Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 16
/ VEDRID Norðaustan kaldi skýjað en úrkomulítið. OPIÐ BREF til Þjóðviljans frá eistneskum flóttamanni. — Sjá bls. 9. 194. tbl. — Fimmtudagur 28. ágúst 1958 Enn sígur á ógæfuhliðina V öruskiptaj Öf nuður- inn óhagstæður um 240 millj. kr. SAMKVÆMT skýrslu frá Hag- stofunni var fyrstu 7 mánuði árs- ins flutt út fyrir 530,2 millj. kr. og inn fyrir 770,8 millj. kr. — Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 240,6 millj. kr. á þessu tímabili. Á sama tíma í fyrra nam út- flutningur 508,6 millj. kr. og inn- flutningur 706,6 millj. og var vöruskiptajöfnuðurinn þá ójiag- stæður um 197,5 millj. kr. í júlímánuði sl. var flutt út fyrir 62,7 millj. kr. og inn fyrir 89,1 millj. Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 26,3 millj. kr. AKRANESI, 27. ágúst — Kl. 11,30 f. h. í dag var slökkviliðið kvatt upp að Grímsholti. Hafði kviknað upp af olíukyndingu, en er slökkviliðið kom, var heima- fólkið búið að slökkva eldinn. — Oddur. Daglegar sementssendingar koma nú frá Akranesi — en eftir- spurninni er þó hvergi fullnægt. Hér sést þegar verið er að skipa sementi upp í Reykjavíkurhöfn. Ljósm.: Mbl. Ól. K. M. Mjög alvarlegur skortur á tré- smiðum við Efra-Sog Verkdætlanir geta rask'azt mjog ef ekki fæst úr því bætt Í>EIR Kaj Langvad, framkvæmda stjóri verktakafélagsins Efra Falls, sem annast byggingafram- kvæmdir austur við Efra-Sog og Árni Snævarr, yfirverkfræðing- ur, skýrðu blaðamönnum frá því í gær, að vegna skorts á trésmið- um við byggingaframkvæmdirn- ar, væri að skapast hið alvarleg- asta ástand við byggingu nýja orkuversins. Við höfum leitað landshorn- arina á milli eftir smiðum snúið okkur til félagssamtaka þeirra og gert allar hugsanlegar ráðstafan- ir til þess að fá trésmiði til starfa, en það hefur ekki tekizt ennþá. Við höfum nú 16 smiði, en við þurfum nauðsynlega að fjölga þeim um allt að helming nú þeg- ar. Nú er að því komið að reisa sjálft stöðvarhúsið, sem verður mikil bygging, 12x34 m að flat- armáli. Smíðin er f lókin og krefst góðrar kunnáttu. En þetta alvarlega mál snýr ekki aðeins að okkur verktökun- um, við smíði orkuversins heldur að þjóðinni allri, sagði Kaj Langvad, því í verkáætlunum er ákveðið að smíði stöðvarhússins verði lokið um miðjan desember næstkomandi. Þá á að byrja að setja niður vélar annarrar véla- samstæðunnar, en það verk tek- 1800 mál til Seyðisfjarðar SEYÐISFIRÐI, 27. ágúst: — í dag hafa borizt hingað rúm 1700 mál síldar í bræðslu. Eftirtalin skip hafa komið með afla sem hér segir: Víðir SU 174 mál, Heigi Flóventsson 35, Svanur 117, Snæ- fell 681, Hagbarður 282, VaTþór 262, Víðir II 51, og Rafnkell 100. Þessi síld veiddist úti fyrir Aust- fjörðum. — B Mbl. er kunnugt um eftirtalin skip, sem komið hafa til Eski- fjarðar með síld: 'Súlan EA 250, Snæfell SU 250, Kambaröst SU 300 og Bergur VE 280. ur allt að eitt ár. Gert er ráð fyrir að þessi vélasamstæða verði tekin í notkun í desember 1959. En því aðeins geta þessar áætlan- ir staðizt, að stöðvarhúsið verði komið upp fyrir miðjan desem- ber næstkomandi, eða eftir um það bil 4 mánuði. Hvar standa hinar miklu verk- smiðjur, Sementsverksmiðjan og Áburðarverksmiðjan, ef þær fá ekki næga orku? Hvar á vegi standa þau þúsundir heimila, sem eru á orkuveitusvæði Sogs- ins, ef þessi virkjunaáætlun verður langt á eftir áætlun vegna þess að ekki var hægt að fá 15 trésmiði til starfa Þessar spurn- ingar hljóta að skjóta upp kollin- um þegar þetta er rætt, sagði Langvad. Það er rétt að geta þess að tré- smiðir við Efra-Sog