Morgunblaðið - 22.08.1958, Page 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. ágúst 1958
„Mátti ekki vera að því að syrgja
Stutt samtal við Svein Þórðarson
bankaféhirði, sextugan
í DAG á sextugsafmæli Sveinn
Þórðarson, aðalféhirðir í Búnað-
arbanka íslands. Sveinn er
þessa daga í sumarleyfi og var á
förum vestur á Snæfellsnes, er
blaðamaður frá Morgunblaðinu
hitti hann að máli á heimili hans
Túngötu 49, í tilefni afmælisins.
Á sama blettinum
Já, ég er Snæfellingur að upp-
runa — sagði Sveinn..
Móðir mín, Ingibjörg Sveins-
dóttir var ættuð úr Eyrarsveit og
faðir minn, Þórður Þórðarson, úr
'Vtvs/. •}
Og þér eruð lengi búinn að
stunda bankastörf?
Ja, það má segja, að ég hafi
byrjað 11 ára gamall að stunda
viðskiptastörf — sem sendisveinn
hjá matvöruverzlun Tómasar
Jónssonar, en 13 ára var ég, þeg-
ar ég réðist til Obenhaupt, þýzks
umboðssala hér í bæ, sem hafði
gríðarmikla verzlun og var mjög
þekktur í Reykjavík í þann
tíð. Hjá honum var ég fyrst til
vika en síðar sölumaður. Eftir
fimm ára starf hjá Obenhaupt
gerðist ég svo, — árið 1918, bók-
.. .hefi alltaf verið innan um mikla peninga.
Staðarsveit — svo að eiginlega
er ég af „vondu fólki“ kominn!
— Sjálfur er ég borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur, fæddur á
Bræðraborgarstígnum og hefi
verið svo til á sama blettinum
síðan. þar sem ég bý núna,
hérna á Túngötunni, lék ég mér
sem drengur.
haldari hjá Útflutningsnefndinni
á Hverfisgötu 12.
Ýmis störf
Var það jafnvond nefnd og
sú á Skólavörðustígnum?
Verksvið þeirrar útflutnings-
nefndar var nú töluvert ólíkt og
öðru vísi tilkomið. En svoleiðis
var, að í fyrra stríðinu var út-
flutningur svo til eingöngu til
Bretlands og var útflutnings-
nefndin skipuð til að sjá um þau
viðskipti, þeir trónuðu þar heið-
ursmennirnir, Thor Jensen, Pét-
ur frá Gautlöndum og Ólafur
Benjamínsson, að ógleymdum
skrifstofustj., Þórði Bjarna
syni frá Reykhólum, sem ég mun
ávallt minnast með hlýju, virð-
ingu og þökk. Það var mikill af-
bragðsmaður, og ég lærði mikið
af honum. Yfirleitt var starfið
þarna hjá útflutningsnefndinni
allt mjög ánægjulegt, en ég vann
þar í 2 ár. — Þá fór ég í Lands-
bankann og vann í 20 ár að öllum
venjulegum afgreiðslustörfum —
endaði sem útibústjóri í Hafnar-
firði, en á kreppuárunum var úti-
búið lagt niður. í Landsbankan-
um var ég sem sagt, þangað til
mér var skákað yfir í Búnaðar-
bankann, þar sem ég hefi gegnt
starfi aðalféhirðis síðastliðin 18
ár.
Alltaf lakari peningar
Og mörg krónan búin að fara
í gegnum hendur yðar? j
Já, ég hefi yfirleitt alltaf verið !
innan um mikla peninga, fyrst
hjá forríkum heildsala, síðan hjá
Útflutningsnefnd — og svo hjá
tveimur bönkum. — Ég hefi
stundum sagt sem svo áð alltaf
sé ég að taka við krónum og
borga út krónur —_ og ávallt
séu það lakari peningar, sem ég
borga út, heldur en þeir, sem ég
tók við. Það er nú svo — krónan
okkar er orðin heldur lítill pen-
ingur. Fyrstu mánaðarlaunin
mín voru 10 krónur, þegar ég
vann sem sendisveinn hjá Tómasi
Jónssyni. Loftur (konunglegur
ljósmyndari), sem var einum 5
árum eldri en ég vann um leið
hjá Tómasi og hafði 20—25 krón-
ur á mánuði. Það þóttu mér mikl
ir peningar.
Allir urðu ríkir
Nú hefir æskufólkið meira
milli handanna og getur veitt sér
fleira af því sem hugurinn stend-
ur til — og það er gott og blessað.
Framh. á bls. 14
Sigurjón Danivalsson
shrifar úr
daglega lífínu
Tíu ára hnáta í síld
NÚ er síldarvertíðin að verða
búin £g fólkið að byrja að
tínast heim úr síldinni. Sennitega
eru ekki margir eins ánægðir
með sumarhýruna, eins og lítil
vinkona mín frá Siglufirði, sem
ég hi.tti hér í bænam fy.ir fáum
dögum. Þetta er tíu ara hnáta, og
hún saltaði í sumar að gamni sínu
í 20 tunnur, þar af 8 tunnur á
einum degi. Dagkaupið aennar
þann daginn var kr. 200 .Hún
sagði að það væri engmn vandi
p.ð raða síldunum á botninn i
tunnunni, maður pyriti bara að
hala sig upp á barminn og vega
þar salt á maganum á meðan.
