Morgunblaðið - 06.07.1958, Blaðsíða 12
12
iHonnTnsnr 4Ðit>
Sunnudagur 6. júlí 1958
— Reykjav'ikurbréf
Framh. af bls. 11
ing á grunnlínunum. Lúðvík seg-
ir: „Réttur okkar til breytingar
á grunnlínum er geymdur og það
skýrt fram tekið af okkur“.
Er það líklegt til að draga úr
andstöðu við ákvörðunina nú. að
sagt sé, að von sé á meira áður
en varir, án þess að gera grein
fyrir, hversu mikið það skuli
vera? Hér sem ella er vænlegast
til árangurs, að gera sér sjálfur
rétta grein fyrir málinu, byggja
ákvörðunina á skynsamlegum rök
um óg gera síðan undanbragða-
laust grein fyrir máli sínu. Allt
annað er lagað til þess að skapa
tortryggni og ókyrrð um málið.
Ofan á þetta bætast svo mistök
in með að kveða ekki nú þegar
á um veiðirétt íslenzku togar-
anna.
Þegar á allt þetta er litið, er
von, að blað utanríkisráðherra,
vafalaust að hans undirlagi víti
meðferð Lúðvíks Jósefssonar á
málinu, og kemst Guðrnundur í.
þó ekki undan sínum hlúta
ábyrgðarinnar.
Góðir liðsmenn
Lúðvík Jósefsson reynir að af-
saka sig með að ekki hafi gefizt
nægur tími til undirbúnings mál-
inu. En nú eru senn liðin tvö
ár frá því, að stjórnin lofaði að
stækka landhelgina. Til hvers
hefur sá tími verið notaður? Og
af hverju hafa frestirnir nú liðið
í athafnaleysi?
I>ó að íslenzka stjórnin hafi
ekki notað tímann sem skyldi,
þá hafa umræðurnar um málið að
undanförnu orðið til þess, að ýta
undir ýmsa liðsmenn okkar er-
lendis, sem ótilkvaddir hafa gef-
ið sig fram til varnar hinum ís
lenzka málstað. Áður hefur ver-
ið sagt frá sumum þeirra greina
hér í blaðinu, svo sem greininni:
„Tolv milsgrensen", sem birtist í
Dagbladet í Oslo, víðlesnu blaði
í Noregi.
Sú grein lýsir miklum skilningi
á málstað íslands og er sérstök
ástæða til að minnast þess, að
höfundur hennar hefur oft áður
veitt málefnum íslands lið, þegar
á hefur þurft að halda. Það er
Carsten Stang, járnbrautarverk-
fræðingur í Oslo, sem er sonur
Georgs Stangs, hershöfðingja, er
var landvarnarmálaráðherra Nor
egs 1905. Talið er, að það hafi
verið viljastyrk Stangs hins eldra
að þakka, að Norðmenn komu sér
upp nokkrum vörnum á landa-
mærunum við Svíþjóð, en um
skeið leit svo út sem á þeim þyrfti
að halda vegna árásar Svia. 'Sem
betur fer varð ekki úr þeim
bræðravígum, því að hinir vitr-
ari og góðviljaðri meðal Svía
urðu ofan á. Norðmenn minnast
ætíð síðan Georgs Stangs sem
eins af sínum merkismönnum.
Það er góðs viti, að sonur þessar-
ar norsku sjálfstæðishetju skuli
nú taka sig fram um að leggja
málstað okkar lið. Sjálfur er
hann kvæntur ágætri íslenzkri
konu, Gullu, dóttur Hallgríms
heitins Thorlacius, er lengi var
prestur á Glaumbæ í Skagafirði.
íslendingar eru hvorkí meiri
eða mikillátari en svo, að þeim
þykir vænt um að vita nokkur
skil á þeim mönnum, sem hvað
eftir annað, umfram alla s«yldu,
leggja sig fram til að verða mál-
stað íslands að gagni erlendis.
Til Iivers á að nota
frestinn?
Fresturinn, sem orðið hefur á
útgáfu og gildistöku regiugerðar-
innar, hefur að þessu leyti orðið
til þess að mál okkar hefur
nokkuð verið skýrt erlendis.
Raunar hafa þær skýringar ein-
göngu komið frá erlendum sjálf-
boðaliðum. Ekki er vitað til þess,
að ríkisstjórnin hafi gert neitt
til að afla málstað okkar fylgis.
Hér á landi hefur einkum verið
sagt frá þeim greinum, sem okk-
ur hafa verið velviljaðar. Hinar
eru því miður einnig til og þær
ekki fáar, sem miður vinsamlega
hafa tekið undir okkar mál og
ekki talið rétt að farið. Dæmi
slíkra greina er t. d. ein, sem
bii’tist í Hamburger Echo, 28.
júlí sl. Hún er rituð af manni
að nafni Helmut Kern og heitir:
Island und die Freiheit der
Meere. (ísland og frelsi hafsins).
