heimdallar efnir til ferðar í Landmannaláugar iik. laugardag og sunnudag. Verður lagt af stað frá Reykjavík kl. 2 e. h. á laugardag, en komið til Reykjavíkur sunnudagskvóldið um kl. 10. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í ferðinni eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu fé- lagsins í Valhöll við Suðurgötu, sími 17102, en hún er opin kl. 5—7 daglega. Farmiða verður að sækja í síðasta lagi fyrir kl. 7 á föstudag. Ásta von Jaden látin NÝLEGA ér látin Ásta von Jaden, barónessa í Vínarborg, en hún er öllum íslendingum, sem þar hafa dvalizt að góðu kunn. Hún var sannkölluð „móðir“ námsmanna og annarra landa, sem búsettir hafa verið þar í borg. Ásta var gift von Jaden barón, en hann er látinn fyrir mörgum árum. Hún var systir Helga Péturss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.