Morgunblaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1958, Blaðsíða 6
6 MORGIJNRLAÐIÐ Þriðjudagur 19. ágúst 1958 Sænska afbrigðið' heilabrot Friðriks Ingvar Ásmundsson segir frá fyrstu umferð skákmoLSÍns í Por..oroz PORTOROZ, 8. ágúst — Fyrsta umterð átti að hefjast klukkan 5 á þriðjudag, en blaðaljósmynd- ararnir komu í veg fyrir það. Þeir linntu ekki látum fyrr en klukkan „hótaði“ að slá 6. Þa höfðu þeir vaðið um í rúma klst,. með tvö þúsund kerta per- ur til að styrkja í mönnum aug- un! Keppendur voru greinilega „vankaðir" fyrst eftir myndaatið, enda komu fyrstu leikirnir óvenju dræmt. Sumir hertu á sér í miðtaflinu, en á fimm borðum varð tímahrakið svo' geigvænlegt, að keppendur hættu að skrifa leikina. Friðrik hafði hvítt gegn Szabo og lék enska leikinn, eins og oft áður. Kom út Tarrasch vörn og valdi Szabo sænska afbrigðið. sem stefnir að því að ,kæfa‘ hvít- an strax í byrjun. Hefur Szabo sjálfsagt búizt við að Friðrik þekkti afbrigðið illa og var sú raunin. Vísarnir á klukku Frið- riks fóru langar leiðir, en á með- an högguðust vísar Ungverjans varla. Friðrik hafði notað tímann vel, þegar í ellefta leik kom hann n*eð athyglisverða nýjung. Er það álit meistaranna hér, að um sé að ræða verulega endur- bót á afbrigðinu, en fréttir af leiknum hafa þegar verið sendar til Svíþjóðar. Þessi nýjung Friðriks kom sem vænta mátti flatt upþ á Szabo og Friðrik jók yfirburði sína jafnt og þétt. Eftir tuttugu leiki, er staða Ungverjans orðin von lítil, nema hvað tími Friðriks er mjög naumur. Friðrik getur unn ið skiptamun en velur aðra leið, sem er að vísu ágæt, en ekki nægilega örugg í tímahraki. 1 28 leik tekur hann loksins skipta- muninn, en fórnar honum aftui skömmu seinna. Szabo er. nú greinilega búinn að missa alla trú á stöðu sinni og reynir allt hvað hann getur til að trufla Friðrik í tímahrakinu, en finnur ekki beztu vörnina. Þegar skákin fór í bið, er Szabo með tapað tafl. Gafst hann upp tveim dög um síðar án þess að tefla áfram. Tal tefldi enska leikinn við Kolumbíumanninn de Greiff og vann auðveldlega í tæpum þrjá- tíu leikum. Það einkennir Sovét meistarann hve lítið hann virð ist reyna á sig. Mig rekur ekki minni til þess að hafa nokkru sinni séð hann í tímahraki. Aftur á móti komast andstæðingar hans nær alltaf í tímaþröng. Fischer tefldi með hvítu gegn Neykirch. Mátti undrabarnið þakka fyrir jafntefli eftir 16 leiki. Búlgarinn hafði dustað ryk ið af ævagömlu afbrigði, sem Bandaríkjamaðurinn hefur ekki haft tíma til að læra á sinni stuttu ævi. á hverjum degi, sem unglingar frá Asíu slysa jafntefli á rúss- nesku stórmeistarana, eins og Freysteinn komst að orði. Skák þeirra Sanguinettis og Matanovics var allsöguleg fram- an af. Tefldu þeir afbrigði af spönskum leik og virtist Matano- vic kunna það mjög vel. Fékk hann snémma gott tafl, en San guinetti sneri á hann í miðtafl- inu og vann peð. Þegar skákin fór í bið hafði Sanguinetti litla vinningsmöguleika og skákinni lauk með jafntefli. Eina athyglisverðustu skákina í umferðinni tefldu Bronstein og Gligoric, Saisch-afbrigði af kóngs indverja. Ellefti leikur Bron- steins var mjög athyglisverður og sennilega nýjyng. Hugmynd- ina hef ég séð áður hjá Braga Þorbergssyni, en veit ekki til þess að hún hafi verið notuð áður í kappskák. Gligoric fékk snemma erfiða stöðu og síðan gjörtapað tafl, en timaþröngin varð svo mikil að hvorugur vissi leika sinna tal. Léku þeir tveim- ur leikum meira en þeir þruftu. Lék Bronstein af sér í bæði skipt in og varð að sætta sig við jafn- tefli. Önnur umferð var ekki eins skemmtileg og sú fyrsta, tíma- hrakið minna og jafnteflin fleirí. Friðrik tefldi Sikileyjarvörn gegn Pachman. Valdi sá síðar- nefndi óárennilegt afbrigði, sern Guðmundur