Morgunblaðið - 02.08.1958, Page 9

Morgunblaðið - 02.08.1958, Page 9
LaugáWagur 2 ágúst 1958 \tOKC,ri\fíT 4f)1Ð 9 Pétur Ottesen hóndi og alþingismaður—sjötugur PÉTUR OTTESEN er borinn og barnfæddur Akurnesingur. Hann er fæddur að Ytra-Hólmi. Þar bjuggu á undan honum faðir hans og afi og þar hefur hann sjálfur ætíð átt heima. Allir hafa þeir feðgar gert garð sinn fræg- an. Ottesensnafnið sækja þeir frændur til Odds forföður síns, bróður Ólafs Stephensens stift- amtmanns. Ottesenar eru því komnir í beinan karllegg af séra Stefáni á Höskuldsstöðum, sem Stephensenættin kennir sig við, og hafa fáir menn á íslandi ver- ið honum kynsælli. í móðurætt á Pétur einnig til góðra að telja. Meðal náfrænda hans í þá ætt eru ýmsir gáfuðustu og fram- takssömustu menn í og úr Borg- arfjarðarhéraði. Sjálfur hófst Pétur snemma til mannaforráða. Hann var kos- inn á þing 1916, aðeins 28 ára gamall. Var það við fyrstu þing- kosningar, sem menn yngri en þrítugir voru kjörgengir. Pétur hefur setið á þingi ætíð síðan og nú þremur árum lengur en nokk- ur maður annar í sögu þjóðar- innar fyrr og síðar. Til saman- burðar má geta þess, að íslend- ingar fengu fyrst nokkurt stjórn- frelsi með stjórnarskránni 1874. Síðan eru nú liðin rétt 84 ár. Helming þess tíma hefur Pétur Ottesen setið á Alþingi. Pétur á ekki hina löngu þing- setu sína því að þakka að hann hafi leitað sér skjóls frá hret- viðrum stjórnmálanna. Þvert á móti hefur lengstum staðið um hann styr. Hann hefur ætíð ver- ið óhræddur að halda máli sínu til streitu og segja skoðun sína afdráttarlaust, hver sem í hlut átti. Hann hefur aldrei hlíft sjálf- um sér, og sjaldan öðrum, ef hann hefur talið sig þurfa að leggja góðu máli lið. Pétur er einarður maður, svo af ber og þykir stundum lítt sveigjanleg- ur. Jafnframt er hann flestum hlýrri, þegar á reynir, og allra vanda vill hann leysa. Á Alþingi nýtur Pétur trausts jafnt andstæðinga sem samflokks manna. En ætíð hefur hann skor- uzt undan vegtyllum og haggar enginn honum úr sínu fasta sæti á hinum yzta þingbekk. Þaðan hefur Pétur haldið margar sköru- legar ræður með sinni hvellu og karlmannlegu rödd. Væri of- raun að telja hér upp öll þau þingmál, sem hann hefur látið til sín taka. Þegar Pétur Ottesen var fyrst kosinn á þing, voru enn í gildi þau stjórnskipulög, sem hvíldu á stöðulögunum dönsku, er sögðu ísland vera óaðskiljanlegan hluta Danaveldis. Pétur er nú eini alþingismaðurinn, sem starf- aði á meðan þau stjórnlög voru við lýði. Nærri má geta, að hon- um hafi ekki líkað þau, enda var hann kosinn til Alþingis af hálfu þess flokks, sem harðast barðist fyrir afnámi þeirra. Hann var þá í þversumbroti Sjálfstæðis- flokksins gamla, í þeim hópi þingmanna, er fastast fylgdu fram kröfum íslendinga til fulls sjálfstæðis. Hinn sami andi hefur ríkt með Pétri ætíð síðan. Stundum heyr- ist, að hann beiti um of þeim starfsaðferðum, sem haldbeztar voru í þeirri viðuregin en eiga síður við eftir að ísland er orðið sjálfstætt. Einurð og óhvikul tryggð við góðan málstað eiga þó sannarlega ekki síður við nú en áður. Nátengd æskuáhuga Péturs á fullu sjálfstæði Islands er ákefð hans að endurheimta handritin, kröfur hans til Grænlands og forysta um friðun fiskimiðanna umhverfis landið. Pétur Ottesen mun ætíð verða talinn einn upphafsmanna þeirr- ar baráttu. Hann lagði lengi ríka áherzlu á friðun Faxaflóa en var jafnframt og ætíð síðan manna einaiðastur um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar. Þá hann gert sér betur grein fyrir því