Morgunblaðið - 02.08.1958, Side 15

Morgunblaðið - 02.08.1958, Side 15
Laugardagur 2 ágúst 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Lárus Krisljánsson 75 ára STYKKISHÓLMI, 1. ágúst . — Lárus Kristjánsson, trésmíða- meistari í Stykkishólmi er 75 ára í dag. Hann er fæddur að Straumi á Skógarströnd 2. ágúst 1883. For eldrar hans voru Vilborg Jóseis- dóttir og Kristján Magnússon, sem bjuggu þar. Lárus fluttist til Stykkishólms um 1906 með Rögnvaldi Lárus- syni, hinum þjóðhaga skipasmið og var æ síðan við smíðar með honum. Byggði hann mörg hús og báta. Árið 1908 kvæntist Lárus Þór- eyju Nikulásdóttur og eignuðust þau 5 börn. Eru 3 þeirra á lífi, 2 búsett í Stykkishólmi en eitt í Noregi. Lárus er mannkostamaður og drengur hinn bezti. — Á. H. í Amaaan í Jórdaníu hafa þessi vopn verið höfð til sýnis undanfarna daga. Vopnunum hafði ver- ið smyglað inn í Jórdaníu frá Sýrlandi. Björgunarskip Frú Krúsjeff í fangabúðum ? BONN — Dr. Bela Fabian, einn helzti forvigismaður samtaka ungverskra íióttamanna í Bánda- ríkjunum, sagði á blaðamanna- fundi í Bonn sl. miðvikudag, að kona sovézka forsætisráðherr- ans, Nikita Krúsjeffs, væri í fangabúðum í So vétrík j unum. Segist hann hafa fengið þessar upplýsingar frá Ungverjum, sem setið hafi í sömu fangabúðum og frú Krúsjeff. Dr. Fabian er nú á ferðalagi um Evrópu. Mjög lítið er María (Nína) vitað um frú Krúsjeff Krúsjeff, og það er ekki einu sinni vitað með vissu, hvort hún heitir María eða Nína að fornafni. Talið er, að hún hafi gifzt Krúsjeff 1929, meðan hann var við nám í land- búnaðarháskólanum í Charkov. Á Miklabæ í Skagafirdi ÞAÐ mátti með sanni segja þann 15. júlí sl., er ferðalang- urinn héit úr hlaði frá bænda- höfðingjanum Jóni Jón'ssyni og frú Sigurlínu Björnsdóttur á Hofi á Höfðaströnd eftir að hafa hvílzt þar náttlangt og notið risnu þeirra í veitingum og sam- ræðum. Var ferðinni heitið iil Akureyrar. Nú glóði héraðið í skyni ár- degissólarinnar. Fjallahringur- inn fagur og svipmikill. Tinda- stóll í vestur, Mælifellshnúkur í suður og Glóðafeykir og litfiíð Blönduhlíðarfjöll til austurs, Þórðarhöfði og Drangey hilltu upp við hafsbrún og til hægri lá hólmurinn í sumarskrúði. Og til beggja handa voru að sjá fögur og myndarleg bændabýli, sem mörg voru kunn af spjöldum sögunnar. En nú skyldi numið staðar í Miklabæ hjá Lárusi presti og frú hans, því er ég kom í hér- aðið daginn áður, heyrði ég þess getið, að umræddan dag ætti að minnast þar á staðnum 100 ára afmælis Björns prófasts Jóns- sonar, er fæddur var í Brodda- nesi, en verið hafði prestur í Miklabæ um 30 ára bil — eða frá 1891—1923. Þess bar og stað- urinn vott, fánar voru við hún og gestir voru komnir og fólk að drífa þar að. Voru það börn þeirra prófastshjónanna séra Björns og Guðfinnu og afkom- enda þeirra, ásamt fyrirmönnum héraðsins og gömlum vinum þeirra. Björn prestur Jónsson var fæddur að Broddanesi í Stranda- sýslu 15. júlí 1858. Foreldrar hans voru þau heið- urshjón Guðbjörg Björnsdóttir og Jón Magnússon. Þau höfðu hafið búskap á Broddanesi 1858 og bjuggu þar í nær 50 ár eða til þess að hann andaðist 1902. Þau voru komin af bændafólki hér í héraðinu, en áttu þó : framættir að rekja til Skaga- fjarðar — Garðakots í Hjalta- dal. Heimili þeirra Jóns Magnús- sonar og Guðbjargar var að sögn með miklum myndarbrag, með