Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 1
> 5jáífstœðisflokkurinn leggur til að ráð- herrafundur Atlanfshafsbandalagsins verði kallaður saman nú þegar — vegna hcetfu á að friðhelgi íslenzks landsvœðis verði ógnað Bréf miðsfjómar Sjálfstæðisflokksins frá 22. ágúst afhent utanríkisráðherra MIÐSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS hefur ritað utanríkis- ráðherra íslands bréf, þar sem hún leggur til að ríkisstjórnin óski þess að þegar í stað verði kvaddur saman ráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins til þess að ræða og finna lausn á þeim vanda, sem skapazt hefur við það, að íslendingar telja ógnað friðhelgi landsvæðis, er þeir telja sig eiga rétt á. Vitnar miðstjórnin í bréfi sinu í 4. grein stofnsamnings bandalagsins, þar sem gert er ráð fyrir, að aðildarríkin hafi samráð sín á milli, hvenær sem eitthvert þeirra telur friðhelgi landsvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálf- stæði eða öryggi, ógnað. Bréf þetta var afhent Guðmundi 1. Guðmundssyni, utanríkis- ráðherra, í gær. En föstudaginn 22. ágúst síðastliðinn höfðu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson rætt málið í heild við ráð- herrann og lesið bréfið upp fyrir honum. Varð þá að samkomulagi milli þeirra, fyrir hönd miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, og utan- ríkisráðherra, að hann tæki til athugunar þá tillögu, sem í bréfinu er fólgin og bréfið sjálft yrði sent honum eftir fáa daga. Bréf miðstjórnarinnar til utanríkisráðherra fer hér á eftir í heild: 22. ágúst 1958 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins lagði í bréfi sínu, dags. 7. ágúst s.L, til forsætisráðherra, til, að ríkisstjórnin birti greinargerð um landhelgismálið og öll gögn þess. Þetta gerði miðstjórnin í þeirri von, að með þessu yrði eytt margháttuðum missögnum um málið, sem hættulegar eru fyrir þá einingu þjóðarinnar, sem allir segjast keppa eftir. Ríkis- stjórnin hefur ekki enn svarað bréfi miðstjórnarinnar og ekki séð sér fært að verða við tillögu hennar. Fyrir þá, sem ekki njóta trúnaðar ríkisstjórnarinnar, er því mjög erfitt að átta sig á, hvað raunverulega hefur gerzt í málinu, og því fremur sem mjög gagnstæðar yfirlýs- ingar eru gefnar um það af málssvörum sjálfrar stjórnar- innar. Augljóst er þó, að málið hefur undanfarnar vikur verið til um- ræðu meðal sérfræðinga innan Atlantshafsbandalagsins, og er nú í fréttum innlendra og er- lendra blaða talað um „mála- miðlunariausn", sem þar sé til meðferðar. Eins og sakir standa, virðist þó með öllu óvíst um lík- ur fyrir samþykkt hennar. Hins vegar er talað um, að Bretar muni senda herskip til hindrunar því, að íslenzk varð- skip taki veiðiskip þeirra eftir hinn 1. sept. n.k. á því svæði, sem þá er ákveðið að komi til viðbótar undir íslenzka fisk- veiðilögsögu. um málið á vegum Atlantshafs- ráðsins, séu samkvæmt þessu ákvæði. Hægara að koma í veg fyrir voðann Ef ríkisstjórnin telur sig hafa vissu fyrir því að geta afstýrt vandræðum með þeirri málsmeð- ferð, sem nú er á höfð, er auð- vitað ekki nýrra úrræða þörf. Ella verður að gæta þess, að inn- an skamms kann þá atburði að bera að höndum, sem tilætlunin er einmitt að afstýra með fyrir- greindu samningsákvæði. Hér er áreiðanlega hægara að koma í veg fyrir voðann en bæta úr hon- um, ef hann skellur á. Þess vegna beinir