en ýmsir aðrir, að þær ráða- gerðir yrðu naldlitlar, ef íslend- ingar byggju sig ekki með öðr- um úrræðum en hingað til hafa verið framkvæmd til að verja landhelgi sína. í þessu sem mörgu öðru kem- ur fram, að Pétar sameinar á óvenjulegan hátt eld hugsjón- anna og hagsýni í framkvæmd- um. Frelsishagurinn hefur aldrei deyft áhuga hans á endurbótum í landbúnaði og sjávarútvegi að ógleymdum hlut hans að eflingu iðnaðar með þætti hans í raf- magnsvir*kjunum og byggingu Sementsverksmiðjunnar á Akra- nesi. í fjárveitinganefnd hefur Pétur átt sæti lengst af þing- tíma sínum og formaður hennar hefur hann verið öðru hverju. Pétur Ottesen hefur ekki ein- göngu látið margvísleg framfara- mál til sín taka á Alþingi. Hann er einnig atkvæðamikill fram- herji í margháttuðum umbóta- málum utan þings. Hann hefur lengi átt sæti bæði í stjórn Fiski- félags íslands og Búnaðarfélags Íslands. Eru það einsdæmi, að sami maður sitji í stjórn þess- ara höfuðsamtaka tveggja af aðalatvinnuvegum landsmanna. Þekking Péturs á sjávarútvegi er mikil. Á æskuárum stundaði hann sjóróðra og í kjördæmi hans er einn helzti útvegsstaður landsins, þar sem Pétur er öllu nákunnugur. Sjálfur er Pétur þó hefur j fyrst og fremst bóndi. Hann er einn þeirra, sem í senn er mikill félagsmaður og kann vel til sjálfs bjargar. Félagsmálastörfin eru ekki takmörkuð við þau, sem áður hafa verið talin upp, því að auk þeirra er Pétur og hefur lengi verið formaður Sláturfé- lags Suðurlands, eins farsælasta samvinnufélagsskapar bænda. Hann er og meðal forystumanna Rímnafélagsins og einn kunnasti Góðtemplari landsins. En jafn- framt öllum félagsstörfunum, er Pétur einn mesti bóndi landsins. Nýtur hann þar raunar stuðn- ings sinnar mikilhæfu konu, frú Petrínu Jónsdóttur. Hefur komið sér betur að hafa styrka for- stöðu á heimilinu, því að störfin sem frá kalla, hafa verið mörg, en Pétur sjálfur er og frábær af- kastamaður. Hann er ágætur heimilisfaðir, einn þeirra, sem er skjól og skjöldur síns skylduliðs. Pétur heldur mikilli tryggð við ættaróðal sitt og unir sér þar bezt. Hann hefur og á sinni löngu þingmannstíð gert meira fyrir byggðarlag sitt en flestir aðrir þingmenn. -Er þess skemmst að minnast, að án atbeina Péturs, mundi sementsverksmiðjan trauðla hafa verið reist á Akra* nesi. Pétri hefur stundum verið brugðið um það, að hann væri um of einsýnn í baráttunni fyrir hag kjósenda sinna. Þetta kemur af þvi, að Pétur veit, að fá eða engin mál ná fram að ganga Pétur Ottesen. nema a eftir þeim sé ýtt. En í raun og veru er Pétur manna víðsýnastur, sem lýsir sér í því, að fáir eru víðförulli Islendinga en nann. Um ísland hefur hann ferðazt þvert og endilangt og nú á efri árum hefur hann hvað eft- ir annað farið til erlendra landa og kynnt sér þjóðhætti þar. í slíkum ferðalögum lýsir. skap- lyndi Péturs sér og allir hættir einkar vel. Hann fer á fætur löngu á undan öllum öðrum ferðafélögum sínum og er oft búinn að skoða mikil mannvirki og heil borgarhverfi áður en þeir risa úr rekkju. Síðan er hann allan daginn jafnákafúr sem hin- ir að kynnast öllu, sem fyrir auga ber. Hann er glaður og reifur, svo af ber, í aðra röndina hlé- drægur, en jafnframt flestum öðrum ötulli að komast þangað, sem hann ætlar sér. Öllum er lán að eiga slíkan samferða- mann. Bjarni Benediktsson. Ágúst Pálsson Stykkishólmi : Björgunarskip og fyrir Breiðafjörð ÞAÐ hefir verið öllum ljóst, sem sótt hafa sjó hér við Breiðafjörð, að brýn þörf er fyrir björgunar- og gæzluskip á fiskileitum Breið- firðinga. Bezt