Morgunblaðið - 07.08.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.08.1958, Qupperneq 6
e MORCVNBLAÐIÐ Fimrntndaeiur 7. ágúst 1958 Frá Öskju. (Ljósm. E. Halldórsson.) Ferð um óbyggðir og örœfi á vegum F.l. NOKKUR undanfarin ár hefur Ferðafélag íslands efnt til ferða um miðlandsöræfin. Þessar ferð- ir eru þegar orðnar vinsælar, enda veita þær óvanalegt tæki- færi til að sjá marga af sérkenni- legustu og fegurstu stöðum landsins, þar á meðal staði, sem menn naumast eiga kost á að koma á nema í slíkum hópferð- um. í sumar hefst 12 daga ferð fé- lagsins um miðlandsöræfin hinn 13. ágúst. Fyrst er haldið um Landmannaafrétt til Veiðivatna. Þetta vatnasvæði er rómað fyrir öræfatöfra sína, enda fer mörg- um svo, sem við Veiðivötn hafa dvalizt, að þeir leita færis að komast þangað aftur. Við Veiði- vötn er haldið kyrru fyrir einn dag, en síðan ekið norður á mið- hálendið um Illugaver, litla gróð- urvin vestan Kaldakvíslar, þar sem Fjalla-Eyvindur hafðist eitt sinn við, og upp á Sprengisand í Nýjadal eða Jökuldal, dalverpi utan í Tungnafellsjökli, fundið af gangnamönnum fyrir nokkrum áratugum. Næsta dag er Vonarskarð skoð að. Þetta skarð milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, sem svo oft kemur við sögur, er einkar fagurt, og er þar eins og víðar jarðhitasvæði í næsta nágrenni jökla. Síðan er haldið til Gæsa- vatna og gist þar. Gæsavötn eru tvö smávötn undir Bárðarbungu, hæstu bungunni á Vatnajökli norðanverðum. Þaðan liggur leið in austur um Ódáðahraun, og er lengi dags ekið meðfram brún Vatnajökuls. Að kvöldi er komið í Öskju. Þetta eldfjall, sem jarð- fræðingum, innlendum sem er- lendum, þykir svo girnilegt til fróðleiks, er ekki síður eftirsókn- arvert ferðafólki sakir sérkenni- legrar fegurðar. Unnendum ís- lenzkra öræfa þykir það hinn mesti stórviðburður að fá tæki- færi til að skoða Öskju. Úr Öskju er haldið í Herðu- breiðarlindir. „Lindirnar" hafa löngum verið taldar með unaðs- legustu stöðum norðaustanlands. Þær eru vin eða ver umkringt brunahrauni og söndum. Á bökk- um fossandi lækja vex ótrúlega kröftugur gróður, hvönn og hvanngrænt gras, og í hvömm- unum í hraunjaðrinum er hið litfegursta blómskrúð. Ferða- Kominn heim af síldinni AKRANESI, 4. ágúst — Hingað kom Askja í gær með 4 þús. tóm- ar tunnur. Einn af Akranesbát- unum, Böðvar, er kominn heim að norðan. Var með nót í ólagi og þótti ekki borga sig að kosta upp á nýja nót fyrir norðan. —Oddur. maðurinn, sem dögum saman hefur ekki séð stingandi strá á leið sinni, ætlar varla að trúa sínum eigin augum og finnst hann hafi aldrei fyrr séð „svo fagran jarðargróða". Suður af Lindunum í nokkurra kílómetra fjarska, gnæfir Herðubreið, eitt allra tilkomumesta fjall lands- ins, yfir hásléttuna. í Herðu- breiðarlindum er bezt varðveitti Eyvindarkofi, sem til er. Næst er haldið að Mývatni. — Mývatnssveit hefur jafnan heill- að ferðamenn hvað mest norð- lenzkra byggða. Fegurð hennar er einkennilegt sambland af ljúf- legri sveitasælu og öræfatign. — Skamman spöl frá grænu túni við kyrran vog er kynjaheimur Dimmuborga. Úr Mývatnssveit er ekið veStur í Húnavatnssýslu, en þaðan suð- ur Auðkúluheiði á Hveravelli. — Síðasta dag ferðarinnar er komið við í Kerlingarfjöllum, sem stund um eru nefnd Alpafjöll íslands. Ef veður leyfir, er gengið á Snæ- koll, einn bezta útsýnistind lands ins. Af Snækolli