Morgunblaðið - 22.08.1958, Qupperneq 13
Föstudagur 22. ágúst 1958
MORCVNBLAÐIÐ
13
Danfríður Brynjólfsdóttir
frá Hólslandi — minning
FYRIR 75 árum bjuggu að Gröf
í Breiðuvík á Snæfellsnesi Brynj-
ólfur hreppstjóri Daníelsson og
kona hans Guðriður Þorsteins-
dóttir. Þau voru af góðum bænda
ættum snæfellskum og urðu í
fremstu röð búenda sveitarinn-
ar. Meðal barna þeirra var Dan-
fríður, er fæddist 24. júní 1883.
Sagt er, að hún hafi strax orðið
eftirlæti foreldranna og mikiJ
augasteinn föður síns, er lifði
Guðríði um árabil. Árið 1902 30.
okt. eru þau Brynjólfur og Guð-
ríður bæði látin, en þá er gert
brúðkaup þeirra Danfríðar og
Kristjáns Pálssonar og bú þeirra
reist að Grof.
Við vitum það, sem munum
Danfríði miðaldra, að þjóðsög-
urnar um glæsileik hennar gjaf-
vaxta áttu sér örugga stoð í veru
leikanum, því að svo bar hún af
öðrum konum, að í hópi þeirra
horfðu menn jafnan íyrst og sið-
ast til þess sætis, er hún skipaði,
en þeir, sem þekktu Kristján með
an hann var og hét skilja það,
að hún kysi hann oér til sam-
fylgdar, framar þeim, s->'n eldri
voru og ríkari, þar sem hann var
yfirlitsprúður og æskuteitur,
kunnur að vaskleik og drengur
góður.
Fyrstu 11 búskaparárin sátu
ungu hjónin lítt í kyrrsæti og
undu ekki til lengdar búsetu á
sömu ábýlisjörð fyrr en árið 19i3
er þau fluttu að Hólslandi í Eyja
hreppi. Þar bjuggu þau síðan i
hálfan fjórða áratug, en fyrir
því verður minningin um búskap
þeirra lengst tengd við hæoina
neðan Hafursfells, þar sem útsýn
er fegurst yfir til jökulsins hvita,
er rís yfir bernskuslóðunum og
strandarmnar bláu, þar sem ævi-
kvöldinu lauk.
Seytján urðu börn þeirra Dan-
fríðar og Kristjáns. Tvö dóu í
bernsku, ung stúlka hneig, tveir
uppkomnir synir féllu í valinn,
tólf eru á lífi, fimm dætur, sjö
synir. Þau eru: Guðríður, Svafa,
Aðalheiður, Kristín og Fanney,
allar giftar og búsettar hér í
Reykjavík, að undantekinni Að-
alheiði, sem er húsfreyja norður
í Hrútafirði; Brynjólfur, Guð-
mundur, Kristjón, Kristján, Ing-
ólfur, Skarphéðinn og Þórður,
allir kvæntir og heimilisfastir hér
í bæ, að Kristjóni undanteknum,
sem býr að Bessastöðum.
. Fyrir áratug fluttu þau Dan-
fríður og Kristján til Reykjavík-
ur, þar sem þau sátu síðan í skjóli
barna sinna, lengst að Stóra-Seli
við Holtsgötu. í vor er leið gerð-
ist Danfríður svo ellimóð, að
henni varð þörf vistar í sjúkra-
húsi. Upp frá því naut hún á-
gætrar hjúkrunar að Sólvangi við
Hafnarfjörð, unz ævidagurinn
varð allur 17. þ.m.
f dag fer útför hennar fram
frá kirkjunni í Fossvogi.
Hér mun flest vera greint, sem
mestu varðar í þeirri sögu Dan-
fríðar, er síðar má lesa í skráð-
um heimildum. Sú saga er frem-
ur fábrotin hið ytra, enda lét
Danfriður sig fremur varða það,
er gerðist hið innra með fjöl-
skyldu hennar en þar voru eykta-
mörk vinnudags lítt færð til
bókar. Þar — í hinu mikla stríði
móðurinnar fyrir framtíð barn-
anna — gerðist saga Danfríðar.