hafa góðar tekjur og það sem meira er og jafnvel það sem leggja bæri mesta áherzlu á, að því meira sem afkastað verður nú á næstu mánuðum, því öruggari verður vetrarvinna smiðanna. — Um aðbúnað starfsmanna við Efra-Sog, mun vera óhætt að skír skota til blaðanna, sem sent hafa blaðamenn sína austur til þess að kynna sér aðbúnað fólksins er þar staríar, en þeir hafa sagt í blöðum sínum að hann sé í alla staði eins góður og frekast verður á kosið. Við erum búnir að reyna allar hugsanlegar leiðir til þess að fá trésmiði til starfa hjá okkur, en ekki tekizt það. Nú vildum við biðja blöðin að koma til liðs við okkur, sagði Langvad fram- kvæmdastjóri. Við væntum þess að þeir, sem hér geta bætt úr hinu alvarlega ástandi, nefnilega trésmiðir og samtök þeirra, ekki aðeins í Reykjavík heldur um land allt, athugi vel að með vinnu við Efra-Sog er sannarlega ekki tjaldað til einnar nætur. Langvad verkfræðingur kom hingað frá Bandaríkjunum og Grænlandi og hefur haft hér nokkra daga viðdvöl. Hann held ur til Kaupmannahafnar í dag. Sáttafundir í FYRRAKVÖLD sátu yfirmenn á togurum og fulltrúar útgerðar- manna sáttafund vegna yfirstand andi kjaradeilu, og stóð hann til kl. 3,30, án þess að fullnaðarsam- komulag næðist. Ekkert hefur gerzt í hálfan mánuð í deilu Dagsbi'únar og vinnuveitenda, en nú mun sátta- semjari hafa boðað til fundar í kvöld. Hurð skall nærri hælum HURÐ skall nærri hælum í gær. Tvær litlar telpur gengu á bíl á Miklubrautinni við gatnamót Engihlíðar, er þær voru á leið frá strætisvagni og komu út á göt- una fyrir aftan vagninn. Um leið og þær komu fram á gðtuna, kom bíll úr gagnstæðri átt við strætis- vagninn, og gengu telpurnar á bílinn. Þær sluppu báðar furðan- lega vel, en bílstjórinn hafði snar hemlað bíl sínum. Rannsóknar- lögreglan sagði í blaðinu í gær- kvöldi að bersýnilega hefði ekki mátt muna hársbreidd að þarna hefði hlotizt hið alvarlegasta slys. íbúðabyggingum bœjar■ ins miðar vel áfram Á SEINASTA bæjarstjórnarfundi bárust í tal byggingar bæjarins í Hálogalandshverfinu og skýrði Gísli Halldórsson, bæjarfulltrúi, frá því að ein blokkin hefði taf- izt, vegna þess að félagið sem tók að sér að byggja hana varð gjaldþrota upp úr áramótum. Tók tíma að gera reikninga félagsins upp og meta verkið sem búið var að gera, en því þurfti að ljúka áður en áframhald yrði. Aðrar framkvæmdir bæjarins í þessu hverfi hafa gengið vel eða svip- að og aðrar byggingaframkvæmd ir bæjarins. Tvær af blokkunum voru steyptar með skriðmótum en það var eitt af því fyrsta, sem Eldnr í maimlaiisuni bát UM klukkan 5,30 í gærmorgun var slökkviliðið kallað vestur í bátahöfnina við Grandagarð. Þegar komið var þangað lagði mikinn reyk upp af vélbátnum Milly SI-81. Mikill eldur var í lúkar bátsins, og tók það bruna- verðina um það bil hálftíma að ráða niðurlögum hans. Urðu brunaskemmdir miklar í lúkarn- um. Bátrinn var mannlaus. „íslandsmiSin44 sem Bretar sæhja á Á SAMA tíma og fregnir frá Bretlandi herma að 100 togara floti stefni á Islandsmið, má geta þess að hér við land eru nú engir íslenzkir togarar, því þeir eru flestir vestur undir Nýfundna- landi og nokkrir við Grænland. Skipstjóri hefur bent Mbl. á að þegar Bretar tala um íslands- mið, þá sé það veiðisvæði ekki einskorðað við grunnmið íslands, heldur nái það yfir svæði, sem segja má að liggi á hafinu djúpt suðaustur af íslandi og 40—50 mílur vestur fyrir landið. Hér við land munu nú vera fáir brezkir togarar á grunnmiö- um. Síðustu sýningar SÍÐUSTU sýningar á gaman- leiknum Haltu mér — slepptu mér, sem sýndur hefur verið í