Morgunblaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 8
e MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. ágúst 1958 Otg.: H.f. Arvakur, Heykjavík Framkværndastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 3.3045 Auglýsingar: Arní Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. V-STJÓRNIN ÝMIST ÞEGIR EÐA SEGIR AÐEINS HÁLFA SÖGUNA HTAN IIR HEIMI Sousfelle vinnur að einhœfingu opin- berrar franskrar upplýsingaþjónustu Frönsk blöð og erlendir fréttaritarar i Frakklandi telja frelsi sinu ógnað LENGI mun í minnum höfð sú fréttaþjónusta mál- gagns forsætisráðherra, að meta meira að segja íslenzk- um almenningi frá því, að dreng- ur í Englandi, þó að sonur drottn- ingarinnar sé, hafi tapað bolta í leik, heldur en að sjávarútvegs- málaráðherra íslands hafi farið í opinbera heimsókn til Moskvu. Þögn stjórnarblaðanna og ríkis- útvarpsins um þetta ferðalag Lúðvíks meðan á því stóð, er vissulega löguð til þess að auka á þann kvíða, sem Alþýðublaðið fyrir skemmstu sagði, að almenn- ingi væri í huga vegna landhelg- ismálsins. I skjóli þagnarinnar hafa margs konar kviksögur komizt á kreik. Ýmsir fullyrða, að Lúðvík hafi farið á vegum allrar ríkisstjórn- arinnar í leynilegum erindum hennar í sambandi við landhelg- ismálið. Morgunblaðið leggur ekki trúnað á þá sögu. Engar líkur eru til, að öll ríkisstjórnin hafi það traust á Lúðvík Jósefs- syni, að hún hafi samþykkt að senda hann einan úr landi til að semja um neitt í sambandi við landhelgismálið. Þögn stjórnar- liða hér um ferðalag Lúðvíks get ur og ekki komið af því, að þeim detti í hug, að unnt sé að halda ferðinni leyndri fyrir gagnaðilr um okkar í landhelgismálinu. Al- þjóðlegar" fréttastofnanir sögðu strax frá komu Lúðvíks til Moskvu, svo að erlendis hefir ferðalagi hans síður en svo verið haldið leyndu. ★ Hitt er miklu sennilegra, að hvert sem erindi Lúðvíks var, hvort það hefur verið í sambandi við landhelgismálið eða eitthvað annað, þá sé ríkisstjórnin sjálf ósammála um það eða ekki til hlítar um það kunnugt. Af þeim orsökum hafi forsætisráðherra knúið fram þögn stjórnarblað- anna til að forðast, að enn eitt deiluefnið bættist við í allra aug- sýn. Að vísu er sú aðferð sízt hyggileg eða líkleg til að draga úr bollaleggingum innanlands og utan um ferðalag Lúðvíks. En þeir, sem þessum aðförum stjórna, eru ekki vanir að segja allan sannleikann. Þeir telja, að þögn um mikilvægar staðreynd- ir, hálfsögð saga og jafnvel hrein ósannindi séu sjálfsögð vinnu- brögð í stjórnmálabaráttunni. Með þessu svíkja þeir í senn al- menning og sjálfa sig, svo sem glögglega kom fram í ræðu Her- manns Jónassonar við hátíða- höldin austur við Efra-Sog sl. laugardag. Það -var að vísu virðingarvert, að forsætisráðherrann talaði við þetta tækifæri svo sem hann tryði ekki þeim ósannindum, sem Tíminn hefir i meira en eitt ár þrástagazt á, að Sjálfstæðismenn hafi reynt að koma í veg fyrir virkjun Efra-Sogsins með því að spilla fyrir lántöku til verksins. En Hermann brá fyrir sig öðru gamalreyndu Tíma-ráði. Hann sagði einungis hálfa söguna af því, sem hann þóttist vera að fræða menn um í ræðu sinni. Svo sem þegar hann sagði, að virkj- unina hefði ekki mátt hefja seinna en varð, og er hann reyndi að afsaka vöxt ríkisskuldanna með því hversu gífurlegar fjár- hæðir þyrfti að taka að láni til þessa mannvirkis. ★ Auðvitað er það rétt, að fram- kvæmd virkjunar Efra-Sogs mátti ekki dj-agast. En þegar stjórnarliðar hælast nú um yfir því, að V-stjórnin hafi útvegað lán til Sogsvirkjunarinnar, sem stjórn Ólafs Thors hafi ekki tek- izt, þá blanda þeir mjög málum. Sjálf fékk V-stjórin ekki lán í þessu skyni fyrr en hún hafði fallið frá yfirlýsingum sínum um að reka hið erlenda varnarlið á brott. Þjóðviljinn fór á sínum tíma ekki dult ineð sambandið þar á milli. Stjórn Ólafs Thors átti hins vegar kost á því, að fá lán til Sogsvirkjunarinnar