Upphaf hennar °r sérstaklega lær
dómsríkt fyrir Isiendinga. í ís-
lenzkri þýðingu hljóðar það svo:
„Eftir að sjóréttarráðstefnan í
Genf strandaði hefur ísland
stækkað fiskveiðilandhelgi sína í
12 sjómílur. Hún á að gilda frá
1. september. Með þessu hefur
íslenzka ríkisstjórnin sýnt, að hún
fram að þeim tíma er reiðubúir.
til alþjóðlegra samninga um mál-
ið við þau ríki, er verða fyrir
takmörkun á fiskveiðum sínum
vegna þessara ráðstafana“
Full ástæða er til að ætla,
að svona sé litið á frestinn af
I f leirum en þessum eina aðila. —
| Svipuð skoðun hefur t. d komið
fram í forystugrein í hinu merka
frjálslynda blaði Manchester
Guardian. Skýtur þar óneitan-
lega nokkuð skökku við það, sem
Lúðvík Jósefsson vill vera láta
hér á landi.
—J^venjrfjó ái
Eini
in
//
°9
heirni
//
sveinninn i
gagnaiðn í Danmörku
Viðtal við Ragnheiði Berthelsen,
húsgagnasmið
— ÉG ER svo ánægð með að hafa
komizt á rétta hillu í lífinu og
hafa fengið að starfa við það sem
alltaf hefur veitt mér hamingju,
sagði frk. Ragnheiður Berthelsen
húsgagnasmiður, þegar fréttamað
ur blaðsins hafði tal af henni.
Ragnheiður er fædd og upp-
alin í Reykjavík, en er búin að
vinna við húsgagnasmíði í Kaup-
mannahöfn og París í 50 ár. Hún
hefur lagt gjörva hönd á margt
Húsgögnunum er skemmtilega komið fyrir á þessari mynd.
Sófarnir eru hentugir bæði til að sofa á og sitja á og kín-
versku skermarnir gefa þægilega birtu í hornið, þegar dags-
birtunnar frá Ioftgluggunum og gafigluggunum nýtur ekki
lengur við. Púðarnir í sófanum eru rauðir, gulir, bláir og
svartir og setja skemmtilegan svip á stofuna, sem að aðru
leyti er í heidur daufum litum. Myndín er úr bandarískum
sumarbústað.
Brauðmál höfuðstaðarins í ólestri
KONA nokkur hefur komið að
máli við kvennasíðuna út af
brauðmálum höfuðstaðarins. —
Enda ærin ástæða til.
í flestum brauðgerðarhúsum
eru brauðin alls ekki góð, svo
ekki sé minnzt á kökurnar og
vínarbrauðin. Þau eru hreint
ekki manna-matur!
Og svo er annað, — brauðin
koma svo seint í útsölurnar að
vanalega er ekki hægt að fá pau
fyrr en eftir hádegi, — aldrei
hægt að fá neitt nýtt með morgun
kaffinu, — og á sunnudögum er
alls ekki hægt að fá nýbökuð
brauð! — Og ef maður gleymir
að kaupa nægilega stór brauð á
laugardögum er fer e. t. v. ekki
í bakaríið fyrr en rétt undir há-
degið, þá eru þessi fáu brauð síð-
an í gær öll búin! Það er víst
ekki ætlazt til að brauð séu borð-
uð á sunnudögum.
Þetta sagði þessi ágæta hús-
móðir. Og það er víst ekki ofsagt.
Það þætti víst einhvers staðar
hart að búa að slíkri brauðmenn-
ingu sem hér ríkir, og aldrei
heyrast samtök húsmæðra mót-
mæla eða gera nokkrar kröfur.
Það má e. t. v. segja að það sé
hart fyrir bakara að fara að
baka brauð kannski kl. 1 eða .2
um nótt, en ef þeir eru á annað
borð að taka að sér að baka fyrir
samborgara sína þá verða þeir
að gera það svo vel sem hægt er.
Þegar reykvískir bakarar voru
í verkfallinu í fyrrasumar fékk
maður send brauð alls staðar að
af landinu og virtist mér að flest
utanbæjarbrauðin væru betri
heldur en þau sem hér fást í
verzlunum. — Það er undarlegt!
A. Bj,
innan sinnar iðnar, m. a. smíðað
píanó hjá Hornung & Möller og
gluggakarma, hurðir og húsgögn
í danska stúdentagarðinn í París.
Við spurðum auðvitað fyrst
hvernig hefði staðið á að hún
tók upp á því að læra að smíða
húsgögn, það var þó ekki talið
neitt kvenmannsverk fyrir hálfri
öld, og hvort ekki væri erfitt
fyrir konu að vinna að smíðum.
— Það er aðeins erfitt fyrst í
stað, þangað til maður hefur
fengið þjálfun. En starf húsmóð-
urinnnar er raunar miklu erfið-
ara en mitt. Hún er sívinnandi
og starf hennar er ekki metið
að verðleikum.
Hvernig ég byrjaði? Ég var
alltaf að smíða þegar ég var
krakki. Ég átti verkfæri en eng-
ar brúður. Þegar ég var 12 ára
ákvað ég svo að verða snikkari.
Allir hlógu að mér — nema
pabbi. Hann var danskur mál-
arameistari, sem starfaði hér í
40 ár og dó hér. Móðir mín var
aftur á móti íslenzk. 14 ára gam-
alli var mér komið til náms til
eins húsgagnasmiðsins í bænum.