því iíka að styrkar stoðir auðs og landkosta jarðarinnar hafa skapað búskaparframtíð þeirra. Jón Magnússon var að sögn maður geðprúður, starfsamur, íhygglin og styrkur í lund. Síð- ustu 28 ár ævinnar var hann blindur, en vann þó einkurh að smíðum. Aldrei hafi þess orðið vart að gleði hans raskaðist. Guðbjörg var að sögn skör- ungur mikill, hreinlynd, hjarta- hlý, en ráðrík og ráðholl. I fátækt nágrannans var engum erfið gangan til húsmóðurinnar á Broddanesi. Þar mun sem og í fleiru hafa verið liíað sam- kvæmt þeirri lífsskoðun, að hin hægri vissi ekki hvað hin vinstri gerði. Sterkur þáttur í skapgerð þess ara hjóna og fram í ættir, fróð- leiksþorsti, og leit að' sannleik- anum, hvar og í hverri mynd, sem hans var að leita og þörf á ljósi hans í lífinu. Sagt er að kjörfaðir Guðbjargar sem var og móðurbróður Jóns, þau syst- kinabörn, hafi lagt sig meir eftir lífskoðun Maríu en Mörtu. — Börnum sínum veittu þau hjón þeirrar menntunar og lærdóms, sem þátíminn veitti kost á, enda sýndu þess vott í lífsstarfi sínu. Tveir af sonum þeirra hjóna, Guðbrandur og Þorsteinn, létust um þrítugt, báðir bændur með góð efni og vel látnum, þrjár af dætrum þeirra bjuggu í Brodda- nesi allan sinn búskap með myndarbrag og rausn. Systkinin voru 6, er komust til fullorðins ára. Og er ég nú í fyr'sta sinn sá Miklabæjarsystkinin, kenndi ég þar hinna sterku ættareinkenna, skörungsskap og hjartahlýju, viljafestu og prúðmennsku, ömmunnar og afans í Brodda- nesi. Á tilsettum tíma hófst minn- ingarathöfnin, með guðsþjónustu i Miklabæjarkirkju. Meðal kirkjugesta voru flestir prestar Skagafjarðarprófastsdæmis, auk þriggja dóttursona séra Björns, sem nú eru þjónandi prestar þ j óðkirkj unnar. Eftirmaður séra Björns pró- fasts og tengdasonur, séra Lárus Arnórsson, flutti skörulega minningarræðu, dóttursonur séra Björns, séra Ragnar Fjalar, prestur á Siglufirði, þjónaði fyr- ir altari. Athöfnin fór öll fram með viðeigandi sæmd og virð- ingu. Að guðsþjónustu lokinni var kirkjugestum boðið til stofu, þar sem veitt var af rausn og mynd- arskap, ásamt uppbyggilegum umræðum. Er maður er staddur á jafn söguríkum stað sem Miklabæ, ómar í eyrum okkar fótatak kyn- slóðanna, margbreyttar raddir um hamingju og óhamingju, sigra og ósigra. Við heyrum vopnagný frá Ör- lygsstöðum, þar sem giæsileg- ustu höfðingjar þjóðarinnar bár- ust á banaspjót. Það heyrast stunur og dauðahrygla konunn- ar, sem fargaði sér vegna þess að samtíðin taldi ást hennar synd og verknað hennar brot á landslögum. Við sjáum þann er hneykslinu olli — hverfa. Við heyrum og sjáum skáldið á Bólu ræða við prófastinn, á spekimáli hins vitra manns um gullaldarmál og torráðnar gátur lífsins. Við heyrum prestahöfðingjann, sem nú í dag er minnzt, ræða við sóknarbörn sín með þeirri hógværð, en andans krafti, að gamlir vinir og heyrendur koma um langa vegu að taka þátt í minningu hans. Er gott um slíkt að vita, því meðan nútíminn er minnugur sinna beztu manna, þótt gengnir séu, er framtíð þjóðarinnar ekki hætta búin. Með kveðju til frændfólksins og allra þeirra er staddir voru á Miklabæ 15. júlí. Guðbr. Benediktsson. Hljómsveitarstjóri flýr til V-Berlínar BERLÍN — Sl. mánudag flúði austur-þýzkur hljómsveitarstjóri frá Austur-Berlín til Vestur- Berlínar. Heitir hann Helvat Grahl og er 43 ára að aldri. — Hann