Morgunblaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 14
14
MORCXJTSBL AÐ 1¥>
Þriðjudagin* 19. ágúst 1958
Gestir skoða hin miktu jarðgöng, sem þegar er bú>3 að sprengja 13« m inn í bergið fyrir ofan stöðv-
arhúsið við Úlfljótsvatn. Verða göngin síðan steypt og sjást uppsláttarmótin fyrir framan opið.
Fegursti garður í bæn-
um að Kvisthaga 23
— Virkjunin v/ð
Efra-Sog
Framh. af bls. 1
sú virkjun er rúmlega tvöfalt
stærri, hefur 31.000 kw. Og í
þriðja sinn nú, 6 árum síðar, er
hornsteinn lagður að virkjun þess
hluta fljótsins, sem upphaflega
hét Sog, og verður þessi virkj-
un aðeins minni en írafossstöð,
eða 27.000 kw.
í fyrstu stóð Reykjavíkurbær
einn að virkjun Sogs. Árið 1949
gerðist ríkið sameigandi. Á það
nú 35 af hundraði í fyrirtækinu
og hefur 2 fulltrúa í stjórn þess.
En Reykjavík á 65 af hundraði og
hefur 3 stjórnarmenn. Þegar Sog-
ið er fullvirkjað verður hvor að-
ili eigandi að hálfu.
Þegar lokið er yirkjun Efra-
Sogs er afl þessara þriggja Sogs-
virkjana samtals 73.000 kw. Þá er
eftir að bæta við þriðju aflvél í
írafoss- og hinni fjórðu í Ljósa-
fossvirkjun, og er Sogið þá full-
virkjað með 96.000 kw.
Það er athyglisvert og sýnir
jafnframt hinn mikla vöxt raf-
orkunotkunar, að frá því, er fyrsti
hornsteinninn var lagður, líða 16
ár til hins næsta, en síðan líða
aðeins 6 ár, þangað til hornsteinn
er lagður að þriðju virkjun, og
var þó önnur virkjunin rúmlega
tvqfalt stærri en virkjun Ljósa-
foss.
Og þannig heldur ferðin áfram,
og skrefin verða stærri og stærri.
Sogsvirkjunin nær nú þegar til
meiri hiuta allra landsmanna eða
92.000 manna.
Næsta stórvirkjun á eftir Sogi
þarf að hefjast sem fyrst og ljúka
henni á nokkrum árum. í sam-
eignarsamningi ríkis og Reykja-
víkur um Sogsvirkjunina segir
svo:
„Áður en Sogið er orðið full
notað skulu samningsaðilar
athuga möguleikana á sam-
starfi um öflun viðbótarafls
á grundvelli þessa samnings“.
í samræmi við þetta ákvæði
óskar Reykjavíkurbær eftir sam-
starfi við ríkið um undirbúning
og framkvæmd næstu stórvirkj-
unar, sem væntanlega yrði í
Þjórsá. Samstarf rikisins og
Reykjavíkurbæjar um Sogið í
undanfarin 9 ár hefur gefizt vel
og það er eðlilegt, að þessir tveir
stóru aðilar, sem eiga saman
stærsta fyrirtæki landsins, haldi
áfram samstarfi um rafmagns-
málin.
Ég vil þakka þeim öllum, inn-
lendum og erlendum, sem stuðl-
að hafa að þessu mannvirki.
Þeir hornsteinar, sem þegar
hafa verið lagðir að virkjunum
Sogsins, hafa orðið hornsteinar
iðnvæðingar, áburðarverksmiðju
og margvíslegra heimiiisþæginda.
Þegar þér, herra forseti íslands,
leggið hornstein þessarar þriðju
virkjunar í Sogi, er um leið verið
að leggja hornstein að vaxandi
veimegun og menningu íslenzkr-
ar þjóðar.