Ágústsson teflir allt- af þegar hann getur. Eyddi Frið- rik miklum tíma í að jafna taflið og samdi jafntefli eftir að sama staðan hafði komið upp tvisvar. Petrosjan tefldi kóngsindverja við de Greiff. Hafði Kólumbíu- maðurinn lengi skárri stöðu, en samdi jafntefli eftir 30 leiki. Tal tefldi Sikileyjarvörn gegn Szabo, sem var greinilega miður sín eftir skákina við Friðrik. Fékk Tal snemma betra tafl og vann örugglega. Matanovic og Panno tefldu einnig Sikileyjarvörn. Panno hafði fundið nýjan leik í þekktri stöðu, tefldi hann miðtaflið mjög stóðst ekki vel og átti tveim peðum meira þegar skákin fór í bið, en Mat- anovic virðist vera snillingur í slæmum stöðum. Hann lét peðin sín standa í dauðanum og óð með kóng, hrók og riddara upp borð- ið og hótaði að máta Panno, en hann bjargaði sér á þráskák. Dr. Filip tefldi Rétibyrjun við Sanguinetti. Átti sá síðarnefndi unnið tafl, en lék því niður í jafntefli í tímahraki. Larsen hafði svart gegn Car- doso og tefldi afbrigði af Sikil- eyjarvörn, sem nær enginn þorir að tefla nema hann. Reyndi hann um of að flækja taflið og komst í taphættu, en náði jafntefli. Þeir Gligoric og Averbach, Neykirch og Bronstein, sömdu jafntefli eftir um það bil 20 leiki án þess að til tíðinda drægi. Benkö tefldi Sikileyjarvörn gegn Rosetto. Hafði hann lengi betri stöðu, en tefldi of ákaft til vinnings og komst í taphættu en bjargaði sér snilldarlega. í þessari umferð var Bobby Fischer mun heppnari en í þeirri fyrstu. Var staða hans gjörtöpuð, þegar Fiister tók að leika af sér í tímahraki. Fyrst missti hann vinningsmöguleikana í peðsráni en skömmu síðar lék hann af sér manninum sem rændi peðinu og tapaði, en Bobby ljómaði og áhorfendur klöppuðu. Kirkjudagur ú Reykhólum NÚ er verið að byggja nýja kirkju á Reykhólum í Barða- strandarsýslu. Gamla kirkjan er orðin meira en aldargömul, og þótt hún þætti einu sinni „eitt hið glæsilegasta hús á Vestur- landi“ eins og gömul skjöi orða það, samsvarar hún ekki lengur kröfum tímans. Sófauöur og sóknarnefnd óska að kenna hina nýju xirkju sina við móður sálmaskáldsxns mikla frá Skogum þarna í sveitinni og nefna hana „Móðurkirkju Matt- híasar Jochumssonar" til minn- ingar um Þóru Einarsdóttur í Skógum, sem mætti teljast tákn þeirra íslenzku mæðra, sem bezt hafa kennt börnum sínum lotn- ingu og ást til Guðs vors lands, samanber orð skáldsins: „Mitt andans skrúð var skorið af þér.“ Og einu sinni orti hann líka: „Svo legg þá fagurt liljubiað á ljóða minna valinn stað og helga hennar minni. í þessum tilgangi hafa svo átt- hagafélögin hér í Reykjavík, Breiðfirðingafélagið og Barð- strendingafélagið ákveðið að taka höndum saman og vinna að framgangi þessarar hugsjónar eftir því sem verða mætti. Heita þau á Matthíasarfélagið á Akur- eyri og Ættingjafélag Matthíasar Jochumssonar í Reykjavík að leggja þessari hugmynd lið með sér eftir megni. Mætti gjarnan hefja samstarf allra þessara fé- laga til að heiðra þessi gáfuSu mæðgin frá Skógum, ef sú minn- ing yrði til þess að efla áhrif þess lífsstarfs, sem þau unnu til blessunar fyrir íslenzka menn- ingu. Hið fyrsta sem ætlað er að gjöra nú þegar í sumar eru hátíða höld eða kirkjudagur í Reykhóla- sveitinni hinn 30. og 31. ágúst næstkomandi. Breiðfirðingafélagið og Barð strendingafélagið gangast þá fyr- ir hópferð vestur í Bjarkalund og er þess vænzt að sem flestir félagar í þessum félögum, niðjar Matthíasar og Þóru og aðrir unn endur þessa málefnis fjölmenni í þessa ferð. Mun öllum ferða- kostnaði sem mest í hóf stillt og félögin gangast fyrir fjölbreyttri skemmtiskrá í Bjarkalundi á laugardagskvöld. En á sunnudag verður guðsþjónusta á Reyk- hólum. Allar móttökur annast söfnuður kirkjunnar og félag sveitarinnar. Allur ágóði, sem verða