Vinur hennar, sem er 7 ára og
heldur smávaxinn að auki, hafði
ekki einu sinni stungizt á höfuðið
ofan i tunnuna við þá iðju.
Börnin kynnast
atvinnuvegunum
MEÐAN ég var að spjaila við
litlu síldarstúlkuna, varð
mér hugsað um það hversu mik-
ils virði það er fyrir íslendinga
að fá að kynnast atvinnuvegum
þjóðarinnar strax á unga aldri.
Varla er til það kaups’aðaharn,
sem ekki hefur verið í Svæit og
þekkir hin daglegu störf sveita-
fólksins, og i siávarþorpunum
eru strákarnir orðmr kunnugir
bátum og fiski strax og þeir fara
að vaxa úr grasi. Sjálfsagt eigum
við þetta mest að þakka því, að
bæir eru allir iiilir hér á landi
og að kraxkar og ungiingar hafa
langt sumartrí úr skóianum.
í flestum oágrannalöndum okk
ar er þessu annan veg farið. Sum-
arfríin í skólunum eru of stutt til
að það taki þvt að fara í vinnu,
enda varla nokkra vinnu að fá
um svo stuttan tíma. í Engiar.di
er fríið t. d. aðems 5 vikúr. í þeim
löndum tíðkast það þvi ekki að
skólanemendur vinni á sumrin.
Lítið variS í að vera
menntamaður
IÞESSU sambandi dettur mér
í hug stúlka, sem hjáipað, til
á heimili amerískrar konu uti í
Frakklandi. Hún var að kvarta
við húsmóður sína um hversu
ömurlegt það væri, að foreldrar
hennar hefðu ekki efni á að
kosta hina vel gefnu bræður henn
ar í skóla. Ameríska konan svar-
aði því til, að foreldrar sínir
væru heldur ekki efnaðn, en
bræður sínir hefðu sjálfir létt
undir, einn með þvi að vinna á
ísbar allar hetgar meðan hann
(var í skóla, annar með þvi að
| vakna klukkutíma fyrr og
I kveikja upp í miðstöðinni i skól-
j anum og .... þá greip sú franska
j fram í og sagði: — Að kyr da mið
' stöð, nei. þá er lítið varið í að
vera menntamaður.
Stúlkan hefur sjálfsagt ekki
talað þarna fyrir munrr arlra
Frakka, en ég eíast um að slíkur
hugsunarháttur sé til hér hjá
okkur.
Löng eða stutt frí
ÞÓ ég sé þeirrar skoðunar að
löng frí séu heppileg og að
börn og unglingar læri meira af
því að kynnast hii; msu störf
um, sem þau vinna, en
sitja allan tímann á skólabekkn-
um, þá hefur það líka sína ókosti.
Ef við á annað borð lærum eitt-
hvað í skólanum, þá hljótum við
óhjákvæmilega að missa við það
hve hvert skólaár er stutt. Auk
þess læra skólabörnin strax á
unga aldri að bruðla með pen-
inga. þar sem þeim reynist svo
auðvelf að afla þeirra á stuttum
tíma. En það er önnur saga.
Flugur í flöskum
ÉR kom maður nokkur og
hafði með sér óopnaða flösku
með engiferöli I flösku þessari
var ekki aðeins em beldur heil
halarófa af dauðum ilugum.
Kvaðst maðurinn nafa keypt sér
nokkrar ölflóskur norður á Ak-
ureyri, þegar nann var þar á ferð,
og auk þess sem í þessari flösku
var, hafði hann fundið fiski-
flugu í einni pilsnerflöskunni.
Hvað var í hinum veit hann ekki,
því hann hvolfdi því í sig í bíln-
um í rökkrinu. Vonandi er þetta
alveg einsdæmi, en annað eins
og þetta á auðvitað alls ekki að
geta komið fyrir.
In memoriam
í DAG fer fram jarðarför Sig-
urjóns Danívalssonar fram-
kvæmdastjóra Náttúrulækninga-
félags íslands. En með því hafði
hann afkastað miklu og góðu
starfi í þágu félags vors fyrst og
fremst, en einnig í þágu almenn-
rar heilbrigðisræktunar. Vér sem
að þessum félagsskap stöndum,
höfum orðið fyrir því mótlæti að
missa sterkustu stoð félags vors,
þar sem þessi ágæti og fórnfúsi
félagi vor var. Það starf sem
hann vann var með þeim ágætum
að telja má að sé vandfyllt, og er
því mikil eftirsjá að þessum
ágæta starfsmanni og vini, það
vita allir sem kynnzt hafa þessu
félagsstaríi voru að það er til
þess stofnað að rækta heilbrigði,
í stað þess að berjast við sjúk-
dómseinkenni.
