Morgunblaðið - 07.08.1958, Page 9

Morgunblaðið - 07.08.1958, Page 9
FimmtucTagur 7. ágúst 1958 MORCrlJTSfíT. AfílÐ 9 Helgi Tómasson, dr.med. 25. sept. 1896 - 2. ágúst 1958 SJALDAN hefur mér brugðið meira heldur en er ég frátti lát Helga Tómassonar, og svo mun mörgum hafa orðið, er fregnin um andlát hans barst yfir landið með útvarpinu á laugardaginn var. í>eim, sem þekkt höfðu Helga Tómasson frá barnsaldri, fannst hann ávallt vera ungur og datt ekki í hug að dauðinn ætti neitt erindi við slíkan mann. Þótt hann fengi blóðrásartruflun í hjartað í vetur datt okkur ekki í hug annað en hann myndi kom- ast vel yfir það, enda var hann glaður og reifur og virtist hafa jafnað sig eftir það, svo að hann var farinn að ganga til vinnu sinnar, þegar allt í einu þyrmdi yfir hann svo að ekki varð við ráðið. Gott er að fá að deyja svo snögglega, en hastarlega er vegið að vandamönnum og vinum, sem þurfa tíma til að átta sig á þeirri miklu breytingu, sem er á lifandi manni og látnum, einkum er sá var bráðlifandi, sem lézt. Faðir Helga var Tómas læknir Helgason, Hálfdánarsonar presta- skólakennara, og konu hans, Þór- hildar, sem var dóttir Tómasar Sæmundssonar. Oft varð mér hugsað til þessa langafa Helga þegar hann beitti sér fyrir ein- hverju sem hann taldi þjóðþrifa- mál. Atorkan og framfarahugur- inn héldust í hendur og vinnu- gleðin stafaði af honum þegar | hann hafði tekizt á hendur nýtt viðfangsefni. Hann var hugsjóna- maður, en enginn draumóramað- ur. Hann stóð ávallt föstum fót- um á jörðinni og leit raunsæjum, glöggum augum á hvert við- fangsefni. Hann hafði snemma óbeit á allri hjátrú, en kunni vel að meta staðreyndir og lét engan hagga sannfæringu sinni, þótt hún kynni stundum að fara í bága við trú og bábiljur annarra. Fyrir slíkan mann var í raun og veru erfitt að verða geð- veikralæknir á þeim tíma sem Helgi Tómasson tók að nema þau fræði. Á námsárum okkar í Kaupmannahöfn, þegar við vor- um báðir um tvítugt, var Helgi þegar ákveðinn að verða geð- veikralæknir. Ég man eftir því, að ég vék að því við hann þá, að ég undraðist að hann skyldi vilja fara í sérgrein, sem menn vissu lítið um eins og geðsjúk- dómana, þar sem orsakir flestra þeirra væru óþekktar og flestar kenningar því haldlausar. Ekki gaf hann mikið út á það, en hélt sitt strik, hvað sem hver sagði. Þannig var Helgi Tómas- son þegar frá unglingsárunum: Hann setti sér ákveðið mark og stefndi að því í fullri einbeittni, viss um að sér myndi takast að ná því. Fortölur annarra höfðu engin áhrif á hann. Við, sem þekktum hann bezt, gerðum okkur ljóst að hann var óvenju- legur maður, og ekki var Helgi nema tólf ára gamall þegar ég var farinn að hugsa um hann sem efni í mikinn mann, í fyrsta skipti sem sú hugsun hvarflaði að mér um nokkurn af mínum bekkjarbræðrum. Skap- gerð hans var svo föst, viljinn svo einbeittur, tápið og vinnu- þrekið eftir því, hugsunin frjáls og sjálfstæð, djörf og óhrædd að leggja út á nýjar brautir, að auð- séð var að þar fór enginn venju- legur maður. Samfara þessum góðu gáfum var hreinlyndi og dreijgskapur á óvenjulega háu stigi, svo að óhugsandi var að Helgi segði eða gerði nokkuð á móti betri vitund. Leiðir okkar skildu er ég hélt heim til að ljúka námi, en hann hélt áfram í Danmörku, lauk námi þar 1922 og hóf síðan fram- haldsnám í sjúkrahúsum í Dan- mörku. Þegar ég hitti hann mörgum árum seinna á Bispe- bjerg-sjúkrahúsinu, spurði ég hann enn á ný, hvort hann væri ákveðinn að fara í geðsjúkdóm- ana. Já, þar var engan bilbug að finna. Hvort honum fyndist ekki árangurinn af starfi lækn- isins vera