kynni1 ekkert væri annað. Gæti svo farið að kirkjan á Reyk- hólum yrði tákn þeirrar trúar- legu og kirkjulegu menningat og ræktar, sem glæsilegust er í nú- tímamenningu og andlegu lífi þjóðarinnar. Það þarf ekki stóra kirkju til að vera fegursta kirkjan og bezt búna, sem geyma mætti dýran arf þakklætis og tilbeiðslu. Breiðfirðingar hafa lítið gjört enn til að efla minningu sinna beztu sona og dætra. Hér er því hafizt handa við merkilegt verk- efni, og ekki vex sönn íslenzk menning án ræktarsemi og djúpra róta í jarðvegi sögu og fortíðar. Hallgrímur Pétursson hefur að verðugu eignazt sína minningar- kirkju að Saurbæ. Hún ku vera sámboðin hinum mikla ánda hans, og væntanlega finnur al- þjóð metnað sinn í því, að reisa nafni hans glæsilegan helgidóm í Drottins nafni í höfuðborginni. Þá væri yndislegt, að móðir sálmaskáldsins frá Skógum hefði hlotið þá viðurkenningu, sem sonur hennar, þjóðskáldið mikla, ætlaðist til á æskustöðvum hans. Engum ætti að vera skyldara en Breiðfirðingum og Barðstrend ingum að sjá um, að svo yrði. Er hér með heitið á alla, sem geta veitt þessu málefni lið að hefjast nú handa, hver eftir því sem honum eða henni er hentast. Fyrst og fremst mætti fjölmenna í hópferðina á kirkju- daginn 30 ágúst. Þar mun mál- efnið skýrast svo fyrir þátttak- endum og heimafólki að vart ætti að gleymast né misskiljast úr því. Vel má einnig mínna á það, að Reykhólasveitin er ein feg- kven- ursta sveit landsxns og indælt að njóta þar einnar helgar, þótt af þessari samkomu verður svo gefinn til skreytingar kirkjunni, Ennfremur hefur komið til orða að stofna við kirkjuna Minninga- sjóð breiðfirzkra mæðra helgaðan Þóru móður Matthíasar. Mun nú þegar vera til vísir að slíkum sjóði, en honum yrði einnig varið til skreytingar og fegrunar kirkj- unni í framtíðinni. Vel væri hægt að hugsa sér, að þessi kirkja yrði braðlega ein hin bezt búna kirkja landsms, ef átthagafélögin tvö, sem áður eru nefnd og aðdáendur og ættingjar Matthíasar og þeirra mæðgxna í 'Skógum, sameinuðu krafta sína með söfnuðinum að þessu marki. shrífar úr dagiega lifinu R Jafntefliskóngarnir Panno og Pachman sömdu um viðeigandi úrslit eftir 26 friðsæla leiki katalónsku tafli. Bent Larsen hafði hvítt gegn dr. Filip. Fékk hann snemma betra tafl, en varð ekki ágengt í miðtaflinu og bauð jafntefli eft- ir 32 leiki. Ungversku flóttamennirnir, Benkö og Fúster, tefldu Sikil eyjartafl. Jafnaði Fuster snemma taflið og hafði ágæta stöðu, þeg ar hann lék af sér drottningunni í tímaþröng og tapaði. Averbach lék enska leikinn gegn Cardoso frá Filipseyjum Hofði hann lengst af betra tafl og nxiklar vinningslíkur þega; skákin fór í bið. í einföldu, auð- unnu biskupaendatafli lék hann hrapallega af sér og Cardoso náði jafntefli. Vakti þetta geysi- mikla furðu, þar eð Averbach hefur skrifað þykkar bækur um slík endatöfl. Það er heldur ekki Reykjavík stækkar ÖDD úr bænum: Alltaf stækkar Reykjavík og þeim fjölgar um leið, sem langa vegu þurfa heim að sækja og heiman — til og frá vinnu sinni. Það hefir verið sagt að Reykjavík sé með stærstu borgum heims ef litið er á hlutfallið milli íbúa- fjölda og flatarmáls borgarinnar. Það gefur auga leið, að í slíkri borg er þórf á greiðum samgöng- um fyrir borgarana, enda hefir strætisvögnum bæjarins fjölgað 1 stórlega nú síðustu árin — og mættu samt vera fleiri En það er eitt atriði í sambandi við strætisvagnana, sem þörf er á að taka til athugunar. Það er al- kunnugt, að margir Reykvíkingar þurfa að vera upp á tvo strætis- vagna komnir, til að komast til vinnu sinnar. Þeir stíga úr einum vagninum yfir í annan — og borga í bæði skiptin fullt gjald. Þegar hver farmiði er kominn hátt á aðra krónu dregur þetta sig saman í ekki svo smá útgjöld fyrir