Og það var löng saga. Ýmsum
þeim, er létu sig gruna eitthvað
það, sem innra bjó með þessari
kyrrlátu og ljúfu konu, þar sem
hún bjó við þröngan kost með
barnahópinn sinn mikla, hefir ef-
laust komið til hugar, að heima-
sætunni fögru frá Gröf myndi
hafa þótt sinn hlutur fátæklegri
í lífinu en vonir stóðu til í önd-
verðu. Vera má, að einhvern tíma
hafi það komið í hug Danfríðar,
þegar þrengst var í búi, að óþarf-
lega kröpp hefðu henni verið
sköpuð kjör, en aldrei heyrðist
þó neitt af hennar vörum í þá
átt, aldrei var kvartað, ásakað,
ekkert öfundarorð til þeirra, sem
betur voru efnum búnir — en
vitanlega voru þeir þó margir,
því að annað var óhugsandi, þrátt
fyrir ofurmannlegan dugnað og
elju beirra hjónanna og ötula
hjálp barnanna, strax er þau
voru vaxin úr grasi. En einhvern
veginn lukkaðist það þó, að bægja
sárustu örbirgðinni frá bæjardyr-
unum. Eflaust hefir stundum orð-
ið að skammta naumt, þegar
harðast var í ári, en ég heyrði
aldrei talað um búsveltu í Hóls-
landi, og á uppvaxtarárum mín-
um var hungruðum strák það
ærið tilhlökkunarefni lykkjunn-
ar á leiðinni heim, að eiga von
á veitingum Danfríðar. Mér er
nærfærm hennar í þeim efnum
mjög í barnsminni, kaffi- og köku
sendingar á engjar nágrannanna,
þurrir sokkar á votan fót, hlýr
lófi á kalda kinn. Þannig deildi
hún kjörum með öllum, skyldum
Framh. á bls. 14
Ný íslenzk framleiðslo
Fram/eitt úr is/enzkri ull
Mjög áferðafaIlegt
Lóast mjög litið
Tvímælalaust þéttasta og bezta teppaefni, sem sézt hefir hér.
Nýkomið glæsilegt úrval í einlitum.
Athygli skal vakin á því, fyrir þá, sem eru að byggja, að óþarft
er að dúkleggja undir teppin.
— Klæðum horna á milli — fyllum ganga og stiga með aðeins
viku fyrirvara.
Glæsilegt úrval af útiendum teppum. Ullarteppi í mörgum
stærðum og gerðum. — Einnig ullarhampsreppi í fjöl-
breyttu úrvali. — Gangadregill 90 sm. breiður. Ný-
tegund í hrosshársteppum í mörgum stærðum og ný-
tízku mynztrum.
Sendið okkur mál
— Sendum gegn póstkröfu út um land.
5 herb. hæð
við Víðimel til sölu. Stærð 135 ferm. Auk þess fylgir
eitt herb. í risi.
HARALDUR GUÐMUNDSSON
löggildur fasteignasali, Hafnarstræti 15,
símar 15415 og 15414 heima.
Trésmíðavélar til sölu
Til sölu eru trésmíðavélar. — Sem nýr sænskur þykktar
hefill (heflar 60 cm breidd). Þýzk konbineruð trésmíða-
vél, hefill, hjólsög, bandsög, borvél og fræsari. Enn-
fremur blokkþvingur og fleira. Tilboðum sé skilað til
undirritaðs fyrir 1. sept. n.k. sem veitir allar upplýsingar.
Akranesi 20. ágúst 1958.
ÁRNI ÁRNASON
Skólabraut 27 — Sími 103.
„Olcf English”QI||-B3iTE(frb- dræ-bræt)
FIjótandi gljávax
fallegt úrval m.a. undirkjólar og buxur.
MjfiUIIUIllP
Laugaveg 89.
ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT
KVEN-STRIGASKÓK með hæl
margir litir
KVEN-BOMSUR
ýmsir litir
BLÚNDUR og MILLIVERK
dún og fiðurhelt LÉREFT
140 cm. |
mislitt LÉREFT
Teppi /,
Aðolstræti 9, sími 14190
Leiðin liggur til okkar
Lœkjcrbúðif
LAUGARNESVEGt”