Morgunblaðið - 28.08.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.08.1958, Qupperneq 6
6 MORGVHBL AÐIÐ Fimmtudagur 28. ágúst 1958 FLÓTTI MENNTAMANNA FRÁ AUSTUR-ÞÝZKALANDI FRÉTTIN um það, að rektor háskólans í Jena, dr. med. Joseph Hámel heíði flúið til Vestur-Berlínarí>hefur vakið mikla athygli. Rektor há- skólans flýði tíu dögum áður en minnast átti 400 ára afmælis skol ans. Þegar flóttin var kunngetður af aðalmálgagni kommúnista í Austur-Þýzkalandi var látið í ljós, að hér væri um hið mesta trúnaðarbrot að ræða af hálfu prófessorsins. Dr. med. Joseph Hámel er hinn þekktasti af öllum háskólamönnum, sem hingað til hefur flúið frá Austur-Þýzka- landi og vestur á bóginn. Hefur hann verið háskólarektor oftar en einu sinni og hefur fengið austur-þýzkt heiðursmerki fyrir vísindastarfsemi og „læknisstörf í þágu alþjóðar“. Hámel var mjög kunnur sérfræðingur í húð- sjúkdómum og kennari í þeirri grein læknisfræðinnar við há- skólann. ★ Straumur flóttamanna frá austri til vesturs heldur stöðugt áfram og allTa.í fer þeim fjölgandi í hópnum, sem eru menntainenn á einu eða öðru sviði. Meðal þess- ara menntamanna hafa háskóla- kennarar og læknar verið fjöl- mennastir. Hvað læknum við- kemur, var pað þannig, að fyrir nokkrum árum var talið, að kjör lækna væru jafnvei betri í Austur-Þýzkalandi en í vestur- hlutanum. Fyrir kom að læknar úr Vestur-Þýzkalandi leituðu sér atvinnu austan við markalínuna en þetta hefur algerlega breytzt, kommúnisku yfirvöld ætla sér að kúga háskólamennina, því kommúnistarnir vilja ekki eiga það á hættu að þeir verði í farar- broddi fyrir austur-þýzkri upp- reisn og leggi henni til andleg vopn, eins og sums staðar hefur orðið í járntjaldslöndunum. — Kommúnistar hyggjast nú líka nota háskólana meira heldur inn sá sér þann kost vænstan að flýja ásamt fjölskyldu sinni. ★ Ulbricht hefur lítillega slakað á klónni í sumar til þess að reyna að stöðva flóttann. En þessar til- raunir Ulbrichts hafa verið svo hálfhuga, að öllum hefur verið Ijóst, að hér lægi engin alvara á bak við og aðeins væri tjaldað til einnar nætur, til þess að lokka háskólamenn til að vera kyrra. Ulbricht lét í veðri vaka, að það væri vilji flokksins að koma á vinsamlegu samstarfi með til- teknum „borgaralegum prófessor um, sem ekki eru sósíalistar og ekki geta uppfrætt stúdentana i sósíaliskum anda.“ Þeir. sem Hlustað á útvarp Andlegir hermenn Ulbrichts ganga úr vistinni. Dr. Joseph Hámel því kjör lækna hafa batnað vest- anmegin en versnaði eystra, sein- ustu árin. Hvað viðvíkur háskólakennur- unum almennt stafar flótti þeirra af því, að sífellt er kreppt meir og meir að andlegu frelsi við há- skólana og þess krafizt af yfir- völdunum, að háskólakennararn- ir gerist þeim háðir í kennslu sinni og skoðunum. ★ Fyrir hálfu öðru ári síðan bar það við, að prófessor nokkur í Austur-Berlín, að nafni Wolfgang Harich, gekkst fyrir eins konar frelsishreyfingu meðal austur- þýzkra háskólamanna. Hann vildi berjast gegn hinni andlegu kúg- unarstefnu kommúnistanna, en var tekinn höndum og situr nú í austur-þýzku fangelsi. Eftir þetta tóku austur-þýzku komm- únistarnir, undir forystu Walters Ulbrichts, að herða tökin og eftir það hefur lífið í háskólunum lam azt og háskólakennararnir ganga með hangandi hendi til starfa sinna. Lengi höfðu