miðstjórn Sjálfstæðisflokksins því til ríkisstjórnarinnar, að hún neyti nú þegar ákvæðis 4. gr. Norður-Atiantshafssamn- ingsins og óski þess, að ráð- herrafundur bandalagsins verði kvaddur saman til að ræða þennan vanda og finna á honum lausn áður en í ó- efni er komið. Lýsir miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins sig fúsa til samstarfs við ríkisstjórnina um undirbún- ing og málsmeðferð á slíkum fundi, ef til kemur. F. h. miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins Óiafur Thors. Hammarskjöld kominn til Amman AMMAN, 27. ágúst — Reuter — í dag kom aðalritari SÞ, Dag Hammarskjöld til Amman, og mun hann nú hefjast handa um að koma á varanlegum friði í Miðjarðarhafslöndum, eins og gert var ráð fyrir í samþykkt- inni, sem gerð var samhljóða á aukaþingi Allsherjarþingsins. — Síðar í dag ræddi Hammarskjöld við ráðherra úr stjórn Jórdaníu og heimsótti Hussein Jórdaníu- konung. Hammarskjöld mun að öllum líkindum dveljast í Jórdaníu til laugardags, en þá fer hann flug- leiðis til Genf til að opna alþjóða ráðstefnu um friðsamlega nýt- ingu kjarnorkunnar. Allir íslendingar einhuga Ástæðan fyrir þeim tiltektum an er sú, að ríkisstjórn Bretlands og raunar fleiri ríkisstjórnir vé- fengja og mótmæla rétti íslands til að færa lögsögu sína á þenn- an veg út. ísland telur sig aftur á móti eiga þennan rétt, og eru allir íslendingar einhuga í því efni. Hér er upp komin deila um efni alþjóðalaga, og ef ekki verð- ur við gert, eru allar líkur til, að af því leiði það ástand, að ísland telji ógnað friðhelgi landssvæðis, sem það telur sig eiga rétt til. En skapist slíkt ástand hjá ein- hverju aðildarríki Norður- Atlantshafsbandalagsins, segir svo í 4. gr. stofnsamnings þess: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hvenær sem ein- hver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað“. Þetta ákvæði á auðvitað ekki aðeins við, ef ógnunin kemur frá aðila utan banda- lagsins, heldur því fremur, ef hún verður vegna ágreinings sjálfra aðila bandalagsins. Að skoðun miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins ber íslenzku rikis stjórninni því í senn skylda og réttur til að kalla bandamenn sína til þess samráðs, sem í 4. gr. Norður-Atlantshafssamnings er boðið, en ekki verður talið eftir því, sem enn er fram komið, að þær viðræður, sem verið hafa TAIPEI, 27. ágúst — Reuter Mikil sprenging varð í verksmiðju í Chiayi á Suður-Formósu í dag — 23 menn fórust, 13 særðust og 12 manna er saknað. Brezk-íslenzk rmbiun- artillaga lögð fram? ÓSLÓ, 27. ágúst. — NTB. — Lögð hefir verið fram í deilunni um fiskveiðilögsöguna brezk-íslenzk málamiðlunartillaga, sem full ástæða er til að ætla, að ríki, sem hagsmuna eiga að gæta í þessu efni, muni telja ákjósanlega. Norska stjórnin ræddi í dag brezk-íslenzku tillöguna á fundi í Ósló. Engin tilkynning hefir Norstad hershöfðingi Norsfad kemur óvœnf í heimsókn til Aþenu AÞENU, 27. ágúst — NTB-AFP — Yfrimaður Atlantshafsbanda- lagsins, Norstad hershöfðingi, kom í dag óvænt til Aþenu ásamt fjölskyldu sinni og nokkr- um mönnum úr starfsliði hers- höfðingjans í aðalbækistöðvun- um í París. Stjórnmálafréttarit- arar í Aþenu telja víst, að til- gangurinn með för hans sé sá að reyna að telja grísku stjórnina á að milda stefnu sína í Kýpurmál- inu, svo að hægt verði að afstýra alvarlegum vandræðum