fremur lítill á því sviði? Hann hafði þegar athugað það spursmál, en ég ekki. Niður- staða hans var sú, að það væri viðlíka há hlutfallstala þeirra sem fá bata í geðveikrahælum og sjúklinga í öðrum sjúkrahús- um. Síðan minntist ég aldrei framar á það mál. Þegar Helgi Tómasson valdi sér vísindalegt verkefni í dokt- orsritgerð, sem hann varði 1927, var það um kalk, kalium, natri- um og sýrustig í blóði sjúklinga með þá tegund geðveiki, sem algengust er á íslandi. Þar kom í ljós að hann lét sér ekki nægja að nema orð og kenningar um sjúkdómseinkenni og hafði að engu hindurvitni um áhrif frá illum öndum, heldur lagði beint út á braut vísindanna, sannfærð- ur um að geðtruflanir eiga rót sína að rekja til truflana í starf- semi líkamans. Þetta var braut- ryðjandastarf, óvenjulegt og merkilegt á þeim tíma, en síðan hefur mikið verið unnið á þessu sviði, svo að útlit er fyrir að geð- veikralækningar séu á góðum vegi með að komast út úr því miðaldamyrkri, sem hvílt hefur yfir þeim fram á þessa öld. Að afloknu embættisprófi í Kaupmannahöfn dvaldist Helgi Tómasson á ýmsum sjúkrahúsum í Danmörku og Svíþjóð í rúm fimm ár, en síðan kom hann heim og var skipaður yfirlæknir á nýja geðveikrahælinu að Kleppi, 1928. Tveim árum seinna tók hann að sér kennslu í geð- sjúkdómum við Háskólann og gegndi þessu tvískipta starfi jafnan síðan. Mikil störf hlutu að hlaðast á slíkan mann og kom sér vel að hann var ötull og afkastasamur. Lengst af hafði Helgi Tómasson litla aðstoð í læknisstarfi sínu, en komst þó yfir að gegna sjúkra hússtörfunum og jafnframt mikl- um einkalæknisstörfum, sem ekki varð hjá komizt. Hann varð trúnaðarlæknir líftryggingadeild ar Sjóvátryggingafélagsins, og var áhrifamikill í stjórn Sjúkra- samlags Reykjavíkur öll þau 22 ár sem hann starfaði þar. . Helgi Tómasson mun hafa ver- ið fyrsti yfirlæknir hér á landi, sem lét sér ekki nægja að kynna sér sjúkrahússtörf frá læknis- fræðilegu sjónarmiði, heldur einnig frá fjárhagslegu hliðinni. Rekstur hans á sjúkrahúsinu var til fyrirmyndar, því að allir þættir voru þaulhugsaðir. Frá fyrstu tið gaf hann sjúklingum sínum allt það frelsi sem mögu- legt var og meðferð hans á geð- biluðu fólki var öll hin mannúð- legasta, svo að hann var þar sem annars staðar frekár á undan en eftir öðrum. Stúdentunum fannst gott að vera á Kleppi, því að þeir lærðu vel þar og yfirlæknirinn hafði ánægju af að veita þeim tilsögn. Alla ævi hafði Helgi Tómasson ánægju af að umgangast ungt fólk og það hafði bæði gagn og gaman af að umgangast hann, því að öllum fannst hann vera ungur. Það var því engin tilvilj- un að hann, sem hafði verið skáti frá barnsaldri, skyldi vera kjöiinn skátahöfðingi íslands og gegna því starfi síðustu tvo ára- tugina, sem hann lifði. Frá því að læknaráð var stofnað, 1942, sat Helgi í því og fjallaði um flest mál sem þar komu fyrir. Skyldurækni hans og þekking nutu sín þar vel, enda var hann jafnan kunnug- astur hverju máli sem lá fyrir fundi og það þótt málsskjöl væru upp á fleiri hundruð blaðsíður. Var ánægjulegt að vinna með honum þar, því að hann var manna glöggskyggnastur á það sem i*áli skipti, sanngjarn og til- lögugóður. Fyrri konu sína, Kristínu Bjarnadóttur, missti Helgi fyrir níu árum síðan, en seinni kona hans, Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir, lifir mann sinn ósamt sex ára syni þeirra, Brynjólfi. Af fyrra hjónabandi eru þrjú uppkomin börn, hvert öðru mannvænlegra: Tómas, læknir, Ragnhildur, alþingismaður, og Bjarni, sem stundar jarðvegsrannsóknir í Skotlandi. Það er mikið áfall fyrir ís- lenzka læknastétt