sér í góðu veðri vel yfir miðbik landsins og reynd ar allt til sjávar, bæði norður og suður. Þaðan getur ferðamaður- inn að leiðarlokum litið yfir far- inn veg og kvatt öræfin, sem ó- efað hafa auðgað hann að mörg- um dýrmætum endurminningum. — A. Þórunn í Höfn látin AKRANESI, 4. ágúst — Þórunn Sivertsen, húsfreyja í Höfn í Melasveit lézt 3. þ. m. háöldruð, skorti aðeins 4 mánuði á, að hún yrði 96 ára. Þórunn Ríkharðsdóttir var fædd að Árnagerði í Fáskrúðs- firði 4. des. 1862. Hún var söng- elsk kona og með afbrigðum fróð- leiksfús. f æsku nam hún enska tungu í Skotlandi og Norður- landamálin hafði hún einnig á valdi sínu. í 4 ár kenndi hún við Kvennaskólann í Reykjavík. Hinn 27. okt. 1898 giftist Þór- unn Torfa Sive.rtsen í Höfn. Þar býr nú Pétur, einkabarn þeirra hjóna. Þórunn var fædd kennari og hélt lengst af uppi kennslu á heimili sínu og naut margur þar af. Akurnesingur, sem látinn er fyrir tæpum 20 árum, sagði, að Þórunn væri perla borgfirzkra kvenna. —Oddur. shrifar úp daglega lifinu Jón Stefánsson Kag aðarhóli sjötugur FYRIR rúmri öld fluttist í Húna- vatnssýslu Jón söðlasmiður Guð- mundsson frá Langahlíð í Eyja- firði og bjó um skeið á Neðstabæ í Norðurárdal. Árið 1863 keypti hann Holtastaði í Langa- dal og nokkrar jarðir aðrar, sem öldum saman höfðu fylgt þessu fornfræga höfuðbóli. Jón bjó á Holtastöðum í 10 ár, en fluttist þá á aðra eignarjörð sína, Kagað arhól á Kolkumýrum (Ásum), og Hörkuleg meðferð MAÐUR að nafni Kristján Jóns son kom að máli við Vel- vakanda í fyrradag og bar sig illa yfir meðferð, sem hann hafði sætt að barnaheimilinu að Sil- ungapolli sl. sunnudag. Hann á þar 5 ára gamlan son sem dvelst hjá móður sinni, en hún er starfs stúlka á heimilinu. Kristján, sem er leigubílstjóri að atvinnu kom þarna í sínum eigin bíl og hafði leikfóng meðferðis, fyrir son sinn. Drengurinn kom hlaupandi á móti föður sínum og fylgdust þeir feðgarnir að upp á háaloft en þar var þríhjól. sem drengurinn átti og var smávegis bilað. Gerði Kristján við hjólið og síðan fóru þeir niður aftur en mættu þá forstöðukonu heimilisins, sem Kristján kveður hafa sýnt sér hina mestu ókurteisi — og beðið hann að hypja sig burt af staðn- um. Kristján fór út í bíl sinn og drengurinn með honum. Ætlaði þá forstöðukonan að fara með drenginn inn en þá fór hann að gráta og neitaði að fara frá föður sínum. Forstöðukonan hótaði þá að kalla á lögregluna ef hann léti ekki drenginn af hendi og kvað Kristján henni það velkomið, hann skyldi bíða rólegur í bíl sín- um. — Skömmu síðar komu svo 3 lögregluþjónar í bíl frá Reykja- vík, sendir af Þorkeli Kristjáns- syni, formanni barnaverndar- nefndar en forstöðukonan hafði hringt til hans. Einn lögreglu- þjónanna talaði við torstöðukon- una og eftir samtal þeirra var drengurinn tekinn hagrátandi með valdi af föður sínum, sem bjóst þá til að fara út úr bílnum til að hugga drenginn en þá skelltu tveir lögregluþjónanna á hann handjárnum ug óku honum til Reykjavíkur í lögreglubíln ím. Þriðji lögregluþjónninn ók bíl Kristjáns í bæinn. Farið vav með Kristján á lögreglustöðina en þar þurfti hann að biða í eina og hálfa klst. eftir varðstjóranum, sem talaði við hann nokkur orð er hann kom og lét Krist- ján svo lausan án þess að nokkur skýrsla væri tekin. Þetta er í stórum dráttum saga Kristjáns, sem var mjög reiður og sár og hefir nú fengið