Morgunblaðið - 02.08.1958, Page 14

Morgunblaðið - 02.08.1958, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2 ágúst 1958 Ve/ skspað landslið mœtir ,,pressu- þar sem nýir menn kama fram 44 EFTIR alllanga hvíld er nú I eru að myndast knattspyrnulið knattspyrnan aftur að komast í gang og „síðasta æfingin" fyrir landsleik við írskt atvinnumanna- lið er á þriðjudaginn er landslið- ið mætir „pressu“-liði. Liðin voru tilkynnf í blaðinu í gær en þau eru þannig frá markv. til v. útherja. Landslið: Helgi Daníelsson, IA, Hreiðar Ársælsson KR, Jón Leos- son IA, Sveinn Teitsson IA, Hall- dór Halldórsson Val, Sveinn Jóns- son KR, Þórður Þórðarson IA, Ríkharður Jónsson IA, Þórólfur Beck KR, Albert Guðmundsson IBH og Ellert Schram KR. Pressulið: Heimir Guðjónsson KR, Árni Njálsson Val, Rúnar Guðmannsson Fram, Páll Aróns- son Val, Hörður Felixson KR, Einar Sigurðsson IBH, Páll Jóns- son IBK, Björn Helgason IBI, Ragnar Jónsson IBH, Helgi Björgvinsson ÍA og Ásgeir Þor- steinsson IBH. Það er 6 Akurnesingar, 6 KR- ingar, 4 Hafnfirðingar, 3 Vals- menn, Framari, Keflvíkingur og ísfirðingur. Landsliðsnefndin gerir nú all- miklar breytingar frá síðasta landsliði. Frá því liði velur hún nýja bakverði, nýja hliðarfram- verði og 3 nýja framherja og gerir auk þess róttæka breytingu með Þórð Þórðarson sem mörg undanfarin ár hefur verið mið- herji en verður nú útherji. Eftir valinu má ætla að margt og mik- ið hafi breytzt í ísl. knattspyrnu síðan ísland mætti Belgíu í sept. s. 1. Breytingarnar í knattspyrn- unni eru þó kannske ekki svo miklar sem breytingar liðsins gefa til kynna, heldur fer nú landsliðsnefndin inn á nýjabraut, þar sem af meiri víðsýni en áður er leitað að nýjum mönnum, ungum mönnum gefinn kostur á að reyna sig. Er þetta sannar- lega vel farið og gefur vonandi góða raun. Má og meðal almenn- ings finna að menn eru ánægðari með landsliðsnefndina en oftast áður og verður gaman að sjá árangurinn. Margt knattspyrnumanna kom til greina í pressuliðið og hefur sjaldan eða aldrei verið úr stærri hóp að velja. Margir hinna eldri leikmanna áttu sannarlega mesta möguleika á að komast í liðið, og einnig margir ungir. Kemur einnig fleira til. Hérlendis víða utan Reykjavíkur, skipuð mönnum með ýmsa góða hæfi- leika, en lítt reynda. Tækifæri þeirra til að leika í „stórum“ leikum eru næsta fá. Hin nýju lið Hafnasfjarðar, Akureyrar, Isafjarðar og Keflavikur, svo ein hver séu nefnd, fá sum hver eng- an leik, sem nokkra þýðingu hef- ir við beztu leikmenn íslands. Önnur, sem komast í 1. deild fá 5 leiki ár hvert — og þar með búið. í og með af þessum sökum varð það ofan á hjá blaðamönn- um að lofa nýju mönnunum að spreyta sig að þessu sinni. Það ætti sannarlega að vera hvatning fyrir þá og um leið örvun fvrir knattspyrnuíþróttina á þeim stöð- um er þeir eiga heima. Takmark pressuliða er ekki að lúskra sem mest á landsliðinu, heldur hitt að leiða fram í dagsljósið nýja menn, opna þeim leið til úrvals- liða og landsliðs, og veita lands- liðinu eins góða æfingu og unnt er. Eftir pressuleikinn er síðasta tækifærið að breyta landsliðinu. Þeir, sem í pressuliðið veljast, hafa allt að vinna, engu að tapa. Þeim er fengið gullíð tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Og hví þá ekki að leita uppi þá menn, sem ekki sjást dags dag- lega, en hafa sýnt tilþrif í leik- um sinna liða. Eðli málsins samkvæmt á lands liðið að hljóta sigur. Það er liðið sem fyrr