og fyrir þjóð- ina að missa slíkan mann, því að skarð hans verður vandfyllt. Hann var sístarfandi að ein- hverju, sem til gagns mátti verfia. Ef það voru ekki læknis- störfin, var hann austur í Haga- vík, þar sem hann hafði gróður- sett mörg hundruð þúsund trjá- plöntur til þess að sýna öðrum, af hverjum 100 sjúklingum heils- einn aðalhvatamaður að stofnun una aftur. Að því starfaði dr. | skátafélags í Reykjavík og starf- Helgi, og í því fann hann mikla aði þar af miklum dugnaði til gleði. | ársins 1917 að hann varð að hætta En það var fleira, sem átti hug ] skátastörfum vegna náms. hans, — skógrækt, skátafélögin, Rótaryhreyfingin. Hann kom hér einnig á Geðverndarfélagi í tengslum við merka erlenda hreyfingu, og vann að því að fá sjúklingum og mönnum í aftur- bata hæfileg viðfangsefni. Hann var víðförull maður, ólatur og ósérhlífinn, sótti marga vísindafundi úti um heim og flutti oft erindi. Hann skrifaði í erlend sérfræðirit og átti mikil bréfaskipti. Þá hafði hann mikla ánægju af ýmsum dægradvölum sínum, og hann hvíldi sig á því að skipta um vinnu og viðfangsefni. Hann stundaði veiðiskap. Hann safnaði árum saman fílamyndum úr ýms- um efnum, málmi, tré, jaði og Helgi Tómasson, dr. med. að hér mætti koma upp nytja- skógi. Eins og eðlilegt var, hafði hann alla forystu í geðveikra- málum þjóðarinnar og varð mik- ið ágengt. Margar vísindalegar ritgerðir liggja eftir hann í inn- lendum og erlendum læknarit- um og mun nafn hans lengi uppi verða vegna starfs hans fyrir geðveika sjúklinga. Við, sem áttum því láni að fagna, að þekkja Helga Tómas- son og vinna með honum, mun- um lengi geyma minninguna um hinn áhugasama, glaða og góða mann, sem á sínu sviði var einn af mestu framfaramönnum þjóð- ar sinnar á þessari öld. Niels Dungal. ★ AÐ dr. Helga Tómassyni er mikill sjónarsviptir. Hann var mikil- hæfur maður með mjög hispurs- lausum sérkennum, maður, sem setti mark á umhverfi sitt. Kring- um hann var alltaf líf og hreyf- ing, athöfn og gleði. Hann var einlægt að endurnýja sjálfan sig, ávallt að leita að nýjum úrlausn- arefnum, nýjum umbótum. Ég held, að leitun sé á manni í sam- tíma okkar hérlendis, sem fylgd- ist eins vel með utanlands og innan á sviðum hugðarmála sinna, og áhugaefni hans stóðu víða fótum. Fyrst og fremst fylgdist hann með í sérgrein sinni. Hann hafði sérstaka bókastofu fyrir sérfræði- tímarit sín um læknisfræði og sálarfræði. Leikmaðurinn hugsar oftast um ömurleika geðveikra- hælisins. Hitt gleymist stundum, að á Kleppi tókst að gefa 80—90 postulíni. Hann gerði sér það stundum til gamans að reyna þolrifin í málinu með því að þýða þunga kafla úr erlendum tungum, t. d. man ég eftir kafla úr Shakespeare, sem hann sýndi mér eitt sinn. Annars voru það einkum mannlýsingar og sálar- lífslýsingar, sem hann hafði áhuga á í skáldskap, — og svo það, sem var fyndið og skemmti- legt, hlægilegt. Hann gat verið allra manna mestur hlátramaður. í eðli sínu var hann þó alvöru- maður. Hann var einstaklings- hyggjumaður í skoðunum, þótt hann væri mjög áhugasamur um félagsmál. Lífsviðhorf hans mörk uðust af vísindalegum sjónarmið- um læknisfræði og náttúrufræði, en hann átti einnig víða, húman- istiska útsýn og djúpa samúð og trú á gildi lífsins og fegurð. Hann var fágaður maður, en fastur fyr- ir og þungur á bárunni, þegar því var að skipta, manna geig- lausastur við að segja meiningu sína, þegar honum þurfa þótti. Dr. Helgi var ættrækinn og vinfastur. Hann var heimilisræk- inn og barngóður. Börnum sín- um var hann trúnaðar- og sam- verkamaður og hvatti þau til stórra starfa. Nú er hljóðara *g snauðara en áður, þar sem hann fór með áhuga sinn, samúð sína og gleði, en úr sporum hans á víða eftir að vaxa gróður. V. Þ. G. ★ ÞAÐ mun hafa verið árið 1910 að Helgi Tómasson kynntist fyrst skátahreyfingunni. 