stýrði 11 manna hljómsveit í A-Þýzkalandi þangað til í marz í ár, en þá var honum bannað að spila, af því að kommúnisk yfirvöld álitu hann hafa spilað of mikið af jasslögtpn. Grahl fékk leyfi til að fara til Vestur- Berlínar undir því yfirskyni að sækja þangað eigur nokkurra austur-þýzkra dansmeyja. Fór hann gegnum Brandenborgar- hliðið í 17 manna bifreið, sem hann hafði notað til að ferðast um með hljómsveit sinni. I bifreiðinni voru öll hljóðfæri hljómsveitarinnar og einkennis- búningar hljómsveitarmanna hans. Segist Grahl nú vera reiðu- búinn til að byrja nýtt líf, þar sem hann má spila eins mikið af jasslögum og honum þóknast. Á sama tíma og Grahl ók gegn- um hliðið, fóru kona hans og sonur til Vestur-Berlínar með neðanj ar ðarbrautinni. Japanskir stúdentar mótmæla TÓKÍÓ, 1. ágúst. — Reuter. — Allstór hópur stúdenta safnaðist í dag saman við sendiráðsbygg- ingar Breta og Bandaríkjamanna í Tókíó til að mótmæla flutningi bandarískra og brezkra her- sveita til Líbanon og Jórdaníu. En lögreglan hafði haft veður af áformum stúdentanna og kom þegar á vettvang. Talsmaður lög- reglunnar sagði, að Japanir kærðu sig ekki um, að slík atvik ættu sér stað í Tókíó og við sendiráðsbyggingar erlendra ríkja í Moskvu. Framh. af bls. 9 útfærslu fiskveiðitakmarkanna vantar okkur skip til gæzlustarfa. Því er nauðsynlegt, að allir, hvar sem er á landinu, leggist á eitt að leysa það mál færsællega. Það mun láta nærri, að í Björg- unarskútusjóði Breiðafjarðar séu nú um 400.000,00 kr. alls í ver- stöðvunum við Breiðafjörð. Breiðfirðingar, hvar sem þið eruð staddir: Gefið þessu máli gaum, styðjið það með fjárfram- lögum, því að okkur mun öllum lljóst, að Landheigisgæzlan og rikisstjórn íslands munu koma til móts við okkur með aðstoð; ekki sízt, er sést, hve þetta er okkur mikil lífsnauðsyn. Fylkið ykkur um þá menn, sem hafa tekið að sér fjáröflun á hverjum stað, og sýnið viljann í verki. Stykkishólmi í júlí 1958, Ágúst Pálsson. Þau eignuðust þrjú börn. Einn sona sinna misstu þau í heims- styrjöldinni síðari. Einnig skýrði dr. Fabian frá því, að syni Laszlo Rajks, fyrr- verandi utanríkisráðherra Ung- verjalands, og barnabarni Imre Nagys, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefði verið komið fyrir á kommúnisku barnaheimili í Ungverjalandi, og hefðu þau ver- ið látin skipta um nöfn. Simanúmer okkar er 2-24-80 I No!ukrir husgagnasmiðir og vanuir vélamaður óskast. — Upplýsingar í síma 18909. Hjartkær eiginmaður minn, ÞÓBARINN JÓNSSON, fiskimatsmaður, lézt í Landspitalanum 30. júlí. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. ágúst. Blóm og kransar afbeðnir. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Ingibjörg Kristjánsdóttir. Bróðir okkar MAGNtJS JÓNSSON frá Hallgeirsey, andaðist 31. júlí í sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn. Fyrir hönd systkina. Siffiirður Jónsson. GUÐRÚN SIGURÐARDÖTTIR matsölukona, Miðtúni 1, andaðist að heimili sínu 30. júlí. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Líndal Jóhaunsson, Öskar Jóhannsson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður SIGURJÖNS I*. JÓNSSONAR fyrrverandi útibússtjóra. Kristín Þorvaldsdóttir, Þórdís Sigurjónsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir, Haukur Vigfúson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.