Morgunblaðið - 06.07.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1958, Blaðsíða 8
8 MORCrNfíl4Ð1Ð Surmudagur 6. júlí 1958 Hinum þekkta portúgalska nautabana Francisco Mendes haíði jafnan tekizt að leggja nautin að velli á hringleikasvið- inu. En í þetta sin lauk viðureign inni með skelfingu. Hann féll til jarðar, og froðufellandi tarfurinn tróð hann undir fótum og rak í hann hornin. Aðstoðarmenn komu þegar á vettvang, og hann var fluttur út af sviðinu mjög mikið lemstraður. ekki dul á gremju sína, ef brugð ið er út af fyrirmælum hans. Hann hefir látið flytja símann úr svefnher- bergi sínu, og aðstoðarmenn hans verða að skiptast á um að vera næturverð- ir við símann, sem er í næsta herbergi v i ð svefnherbergið. Hann vill ekki láta trufla nætursvefn sinn nema um mjög mikilvæg mál sé að ræða. Hann leggur mikið kapp á að svara sjálfur öllum þeim bréf- um, er honum berast, en að með- altali fær hann 400 bréf á dag. Tíu ára gamall drengur sagði föður sínum, sem er franskur Hvort skyldi vera óþægilegra að vera beinlínis óvinsæll eða láta slá sér vafasama gullhamra? Bandaríski utan ríkisráðh. Fost- er Dulles hlýtur að hafa spurt sjálfan sig þess- arar spurningar, er honum var sagt, hvað b r e z k i stjórn- málamaðurinn Dabon sagði um hann, eftir að þeir höfðu ræðzt við fyrir skömmu: — í hreinskilni sagt var ég mjög undrandi, er ég komst að raun um eftir klukkustundar við- ræður, að Dulles er mjög gáfað- ur maður. Hversu margir skyldu vita, að við bústað brezka forsætisráð- herrans í Downing street er ynd- islegur garður? Önnum kafnir stjórnmálamenn hafa notið þess að kasta mæðinni þar. Einkum mun Churchill hafa þótt vænt um þennan garð á stríðsárunum. Margir munu ef til vill minnast þess, að í þess- um garði tók hann á móti de Gaulle, er hann kom til Lund- úna frá Bordeaux árið 1940 og hóf að skipuleggja baráttu frjálsra Frakka. Ekki mun garðurinn þó hafa verið sérstaklega fallegur sem skrúðgarður fram að þessu, en á því hefir orðið breyting, síð- an Harold Macmillan varð for- sætisráðherra og lafði Dorothy Macmillan varð húsfreyja í Downing street 10. Á hverjum morgni dregur hún hanzka á hendur sér og vinnur klukku- f réttunum Picosso kvað með aldrinum verða æ hlédrægari. En hvað um það. Nú hefir hann slegizt í hóp þeirra fjöl- mörgu Fralcka, er velta fyrir sér og skegg- ræða um kven- legt eðli. Fyrir nokkru var hann að rabba við vin Sinn, gamanleikahöfundinn Marc- Jiei Achard: — Fagrar konur draga aldrei gáfur sínar í efa, en gáfaðat kon- ur draga alltaf fegurð sína í efa. Og Marcel Achard kinkaði kolli og sagði ' rafalvarlegur: — Já — og báðir aðilar hafa rétt fyrir sér, kæri vinur! í sýningarskála Bandaríkjanna í Briissel hefir farið fram at- kvæðagreiðsla meðal þeirra gesta sem skoð- að hafa skálann undanfarið. — V o r u gestirnir spurðir að því, hver væri að þeirra áliti sá maður, er mest hefði kveðið að, í hópi þeirra, er flutt hafa frá Evrópu til Bandaríkjanna á síð- asta mannsaldri. Albert Einstein varð nr. 1, Marlene Dietrich var í fjórða sæti og neðar á listanum voru Thomas Mann og Wernher von Braun. De Gaulle, eða „mon général'* eins og allir ráðherrar og em- bætismenn titla hann, hefir kom ið á nýjum siðum í Hotel Matign on. Hann krefst nákvæmni og stundvísi af öllum, og dregur blaðamaður, að hann hefði skrif- að de Gauile bréf. Og hvað skrif- aðir þú? spurði blaðamaðurinn skelfdur. Drengurinn sagðist hafa þákkað hershöfðingjanum fyrir, að hann skyldi vilja verða forsætisráðherra, og beðið hann að senda franskan spútnik út í geiminn. Fjórum dögum síðar fékk drengurinn bréf, undirritað af de Gaulle sjálfum. í því þakk- aði hershöfðinginn drengnum fyrir bréfið og sagðist mundu gera sitt bezta að því er fransk- an spútnik varðaði ... Hertoginn af Windsor hefir lengi verið mjög heilsuveill. Er han nú farinn til Svisslands, ekki aðeins sér til hressingar, heldur sinnig til að hitta hinn marg umtalaða pró- fessor Paul Nie- hans, sem sagð- ur er hafa haft mjög yngjandi áhrif á Pfus XII páfa, Aden auer forsætisráð herra og aðra fræga menn.