í sam- Macraillon ræðir fiskveiðilðg- sögnna við róðberra sína Viðræðurnar i Paris faokast áleiðis Samkvæmt góðum heimildum snérust viðræðurnar í dag um möguleika á því að fá Breta og önnur lönd til að virða 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland gegn því, að veitt verði leyfi til að veiða ákveðið aflamagn milli fjögra og tólf mílna markanna. Engin opinber tilkynning hefir þó verið gefin út um viðræðurn- ar, og þátttakendur í viðræðun- um segja aðeins, að málið þokist áieiðis. PARÍS og Lundúnum, 27. ágúst. — NTB. — Reuter. — Brezki for- sætisráðherrann Harold Macmill- kallaði í dag á sinn fund nokkra ráðherra til að ræða ákvörfhm ísiendinga um að færa fiskveiðilögsögu sína úr 4 út í 12 mílur 1. sept. n.k. Jafnframt héldu áfram viðræð- ur í París milli sérfræðinga þeirra Atlantshafsrikja, sem teija sig eiga hagsmuna að gæta í sambandi við fiskveiðilögsög- una, í þeim tilgangi að leysa deiluna með málamiðlun. starfi Atlantshafsbandalagsrikja á Miðjarðarhafi. Haft er eftir góðum heimildum, að ríkisstjórnir aðildarríkjanna í Atlantshafsbandalaginu hafi miklar áhyggjur af síversnandi sambúð Grikklands og annarra bandalagsríkja, einkum Tyrk- lands, vegna Kýpurdeilunnar. — Greinilegur vottur um þetta er, að grískir liðsforingjar í stöðv- um Atlantshafsbandalagsins í Smyrna í Tyrklandi hafa verið kallaðir heim. Fréttaritarar vest- rænna blaða telja því einsýnt, að Norstad hafi verið falið að reyna að samræma sjónarmið Grikkja, Tyrkja og Breta í Kýpurdeilunni. verið gefin út um afstöðu stjórn- arinnar, en talið er, að norska stjórnin muni fallast á, að við- ræðum verði »haldið áfram á grundvelli þessarar tillögu. MOSKVU, 27. ágúst. — NTB. — AFP. — Málgagn sovézka varnar málaráðuneytisins, Sovetskij Flot, gagnrýnir í dag Breta harð- iega fyrir afstöðu þeirra í deil- unni um fiskveiðilögsöguna. Seg- ir blaðið, að Bretar séu í þann veginn að fremja níðingsverk á litlu landi, og því hafi ísiending- ar cnn einu sinni fengið tilefni til að endurskoða afstöðu sína til At- lantshafsbandalagsins. Bendir blaðið jafnframt á, að öll sovézk skip hafi fengið skipun um að virða hina nýju fiskveiðilögsögu íslands. □- AMMAN, 27. ágúst — Reuter — Fréttaritara nokkrum frá AP var í dag skipað að fara þegar síð- degis í dag frá Jórdaníu. Tals- maður Jórdaníustjórnar sagði í dag, að fréttaritarinn hefði verið beðinn að fara úr landi vegna greinar, sem fréttaritarinn hefði skrifað um Hussein Jórdaníu- konung. Rússar ítreka að nýja tisk- veiðilögsagan verði virt Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá rússneska sendiráð- inu: HINN 16. júlí afhenti íslenzka sendiráðið í Moskvu utanríkis- málaráðuneyti Ráðstjórnarríkj- anna orðsendingu, og fylgdi þar með hin nýja reglugerð um víkk un íslenzku fiskveiðilandhelginn- ar úr 4 sjómílum í 12. Reglugerð þessi á að ganga í gildi hinn 1. september 1958. Orðsendingu þessari hefur utanríkismálaráðuneyti Ráð- stjórnarríkjanna svarað með því að tilkynna íslenzka sendiráðinu, að fyrrnefnd reglugerð hafi verið lögð fyrir hlutaðeigandi stjórn- arvöld Ráðstjórnarríkjanna og að fiskveiðitækj um þar í landi, sem stunda fiskveiðar á miðum um- hverfis ísland, hafi verið send fyrirmæli um að virða í einu og öliu hina nýju fiskveiðilandhelgi íslands. (Pravda 24. 8. 1958). v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.