Morgunblaðið - 02.08.1958, Side 12

Morgunblaðið - 02.08.1958, Side 12
12 Mfln/’rvi>r-4í)í0 Laugardagur 2 ágúst 1958 902IE WOMCr ^kÁLPí'AC-A EF'Tlíi RltHARO Rodney sýndi meiri skapstill- ingu en hann átti vanda til. Hann lét þetta ekkert á sig fá. Þegar við vorum komin up; á sólheita ströndina, lék hann sér að því að falla á kné fyrir framan Suzie og kyssa fætur hennar. ..Gyðjan mín fagra! Ég er þinn auðmjúkur þjónn!“ Suzie leit á hann með fyrirlitn- ingarsvip, sneri sér frá honum, dró að sér fæturna og hélt áfram að beina máli sínu ti. mín, eins og hún hefði gleymt tilveru hans. Rodney lá þarna á hnjánum, ein- mana og yfirgefinn. Ég varð sem snöggvast gripinn óttr. um, að hann færi að hágráta. Ég vor- kenndi honum svo mjög, að með- an við vorum að borð_ hinn íburð armikla hádegisverð, sem hann hafði keypt með ærnum tiikostn- aði, gerði ég ítrekaðar tilraunir til að beina samræðunum á þær brautir, að hann drægist inn í þær. Suzie virtist að Iokum vera far- in að gleyma fjandskap sinum og sætta sig við návist hans. Hún var jafnvel farin að tala vinsam- lega við hann undir lokin. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að nú væri kominn tími til þess að efna loforðið við Rodney. Ég stóð upp. „Ég ætla að skreppa frá“, sagði ég og hélt í áttina til klettanna. Þegar ég var kominn í hvarf, lagðist ég niður, og von bráðar sofnaði ég út frá kyrrlátu öldu- gjálfrinu við klettana. Ég rumsk- aði nokkru síSav og leit á úrið: Þrír stundarfjórðungar voru liðn ir. Ég ákvað að sýna honum þá rausn að veita honum stundar- fjórðung í viðbót. Að honum liðn- um stóð ég upp og hélt í áttina til þeirra. Ég mætti Suzie, sem var að leita að mér. Hún ávítaði mig harðlega. „Hvað kom fyrir? Hvers vegna fórstu og skildir mig eftir hjá þessu hræðilega Mannfiðrildi? Ég er mjög reið. Nei, þú mátt ekki hlæja! Mér er alvara!" „Mér þykir það mjög leitt, ef svo er, Suzie. Honum var svo hug- leikið að fá að tala við þig eins- lega“. „Já, og veiztu til hvers? Hann vill, að ég komi með sér til — já, hvar er annars Bangkok?“ „1 Thailandi“. „Já — Thailand — hann vill, að ég komi með sér þangað. Hann bauð mér þrjú þúsund dali á mán uði“. Henni rann reiðin og hún flissaði lágt. „Já, ég segi það satt. Hann sagði við mig: „Ég skal láta þig hafa þrjú þúsund dali — þrisv ar sinnum meira en þú færð hjá Ben“. Ég starði á hana. „Þú hefur þó aldrei tekið tilboðinu?" „Tekið því?“ Viðbjóður lýsti sér í svip hennar. „Svei! Heldurðu að mér dytti í hug að fara með „Mannfiðrildinu“?“ „Það gleður mig, Suzie, að svo er ekki. Það lá við að mér yrði bilt við. Ég hefðl saknað þín“. „Ég mundi aldrei fara með manninum þeim arna, ekki einu sinni fyrir tíu þúsund dali. Ég sagði við hann: „Hvers vegna býð urðu ’:ki götustelpunni með þér — veitir henni hvíld frá burðar- körlunum“?“ Mér skildist, að neitun hennar hefði komið Rodne; algerlega úr jafnvægi. Hann hafði sárbænt hana, grátið og að lokum ausið yf ir hana svívirðingum, kallað hana öllum illum nöfnum. Augnaráð hans hafði verið svo 'nkyggilegt, að hún hafði forðað sér og farið að leita mín. Hún tuldi nú senni- legast, að hann hefði farið í bif- reiðinni og skilið okkur eftir. Svo var þó ekki, því að um leið og við komum yfir síðustu klöpp- ina, sáum við Rodney, sem lá enn í fjörunni. Hann stóð upp er við nálguðumst, brosti út að eyrum og heilsaði Suzie að hermannasið. „Tessler liðþjálfi, yðar til þén- ustu reiðubúinn. Hann óskar eft- ir að mega beiðast afsökunar og segir, að hann iðrist þess mjög, hvernig hann hafi komið fram við Gyðjuna sína. Ég býst við, að hann hafi orðið of reiður til þess að hafa stjórn á tungu sinni. — Jæja, er honum fyrirgefið? Ein hneiging