menntamenn- irnir gert sér vonir um, að þeir mundu geta fundið eins konar millileið milli austur-þýzkra kommúnista og vestur-þýzkra sósíaldemókrata og þannig fund- ið leið til þess að lifa í friði við yfirvöldin. En þessi von hefur al- gerlega brugðizt. Nú virðist en áður hefur verið, til þess að útbreiða áróður í þágu kommún- istaflokksins, einkum meðal yngri mannanna. ★ Á árunum milli 1952 og 1957 flýðu mjög margir skólakennar- ar frá Austur-Þýzkalandi og vestur á við, og eftir að prófessor Alfred Kantorowicz frá Hum-. boldt-háskólanum í Austur-Ber- lín flýði vestur á. bóginn í ágúst i fyrra hafa 200 prófessorar og dósentar flúið Austur-Þýzkaland. Þetta.hefur verið mikil blóðtaka fyrir hina æðri skóla og hefur skapað alvarlegan vanda í kennslumálum landsins. Bæði Ulbricht og staðgengill hans Mathern, ásamt forsætisráð- herranum Grotewohl, hafa í ræðum í sumar viðurkennt að flótti menntamanna hafi hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir stjórnina og flokk hennar. í ræðum þessum hafa þeir viðurkennt, að „mistök hafi átt sér stað“ eins og þeir orða það. Skella þeir skuldinni á ýmsa starfsmenn flokksins, sem hafi verið of ákafir í því að „snúa borgaralegum háskólakennurum til sósíaliskrar trúar.“ Einn af þeim skólum, þar sem flokks- sprauturnar hafa verið of ákafar, er Schiller-háskólinn í Jena, sem ætlaði að fara að minnast 400 ára afmælisins með miklum há- tíðahöldum, en heíur nú misst rektor sinn örfáum dögum áður en hátíðin skyldi byrja. Fyrir skömmu söfnuðust kommún- iskir áróðursmenn saman í bænum Gera, sem er skammt frá Jena og létu það boð út ganga, að „ríkisnefnd" væri á leiðinni, til að „hreins út“ í Jena. Þessi nefnd kom svo til borgarinnar og rannsakaði „hjörtu og nýru“ pró- fessoranna til þess að komast að því, hverjir sýndu „veikleika í baráttunni“, eins og það var kall- að. Nefndarmennirnir hlustuðu á fyrirlestra háskólakennaranna, lásu verk eftir þá og yfirheyrðu stúdentanna. Forseti lagadeild- arinnar, dr. Hiibner var rekinn burt og kallaður „endurskoðunar maður“ og annað því um líkt. Forstöðumaður stofnunarinnar fyrir alþjóðlegan rétt, dr. Harle, var ákærður fyrir, að hann hefði talað vinsamlega um tillógur Eisenhowers forseta í afvopnunar málum. Á sömu leið fór fyrir nokkrum öðrum háskólamönnum í Jena. Mælirinn var nú orðinn fullur og seinast enduðu þessi þannig eru sinnaðir, eiga að fá frið til vísindastarfa og tækifæri til þess sjálfir að kynnast sósíal- ismanum, en þeir háskólakennar- ar, sem þennan frið eiga að fá, eru fyrst og fremst þeir, sem „eru uppaldir við kapitalisk kerfi og hafa unnið að vís- indastörfum meðan það réði“. En Ulbricht og kommúnistarnir telja skilyrðislaust, að sú kynslóð af dósentum og aðstoðarmönnum, sem komið hafa fram eftir ^tríðið og hafa hlotið menntun sína á seinustu árum, beri ófrávíkjan- lega að vera „markvissir sósíalist ar.