Raforkumálaráðherra, Her-
manni Jónassyni, fórust svo orð
við athöfnina við Efra-Sog:
Herra forseti Islands, virðulega
forsetafrú, háttvirtu tilheyrend-
ur;
Það er kallað svo að við séum
hér samankomin til þess að leggja
hornsteininn að húsi aflstöðvar-
innar við Efra-Sog. En þessi at-
höfn er, eins og áður hefur verið
bent á, meira táknræn en raun-
veruleg. — Við erum raunveru-
lega samankomin hér á þessum
stað til þess að fagna því að þjóð-
in hefir unnið stóran sigur í lífs-
baráttu sinni. Henni hefir tekizt
minnsta kosti að mestu að útvega
afl þeirra hluta sem gera skal,
fjármagn, til þess að reisa þessa
miklu aflstöð, sem svo bjartar
vonir eru tengdar í sambandi við
iðnað þjóðarinnar og bætt lífs-
kjör hennar yfirleitt. — Ég held
að það sé réttmætt af stjórn Sogs
virkjunarinnar að efna til þessa
fagnaðar. Þegar við höfum á-
stæðu til að fagna og gleðjast
eigum við sannarlega að gera
það. Gamall maður sagði mér að
hann hefði aldrei séð ems mörg
innilega glaðvær andlit og við
vígslu einnar fyrstu stórbrúar
á Islandi. En nú er lokið við
hverja stórbrúna eftir aðra án
þess að tekið sé eftir því Við
megum gæta okkar fyiir því að
telja ekki allt sjálfsagt. É? held
að eitthvað sé að bresta i þeim
einstakling og þeirri þjóð sem
ekki getur giaðzt yfir unnum
sigrum. — En sleppum þessu. Við
erum hér til þess að fagna og við
erum sammála um, að það er á-
stæða til þess. Við skulum líka
vera opinskáir. Við viljum víst
flestir láta landsmönnum skiljast
það, að við eigum sem stærstan
hlut í því að hrinda þessu mikla
og vinsæla verki í framkvæmd.
„Allir vildu Lilju kveðið hafa“.
Svona er það enn og verður lík-
lega æði lengi.
En svo kemur að öðrum þætti
máisins, sem er dálítið broslegur.
Menn ræða mjög um það að ekki
megi auka ríkisskuldirnar er-
lendis, það sé jafnvel þjóðhættu-
legt. Vitanlega geta ríkisskuldir
orðið svo háar að þær séu þjóð-
inni hættulegar. En ríkisskuldir
íslands eru naumast komnar á
það stig. En nú er því svo háttað
að allt það fjármagn, eða um 180
milljónir kr. sem aílstöð þessi
kostar, er tekið að láni erlendis.
— Það hefir aldrei, að ég ætia,
verið tekið jafnhátt lán til neinn-
ar einnar framkvæmdar. Ríkis-
skuldirnar aukast því ekki um
neina smámuni við þetta verk.
Hin broslega afstaða okkar er í
því fólgin, að við viljum allir
eigna okkur hina vinsælu fram-
kvæmd, — en við viijum hms
vegar sumir hverjir helzt láta
líta svo út, að við höfum hvergi
nærri komið við hækkun skulda
ríkisins erlendis, sem þó var o-
hjákvæmilegt til þess að fram-
kvæma verkið — og raunar ekki
veigaminnsti þáttur framkvæmd
arinnar. — Svona er nú þessu
háttað. — Það má telja mikið lán
að það tókst að tryggja fjármagn
til þess að reisa þessa aflstöð og
á stjórn Bandaríkjanna þakkir
skilið fyrir að hafa stutt að því
máli. Allt var komið á elleftu
stundu og frekari dráttur mundi
hafa valdið mjög miklu tjóni.
Skilst það bezt þegar ykkur er
skýrt frá þeirri staðreynd, að það
hefir ekki tekizt að tryggja það
til fulls að hægt verði að reka,
nema þá að nokkru leyti, hina
nýju sementsverksmiðju, vegna
aflskorts, þangað til þessi aflstöð
tekur til starfa, sem þó er áætlað
að verði seint á næsta ári.
Og það er að minnsta kosti
vafasamt að hægt verði að reka
áburðarverksmiðjuna með íull-
um afköstum þangað til aukið
afl kemur héðan. Ef dráttur hefði
orðið á framkvæmd þessa verks
mundi m. a. sá vísir að stóriðnaði,
sem þjóðin hefir stofnað til, hafa
stöðvazt. Það hefði orðið mikið
áfall. —
Öll þessi raforkumál eru mjög
fjárfrek og það er mikið viðfangs
efni fyrir fjármagnslausa þjóð að
útvega fé til þeirra framkvæmda
í raforkumáluKa, sem að kalla.
Hve stórfelld öll þessi mál eru
orðin og vandasöm ætti þjóðinni
að verða ljóst þegar skýrt er frá
því, að það afl, sem framleitt
verður í þessari afistöð, endist
á þessu orkusvæði aðeins til árs-
ins 1964 og með því móti að ekki
sé bætt við neinum aflfrekum
iðnaði.