vorið 1956 í Bandaríkjunum með þeim skilyrðum, að rétt þótti að doka við fram yfir kosningar til að sjá hvað verða vildi. Samtímis bárust tilboð um lán frá Vestur- Þýzkalandi, tilboð, sem núver- andi ríkisstjórn af einhverjum ástæðum virðist ekki hafa sinnt, þó að hún ella hafi verið ólöt við lántökurnar. Söguburður stjórnarliða nú á að sanna, að Bandaríkjamenn hafí verið ófáanlegir til að lána ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna peninga til þarflegra framkvæmda, en óð- fúsir til að veita slíkt lán eftir að kommúnistar voru komnir í stjórn í stað Sjálfstæðismanna. Slíkur boðskapur um starfshætti Bandaríkjastjórnar mundi áreið- anlega víða þykja tíðindum sæta, ekki sízt í Bandaríkjunum sjálf- um. ★ Um vöxt ríkisskuldanna er ekki nema von að forsætisráð- herrann geri sér tíðrætt. Þær hafa í stjórnartíð hans vaxið svo, að fullrar umræðu er vert. En því miður fær það ekki stað- izt, að vöxturinn hafi aðallega orðið vegna Sogsvirkjunarinnar. Enginn Islendingur hefur á móti þvi, að fé sé tekið að láni í slíku skyni. En það er ekki nema brot skuldaaukningarinnar, sem hægt er að skýra á þann veg. Eitt af því, sem stjórnin nú varast að láta almenning vita, er, hversu skuldaaukníngin er mikil. Stjórnin hefur t. ... e. 1 feng izt til þess að skýra frá nvernig rússnesku lántökunni líði. Eftir jíðustu skýrslum verður að ætla, að skuldaaukningin á tveimur valdaárum V-stjórnarinnar sé a. m. k. 500 milljónir króna mið- að við gengið áður en bjargráðin komu til. Þessi skuldaaukning verður ekki nema að litli leyti skýrð rceð óvenjulegum fram- kvæmdum. Það er halli þjóðarbúsins, sem kemur fram í hinni geigvænlegu skulda-aukningu. Þann halla átti að reyna að stöðva með bjarg- ráðunum í vor. Flestir eru nú orðnir vonlausir um, að það muni takast. Sú yfirlýsing Hermanns Jónassonar að enn sé ekki komið að því, að ríkisskuldir íslands séu orðnar of miklar, bendir ein- dregið til þess, að hann muni á- fram reyna að halda skútu sinni fljótandi með nýjum og nýjum lántökum. JACQUES SOUSTELLE hefir ekki legið á liði sínu, síðan de Gaulle gerði hann að upplýsinga- málaráðhel-ra — embættisveiting þessi hefir að nokkru verið við- urkenning til handa frönsku upp- reisnarmönnunum í Alsír en jafn- framt öryggisráðstöfun, þar sem de Gaulle hefir talið það heilla- vænlegra að hafa Soustelle und- ir handarjaðri sínum. Og Sou- stelle hefir notað tækifærið til að gera miklar breytingar á allri stjórn franska útvarpsins og sjón- varpsins. Ekki verður betur séð en að hann ætli sér að hreinsa rækilega til á þessum vettvangi. —o— Tylft manna í æðstu stöðum við útvarpið og sjónvarpið hefir nú látið af embætti, og Soustelle hefir skipað fylgismenn sína í staðinn. Blaðanefnd þingsins, sem enn starfar að nafninu til, sam- tök blaðaéftgefenda og upplýsinga skrifstofur hafa bent á, hvert stefnir, en eigi að síður hefir verið haldið áfram einhæfingu opinberrar franskrar upplýsinga- þjónustu, og er einhæfingin nú kommúnista MOSKVU 15. ágúst. — Russ- nesku blöðin ræddu fyrst í dag um tillögur þær, er Eisenhower forseti lagði fram í Allsherjar- þinginu Arabaríkjunum til bjarg ar. Sögðu blöðin, að hér væri um að ræða tilraun til þess að hliðra sér hjá að ræða meginatriðið: Brottflutning brezka og banda- ríska hersins úr Jórdaníu og Lí banon. Jafnframt væri ætlun Eisenhowers að reyna með þessu að styrkja aðstöðu olíuhringanna í Arabalöndunum. Rússnesku blöðin sögðu einnig, að það sem Vesturveldin ættu við með „óbeinni árás“ í Arabaríkjunum væri árás fólksins á hagsmuni auðvaldsins. hinn 16. september n.k. komin á það stig, að bæði frönsk blöð og erlendir fréttaritarar, sem vinna í Frakklandi, telja frelsi sínu ógnað. Soustelle skipar fylgismenn sína í æðstu stöður við franska útvarpið og sjónvarpið. Margir eru þeirrar skoðunar, að útvarpinu, sjónvarpinu og hinni opinberu fréttastofu AFP sé smám saman verið að