“ Þrátt fyrir þessar tilraunir Ul- brichts í þá átt að koma á mála- miðlun á grundvelli þess að eldri kynslóðin fái einhvern starfsfrið til málamynda, er ekki talið að flóttinn muni stöðvast, heldur haldi hann enn áfram, svo sem verið hefur. ÞAÐ sem langmesta athygli hlýt- ur að vekja nú, eru fréttir í út- varpi og blöðum og umræður um landhelgismálið. Útvarpið hefur, að vísu lítið sagt frá gangi þessa stórmáls, og eru eðlilegar ástæð- ur til þess. Allir íslendingar eru sammála um réft okkar til land- grunnsins hér, og um það að landhelgin verður að færast út. Hitt er annað mál með hverju móti þetta verður gert. Sá, sem þetta ritar, telur að bezt hefði verið að taka tilboði Breta um 6 mílna landhelgi í bráðina. Með engu móti megum við hjálpa til þess að sundra frjálsum lýðræð- isþjóðum. Við megum ekki vera svikinn hlekkur í varnarsamtök- tökunum gegn kúgun austrænna þjóða. Og vissulega verður Fram- sóknarflokkurinn að vera betur á verði, en hann virðist hafa ver- ið gegn samstarfsmönnunum í ríkisstjórninni. — Laugardaginn 16. ágúst var út- varpað frá athöfn er fór fram austur við Sog. Lagði forseti fs- lands þá hornstein stöðvarhúss- ins við Efra-Sog og er vissulega gleðilegt að það mál er nú leyst, hin nýja aflstöð verður tilbúin eft ir rúmlega ár, að því er menn segja. Hálfleiðinlegt þótti mér að heyra borgarstjórann segja í ávarpi sínu .... „og aðrir góðir gestir og áheyrendur". Allir landsmenn voru þarna í rauninni gestir, þeir munu allir leggja sinn skerf til þessa verks. Og þótt einhver hópur hafi verið boðinn sérstaklega til þess að drekka kaffibolla, og kannske glas af koníaki, þá hafa þeir, að sjálf- sögðu engin frekari réttindi en þú lesandi góður til þessa. — Ræða forseta íslands hefur ver ið birt í þessu blaði. Var ræðan viturleg, hlutlaus að venju. Hin göfugmannlega framkoma for- seta vors og frúar hans er fagur Ijósblettur í moldviðri stjórn- málaerja og úlfúðar nútímans. Um þetta munu allir góðir menn sammála. Síðar, sama kvöld var útvarp- að ræðu, er forsætis- og landbún- aðarráðherra flutti við opnun landbúnaðarsýningar á Selfossi. Talaði hann mikið um ágæti sam- vinnu og samvinnufélaga. Hann hlýtur að eiga ákaflega erfiða að- stöðu, og hafa átt, síðan hann myndaði stjórn með kommúnist- um og vinstri sósíalistum. Er hann ekki öfundsverður af því. ★ Lesin var smásaga eftir Guð- mund Kamban, „Hallgrímur Pét- ursson járnsmiður“. Geri ég ráð fyrir að það sé rétt og skapleg lýsing á þeim Hallgrími og Brynj ólfi Sveinssyni, síðar biskupi, er þeir voru ungir menn erlendis. Höskuldur Skagfjörð leikari las. — Þá var leikrit. „Dauði Odyss- eifs“ eftir Lionel Abel í þýðingu Ragnars Jóhannessonar. Aðal- hlutverkið Odysseif, lék Valur Gíslason af mikilli reisn. Þetta er athyglisvert leikrit: kenning, spunnin utan um sögu hins hrausta og ráðsnjalla Odysseifs. Allir leikararnir fóru vel með hlutverkin er þeim voru falin. ★ Á sunnudaginn 17. ágúst var það athyglisvert í útvarpi, að Stefán Jónsson, fréttamaður, flutti erindi í flokknum Æsku- slóðir og talaði um Djúpavog. Fór þar saman ágæt lýsing á þorpi þessu og nágrenni og skemmti- legar frásagnir um menn og fleira, svo sem veðráttu, vofur, drauga og huldufólk. Það var ekki einungis þurr upptalning á fegurð og ágæti æskuslóðanna heldur einnig góðlátlegur humor, sem er fremur sjaldgæfur í ríkis- útvarpinu. — Ég hlustaði á barna tímann, af því að ég sá í dag- skránni að 4 ára telpa ætti að lesa upp ævintýri og vísur. Þessi litla stúlka, Olga Rúna Árnadóttir, gerði þetta aðdáanlega vel, svo, að það er vissulega merkilegt að svo ungt barn geti talað svo skýrt og lagt svo réttar en þó látlausar- og eðlilegar áherzlur á mál sitt. Það var alveg auðheyrt að barn- inu var þetta eðlilegt