viðkomandi einstakling, sem þarf að greiða fjórfalt gjald dag- lega. E Sanngjarnt og eðlilegt ÐA tökum til dæmis konuna, sem býr inni í Vogum og á dóttur búsetta úti á Seltjarnar- nesi. Hún tekur Vogahraðferðina, sem kemur á Torgið á heila tím- anum og tekur vagninn xit á Nesið örfáum mínúturn síðar. Væri nú ekki sanngjarnt og eðli- legt að hún gæti ferðazt á sama miðanum á leiðarenda í staðinn- fyrir að kaupa nýjan fullu verði, er hún skiptir um? — I nágranna löndum okkar er fólki gefinn kost ur á að kaupa slíka skiptimiða — eitthvað dýrari eru þeir en venjulegir einfaldir miðar en engu að síður miklu hagkvæmari almenningi. Sannleikurinn er sá, að strætisvagnagjöldin eru að verða töluvert stór útgjaldalið.xr fyrir fólk eins og þau eru orðin nú. Notaleg kennd KAFFIVINUR skrifar: Mér þykir alltaf skemtnti- legt að sitja yfir kaffibolla á nota legu kaffihúsi. Drykkurinn bragð ast betur þegar andrúmsloftið er mettað ilmi af mörgum rjúkandi bollum og kliði af talandi rödcl- um. Ég verð gripinn þægúegri kennd hlýju og öryggis — og finnst tilveran með allra þoian- legasta móti sem hún getur verið. Útikaffihús í Reykjavík VIÐ höfum eignazt mörg snotur kaffihús nú síðustu árin og gamli Hressingarskálinn við Aust urstræti hefir litið verulega upp yið stækkun þá og lagfæringu, sem á honum hefir verið gerð nýlega. En ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvort búið sé fyrir fullt og allt að útiloka gesti hans frá litlu útiflötinni fyrir sunnan húsið, þar sem gestir þáðu veit- ingar á hlýjum góðviðrisdögutn. Gert er ráð fyrir, að slík há- tíðahöld, sem þarna er stofnað til, verðj árlegur þáttur í siarfi kirkjunnar á Reykhólum og safn aðarins þar í framtíðinni, helzt í samstarfi við átthagafélögin syðx-a. Og þannig mundu sameiginleg- ar minningar um beztu börn sveitarinnar tengja átthagabönd- in í ást og trú, fögnuði og til- beiðslu um ókomin ar og aldir. Rvík, 14. ágúst 1958, Árelíus Níelsson. Þetta var áreiðanlega eini vis- irinn að útikaúihúsi í Reykjavík og enda þótt það væri á heldur frumstæðu stigi var þessi litli blettur vinsæll hjá mörgum. Nú langar mig til að skjóta því að Eimreiðin, 1. hefii 1958 BLAÐINU hefur borizt fyrsta hefti þessa árgangs af Eimreið- inni. Heftið hefst á orðsendingu til lesenda frá útgáfustjórn tíma- ritsins, og er þar m. a. skýrt frá því, að lögð hafi verið niður rit- nefnd sú er sá um útgáfurta, en í stað hennar tekin upp ritstjórn þriggja manna, þeirra Guðmund- ar G. Hagalíns, Helga Sæmunds- sonar og Indriða G. Þorsteinsson- ar. Efni heftisins er sem hér segir: Fimm kvæði eftir Guðmund Inga. „Auðmjúk fyrirspurn", sagði eft. ir Gunnar Gunnarsson. Fjögur kvæði eftir Gylfa Gröndal. „Skáld frá Illinois" eftir Indriða^ G. Þorsteinsson. „Nú legg ég augun aftur“, saga eftir Ernest Hemingway í þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar. „Niður móður- málsins", kvæði eftir Bjarna M. Gíslason. „Höfum vér efni á að bíða?“ eftir Guðmund G. Haga- lín. „Húsið gegnt mínu húsi“, kvæði eftir Pál H. Jónsson. „Ein leið til embættis“, eftir Sigurð Jónsson frá Brún. Ritdómar um ,Brekkukotsannál“ og „Sól á forráðamönnum skálans, hvort ■ náttmálum“ eftir Indriða G. Þor- þeir vildu nú ekki halda áfram steinsson. Heftið er 80 lesmáls- á sömu braut og dubba upp gamla siður og kostar 25 krónur í grasblettinn snoturlega og smekk iausasölu. lega fyrir útiveitingar. Sá staður | yrði áreiðanlega mjög svo vin-1 sæll — jafnvel meðal þeirra. sem LUNDÚNUM, 14. agúst — Reut- njóta þess að samlagast ilroi af er — Anna prinsessa dóttir Elíza rjúkandi kaffi og kliðandi rödd- betar Bretadrottningar og Filips um- 1 hertoga af Edinborg, verður 8 ára Kaffivinur". * á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.