mál sitt lögfræðingi í hendur. Deilir hann einkum á forstöðukonuna að Sil- ungapolli og formann barna- verndarnefndar fyrir framkomu þeirra í málinu. Velvakandi vill engan dóm á þetta mál leggja en síðan Krjst- ján kom að máli við hann nefir Velvakandi fengið upplýst, að sonur Kristjáns er á Siiungapolli á vegum móður sinnar, sem er þar starfandi eins og áður er sagt. Slæpingjar í hjarta bæjarins ENN hafa kvartað undan því við mig nýlega, að á etnum fjölfarnasta stað í hjarta bæjar- ins séu drukknir menn og slæp- ingjar tíðum á förnum vegi — leiðinlega áberandi og hvimleiðtr mjög. Og það er ekki af neinni tilviljun, að þessir menn eru tíð- ir gestir einmitt á þessum stað. Þeir eru þar á slangri krmgum einn af hinum mörgu „börum“, sem draga að sér alls konar slæp- ingjalýð. Vitað mál er það, að á þessum „bar“ er setið löngum stundum og þjórað, áfengi, sem smyglað er þar inn í algeru heim- ildarleysi, því að auðvitað er það með öllu ólöglegt að hafa öfengi um hönd á slíkum stöðum. Ekki skal „bar“ sá, er hér er átt við nafngreindur að sinni, en full ástæða virðist til að minna forstöðumenn hans — og annarra slíkra staða á skyldur þeirra í sambandi við rekstur þeirra — og þá tyrst og fremst, að þeir bjó þar til dauðadags 1887. Hann átti tvær dætur, Kristínu og Guð rúnu. Kristín giftist Jósafat Jónat anssyni frá Miðhópi, síðar al- þingismanni Húnvetninga, og er þeirra sonur Jónatan J. Líndal hreppsstjóri á Holtastöðum. Guð rún giftist Stefáni Jónsson frá Syðsta-Hvammi, Arnbjarnar sonar stúdents á Stóra-Ósi. Sú ætt er mjög útbreidd um Vatns- nes og víðar og var einn af bræðrum Stefáns Jón bóndi í Hrísakoti, faðir Stefáns dócents og síðar læknis í Danmöku, en afi dr. Jóns heitins Jóhannesson- ar prófessors. Stefán frá Syðsta-Hvammi hafði lært málaraiðn í Kaup- mannahöfn, en tók við búi á Kagaðarhóli eftir tengdaföður sinn. Hann dó af blóðeitrun 1907. Þau Guðrún áttu aðeins eitt barn, sem komst á legg, Jón, sem fædd ist 7. ágúst 1888 og er hann því sjötugur í dag. Guðrún á Kagaðarhóli var fríðleikskona. Hún giftist aftur Böðvari Þorlákssyni póstafgr.m. á Blönduósi og tók þá Jón sonur hennar að fullu við búi á Kagaðarhóli, rúmlega tvítugur, og hefur búið þar síðan. Ekki verður það um hann sagt, að hann fari sér'að jafnaði mjög óðslega, og sannaðist það í hjúskaparmálum, því að hann var orðinn fertugur, er hann festi ráð sitt og kvæntist Guðrúnu Jóhannsdóttur, Gunn- arssonar að Skálahnjúki í Skörð- um. Sá Gunnar var frægur fyrir hesta sína og líkist núverandi húsfreyja á Kagaðarhóli þessum afa sínum í því að þykja gaman að gæðingum, og hefur sjálf tam ið suma, enda er hún rösk kona og skörungur. Móðurætt hennar er húnvetnsk, því að Friðrikka móðir hennar er dóttir Stein- gríms bónda á Njálsstöðum, en systir Páls heitins ritstjóra Vísis. Móðurbróðir Friðrikku var síra Páll á Hjaltabakka, faðir Árna prófessors og þeirra systkina. Jón Stefánsson á Kagaðarhóli er maður hlédrægur og að jafn- aði fálátur við fyrstu kynningu, en kátur og skemmtilegur í vina- hópi. Stundum virðist hann nokkuð svifaseinn og íbygginn, enda íhugar hann hvert mál vand lega og er hverjum manni klók- ari að finna veilur í málstað and stæðinga sinna, þegar út í rök- ræður er komið. Bifast hann þá hvergi né hopar á hæli og er erf- itt að koma á hann lagi, gráan fyrir járnum og albrynjaðan. Mæli