breyta í áróðursmálgögn ríkisins, sem stjórnin og Soustelle hafi í hendi sér. Frönsku blöðin eru orðin á- berandi atkvæðalítil, og sífellt erfiðara er að koma sjónarmið- um stjórnarandstöðunnar á fram- færi. Er blaða- og upplýsinganefnd þingsins samþykkti fyrir nokkru mótmæli gegn þessum ráðstöfun- um, voru mótmælin ekki birt í útvarpinu. En eftir að mótmælin höfðu verið birt í erlendum blöð- um, sá Soustelle sig neyddan til að gefa skýringu, en með henni gerði hann raunverulega illt verra. Hann varði ráðstafanir sín ar á þeim forsemdum, að upplýs- ingaþjónustan hefði um langt skeið orðið fyrir áhrifum bæði af hálfu kommúnista og fasista. —o— Þeir menn, sem hafa verið látn- ir víkja úr stöðum við útvarpið og sjónvarpið, fylgja mjög ólík- um pólitískum flokkum að mál- um. Ekki bætir það úr skák fyrir Soustelle, að hann hefir oft og einatt ásakað fyrri ríkisstjórnir um að misnota útvarpið á ólýð- ræðislegan hátt. Og það hljómaði kynlega í eyrum manna, er Sou- stelle lýsti nýlega yfir því, að „lítil klíka“ mætti ekki stjórna útvarpinu og sjónvarpinu, þar sem vitað er, að allir þeir menn sem Soustelle hefir skipað í stöð- ur við þessar stofnanir, eru úr flokki nánustu fylgismanna. Sou- stelles innan litla gaulliska þjóð- veldisflokksins, sem í síðustu kosningum fékk aðeins 4,42% af atkvæðamagninu. Fróðlegt verður að sjá, hvaða afstöðu de Gaulle tekur til þess- arar ráðsmennsku Soustelles. Ó- trúlegt er, að de Gaulle muni láta þetta afskiptalaust, ef hann ætl- ar áfram að vera trúr hugsjón- um sínum og markmiðum . Laxveiði í meðal- lagi í Borgarfirði AKRANESI, 14. ágúst. — í dag náði ég tali af Kristjáni Fjeld- sted, bónda í Ferjukoti, og spurði hann um laxveiðina í Borgarfirði. Sagði Kristján að netjaveiði í Hvítá hefði verið í meðallagi, að vísu misjöfn á bæjum eins og gengur. Nú myndu menn bráð- lega fara að taka upp, því netja- veiðitíminn rennur út 20. þ.m. Stangaveiði, sagði hann hafa ver- ið heldur tregari víðast hvar upp á síðkastið vegna þurrkanna og kuldans. Þó er mikill lax, sagði Kristján, en hann tekur ekki. Stangaveiði í Norðurá kvað hann hafa verið eins og í góðu meðal- sumri. Þó nokkur stangaveiði hefði verið við árósa bergvatns- ánna, sem falla í Hvítá. Kæmi það af því, að laxinn hefði dokað þarna við, meira en oft áður, á göngu sinni í bergvatnsárnar, vegna þess hve þær voru grunn- ai. Ekki kvaðst Kristján hafa haft fregnir af laxveiði í Þvera. Aftur á móti sagði hann, að veiði í Grímsá hefði glæðzt eftir því sem leið á, en rýr hefði laxveiði verið í Reykjadalsá í sumar. Kæmi þar til, að hveravatnsins gætti því meira í ánni sem vatns magn hennar væri minna. — O. Brottflutningi lokið BEIRUT, 15. ágúst. — í dag var tilkynnt í bækistöðvum Banda- ríkjamanna, að lokið væri brott- flutningi 1,800 sjóliða úr Líban- on. Eru þá 13,000 Bandaríkja. hermenn í landinu. Hermennirn ir fluttu hieð sér allmikil her- gögn, sem skipað var út í land- göngupramma, en síðan flutt út í stærri flutningskip. Ekki sagði í tilkynningunni, hvert liðsaflinn hefði verið fluttur, en talið er víst, að fyrst um sinn verði hann á skipum 6. fiotans fyrir botni Mið j arðai'haf sins. Kemur niður á kom andi kynslóðum LONDON, 15. ágúst. — í skýrslu, sem læknisfræðilega rannsóknar nefndin brezka birti í dag segir, að vísindamenn séu nú almennt sammála um, að geislavirk efni valdi breytingum á sáðfrumum og eggfrumum manna — og þessar breytingar eigi eftir að koma fram á síðari kynslóðum. Það getur verið gott að hafa mjúkan ost og ber, t. d. hindber, i tartaletíum, sem hægt er að kaupa tilbúnar hjá bakaranum. Mjúki osturinn er hrærður út með mjólk, sítrónusafa og sykri. Bezt er að kæla ostinn vel í ísskáp, en hita tartaletturnar í ofni. Þær verða þó að kólna aftur áður en osturinn er látinn i þær, og síðan er berjum raðað í hring í hverja tartalettu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.