þýðir nei, tvær þýða já“. Suzie yppti öxlum og kinkaði kolli tvisvar. „Jæja, þetta nægir mér“, sagði Rodney. „Þú lætur mig bara vita, ef ófétið hann Tessler leyfir sér að tala svona við þig aftur — og ég skal að mér heilum og lifandi snúa hann úr hálsliðn- um“. Ég tók undir í sama streng til þess að lífga upp á samræðurnar. „Hvað sem öðru líður var hádegis verður Tessler liðþjálfa ekki af verri endanum. Hann var blátt áfram stórkostlegur." Rodney lét sem hann heyrði ekki til mín og beindi orðum sín- um til Suzie. „HvaC segirðu um, að við syndum svolítið lengur?" Ég starði undrandi á hann um stund, mér var ekki fyllilega ljóst, hvort hann hefði óvirt mig af ráðn um huga. Hann forðaðist að mæta augnaráði mínu. Mér varð allt í einu Ijóst, að hann hafði ekki virt mig viðlits, síðan ég slóst í hóp þeirra aftur. „Hamingjan sanna“, sagði ég brosandi, „ég virðist vera fallinn í ónáð í svipinn“. Rodney lét enn sem hann heyrði ekki til mín. — „Hvaða vitleysa er nú í þér, Rodney“, sagði ég. „Fvað á ég nú að hafa gert af mér?“ Hann leit snöggt á mig, tóm- látlegum og fjarrænum augum. „Ekkert, svo ég viti til“, sagði hann. Hann sneri sér að Suzie og gerði sér upp bros. „Jæja, komdu nú Ég vil fá að sjá þig í sundboln um aftur — mér er sama þótt ég segi þér það, a* þú ert sérlega indæl í honum“. Klukkustund síðar, er við héld- um heim á leið, var enn við það sama. Suzie sat á milli okkar í aftursæti bifreiðarinnar, og hann leitaðist við að halda óskertri at- hygli hennar með stöðugu masi. Suzie hlustaði vart á hann, hún var þögul og virtist niðursokkin í hugsanir sínar. Allt í einu greip hún fram í fyrir honum, sneri sér að mér og sagði: „Eg verð að fara til spámannsins í kvölu. Langar þig með?“ Rodney varð fyrri til svars. — „Auðvitað, við getum farið í kvöld — það hentar prýðilega". Suzie virti hann ekki viðlits, heldur hélt áfram: „Ég held ég ætti að fara til munksins frá Ti- bet. Það er langt til hans, en hann talar Shanghai mállýzkuna og það er mjög áríðandi að skilja vel, þeg ar maður fer til spámanns". Hér fór á eftir hið furðulegasta samtal, við beindum báðir orðum okkar til Suzie, en aldrei hvor til annars —- en þrátt fyrir það kom- umst við að niðurstöðu. Akveðið var, að við skildum Suzie eftir í Wanchai, til þess að hún gæti vitj- að um barnið, en hún mundi síðar hitta okkur á Nam Kok, og þaðan mundum við halda, öll þrjú, til stjörnuspámannsins. Gatan, sem Suzie bjó við, var of þröng til þess að bifreiðin gæti ekið um hana, og hún fór því úr bifreiðinni í Henessystræti. Við Rodney ókum áfram tii Nam Kok, án þess að mæla orð frá vör- um, og sama þögnin ríkti einnig á leiðinni upp í lyftunni. Ég vissi, að Rodney mundi ekki geta setið á sér öllu lengur og beið þess því, að eitthvað gerðist. Ég þurfti ekki að bíða lengi. Að fimm mínútum liðnum var barið að dyrum, og Ah Tong kom inn, vandræðalegur og ringlaður á svip, eins og hann óttaðist, að verið væri að spila með sig. Hann fékk mér bréf. „Frá vini yðar, herra minn“, sagði ha'nn. Hann stóð og horfði forvitnis- lega á mig, meðan ég i pnaði um- slagið. í því var pappírsörk, sem á var ritað með smágerðri, en læsi legri rithendi Rodneys: Má ég ganga að því vísu, að ég fái einn að fylgja Suzie til spámannsins, eins og sam- ið var um í bifreiðinni, og þú hættir án tafar að blanda þér í og spilla vináttu okkar af ásettu ráði? Rodney Tessler. Ég hló við og bað Ah Tong að staldra við andartak. Síðan skrif- aði ég fyrir neðan blaðið: Nei, þú skalt ekki ganga frá því vísu, kjáninn þinn! P. S. — Það er ágætt, að þú kemur loks til dyranna, eins og þú ert klæddur! Ég fékk veslings Ah Tong bréf- ið, og tíu mínútum síðar kom hann enn