en ekki um að ræða stjórn eldra fólks nema að litlu leyti. — Þáttur Lofts Guðmundssonar f stuttu máli var allur um íra. Hér var írskur knattspyrnuflokk ur, sem „burstaði" íslendinga rækilega, eiris og allir gerðu ráð fyrir. Var þetta viðtal við for- ingja flokksins, mikið talað á Framh. á bls. 14 það vera glöggt, að hin ósköp með því, að sjálfur rektor- Um hjónaskilnaðj ('tREIND og hugsandi ung kona J sem stundum áður hefir sent Velvakanda athyglisverða pistla, vekur máls á eftirfarandi: Það er uggvænlegt, hve hjóna- skilnaðir og hvers konar los í hjúskaparlífi fer í vöxt hér hjá okkur. Allir eru á einu máli um, hvílíkt böl og vandræði slíkt hef- ur í för með sér, en hvað er hins vegar gert hér af þjóðíélagsins hálfu til að reyna að sporna við því? — Harla lítið, að því er ég bezt veit. Morgunblaðið birtir vikulega kirkjuþátt, sem einn eða annar prestur skrifar, og er allt gott um það að segja En mér dettur í hug, hvort blöðin gætu ekki af og til ljáð rúm skrifum um hjúskaparvandamál og hjóna skilnaði á almennum grundvelli. Það þyrfti að vera fólk með þekk ingu og skilning á þessum efnum, sem um það skrifaði og kann að vera að það sé erfitt að finna slíkt fólk. En enginn vafi er á því að slíkir þættir yrðu mjög al- mennt lesnir og gætu komið að töluverðu gagni. ef rétt væri á haldið. Aðstoð og fræðsla STAÐREYNDIN er nefnilega sú að flók, sem á víð vanda- mál og erfiðleika að striða í hjónabandi sínu á sér ekkert athvarf, þar sem það getur leitað sér aðstoðar og ráðiegginga, áður en gripið er til örþrifaráðsins — að skilja — oft í fljótræði. Víða í nágrannalöndum okkar eru reknar sérstakar stofnanir, sem vinna að því að hjálpa og leiðbeina fólki undir þessum kringumstæðum og í Kaupmanna höfn veit ég til, að sérstök nám- skeið veita trúlofuðu fólki undir- búningsfræðslu fyrir hjónaband- ið. Þar dettur fólki ekki í hug að skammast sín fyrir að leita fræðslu og upplýsinga um þessa hluti, sem hér er yfirleitt litið á sem einhver feimnismál. H Að finna sér maka ÉR er líka vöntun á almennri hjúskaparmiðlun þ. e. stofn- sfcrifar ur dagiega lífinu un, sem hjálpi fólki til að finna og velja sér maka. Einstaka sinn- um sjást auglýsingar í blöðum frá fólki, sem óskar eftir maka, en það eru aðeins örfáir, sem hafa hugrekki til slíks. Miklu eðlilegra væri, að hægt væri að snúa sér til vissrar stofnunar, sem hefði slíka miðlun með höndum og gæti um leið veitt ráð og leið- beiningar í þessum efnum. Ýmislegt fleira sagði unga kon an um þessi mál og vissulega var margt af því orð í tíma töluð og vert þess, að tekið^æri til nánari íhugunar. Umgengni á fiskiskipum GAMALL sjómaður, vekur at- hygli á, að umgengni á fiski- skipum okkar, mun þar aðallega átt við togarana, sé mjög ábóta- vant. Þetta eru ný og falleg skip, segir hann — og því gremjulegra að sjá þau illa hirt og sóðaleg. Má og sérstaklega minna á, að þau eru með góð og verðmæt matvæli innanborðs, svo að skemmtilegra væri — og raunar sjálfsagt, að gengið væri um þau af hreinlæti og snyrtimennsku. Árlega eru verðlaun veitt fyrir vel hirta og fallega skrúðgarða. Hvernig væri að líta um borð í togarana okkar og sjá, hvað þar má veita viðurkenningu og jafn- vel verðlauna — eða gagnrýna tíl að breyting yrði til batnaðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.