Morgunblaðið - 06.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. júlí 1958 komið gætu í stað Dakota ílug- vélanna, en ennþá væri ekkert ákveðið um endurýjun, enda engin tegund komin á markað- inn, sem hefði alla kosti Dakota- flugvélanna til að bera ásamt þeim hraða og þægindum, sem krafizt yrði í framtíðinni. Ekki hefur Petee flugstjórí alveg snúið baki við blaðamennsls unni, því hann hefur ásamt flug- stjórnarstörfunum, verið ritstjóri félagsblaðs Allegheny Airlines, þar til nú fyrir skemmstu. Þau Petee-hjónin báðu að lokum fyr ir kveðjur til allra vina og kunn- ingja, sem þeim hefði ekki auðn- ast að heimsækja eða ná sam- bandi við, í þessari stuttu heim- sókn. i I i SKAK ui Flaug ,,gamla" Cullfaxa í fyrsta sinn hingað Stutt samtal við Frank Petee flugstjóra ER millilandaflugvélin Gullfaxi eldri, kom fyrst hingað til lands, hinn 8. júií 1948, var fiugstjór- inn Bandaríkjamaður, Frank Petee að nafni. Hann dvaldist hér á landi rúmlega sex mánuði og þjálfaði flugmenn Flugfélags fs- lands í meðferð vélarinnar og flaug með þeim fyrstu ferðirnar. Petee flugstjóri, kom aftur hing að tíl lands árið 1955 og enn nú fyrir nokkrum dögum, ásamt konu sinni, en hún dvaldist hér einnig 1948, ásamt dóttur þeirra hjóna, sem þá var þriggja ára í stuttu viðtali sagði Frank Petee frá því, sem á dagana hef- ur drifið frá því hann hóf flug- nám árið 1934, þá aðeins 14 ára gamall. Hann kvaðst snemma hafa fengið áhuga á flugi og ekki sett sig úr færi að komast út á flugvöll í heimaborg sinni og skoða flugvélar og flugvirkja að störfum. Er hann var 14 ára og enn í gagnfræðaskóla, hóf hann flugnám, en hvarf frá því er hann hafði öðlazt einkaflug- mannsréttindi. Fór þá í háskóla og lagði stund á oiaðamennsku- nám. Um það leyti er heimsstyrj- öldin seinni skall á, hætti hann blaðamennskunámi, sneri sér aft- ur að fluginu og réðst að loknu atvinnuflugmannsprófi til flug- félagsins Trans World Airlines, en hjá því félagi var hann flug- maður allt til ársins 1948. Á stríðs árunum flaug hann víða um heim og kom þá oft hingað til lands. Alltaf var lent á Keflavíkur- flugvelli og segir Petee flug- stjóri, að þótt umhverfi Keflavík- urflugvallar sé ekki til þess fallið að skapa glæsUega hugmynd um ísland, meðal þeirra er þar koma til stuttrar dvalar, þá hafi sér á stríðsárunum farið að þykja vænt um ísland. Hann kvaðst líka hafa flogið yfir Vestmanna- eyjar á þessum árum og sig hefði sízt grunað að Eyjamar ættu eftir að verða annar helzti viðkomu- staður í innanlandsfluginu, utan Reykjavíkur. Ekki segist Petee flugstjóri hafa lent í neinum svaðilförum á stríðsárunum, enda er maður- inn hógvær í framkomu og held- ur lítt á lofti, þótt sitthvað kunni að hafa verið í frásögur fær- andi. Frá því er stóru flugfélögin hófu reglubundið áætlunarflug yíir Atlantshaf og Kyrrahaf, stuitu eftir stríðsiok, starfaði Petee sem flugstjfui á millilanda flugvélurn T.W.A. ítugfélagsins. Árið 1948 íréiti httnn af kaup- um Flugfélags ísl.mds á Skymast erflugvél og það með, að þar rnundi vanta vanan mann til kennslu um tíma. Hann sagði þá lausu starfj sínu hjá T.W.A. og kom hingað með Gullfaxa í júlí sem