með lokað umslag, og það lá við að þjáning hefði bland- azt forvitninni í svip hans. Ég tók upp aðra pappírsörk og las: Ég mætti þá ef til vill biðja þig að ipinna'st þeirra mörgu vinsemdarvotta, sem ég hef sýnt þér (án þess að þú haf- ir nokkum tímann sýnt, að þú mætir þá nokkurs) og gera mér þann greiða að draga þig í hlé? — Ég leyfi mér enn- fremur að fara fram á, að þú sendir mér svívirðingar þín- ar í lokuðu umslagi, til þess að þær séu ekki lesnar af gistihússþjónum? Rodney Tessler. Ég skiífaði svarið fyrir neðan: „Ég harðneita að draga mig í hlé, þar sem ég hef löngu lofað Suzie að fylgja henni á þennan stað. Jafnframt neita ég að skrifa fleiri >réf vegna þess að (a) það er of bjána- legt, (b) það slitur sólaleðri veslings Ah Tong. — P. S. — Engar svívirðingar, þar af leiðandi ekkert umslag. Ég fékk Ah Tong bréfið, en hann hikaði við. „Afsakið, herra minn“, sagði hann. „Þér hafið lent í rifrildi við vin yðar?“ Ég hló við. „Ég er smeykur um það, Ah Tong“. „Með leyfi, út af hverju, herra minn?“ „Það er einmitt skrambinn sá, að ég veit ekki ástæðuna". Ah Tong sigldi út úr herberg. inu, og svipur hans lýsti einarð- Iegri guðrækni, rét„ eins og hann hefði verið að taka að sér hlut- verk sáttasemjara og mundi hvorki unna sér svefns né matar, fyrr en sættum hefði verið kom- ið á. Hann hefur því eflaust orð- ið fyrir miklum vonbrigðum, er Rodney sendi hann ekki aftur. — Stundarfjórðungi síðar var enn barið að dyrum, en nú var það Rodney sjálfur, sem stóð fyrir utan. Hann lokaði dyrunum á eftir sér og stóð þarna eins og stein- gervingur. „Jæja, Bob“, sagði hann, „ég hef ákveðið að brjóta odd af oflæti mínu og biðja þig ásjár. Sannleikurinn er sá, Bob, að ég elska stúlkuna þá arna — og ég er svo hræðilega óhamingju samur.......“ Hann br-ast í grát. Mér rann til rifja eins og venju lega að sjá hann gráta, og ég beið þess eins, að tárum hans linnti, til þess að geta sagt honum, að mér stæði nákvæmlega á sama um ferðina til spámannsinr og væri fús til að skerast úr leik. En áð- ur en ég fengi ráðrúm til þess, varð hann í miðju táraflóðinu gripinn æðiskasti og dembdi yfir mig skammaryrðum og heitingum. Meðan á því stóð varð ég þess vísari, hvað það var, sem hann taldi mig hafa gert á hluta sinn, meðan við dvöldum út við strönd- ina. Hann brigzlaði mér sem sé um, að hafa unnið að því jafnt og þétt að espa Suzie upp á móti honum, og lýsti því jafnvel af mik illi nákvæmni, hvernig ég hefði farið að því. SlJUtvarpiö Laugardagur 2. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,30 Samsöngur: Smárakvartettinn í Reykjavík syngur (þlötur). 20,30 Raddir skálda: „Snæfríður ir ein heima", smásaga eftir Elías Mar (Höfund ur les). 20,50 Tónleikar: Frá ýms- um þjóðum (plötur). 21,30 „79 af stöðinni": Skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar færð í leik- form af Gísla Halldórssyni, sem stjórnar einnig flutningi. Leikend ur: Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Pálsson, Gísli Halldórsson o. fl. (Sögulok). 22,10 Danslög (plöt- ur). 24,00 Dagskrárlok. a r l ú ó 1) Hinir harðduglegu bjórar reisa stíflur sínar með miklum hraöa, og ekki líður á löngu áður en margar ekrur eru þaktar vatni. láglendinu 2) „Pabbi, má ég k«ma með þér í dag? Mig langar til að taka nokkrar myndir", segir Tommi. 3) „Nei, ekki núna, Tommi. Ég hef svo mikið að gera við að und- irbúa nýjan veg“. £♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦$♦ «$♦ ♦*♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦$> 30 ára reynsla tryggir yður úrvals kaffi Kaffihrennsla O. Johnson & Kaaber h.f. ♦♦♦ ♦$* ♦$♦♦♦♦ ♦♦♦ ♦.♦ ♦.♦ ♦♦♦♦♦<'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.