Það mun mega kon\ast af frá
1964—66 með því að gera bráða-
birgðaráðstafanir. Það verður því
nú þegar að hefja undirbúning
að því hvernig á að leysa orkumál
þjóðarinnar á þessu svæði á
næstu árum. — Ég hefi athugað
nokkuð þær áætlanir sem gerðar
hafa verið um ýmsan stóriðnað
hér á landi. Allt ber að sama
brunni. Þessi iðnaður er þvi að-
eins arðbær að við höfum nægi-
lega mikið af ódýru afli. Og það
fáum við aðeins með því að
beizla fallvötnin eða gufuna ef
við eigum nægilega mikið af
henni. En það er nú verið að
rannsaka. Næsta virkjun verður
því að vera mjög stór — til þess
að við. fáum svo ódýrt afi, að
stóriðnaður eigi hér framtíð. Sú
aflstöð verður naumast minni en
allar aflstöðvarnar hér við Sog
samanlagt. —
Slík afstöð kostar mikið fé og
verður varla reist nema stofnað
sé til stóriðnaðar samhliða til að
standa undir kostnaði. Er þá um
tvær leiðir að velja, að rikið
stofni til stóriðnaðar sjálft og
reki, eða að það byggi aflstöðv-
arnar, leigi aflið ákveðinn ára-
fjölda erlendum aðilum til stór-
iðju og standi þannig straum af
lánum. Allt þetta verður að at-
huga hleypidómalaust og sem
allra fyrst. —
Að lokum: Megi gifta fylgja
því verki, sem hér er verið að
vinna.
Ég vil láta þá ósk í ljós, að
þetta mikla mannvirki verði það
spor á framfarabraut, sem vonir
standa til.
F egrunarf élagið
veidr hin árlegu
verðlaun
í GÆR veitti Fegrunarfélag
Reykjavíkur hin árlegu verðlaun
fyrir fallegustu skrúðgarðana í
bænum. Var garðurinn að Kvist-
haga 23 dæmdur fegursti garður
Reykjavíkur. Eigendur eru Ge-
org og Þorlákur Lúðvíkssynir og
frú Guðlaug Jónsdóttir.
í úrskurði dómnefndar segir
svo: Baklóð garðsins mjög
skemmtileg og barnaleiksvæði til
fyrirmyndar. Framlóð er öllu
minni og bogadregin útfærsla á
gróðurbeði er til nokkurra
lýta. Gróður garðsins er heil-
brigður og smekkvísi er í lita-
vali.
Verðlaunagarðurinn er í Nes-
sókn. Fegursti garður Dómkirkju
sóknar var talinn garðurinn að
Smáragötu 13, eigendur Kjartan
Thors og frú, Hallgrímssóknar
að Miklubraut 7, eigendur Gunn-
ar Hannesson og frú, Háteigs-
sóknar að Barmahlíð 28, eigend-
ur Sigurður Þórðarson og Gunn-
laugur Pétursson, Lauganessókn-
ar að Laugateigi 52, eigandi Há-
kon Jónsson, Langholtssóknar að
Njörvasundi 12, eigendur Lárus
Lýðsson, Guðbrandur Bjarnason
og Sigríður Gísladóttir, og Bú-
staðasóknar að Langagerði 90,
eigandi Jón Þ. Kristjánsson og
frú.
Stjórn Fegrunarfélagsins bauð
eigendum þessara garða til kaffi-
drykkju að Hótel Borg í gær, og
afhenti Vilhjálmur Þ. Gíslason,
formaður félagsins, verðlaunin,
sem eru endurprentanir íslenzkra
málverka. Þakkaði hann garð-
eigendum fyrir að hafa' þannig
stuðlað að fegrun bæjarins, og
minntist dagsins, 18. ágúst, sem
er orðinn fastur fundar- og verð-
launaafhendingardagur Fegrun-
arfélagsins, en í ár eru 10 ár frá
stofnun þess.
Fyrsti' formaður félagsins var
Gunnar Thoroddsen og var hann
í gær útnefndur heiðursfélagi
Fegrunarfélagsins.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, út-
varpsstjóri, sem verið hefur for-
maður undanfarin 9 ár, baðst
ásamt öðrum stjórnarmeðlimum
undan endurkosningu á nýaf-
stöðnum fundi, og var Hákon
Guðmundsson, hæstaréttarritari,
kjörinn formaður í hans stað.
Aðrir í stjórn eru: Árni Garðar,
Jón Loftsson, Kristinn Eiríksson
og Hafliði Jónsson.