fyrr er frá sagt. Petee flugstjóri, kona hans og dóttir, kunnu hér einkar vel við sig og eignuðust marga kunn- ingja og vini. Aðspurð hvað þau hjón hafi verið gift Iengi, segir frúin að hjónabandið sé jafn- gamalt íslenzka lýðveldinu. Með öðrum orðum: Giftingardagur- inn var 17. júní 1944. Reyndur flugstjóri. Eftir að hafa dvalið í hálft ár á íslandi 1948 og útskrifað tvo flugstjóra á Gullfaxa, fór Petee flugstjóri til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni og settist um kyrrt á heimili þeirra hjóna í Washington D.C. Hann hóf þá stuttu siðar störf, sem ílugstjóri hjá flugfélaginu Allegheny Air- lines, sem hefir áætlunarferðir milli margra helztu borga Banda- ríkjanna, og hefur starfað þar síðan. Allegheny Airlines á nú tuttugu og fimm flugvélar af gerðunum Martin 202 og Douglas DC-3, (Dakota). Petee sagði að Allegheny Air- lines væru eins og fleiri félög að svipast um eftir flugvélum, sem HEIMSMEISTARAMOT stúdenta hófst í Búlgaríu 5. júli. Mér þyk- ir því tilhlýðilegt að birta skák eftir tvo stúdenta, sem munu væntanlega vera þátttakendur fyrir Júgóslavíu á mótinu. Hvítt: Durasevic. Svart: Bogdanovic. Teflt á skákþingi Júgóslavíu 1958. Ben-oni árás. 1. d4, Rf6; 2. c4, c5; 3. d5, e6; Einnig 3. — e5, hinn svonefndi Ben-oni veggur, hefur á síðustu árum verið notaður. 4. Rc3, exd5; 5. cxd5, d6; 6. Rf3, g6; >að er ör- uggt að á g7 stendur svarti bisk- upinn bezt, en það er engan veginn 'öruggt að svartur lendi í erfiðleikum eftir 6. — Be7. 7. Bf4 Leikur, sem sjaldan er not- aður. Algengast er 7. e4. 7. — a6; 8. e4 Öruggara var 8. a4. 8. — Bg7; Til athugunar kom 8. — b5, því svartur þarf ekki að óttast 9. e5, dxe5; 10. Bxe5, Bg7; 11. Bxb8, Hxb8; 12. De2f, De7; 9. Be2, 0-0; Hér var engin ástæða að bíða með 9. — b5, en skyndi- lega lokar hvítur þeim mögu- leika. 10. a4, De7; Betra en 10. — He8 vegna þess að Rb8 er nú frjáls ferða sinna. 11. Rd2, Rbd7; 12. 0-0, Re5? Svartur planleggur peðsfórn, sem reynist þó ekki á rökum reist. Rétt var 12. — Hb8 t. d. 13. Rc4, Re8; 14. a5, b5; 15. axb6, Rxb6 með svipuðum möguleikum fyrir báða. 13. Bg3, Rh5; 14. Bxh5. Hvítur verður vita skuld að taka fórninni, því ann- ars Ieggur svartur undir sig stöð- I una. 14. — gxh5; 15. Bxe5. Slæmt væri 15. Dxh5 vegna 15. — Bg4; 16. Dh4, Bf6; 17. Dh6, Bf6 og vinnur. Svartur hótar einnig h4 og f4, svarar hann með h4. 15. — Dxei; 16. Rc4, Df4; Svo langt hefur Bogdanovic reiknað, en hann hefur bara ekki reiknað með 17. Dxh5!, Bg4; 18. Dh4, Bf6; 19. Re2! Brýtur á bak aftur allar ráða- gerðir svarts. 19. — Bxh4; Við skulum athuga nokkra aðra mögu ABCBEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 19. Re2! leika. 1) 19. — Dxe4; 20. Dxf6, Dxc4; 21. Rf4, Dd4; 22. Dxd4, cxd4; 23. f3, Bf5; 24. Hfdl með peðsvinning. 2) 19. — Dg5; 20. Dxg5, Bxg5; 21. f3 og svartur tapar liði. 20. Rxf4, Bg5; 21. f3, Bd7; 22. Rh5, Bxa4; 23. Rxd6, Be3t; 24. Khl, Bb5; Þvingað, ef 24. — b5 kemur 25. f4. 25. Rxb5, axb5; 26. Rg3, Bd4; 27. Habl, Ha2; 28. Rf5, Bf6; 29. f4, Bxb2; 30. Hf2, Hfa8; 31. g3, c4; 32. Hbb2, c3; 33. He2, b4; 34. Kg2, h5; 35. d6, f6; 36. Kf2, b3; 37. Hxc3, b2; 38. Hb3, Ha2; 39. Kel og svartur gaf. Skákþra^. ABCDEFGH Hvítur mátar í 3. lelk. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á eftirfarandi skákþraut í þýzku skáktímariti. Það skemmtilega, sem ég sá í þessari þraut var hve erfitt mér reyndist að finna 2. leikinn. En alls varð ég að eyða 10. mín í að leysa þrautina. Lausn í næsta þætti. IRJoh. Ekki ádráttarveiði heldur dragnótaveiði segir undirréttur og það staðfestir Hœstirétfur í HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í máli er ákæruvaldið höfðaði gegn Magnúsi Grímssyni skip- stjóra Ferjuvogi 21 hér í bænum. Var Magnús ekki dæmdur til refs ingar, en hann hafði gerzt sekur um dragnótaveiðar í landhelgi. Magnús var kærður fyrir að hafa verið að dragnótaveiðum á Skarðsvík á Snæfeilsnesi í ágúst- mánuði 1956. Þær veiðar stund- aði hann á þann hátt að nótin var dregin með vindum, sern stað- settar voru í landi, eftir að henni hafði verið kastað af bátnum, en það var mb. Sæborg frá Reykja- vík. Var fiskurinn innbyrtur í bátinn en nótin ekki dregin í fjöru. Annað ákæruatriðið í sam- bandi við þessar veiðar var að báturinn hafði verið að dragnóta- shrifar úr d&gl&ga lífinu Þegar hlýnar á íslandj FÓLK hefir varla kunnað sér læti undanfarna daga í þess- um óvenjulegu hlýindum. Skjól- flíkurnar hafa fengið að fjúka og hefir varla dugað til að halda á sér svala, svo mikill hefir hit- inn verið — og veðurkyrrðin. Ef til vill er þetta sama hitabylgjan sem gengið hefir yfir Danmörku að undanförnu og jafnvel orðið þar allmörgu fólki að bana, enda mun hitinn hafa verið þar tölu- vert meiri en hér. Það er annars dálítið furðulegt, hve þjóðir sem búa við tiltölulega mjög hlýtt loftslag allt árið um kring — t. d. allt suður við Miðjarðarhaf, þola illa sumarhitana. Eða það finnst að minnsta kosti íslendingnum, sem streitist við að ferðast þar syðra um hásumarið, og geng- ur margar mílur á dag á göt- um og vegum — og áiíka margar upp og niður tröppur og stiga í óslökkvandi þorsta að sjá allt, sem séð vérður og læra allt, sem lært verður i þessari eða hinni borginni, sem leið hans liggur um. Það er ekk- ert undarlegt, þótt það hvarfli að honum, að hver dagurinn kunni að vera hans síðasti, þegar inn- fæddir menn í kringum hann 1 dæsa og stynja — og einn eða fleiri á degi hverjum leggja hrein lega upp laupana af völdum hit- ans. Miður ánægt TþEYNDAR hefir maður líka hitt fólk undanfarna daga, sem hefir verið miður ánægt með veðurfarið, og óskað hitamoll- unni og mistrinu veg allrar ver- aldar. Og víst var loftið blessunar lega tært og hreint eftir skúrina á föstudaginn. — Hún hefði gjarn an mátt standa dálítið lengur. E1 Gleymdist að skrúfa frá? N mér dettur nú í hug í þessu sambandi útlend kona, kana- dísk var hún, sem stödd var hér á landi fyrir skömmu, reyndar var það áður en þessi miklu hlýindi komu. Þessi kona bar sig illa yfir kuldanum hér. Daginn sem ég hitti hana var þó alls ekki kalt í veðri en það hafði rignt og hún hafði haldið sig inni í hótelherbergi sínu — óupphituðu — allan daginn fram til kvölds. Þetta var á sjálfri „Borginm“, eina gistihúsinu í Reykjavík, sem teljast á fyrsta flokks og megnið af öllum erlendum gestum