er valið, „11 beztu“. Sé blómaskeið hjá knattspyrn- unni þarf ekki að muna miklu á „11 beztu“ og „11 næstbeztu". Úr því eiga pressuleikir að skera. Hreinir nýliðar í úrvalsliðum fullorðinna eru þó ekki nema tveir í „pressuliðinu“, Páll Jóns- son frá Keflavík og.Björn Helga- son frá ísafirði. En þeir hafa báðir vakið athygli fyrir lagni, kunnáttu og ýmsa aðra hæfileika, sem gera þá sannarlega hæfa til að koma fram í úrvalsliði. ■— Hvernig það svo tekst í fyrsta sinn er annað mál og óreynt. Við val liðanna tveggja hlýtur að renna upp fyrir mönnum, að við eigum tvo álíka góða mark- verði, sem þó eru mistækir en sýna stundum góðan leik. Við eigum lítið af góðum bakvörðum og þar er ef til vill mesti veik- leiki landsliðs okkar. Við eigum allmarga framverði, sem erfitt er Sérstakar umferðarráðstafanir gerðar vegna landsleiksins MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 11. ágúst er landsleikur íslands og írlands verður á Laugardalsvellinum, mun lögreglan gera sérstakar ráð- stafanir til þess að umferð að og frá vellinum gangi sem greið- legast. Er það að beiðni mót- tökunefndarinnar, sem þetta er gert, og væntir bæði nefndin og lögreglan að fólk virði vel leið beiningar lögreglunnar og geri sitt til að umferð gangi vel og greiðlega. Það hefur komið á daginn að nokkrir erfiðleikar eru á því að komast á stuttum tíma að og fra vellinum. Lögreglan hefur þó gert sitt til að bæta úr og hefur ástandið í þessum efnum æ farið batnandi. Nú verða enn gerðar sérstakar ráðstafanír og eru allir beðnir að veita lögreglunni lið til þess að allt gangi greiðlega. Sala aðgöngumiða á leikinn er hafin. Eru miðar seldir á Mela- vellinum kl. 1—6 daglega, Bóka- verzlun Lárusar Blöndal kl. 9—6 daglega og Bókaverzlun Helga- fells, Laugavegi 100 kl.*9—6. Sérstök leikskrá verður gefin út í sambandi við leikinn. Er þar kappliðsmanna getið ítarlega, greinar eru um írskt íþróttalíf, um írland o. fl. að gera upp á milli. Við eigum enga góða útherja og aðeins ör- fáa góða framherja. Það er því fullkomin nauðsyn á að gera nýj- ar tilraunir og það er gert í báð- um liðum, eins og á hefur verið bent. Keppnisför ÍBK S. L. fimmtudagskvöld lauk níu daga keppnis- og skemmtiferða- lagi um Norður- og Austurland, er Ungmennafélag Keflavíkur efndi til með 3. og 4. fl. í knatt- spyrnu. Keppt var við jafnaldra á Ak- ureyri og í Neskaupstað og keppni háð við Knattspyrnufélag Akur- eyrar og íþróttafélagið Þrótt, Neskaupstað. Gestirnir hafa sýnikennslu í golfleik. Með kyífíngum i Hveragerði TÍÐINDAMAÐUR blaðsins brá sér austur í Hveragerði á dög- unum að því sérstaka tilefni að þar voru góðir gestir á ferð, komnir alla leið vestan frá Bandaríkjunum. Tilefni . komu þeirra hingað var að vera við opnun æfingahúss fyrir golfleik- ara á Keflavíkurflugvelli. En þaðan ferðaðist fólkið síðan til Akureyrar, Reykjavíkur og síð- ast til Hveragerðis. Að sjálfsögðu voru velflestir gestanna golfleikarar. En það sem kannske er sérstæðast við heimsókn þessa fólks er að það kom hingað fyrir tilstilli kvenna- samtaka í Bandaríkjunum, þ. e. Amer.ican Women’s Voluntary Services, Inc. Saga þessa félags- skapar er efni í grein út af fyrir sig, en verður ekki rakin hér. Þess skal aðeins getið að félags- skapur þessi annast alls konar hjálparstarfsemi, m. a. bæði á sjúkrahúsum og hressingarhæl- um. Eitt af störfum félagskvenna er að veita sjúklingum, sem mega hafa útivist, tilsögn í golf- leik