Sjálfstæðishúsinu að undanförnu á vegum Leikhúss Heimdallar, og hlotið góða dóma, verða í kvöld og annað kvöld. Hefjast þær kl. 8,15. — Fjöldi gamalla mynda berst á sýninguna LÁRUS Sigurbjörnsson, for- stöðumaður Skjalasafns Reykja- víkurbæjar, skýrði Mbl. svo frá í gær, að aðsókn hefði verið mjög góð að sýningunni „Gamlar Reykjavikurmyndir", sem staðið hefur yfir í safninu að Skúlatúni 2 undanfarið. Á kvöldin hefur orðið að sýna tvisvar hina nýju kvikmynd „Reykjavík vorra daga“, sem Magnús Jóhannsson tók, en sú mynd er með tóni og tali, 20 mín. mynd, sem sýnd er klukkan 9 og endurtekin hefur verið vegna mikillar aðsóknar klukkan 9,30. Gestir hafa margir hverjir komið færandi hendi, með gaml- ar myndir frá Reykjavík. T.d. færði Bjarni Ólafsson, bókbind- ari safninu að gjöf mikið safn af póstkortum og ljósmyndum frá Reykjavík, frá aldamótum og fram til 1920. Munu alls vera í þessu safni um 200 myndir. Þá hefur Engilbert Gíslason, listmál- ari í Vestmannaeyjum, sent safn inu að gjöf málverk, sem hann málaði suður við Laufásveginn fyrir mörgum árum og sést síð- asti bærinn í Skálholtskoti, þar sem nú eru gatnamót Laufás- vegar og Skálholtsstígs. Þetta safn mynda, póstkorta og . mál- verka sem gestir hafa fært safn- inu er nú orðið svo yfirgrips- mikið að í kvöld verður opnuð sýningardeild þar sem þessar myndir verða flestar sýndar, í lessal safnsins. með þeim var unnið, og nú er fólk að flytja þar inn. Búið er að afhenda 72 íbúðir og þær 48, sem verið er að vinna við, er talið að verði tilbúnar hinn 1. febrúar n.k. ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir. Fréttamenn koma r til Islands EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu hafa útlend blöð og fréttastofnanir gert sérstakar ráð stafanir til að afla sér frétta frá íslandi vegna landhelgismálsins. Hér var fyrir nokkru maður frá Sunday Express í Bretlandi, en hann er nú farinn af landi burt. I gær voru í Reykjavík 3 menn frá brezkum blöðum: Magnús Magnússon frá Daily Express, Guy Reis frá Daily Telegraph og B. Jordan frá Daily Mail. Munu þeir dveljast hér um skeið. I gærkvöldi var væntanlegur til bæjarins Hardiman Scott deild- arstjóri við brezka útvarpið og með honum menn, sem m.a. eiga að taka myndir fyrir sjónvarp. Annað kvöld er væntanlegur mað ur frá Reuter, Coghill að nafni, og kemur hann frá Kaupmanna- höfn. Þá er hingað kominn a. m. k. einn bandarískur fréttamaður (frá fréttastofunni UP), en menn frá New York Times, New York Herald Tribune og AP eru vænt- anlegir. Loks var von á tveimur sænsk- um útvarpsmönnum í gærkvöldi og a. m. k. einn Dani átti að koma þá eða í kvöld. Merkur sementspoki AKRANESI, 27. ágúst. — Sem- entspoka nr. 1 hlaut Byggðasafn- ið hér að gjöf frá Sementsverk- smiðjunni. Er hann áritaður af dr. Jóni Vestdal og öðrum stjórn- armönnum verksmiðjunnar. Sem entspokinn verður settur í vand- aðar umbúðir, svo að tryggt sé að hann geymist óskemmdur um aldur og ævi í byggðasafni Akra- ness og nærsveitanna. — Oddur. Hannibal Valdi- marsson í Bretíandt ÞJÓÐVILJINN skýrir svo frá í gær, að Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra hafi farið til Bretlands á mánudaginn. Segir blaðið, að erindi hans sé að sitja þing brezka verkalýðssambands- ins, TUC, sem hefst næsta mánu- dag, 1. september. Berjaferð Óðins MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn fer í berjaferð næstkomandi sunnu- dag, 31. ágúst. Upplýsingar um ferðina gefa Valdimar Ketilsson, sími 14724 og Guðjón Hansson, sími 23616.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.