gistir meðan þeir dveljast hér. Ég býst við. að, enginn af starfsliði hót- elsins hafi fundið til kulda við vinnu sina þennan dag, svo að það hefir ef til vill bara gleymzt að skrúfa frá hitanum! En út- lendir gestir, reyndar innlendir líka, sem sátu um kyrrt í her- bergjum sínum hafa kannski nokkuð aðra sögu að segja. Kannslci er ég verri ísiendingur fyrir, að mér fannst ég ekki geta borið í bætifláka fyrir Hótel Borg við þessa útlendu konu, sem var allt annað en hrifin. R Ódýrir tómatar! ÖDD úr bænum: Þeir hafa víst verið margir sem veittu sérstaka athygli út- varpsauglýsingu þessa dagana frá grænmetissölum: Kaupið ó- dýra tómata! Jú tómatar hafa lækkað, úr 32 kr. kg í kr. 29,40. Þarna er ódýra grænmetið, sem almenningur á að neyta í staðinn fyrir kartöflur, sem nú fást ekki, þótt gull væri í boði. Undanfarin ár hafa tómatar verið seldir á 26 kr. kg fyrst er þeir komu á markaðinn. í ár á 32 kr. Og svo eigum við að trúa að við séum að gera kjarakaup er við greið um hálfa þrítugustu krónu fyrir eitt tómatakíló. — Trúi þeir, sem trúa vilja og kaupi þeir, sem kaupa vilja — og efni hafa á. veiðum á sama stað, nokkru síð- ar, en þá á þann háfct að nótin var dregin að bátnum með vindu hans, en báturinn lá fastur við dufl um 35 faðma frá fjöruborði, og fiskurinn síðan innbyrtur í hann, en nótin ekki dregin í íjöru. Magnús Grímsson hóf þessar veiðar eftir að hafa aflað sér leyfis nothafa jarðarinnar, sem er póst- og simamálastjórnin, til að stunda ádráttarveiðar fyrir landi jarðarinnar. Áður hafi hann stundað slíkar veiðar fyrir tvo menn sem upphaflega fengu leyfi til þeirra, með þeim fyrir- vara að ekki fælist í því fyrirheit um að ekki yrði siðar kært yfir þessum veiðiaðferðum. Hafði dómsmálaráðuneytið hlutazt til um að veiðarnar yrðu ekki stöðv- aðar a. m. k. í bili. Þannig var Magnús Grlmsson í góðri trú um að veiðar þessar væru fyiiilega lögmætar enda gerði hann sér ekkert far um að leyna peim. Forstjóri landhelgisgæzlunnar og aðrir starfsmenn hennar töldu mjög hæpið að veiðar þessar væru löglegar og taldi forstjór- inn nauðsyn á því að fá úrskurð um lögmæti þeirra. Magnús hóf veiðar þessar í júnímánuði og stundaði þær óslitið til águstloka. Var afli yfirleitt góður eða allt upp í 7220 kg í „róðri“. Hæstiréttur staðfesti dóm und- irréttar í málinu, en í forsendum segir m. a. svo: „Dómurinn telur að veiðarfæri það, sem notað var við veiðar þær er hér um ræðir. sé dragnót í skilningi 2. mgr. 1. gr. iaga nr. 45/1937 um bann gegn dragnóta- veiði í landhelgi. Ennfremur tel- ur dómurinn, að bannákvæði lag anna taki til allra veiða með þeim tækjum, sem til dragnóta teljast samkvæmt þeirri skiigrein ingu er greinir í síðast talda á- kvæðinu, þar með til ádráttar- veiða, að svo miklu ieyti, sem undantekningarákvæði 3 gr. lag- anna veitir eigi heimild til hins gagnstæða. Tilgangur löggjaíans með undantekningarákvæði 3. gr, laganna var að banna ekki ádrátt arveiðar eða fyrirdrátt úr landi „þar sem þar er um „nótlög' að ræða, er liggja innan við land- helgi. . . “, sbr. Alþingistíðindi Á 1928 þskj. 312 bls. 532. Veitir á- Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.