í dómnefnd um fegurstu garð-
SUNNUD. 10. ágúst var góð síld-
veiði á svæðinu frá Langanesi
vestur á Grímseyjarsund Þann
dag öfluðu rúml. 100 skip 34 þús.
mál og tunnur. Er leið að mið-
mætti þann dag spilltist veður og
var síðan NA bræla með súld,
rigningu og kalsaveðri til viku-
loka. Var því ekki teljandi veiði
fyrir öllu Norðurlandi 6 daga
vikunnar. Nokkur veiði var sunn
ana eru Hafliði Jónsson, Aðal-
heiður Knudsen og Vilhjálmur
Sigtryggsson.
Auk verðlaunagarðanna vildi
nefndin vekja athygli á fegurð
eftirtalinna garða: Sólvallagötu
28, Vesturvallagötu 2, Faxaskjóli
4, Skeggjagötu 25, Otrateigi 6,
Hólmgarði 10, Sigtúni 53 og Mið-
túni 15.
1 bréfi frá nefndinni til Fegr-
unarfélagsins er eftirfarandi um
athuganir nefndarinnar á lóðum
og garðagróðri í bænum:
„Sumarið hefur verið eitt hið
sólríkasta, sem komið hefur í
Reykjavík, og garðarnir eru með
blómríkasta móti, en víða er
gróður illa farinn vegna götu-
ryks, sem berst inn í garðana.
Allmikið hefur í sumar verið
unnið að ræktun lóða við nýrri
hús, og má búast við mörgum
fallegum körðum á næstu árum.
Sérstaka athygli vöktu nokkrir
nýir garðar í Smáhúsahverfinu.
Margar eldri lóðir eru til mik-
illar óprýði fyrir heildarsvip bæj
arins og víða í hinum nýrri hverf
um gætir ósamræmis í jarðvegs-
hæð lóðanna. Ósmekkvísi er
mjög áberandi í girðingum, og á
einumu fegursta byggingarstað í
bænum hefur hár múrveggur
stórspillt heildarsvip áberandi
bæjarhluta.
Lóðir fjölbýlishúsa eru víðast
hvar í hinni megnustu vanhirðu,
og lóðir við opinberar byggingar
mættu víða vera í betri hirðu.
Ein verzlun heilsar viðskipta-
vinum sínum af smekkvísi með
blómakerum, og benzínafgreiðslu
stöðvar eru að verða mjög til
fyrirmyndar. Nýtt fyrirtæki,
Nesti í Fossvogi og við Elliðaár-
vog, minnir á gróðurbletti í eyði-
mörk, og gætu önnur hliðstæð
fyrirtæki nokkuð af því lært.
Víða eru gangstéttir og stígar
meðfram fallegum og vel hirtum
lóðum sóðalegar og þykir ástæða
til þess að benda húsráðendum á
það, að þarft væri að ganga til
móts við bæjarfélagið í því að
halda gangstéttum utan lóðanna
hreinum.
Að lokum skal bæjarbúum á
það bent, að mikið skortir á að
umgengni á almannafæri sé svo
góð sem vera þyrfti. Of algengt
er að sjá blaðarifrildi, flösku-
brot og annan hroða á götum og
gangstéttum bæjarins. Slíkt er
skortur á góðri umgengnismenn-
ingu.
Góð umgengni er bezti mæli-
kvarði góðrar menningar, og
smekkvísi í ræktun árangursrik-
ust til fegrunar borgarinnar“.
an Langaness á grunnmiðum frá
miðvikudegi til vikuloka. Sú
síld var mjög blönduð smásíld
og ekki söltunarhæf. Fór hún því
að mestu í bræðslu.
Vikuaflinn riam 53.990 málum
og tunnum. Síðastliðinn laugar-
dag 16. ágúst, á miðnætti, var
síldaraflinn orðinn sem hér seg-
ir: (Tölurnar í svigum eru frá
fyrra ári á sama fcíma).
í salt .... 287.012 uppsalt. tunnur (140.631)
í bræðslu 198.091 mál (507.266)
í frystingu 12.748 uppmældar tunnur ( 13.665)
Samtals: 497.851 mál og tunnur
(661.563)
218 skip hafa aflað 500 mál og
tunnur eoa meira.
BEZT AÐ AIIGLÝSA
I WORGinSBLAÐITW
Mínar beztu þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig
með heimsóknum, gjöfum, og heillaskeytum, og á marg-
víslegan hátt sýndu mér hlýhug og vináttu á 70 ára af-
mæli mínu 7. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll.
Jón Stefánsson, Kagaðarhóli.
Síldaraflinn 497 þús.
mál og tunnur sl. helgi