hefir þetta komíð í ljós eftir 1940, er almennt var farið að gera báta út á vetrarver- tíð í verstöðvunum hér á Snæ- fellsnesi. Það mátti segja, að fram til þess tíma væru það aðallega Vestfirðingar, sem vitjuðu fiski- miða við Snæfellsjökul, og þá ekki fyrr en fiskur fór að ganga eftir miðjan vetur. En eftir þessi tímamót fjölgar bátum í verstöðv um hér vestra, og voru bátarnir yfirleitt stærri en þeir eldri Langræði varð meira, þar sem fiskur gekk til þurrðar á ínnmið- um vegna ásóknar togveiðiflot- ans, og þörfin þá enn brýnni fyrir gæzluskip. Þó má segja, að nokk- uð hafi aukizt veiði hér 4 bugt- inni, síðan friðunin gekk í gildi, og þá sérstaklega síðastliðna ver- tíð. Sumarið 1949 kom að málj við mig Þorbjörn Jónsson, Reykja- vík, og gat þess, að hann hefði fullan hug á að vinna að og styrkja, að Breiðfirðingar gætu eignazt björgunar- og gæzluskip, sem fylgdi bátaflotanum, líkt og Vestmannaeyingar hefðu og fleiri væru að koma sér upp. Vegna þessara ummæla bauð ég Þor- birni að mæta á sambandsfundi fiskideildanna á Snæfollsnesi, sem haldinn var í Grafarnesi 30. okt. þá um haustið. Þar var rætt mikið um þetta mál, og var al- mennur áhugi á því. Niðurstöður urðu þær, að kosnir voru menn í öllum verstöðvum sunnanverðu Breiðafjarðar til að hafa á hendi fjáröflun í þessu skyni. Að nokkrum tíma liðnufn eða 1954 gáfu svo hjónin, Svanhildur Jóhannsdóttir og Þorbjörn Jóns- son, Mímisvegi 2, Reykjavík, stofnsjóð fyrir Björgunarskútu Breiðafjarðar, — fimmtíu þús- und krónur, — sem afhentur var til vörzlu sýslumanni Snæfell- inga, og ávaxtar hann féð sam- kvæmt þeim skilmálum, er settir voru við afhendingu fjárins. — Þess skal getið strax, að svo er ákveðið í skipulagsbréfi þeirra hjóna, 4. grein, að skipið verði minnst 200 brúttó smálestir. — Þessi heiðurshjón eru vel þekktir Breiðfirðingar, og Þorbjörn, sem stundaði sjómennsku á yngri ár- um, kannast vel við sjósókn frá verstöðvum undir Jökli. Það má segja, að allur almenn- ingur taki þessari málaleitan vel. Þó varð nokkur aðdragandi þess, að málið kæmist á skrið. Ég held aðallega vegna þess, að nokkur tími fór í að finna hagkvæma fjáröflunarleið, sem gæft fé í hönd, svo að um munaði. — Á vetrarvertíð 1955 skrifuðu þeir Lúðvík Kristjánsson, ritsíjóri, Reykjavík, og Sig. Ágústsson, ut- gerðarmaður, til ákveðinna manna í hverri verstöð á Snæ- fellsnesi. I bréfi þeirra var farið fram á, að hafður yrði einn fjár- öflunardagur fyrir Björgunar- skútusjóð, og lagt til, að allir bátar færu eina sjóferð í því skyni að gefa aflaverðmætið í sjóðinn, eða eins og segir í bréfi þeirra: „Nú er það ósk okkar, sem tekið höfum að okkur að reyna að hrinda þessu í framkvæmd, að haga mætti þessu á eftirfar- andi hátt: Að sjómenn, útgerðar- menn, fiskverkendur og verka- fólk gefi allt, er snerti þennan eina róður. Með því legði hver aðili nokkuð af mörkum til þess, að þetta mætti fara sem myndar- legast úr hendi og bera sem bezt- an árangur.“ Þessu var vel tekið af útgerðar mönnum, skipshöfnum og öðrum, sem hlut áttu að máli. Róðrar- dagur var ákveðinn 1. apríl eða næsti fær dagur, ef veður haml- aði róðri þann dag.