— Margir munu ef til vill spyrja, hvers vegna ég fer á fund þessa manns er virðist geta endurvakið æsku manna, sagði hertoginn í hópi vini sinna. Ég gegni ekki eins mikilvægri stöðu og t.d. Pius og Adenauer. En þrátt fyrir það getur lífið vel verið þess virði að lengja það ofurlítið, bætti hertoginn við og strauk hönd konu sinnar. stundum saman í garðinum. Eins og aðrar enskar húsfreyjur legg- ur hún mikla rækt vig rósir, en sagt er, að páskaliljurnar hennar hafi í ár verið einstaklega falleg- ar. Hún nýtur þess að tala um garðinn sinn, en auðvitað er henni ljóst, að garðurinn verður umráðasvæði hennar — aðeins svo lengi sem enskum kjósendum þóknast. Keisarinn af íran er sagður ”era eftirsóttasti piparsveinninn í heiminum, síðan hann skildi við drottningu sína Sorayu. Hann er nú á ferðalagi um Bandaríkin og þóttist hafa ástæðu til að lýsa yfir því á blaðamanna- fundi í San Franciseo, að hann væri ekki kominn til Bandaríkjanna til að leita sér drottningar. Er blaða- menn spurðu hann, hvað hann hygðist aðhafast að blaða- mannafundinum loknum, svaraði hann því til, að hann væri hrædd ur við að koma út fyrir hótel- dyrnar. Á fjölmennum blaðamanna- fundi lét Eisenhower Bandaríkja forseti góð orð falla um Sherman Adams, sem er hægri hönd hans, en hefir gert sig sekan um að þiggja of margar gjafir. Hins veg ar hafa Bandaríkjamenn velt því fyrir sér, hvernig samkomulagið muni vera milli forsetans og að- stoðarmanns hans bak við tjöld- in. í útvarpsþætti lét Bob Hope nýlega í ljós álit sitt um þetta og komst svo að orði: —r Ike hefir nú tekizt að slá golfkúlur sínar lengra en nokkru sinni áður. Hann hefir sem sé látið mála mynd af Sherman Ad- ams á þær, og þegar hann sér þær, verður hann svo ofsareiður, að hann verður helmingi sterkari en ella! Massu herforingi lýsti í blaðaviðtali fyrir nokkru mis- muninum á afstöðu Frakka í Frakklandi og Frakka í Alsír til uppreisnarinnar, er Frakkar í A 1 s í r gerðu skömmu fyrir miðjan maímán- uð. K o m s t Massu svo að orði: — Ef þér ræð- ið veg Frakk- lands við Frakka í Alsír, svarar hann með einu orði: „Jeanne d’ Arc“, en þér get- ið átt á hættu, að svar Parísar- búans verði: „550,800 ferkíló- metrar...“ Það verður að teljast mikill sigur fyrir hinn unga Felix Gail- ard, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakka, að de Gaulle hefir samið við Bour- guiba, forseta, um brottflutn- i n g franskra herja frá Túnis með mjög svip- uðum skilyrðum og Gaillard sem forsætisráð- herra vildi að gert yrði. Jacq- ues Soustelle, sem nú er hand- genginn de Gaulle, hafði gert því komið, hver skrifar undir samninginn! Francois Mauriac er einn af þremur frönskum Nóbelsverð- launahöfum, sem de Gaulle hef- ir hvatt til að fara til Alsír til að ganga úr skugga um, að allar pyndingar þar í landi hafa verið lagðar niður, síðan de Gaulle kom til valda. Öll afstaða Maur- iacs til Alsírvandamálsins hefir einkennzt af svartsýni, sem einn- ig, er mjög áberandi í bókum hans. Sú saga er sögð í París, að á gamlárskvöld 1957 hafi aðdá- andi Mauriacs heimsótt hann og óskað honum og lesendum hans þess, að á árinu, sem nú gengi í garð, tæki rithöfundurinn sig til og skrifaði einu sinni skáldsögu um hamingjusamt fólk. — Hamingjusamt fólk? endur- tók Mauriac fullur fyrirlitning- ar. Kæri vinur, hafið þér nokk- urn tíma séð fíl fljúga? Ef ég æfi mig minna en 8 klukkustundir á dag, heyri ég sjálfur, að ekki er allt meó felldu, segir píanóleikarinn frægi Arthur Rubinstein. Ef ég æfi mig aðeins sex klukkustundir, heyra gagnrýn endur mismuninn. Ef ég æfi mig aðeins fjórar klukkustundir, geta allir heyrt hvers kyns er ... í Washington hafa menn ekki getað stillt sig um að gera ofur- lítið gys að því tiltæki forseta Dominíkanska lýðveldisins, Truj illo, að afþakka alla fjárhagsað- stoð frá Bandaríkjunum, af því að sonur hans, hinn gjafmildi Rafael Trujillo, féll á prófi í her- skóla í Bandaríkjunum. mikið gys að þessum tillögum Gaillards. George Bidault, sem ætíð er dálitið hvassyrtur, gat ekki stillt sig um að spyrja Sou- stelle, hvernig honum litist á samning de Gaulles við Bourgu- iba. Soustelle brosti dauflega og svaraði: — Ég segi ekki annað en það, kæri vinur — þetta er allt undir Vilhjálmur Þór, bankastjóri Seðlabankans, flutti fyrir nokkru ræðu á fundi Félags bandarískra herverkfræðinga á Keflavikur- flugvelli. Á myndinni sést hann ræða við bandaríska sendiherr- ann á íslandi, John Muccio, og Harry Cousans ofursta, sem er forseti félagsins. Ræða banka- stjórans fjallaði um framtíð ís- lenzks iðnaðar. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MIMERVAcÆ*^fis>* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.