ég þetta af allangri reynslu, fer hefur venjulega farið vel á með mér og þessum trausta full- trúa fæðingarsveitar minnar og hef ég því betur treyst dómgreind hans, sem kynni okkar hafa orð- ið nánari. Ekki efast ég um, að Jón hefði orðið. slyngur mála- færslumaður eða djúpvitur dóm ari, ef lagt hefði hann fyrir sig lögfræði. Jón hefur gegnt mörgum trún aðarstöðum, eins og vel á við með svo vitran mann. Hann var odd- viti Torfalækjarhrepps 1922—44 og sýslunefndarmaður frá 1938, er Þórarinn alþingismaður á Hjaltabakka lét af því starfi. í stjón Kaupfélags Húnvetninga var hann í nokkur ár og í stjórn Sláturfélags Austur-Húnvetn- inga hefur hann verið í meira en 30 ár. Hann átti og sæti í Búnað- arráði meðan það starfaði. Jón á Kagaðarhóli hefur bætt jörð sína mikið, sléttað og stækk að túnið og reist flest hús úr stein steypu. íbúðarhúsið er fallegt og vandað og ólíkt flestum öðrum húsum hér um slóðir að ytri sýn. Það hús var allmörg ár í smíð- um og fór Jón þar sem oftar að engu óðslega, keypti litla vinnu að, en gekk að mestu frá því sjálf ur ásamt sonum sínum, enda er hann verkhagur vel. Köguður er fornt orð, sem merkir útskyggnismann, hvort sem er í skipsstefni, þegar óttast þarf brim og boða eða á sjónar- hæð á landi, þegar hætta er að- steðjandi. Til þess starfs var ekki treystandi nema athugulum mönnum og áreiðanlegum. Nafn- ið á óðali Jóns á Kagaðarhóli er táknrænt fyrir manninn sjálfan, því að hann hefur verið gerhug- ull og traustur á verðinum fyrir hag sveitar sinnar og stéttar. Mér hefur stundum fundizt, að Húnvetningar hafi breytzt tals- vert frá því sem þeir komu mér fyrir sjónir í ungdæmi mínu og það ekki að öllu leyti til batnað- ar. Það á þó ekki við um Jón á Kagaðarhóli. Hann er húnvetnsk- ur höldur, eins og ég hef alltaf hugsað mér þá heilsteyptasta, hygginn búmaður, sem hrapar að engu og hugsar allt niður í kjöl- inn, fastur fyrir og jafnvel ein- þykkur á stundum, gjarnari á að fara sinna eigin ferða en að vera taglhnýtingur, trygglyndur og maður, sem gott er að treysta í raun. Þau Guðrún kona hans hafa eignazt tvo syni, Stefán stúdent og Magga sem stundar smíðanám í Svíþjóð. Ég hefði kosið, að hann hefði átt tuttugu syni í staðinn fyrir tvo, að þeir hefðu allir erft kosti föður síns og allir orðið hún vetnskir bændur eins og hann. Um þetta þýðir ekki að sakast við þennan gamla sveitunga minn og samverkamann og óska ég hon- um því til heilla með það, sem lífið hefur fært honum, og með árin, sem framundan eru. P.V. G. Kolka. sjái um, að ekki sé virt að vettugi gildandi bann við áfengisneyzlu i því að við höfum átt sæti saman þar. • í sýslunefnd í 20 ár. Sem betur Útsvör á ísafirði ÍSAFIRÐI, 4. ágúst. — Útsvars- skrá ísafjarðarbæjar fyrir árið 1958 var í dag lögð fram. Jafnað var niður kr. 6341000,00 á 841 gjaldanda. Átta hæstu útsvars- gjaldendurnir eru þessir: Fyrirtæki: Kaupfélag ísfirð- inga 135600,00 kr. Hraðfrysti- húsið Norðurtangi 133000,00 kr., Olíusamlag útvegsmanna 117800, 00 kr., og M. Bernharðsson Skipasmíðastöð 94200,00 kr. Einstaklingar: Hans Svane lyf- sali 54600,00 kr., Jón Bárðarson kaupmaður 51500,00 kr., Kjartan Halldórsson veitingamaður 37200,00 kr., Marselíus Bernharðs son skipasmíðameistari 33400,00 kr. S.l. ár námu útsvör á ísafirði kr. 6139000,00 á 840 gjaldendur. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.