Morgunblaðið - 28.08.1958, Side 15

Morgunblaðið - 28.08.1958, Side 15
Fimmtudagur 28. ágúst 1958 MORCVNBLAÐIÐ 15 I*inSambands ísl. rafveitna á Horna- firði HÖFN í Hornafirði, 24. ágúst. — Hið árlega þing Sambands ís- lenzkra rafveitna, var haldið í ár að Höfn í Hornafirði dagana 21. og 22. ágúst. Þingið sóttu fulltrú- ar rafveitna víðs vegar af land- inu og konur þeirra. Rúmlega % rafveitna í landinu sendu fulltrúa á þingið og sóttu það 50 manns, auk boðsgesta úr Austur-Skaíta- fellssýslu. Á þinginu voru rædd fjölmörg mál rafveitnanna, má þar nefna reglugerðarmál, sérstaklega varð andi eftirlitsmál raflagna, al- þjóðasamstarf um rafmagnsmál og samstarf norrænna rafveitu- sambanda, þá voru rædd gjald- skrármál, bókhaldsmál og ýmis tæknileg mál rafveitna, og að lok um urðu talsverðar umræður um stjórn rafveitna og virkjunarmál í landinu. Erindi voru flutt um rafveitumál héraðsins og sögu rafveitu Hafnarhrepps. Þá var flutt fræðilegt erindi um sólar- orku og nýtingu hennar. Mjög róma þátttakendur árs- þingsins frábæra gestrisni Horn- firðinga fundardagana. Fundarmenn fóru ýmsar smá- ferðir um nágrennið meðal ann- ars fór allur hópurinn út í Suður- sveit og skoðaði hinn væntanlega virkjunarstað þar, Smyrlabjarg- arfoss. — Gunnar. Mikil þátttaka í ferðunum um Sitðurnes FRÁ ÞVÍ í júlíbyrjun hafa ver- ið farnar ein og stundum tvær skemmtiferðir um Suðurnes um hverja helgi og oftast hvert sæti skipað. Þetta sýnir mjög vel að það eru oft hinar styttri ferðir, sem fólk sækist mest eftir sér- staklega ef það á kost á staðgóðri fræðslu um það sem fyrir augun ber. í þessum ferðum hafa ein- göngu verið notaðir nýir og rúm- góðir vagnar með stórum rúð- um og þægilegum sætum. í þeim er einnig fullkomið hátalarakerfi og geta því allir notið til fulls hinnar skilmerkilegu fræðslu, sem leiðsögumaður flytur í hljóð- nema. Leiðsögumenn í þessum ferðum hafa verið þeir Gísli Guðmundsson og Björn Th. Björnsson. Grindavík hefur notið mikilla vinsælda í þessum ferðum og ekki sízt fyrir það að í sumar var opnað þar mjög vistlegt veit- ingahús, Mánaborg, þar sem ferðafólkið hefur dvalizt um stund yfir góðum kaffisopa eða öðrum veitingum. Nú hafa eig- endur þessa veitingahúss ákveðið að framvegis verði harmoniku- leikari á staðnum er hóparnir koma. Mun hann leika gömlu dansana á meðan fólkið stendur við og getur það því fengið sér snúning því dansgólf er þarna ágætt. Næsta ferð er á laugar- daginn kemur kl. 13.30 frá BSÍ. Skólapiltar frá Oxford bakka UNDANFARNAR átta vikur hef- ur verið hér á landi leiðangur, sem kallar sig „Oxford-Snæfells- nes-leiðangurinn“. Er hér um að ræða sex stúdenta frá Oxford, sem dvalizt hafa á Snæfellsnesi við jarðfræði- og dýrafræðirann- sóknir. Piitarnir eru ákaflega ánægðir með dvölina á Snæfellsnesi og hafa beðið Mbl. um að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, mörgu, sem hafa veitt þeim aðstoð. Segjast þeir hafa lært margt um land og þjóð þessu ferðalagi sínu og hvar. vetna hafa mætt vinsemd- hafa jóð á I hvar- I Átthagafélag Kjósverja fer berjaferð sunnudaginn 31. þ.m. að Hækingsdal. Þátttaka tilkynnist í síma 33667 og 23973 fyrir kl. 12 á laugardag. íbúð óskast Raforkumálaskrifstofan óskar að taka á Ieigu 2ja—3ja herb. íbúð með húsgögnum, sími 17400. Ibúð 3—4 herbergi, eldliús og bað, óskast tii leigu. Aðeins 3 fuliorðir í heimili. Upplýsingar í síma 14463 og 10500. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig og sýndu mér sóma og vinsemd á 85 ára afmælisdegi mínum 15. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Guðmundsdóttir, Stykkishólmi. Stangaveiiíimenn Suðurnesjum Farið vefður í dag (fimmtudag) kl. 4,30 að Árbæjar- stíflunni. Þar mun heimsmeistari í stangaköstum sýna köst og veita tilsögn. Öllum heimil þátttaka. Farið verður frá Sérleyfisbílum Keflavikur. Stangaveiðifélag Suðurnesja. Ungur reglusamur maður með verzlunarmenntun óskar -eftir skrifstofustarfi, eftir næstu mánaðarmót. Tilboðum sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 3. sept. n.k. merkt: Áhugasamur — 6855. Háseta vantar strax á góðan reknetjabát frá Hafnar- fkði. Upplýsingar í síma 50165. Fyrirliggpnili ./"■"■“■"n. manufacturas de corcho rAVmstrong Sociedacf Anónima REKNETAKORK EINANGRUNARKORK KORKMULNINGUR, bakaður KORK-PARKETT CORCOUSTIC hljóðeinangrun ARMSTRONG ASPHALT LÍM GÓLFEINANGRUN f. geislahitun KORK-ÞILPLÖTUR KORKULL f. húsgagnabólstrun KORK-PAKNINGAR m. strigalagi KORKTAPPAR VEGGFLÍSAR, m. postulínsglerjung PLATTOFIX, norskt steinlím GADDAVÍR og KENGIR OMKIftavvi Bco-gartúni 7 — Sími 2 22 35 Stúlka óskast í Tóbaks- og sælgætisverzlun. Þarf helzt að vera von Tilboð merkt: Atvinna — 4068, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi á laugardag. Konan mín SVAVA ÞORSTEINSDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 27. ágúst. Ársæll Árnason. Jarðarför SIGURPÁLS GUÐMUNDSSONAR Saurbæ, Ölfusi, fer fram laugardaginn 30. ágúst og hefst með húskveðju að heimili hans kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30 sama dag. Jóhanna Sigurjónsdóttir. Eiginmaður minn ÁSBJÖRN GUÐMUNDSSON verður'jarðsunginn föstudaginn 29. þ.m. kl. 1,30 e.h. frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Ingibjörg Pétursdóttir. ARNGRlMUR KRISTJÁNSSON VALAGILS er andaðist að St. Jósepsspítala 23. þ.m., verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju n.k. föstudag og hefst athöfnin kl. 10,30 árd. F.h. systkina og annarra vandamann. Kristján Gíslason. Móðir okkar SIGRlÐUR PÁLMADÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. þ. m. kl. 3 síðdegis. Ölafur Einarsson, Pálmi Einarsson, Kristján Einarsson. Mágkona mín GUÐRON egilsdóttir frá Nesi í Grindavík, sem andaðist laugardaginn 23. ágúst, að Sólvangi Hafnarfirði, verður jarðsett frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 30. ágúst kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Grindavíkurkirkju. Bílferð verður frá sérleyfis- stöð Keflavíkur. Fyrir hönd vandamanna. Baldvin Jónsson. Þökkum vinarhug og samúð við andlát og jarðarför föður okkar og afa STEFÁNS BJÖRNSSONAR Börn, tengdabörn og barnabörn. Beztu þakkir flytjum við öllum er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar HALLGRlMS PÉTURSSONAR frá Lambafelli. Steinnnn Jónsdóttir og systkini hins látna. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim er auðsýndu sam- úð og hluttekningu við andlát og útför konu minnar FRÍÐU GUÐLAUGSDÖTTUR Einnig þakka ég innilega öllum þeim er á einhvern hátt, léttu henni langvarandi sjúkdómsbyrðar. Guð blessi ykkur öll. Þóroddur Hreinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.