þeim til hressingar. Ef ekki kæmi starf þeirra til myndu full- gildar hjúkrunarkonur verða að annast þetta fólk, en á þeim er mikill skortur vestra. Ég átti þess kost að ræða við fulltrúa þessa félagsskapar í sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, mrs. Frances Freeman, ennfremur mrs. Kay Farrel, konu hins þekkta golfleikara John Farrell. Sögðu þær mér margt um félags- skapinn, sem í sjálfu sér er ekki ólíkur kvenfélögum og kvenna- 'samtökum hér á landi. Bandarísku gestirnir komu í boði Golfklúbbs Árnesinga síð- ari hluta dags. Var haldið út á hinn skemmtilega golfvöll 1 Mrs. Kay Farrell á eiginmann og son, Sem báðir eru góðir golfleikarar, en hún er einnig sjálf liðtæk í íþróttinni Hveragerði, sem tvímælalaust er fjölbreyttasti, skemmtilegasti og auk þess bezt unni völlurinn hér á landi. Þar léku gestirnir ásamt nokkrum heimamönnum einn Bantlarísku gestirnir ásamt nokkrum golfleikurum í Hveragerðl. (Ljósm. vig.) „round“, eins og það er kallað. Af hálfu útlendinganna tóku þessir þátt í leiknum: Mrs. Kay Farrel, Carolyn Cudone, þekkt golfkona, Collette Ramsey, sem auk þess að vera golfleikari er einnig kunn sund- og skíðakona, Bob Kiersky, golfmeistari frá New York, Jimmy Farrell, sonur Johns Farrell og Des Sullivan, íþróttaritstjóri. Auk þeirra voru svo fjórir yfirmenn af Keflavík- urflugvelli með í förinni, meðal þeirra Major Gil Gillespie, sem Reykvíkingar kannast einkar vel við, því hann hefir stundað hér golfkennslu í sumar. Hinir voru Capt. Marvin Jenkins, Capt. Carl Cederholm og Sgt. Tony Arch. Allt var þetta fólk mjög færir golfleikarar og sýndi undraverða hæfni á velli, sem það hafði aldrei séð áður. Að síðustu sýndu nokkrir gestanna golfleik fyrir áhorfendur og skýrði Bob Kiersky atriðin. Var sú sýning mjög fróðleg og skemmtileg. Það sem mér þótti athyglisverðast og skemmtilegast var hve konurnar voru snjallir golfleikarar. Er sýnilegt að þessi íþrótt er vin- sæl meðal kvenna í Bandaríkj- unum. Ég átti þess kost að ræða nokkra stund við Þráin Sigurðs- son garðyrkjumann í Hveragerði um Golfklúbb þeirra Árnesinga, sem stofnaður var 1952. Nú eru um 20 félagsmenn í klúbbnum, bæði úr Hveragerði og frá Sel- fossi. Þótt félagar séu ekki fleiri hefir þeim tekizt að koma sér upp hinum ágæta velli og mikil þátttaka er í keppnunum hjá þeim, einkum firmakeppninni, en hún gefur klúbbnum jafn- framt nokkuð í aðra hönd. í síðustu keppni voru um 40 fyrir- tæki, mörg úr Reykjavík. Að sjálfsögðu hafa félagar orðið að leggja mikla vinnu í völlinn og því þurft að kosta miklu til hans. Eins og fyrr segir er fjölbreytni /allarins mjög mikil. Hann ligg- ur sitt hvoru megin við á og liggur ein brautin yfir ána og þarf að slá yfir hana og jafn- framt talsvert stóran skógarreit. Margar fleiri hindranir eru á vellinum. Það sem þó sérstaka athygli vekur er hve „greenin“ eru slétt og góð. Gestirnir höfðu orð á því hve þetta væri skemmtilegur völlur. Það vekur nokkra furðu að hægt skuli vera að koma upp slíkum velli á ekki fjölmennari stað en hér er um að ræða. Upp- hafsmenn að stofnun golfklúbbs austan fjalls voru þeir Þorvaldur Ásgeirsson, Ingimar Sigurðsson og Grímur Thorarensen. Er völlurinn byggður í landi Ingi- mars. Núverandi stjórn skipa þeir Þráinn Sigurðsson formað- ur, Haukur Baldvinsson ritari, Georg Michelsen, gjaldkeri og meðstjórnendur Ingimar Sigurðs son og Grímur Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.