Þessu varfram gæzluskip fylgt, og kom mikið fé í Björg- unarskútusjóð í öllum verstöðv- um hér á Snæfellsnesi eftir þenn- an fyrsta fjáröflunardag. Þó var það nokkuð misjafnt, eftir afla bátanna í hverri verstöð. Nokkur mistök réðu því, að árið 1956 leið svo, að engin fjár- söfnun fór fram meðal almenn- ings, en seint á þvi ári fór líf að færast í menn og sáu, að við svo búið mátti ekki standa. Nokkrir menn í Ólafsvík stofnuðu fjár- öflunarnefnd og leituðu eftir sams konar starfsliði í hiuum verstöðvunum. Þau urðu úrslit mála, að 1. apríl um vorið mættu fulltrúar frá öllum verstöðvum í Ólafsvík. Þar var kosin fjáröfl- unarnefnd, einn maður frá hverj- um stað, og átti hann að hafa forustu um fjáröflun heima í sínu héraði. Þessir hlutu kosn- ingu: Danilíus Sigurðsson, Hellis- sandi; Ottó Árnason; Metta Krist jánsdóttir, Ólafsvík; Þorkell Run ólfsson, Grafarnesi og Ágúst Pálsson, Stykkishólmi. Ákveðið var, að síðasti vetrardagur skyldi hér eftir vera fjáröflunardagur fyrir Björgunarskútusjóð. Siðan hefir nokkurt fé komið inn þann dag og einnig á sjómannadaginn. Það kom berlega í ljós, að marg ir, sem hafa stundað sjó mikinn eða lítinn hluta ævi smnar og eiga minmngar þaðan, ljúfar eða sárar, eða hafa haft þar afskipti af, lögðu þessu máli lið með f jár- framlögum. Mér, sem þessar lín ur skrifa, þykir rétt að geta þeirra, sem hafa lagt stórgjafir í þennan sjóð, er ég hefi tekið við hér í Stykkishólmi. Og þá skal fyrst geta Sigurðar Magnússonar, hreppsstjóra, frá Kárastöðum. sem gaf í tilefnf 75 ára afmælis síns og til minningar um látinn vin frá æskuárunum 1250,00 kr., Stykkishólmsbíó gaf 1000,00 kr. Kristmann Jóhannsson, fyrrver- andi skipstjóri, til minningar um konu sína, Maríu Ólafsdóttur, sem lézt 1955, og foreldra sína, Guðrúnu Kristmannsdóttur, er andaðist 1916, og Jóhann Þorsteinsson, er andaðist 1917, 10.000,00 kr., og Ágústa Sigurðar- dóttir, Stykkishólmi, gaf 5000,00 kr. til minningár um foreldra sína, Björgu Jónatansdóttur og Sigurð Einarsson. — í tilefni 50 ára afmælis kvenfélagsins Hrings ins, Stykkishólmi, barst sjóðnum 5000,00 kr. gjöf frá kvenfélags- konum 28. febr. 1957. Og konurn- ar létu ekki þar við sitja, því að á sjómannadaginn í vor höfðu þær á hendi veitingar og gáfu sjóðnum allan ágóðann, 4770,00 kr. — Þann sama dag gáfu börn Rögnvaldar Lárussonar, Stykkis- hólmi, minningargjöf um foreldra sina, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Rögnvald Lárusson, skipasmið, bróður sinn, Lárus, rafstöðvar- stjóra, og fóstru sína, Ragnheiði Kristjánsdóttur, er gekk þeim í móður stað frá barnæsku, 10.000,00 kr. — Margir fleiri hafa gefið rausnarlega, og er þá helzt að geta þess, að slysavarnadeiid- in og verkalýðsfélagið í Flatey á Breiðafirði gáfu 5000,00 kr. og einstaklingar í hreppnum um 2000,00 kr. Má þetta teljast miög rausnarlegt, þegar þess er gætt, að eftir að útgerð lagðist þar niður, fækkar íbúum að miklum mun. — Við allt það fólk, sem lagt hefir þessu máli lið, erum við í stórri þakkarskuld. Ég, sem tel mig nokkuð kunn- ugan þessum málum, þykist vita, að margir séu þeir, sem enn hafa ekkert lagt af mörkum, en málið snerti þó ekki síður en þá, er þátt hafa tekið í fjársöfnumnni. Margir eru minnugir þeirra, sem háðu baráttu sína á sjónum, en náðu landi eftir harða útivist, og þeir eru geymdir, en ekki gleymd ir, er aldrei náðu landi. Þeir verða aldrei aftur heimtir, en bezt minnumst við þeirra með því að stuðla að því, að björgun- ar_ og gæzluskip fyrir Breiða- fjörð verði smíðað og þann veg hjálpað sjómönnum, sem nú sækja sjóinn, og aukið traust og trú þeirra, sem í landi bíða, oft í óvissu á óveðursstundum. Nú á næstunni á að halda fund í Reykjavík að tilhlutan sjávar- útvegsmálaráðuneytisins um fisk veiðitakmörkin og taka endan- lega ákvörðun um það mál. Við íslendingar vitum, að eftir Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.