í þessu starfi var Sigurjón oss ó-
metanlegur liðsmaður. Komu þar
fram hinir ágætu hæfileikar hans
lipurð og áreiðanleiki, sem skap-
aði honum mikla tiltrú. Hann
fann vanalega einhver ráð þegar
allir voru ráðþrota, fyrir það er
þó félag vort komið svo langt, að
hér dvelja nú nærfellt 70 gestir
og hamingjan hefir verið svo hlið
holl að flestir fá einhvern bata
og sumir ótrúlega mikinn. Vér
getum þakkað þetta að miklu
leyti vorum ágæta framkvæmda-
stjóra. Vér syrgjum þennan
ágæta vin vorn og starfsmann, og
spyrjum. Hvar er svo ágsetan
mann að finna sem tekið gæti við
hans starfi? En umfram allt þökk
um við Guði fyrir að hafa gefið
oss svo ágætan mann. Ég vissi
ekki annað en Sigurjón Danívals-
son væri í bezta lagi hraustur.
Hann notaði hverja helgi til að
ganga á skíðum í háfjöllum, oft í
stórhríð um hávetur, en ég hef
nú heyrt að hann hafi fyrir all
mörgum árum fengið veilu fyrir
hjartað. En nú hné hann niður
fyrirvaralaust. Þetta kom oss vin
um hans og samstarfsmönnum
mjög á óvart.
Eitt sinn var félag vort illa
statt og horfði óvænlega um
framtíð þess Ég leitaði þá ráða
til snillingsins Grétars Fells, vin-
ar míns. Hann benti mér á Sigur-
jón Danívalsson, þetta ráð brást
mér ekki, þessi ágæti vinur tók
föstum tökum á vorum málum og
1 reisti við fjárhag félagsins.
Bygging var hafin og nú hefir
félagið starfað í fuil þrjú ár. Ég
efast ekki um að slíkum manni
sem Sigúrjóni Danívalssyni er
ætlaður starfi í æðra heimi, mér
þykir heldur ekki ólíklegt að
hann horfi til vor, sem nú stönd-
um við starfið hér. Nú er þessi
1 ágæti og trúi þjónn fallinn fyrir
sverði þess, sem hefir valdið. Vér
* þökkum góðum Guði fyrir að
hafa gefið oss þennan ágæta
mann, sem unnið hefir fyrir vel-
ferð og hjálp handa hinum mörgu
sem hér hafa komið. Það hefir
komið til mála vor á meðal að
koma upp dálítilli kapellu eða
guðshúsi, sem helgað verði minn-
ingu þessa ágæta félaga vors,
þar sem hægt væri að hafa guðs-
þjónustu á hverjum sunnudegi og
hátíðum, og væri innangengt í
hana úr sjálfu hælinu, svo þang-
að væri hægt fyrir alla að kom-
ast.
En til þess þarf fé og ennþá
eigum við mikið starf óunnið. En
margar hendur vinna létt verk,
þetta þyrfti ekki að vera tilfinn-
anlegt ef margir sem hlýhug bera
til þessa félags vors létu eitt-
hvað í þessu skyni af hendi.
Jónas Kristjánsson, læknir.
SIGURJÓN Danivalsson, — dá-
inn. Þessi sorgarfregn barst um
Heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lagsins og féll sem þung úthafs-
alda yfir heimilið. Hin snögga
breyting var svo óvænt og
skyndileg. Sigurjón, sem þennan
dag, eins og venjulega, hafði ver-
ið hress og glaður og umgengizt
hælisgesti með sínu ljúfa og
létta viðmóti, var allt í emu
kvaddur burtu frá þýðingar-
miklu starfi, er hann hafði svo
brennandi áhuga á og hafði
helgað starfskrafta sína. Sigur-
jón var ekki aðeins framkvæmda
stjóri Heilsuhælisins, heldur
hinn áhugasami hugsjónarmaður
um framgang og þróun þeirrar
stefnu, enda náinn vinur og ein-
lægur samstarfsmaður hins
aldna brautryðjanda, Jónasar
Kristjánssonar, læknis, sem nú
sá hilla undir áframhaldandi
framfarir í samvinnu við hmn
framsýna framkvæmdastjóra og
ágæta lækni hælisins.
Við, sem nú á þessum mikil-
vægu tímamótum í starfi hælis-
ins, dveljumst þar og skiljum
hversu stórt skarð hefur verið
höggvið í áhugamannahóp þess
og þó sérstaklega hvað varðar
hina daglegu forsjá hælisins,
óskum þess nú, að það skarð,
sem enn stendur autt eftir Sigur-
jón Danivalsson, megi takast að
skipa aftur jafnágætum manni
og að ævarandi blessun hvíli yf-
ir starfi Heilsuhælisins, svo að
hingað megi í framtíðinni sækja
bæði heilsubót og heilsuvernd.
Það er einnig örugg trú braut-
ryðjendanna.
Sigurjóns er minnzt hér með
hljóðri þökk. Við hælissjúkling-
ar vottum ástvinum Sigurjóns
djúpa samúð og þá ekki sízt vini
hans, Jónasi Kristjánssyni.
Heilsuhæli N.L.F.Í., 22. ágúst ’58.
Ilælissjúklingar.