Verkstæðið var í Bankastræti 10,
þar sem nú er komin blómabúð.
I sama húsi var Pétur Brynjólfs-
son hirðljósmyndari og þar vann
Petersen ,sem seinna eignaðist
Nýja Bíó.
Að tveim árum liðnum fór
húsgagnameistarinn af landi
burt. Eftir það málaði ég hjá
pabba í 3 ár, til að gera eitthvað
því ekki gat ég farið að sauma.
En ég gat aldrei fellt mig við
að mála. Ásta Árnadóttir málari
lærði líka hjá pabba. Þá vorum
við stundum báðar í einu uppi
í stigum að mála. Svo giftist hún
og flutti til Ameríku. Þegar ég
var 19 ára gömul fór ég svo til
Danmerkur og hélt áfram námi
í húsgagnasmíði, og hef unnið
sem sveinn í þeirri iðn síðan.
— Reyndist það ekki erfiðleik-
um bundið að velja og stunda
svo óvenjulegt ævistarf?
— Jú, strax í upphafi var það
dálítið erfitt. Þegar ég var 15
ára gömul, lét ég klippa á mig
drengjakoll og fór að ganga í
síðbuxum. Það vakti alrnennt
hneyksli. Síðan er þetta orðið að
tízku og þá er allt leyfilegt. Þó
þykir mörgum skrýtið að svo
fullorðin kona skuli ganga í síð-
buxum, en það hef ég gert alla
ævi. Það hentar miklu betur í
mínu starfi.
Þegar ég kom til Danmerkur
var það ekki algengt að konur
gerðust húsgagnasmiðir. Þó var
ein kona, sem rak verkstæði og
hafði marga sveina í sinni þjón-
ustu. Og enn er ég eina konan
í stéttarfélagi húsgagnasmíða-
sveina í Danrnörku. Aðrar konur
hafa lokið námi í þessari iðn, en
þær sem ekki hafa hætt við svo
búið, hafa gerzt húsgagnateikn-
arar eða híbýlafræðingar. Ætli
maður að vinna á verkstæði að
náminu loknu, verður maður að
sjálfsögðu að vir.na á við karl-
mennina. Námið í húsgagnasmíði
tekur 5 ár í Danmörku, en hí-
býlafræðingarnir þurfa aðeins að
ljúka tveggja ára námi í iðninni.
— Og hvað getið pér nú sagt
okkur um nýtízkulegu, dönsku
húsgögnin?
Húsgagnateiknarar nú til dags
hafa geysilegt hugmyndaflug, og
mér þykir ekki allt fallegt sem
þeir gera. En það er vissulega
mikið til af fallegum nýtízku
húsgögnum. Það er aðallega vinn
an á dönsku húsgögnunum sem
er svo vönduð. Nú er teak í
Ragnheiður Bertelsen
tízlcu og þá verða allir hlutir að
vera úr því efni. Áður var það
mahogni og hnota og þá var það
alveg sama sagan.
Frk Berthelsen hefur komið
nokkrum sinnum heim til æsku-
stöðvanna síðastliðin 10 ár, en
þá hafði hún verið eriendis í sam-
fleytt 28 ár, þar af 11 ár í París.
Hún talar enn góða íslenzku, en
segist ekki fylgjast vel með ef
margir tala saman. íslenzkan
hafi breytzt svo mikið og svo
mörg ný orð bætzt við, sem hún
ekki þekkir. Nýju orðin okkar
séu svo erfið, en falleg séu þau
flest — eins og gamla málið.
Framh. á bls. 17
Góbur drykkur
banda yngstu af-
mæUsgesfunum
KAUPSTAÐAKRÖKKUM þykir
oft hálfgert „svindl“ að eiga af-
mæli á sumrin, því þá verður oft
heldur lítið úr afmælisveizlunni.
Fá börn eru í bænum og fullorðnir
hafa um annað að hugsa.
Ef gott er veður, má halda af-
mælisveizluna úti undir berum
himni og hafa veitingarnar í sam
ræmi við það, þá þarf ekki mikla
fyrirhöfn. í staðinn fyrir heitt
súkkulaði má hafa kalt kakó.
Það er ekki síður vel þeg-
ið, ekki sízt þar sem hægt er að
drekka það gegnum strá. Með því
nægir að hafa smurt kex og ávexti
á eftir.
Kakóið er búið til á eftirfarandi
hátt: í 4 giös af kakói, þarf 2
egg, 1 msk. af sykri, 1 msk. af
kakó og % 1. af kaldri mjólk. Egg
in eru þeytt í stórri skál, sykrin-
um bætt út í, ásamt kókóinu, sem
þarf að yera alveg kekkjalaust.
Nú þarf að þeyta svo rösklega, að
drykkurinn verði léttur í sér og
loftkenndur. Því næst er mjólk-
inni smám saman bætt út í og
þeytt á meðan. Nú er drykkurinn
tilbúinn, og hann á hvorki að vera
of sætur né of mikið kókóbragð af
honum.