1912 var hann Árið 1938 er hann kjörinn skátahöfðingi og gegndi því virðu lega og ábyrgðarmikla starfi til dauðadags. Skátahreyfingin var Helga Tómassyni mjög hjartfólgin. Hann var víðsýnn umbótamaður með óbifanlega trú á gildi góðr- ar félagsstarfsemi fyrir æsku- fólk allra tíma. En hann lagði áherzlu á, að félagsform þyrftu jafnan að vera svo sveigjanleg, að þau fylgdu þróun tímans. Því var hann óþreytandi að leita nýrra leiða, finna ný verkefni, svo að skátastarfið mætti verða ungmennum siðferðilegur styrk- ur, veita þeim félagslegt öryggi og undirbúning til að mæta vandamálum dagsins, vera jafn- an viðbúin. Hann taldi að ung- ar herðar þyldu ábyrgð, gætu borið hana og vaxið með henni í skjóli góðrar félagsstarfsemi. Eitt þessara verkefna og hon- um mjög hugleikið var skáta- skólinn á Úlfljótsvatni. Fyrir at- beina hans fékk Bandalag ísl. skáta ábúðarrétt á Úlfljótsvatni í Grafningi árið 1941 og var hafin skátastarfsemi þar sama ár. Sið- an hafa skátar rekið þar skáta- skóla og ýmsa aðra starfsemi. Það var markmið skátahöfð- ingjans að starfið á Úlfljótsvatni yrði þýðingarmikill þáttur í ís- lenzku skátastarfi almennt. En það vakti einnig fyrir honum, að ungmennum, bæði piltum og stúlkum, yrðu sköpuð skilyrði til hvers konar ræktunar og land- búnaðarstarfa á fögrum stað und- ir merki skátahreyfingarinnar. Starfsemin á Úlfljótsvatni ur enn ekki komin í fast form, tu Sjón- armið hans var að frjálsræði og fjölbreytni væri grundvöllur hins lifandi starfs, undirstaða lýð- ræðis og menningar. Starfið á þessum stað ætti því að mótast af þörfum tímans hverju sinni. Helgi Tómasson var mikill ræktunarmaður. Vaxandi gróður og dugmikil æska var hálfur heimur hans. Hann vildi klæða landið skógarskrúði og ala þar upp drengilegt og starfsamt fólk. íslenzkir skátar munu seint gleyma Helga Tómassyni skáta- höfðingja. Hann var óvenjulegur athafnamaður, alltaf viðbúinn, er til hans var leitað, frjór forystu- maður, einbeitt Ijúfmenni. Heimili hans stóð jafnan opið skátum og margir voru fundirnir heima hjá honum. En nú er hann allt í einu horfinn — farinn heim. í dag, þegar skátahöfðingi ís- lands er kvaddur hinztu kveðju, drúpa íslenzkir skátar, piltar og stúlkur, höfði í hljóðri þökk og djúpri virðingu. Allar þakkir fyr- ir örugga leiðsögn, fórnfúst starf og trygga vináttu fela þeir í orð- unum: Með skátakveðju. Jónas B. Jónsson. í DAG fer fram útför dr. Helga Tómassonar yfirlæknis. Vildi ég gjarnan mega minnast hans ör- fáum orðum í kveðjuskyni. Fyrstu minningar mínaT um Helga Tómasson eru frá barna- skólaárunum í Reykjavík, en i rauninnj bar fundum okkar fyrst saman á norrænu stúdentamóti á Voss í Noregi sumarið 1919. Nokkrir Islendingar tóku þátt í því móti, og lítill samvalinn hópur þeirra, þ. á. m. við Helgi, fór í smáferðalög um nágrennið, sumpart í bíl, en sumpart gang- andi um skógivaxfiar hlíðar, sem umlykja Vossevangen og vatnið. Við Helgi telgdum okkur göngustafi úr eini, og þrömm- uðum um skóginn í broddi hinn- ar litlu samvöldu fylkingar — ungir og ástfangnir, og allt var fagurt og yndislegt. En ekki mun okkur þá hafa grunað, að við ættum eftir að starfa saman heima á íslandi um árabil að sameiginlegu hugðarefni verk- efni, sem þarna var brugðið upp fyrir sjónum okkar. Fáum árum seinna heimsótti ég Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.