Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 1. október 1958 MORCVNBLAÐIÐ 23 Strokufanginn geymdi járn- sagarblöðin í skóm sínum STROKUFANGINN úr „Steinin- um“, sem blöðin sögðu frá í gær- morgun, skýrði frá því við yfir- heyrslu I gær hjá rannsóknar- lögreglunni, að það hefði tekið sig um það bil tvær klukkustund- ir að saga rimlana í gluggum fangaklefans í sundur. Til þess notaði hann járnsagarblöð. Strokufanginn Marteinn Olsen var handtekinn 25. sept. síðastl. Hafði hann því setið í „Steinin- um“ á þriðja sólarhring er hann brauzt þaðan út. Kvaðst fanginn hafa stungið sagarblöðunum í skóna sína. í þeim hafi hann farið inn í fangaklefann, þeir hafi ekki verið frá honum teknir og aldrei leitað í þeim. Strokufanginn Marteinn Olsen skýrði síðan frá því að nokkru áður en hann var handtekinn af lögreglunni, hafi maður nokkur haft orð á því við hann, að hann myndi eiga yfir höfði sér hand- töku, vegna spellvirkja er framin voru á bæ einum í Mosfellssveit. Þá hafi sér dottið í hug að kaupa járnsagarblöð, til þess að vera við öllu búinn, ef hann yrði færð- ur í fangelsi, — og geta þá gripið til sagarblaðanna og flúið úr prís- undinni. Um klukkan 10 á laugardags- kvöldið kvaðst Marteinn hafa tekið til óspilltra málanna við að saga sundur rimlana fyrir gluggan um og „hafi hann unnið af full- um krafti í 2 klst.“, en þá komst hann út um gluggann og út í fangelsisgarðinn, sem er ekki mannheldur. Hann kvaðst hafa lagt leið sína í leit að bíl inn í Vogahverfið því þar væri götulýsingunni áfátt og gott til slíkra fanga. Þar stal hann líka fyrsta bílnum. Um nótt ina svaf hann í kjallaranum að Reykjum í Mosfellssveit. — Síðan sagði Marteinn alla ferðasöguna, sem var í senn alllöng og við- burðarík. Þannig hafði hann mætti vörubílstjóra einum aust- ur við Sogsbrú, sem hafði heimt- að að fá að vita hvort hann væri þar á sínum eigin bíi. Kvaðst Mar teinn háfa sagt manninum að hann væri á lánsbíl, — það lét vörubílstjórinn sér nægja, en kvaðst spyrja vegna augl. um bil sem stplið hafði verið. — Á ökuferð sinni um Austursveitir, þar sem hann kom allvíða við, bar það við, að hann ók út af Villingaholtsvegi, en tókst að koma bílnum upp á veginn aftur eftir að hafa farið heim á bæ og fengið lánaða skóflu. Þá kvaðst hann hafa misst bílinn út af veginum skammt frá Minni- Borg, er hann ætlaði að víkja fyrir bíl sem hann hélt að væri lögreglubíll. Hann afþakkaði að- stoð mannanna i bílnum. Skammt frá stóð nefnilega jarðýta og sem önnur ökutæki lék hún í höndum Marteins, sem kom henni í gang og notaði hana til að ýta bílnum upp á veginn aftur. Bíllinn varð benzínlaus rétt á eftir. Þá var það að hann stal vörubíl á Minni-Borg og ók í honum að Búrfelli, þar sem hann' stal jeppanum sem mest var leitað að og m. a. úr flugvél. Var hann á jeppanum er hann ók út af Villingaholtsveg- inum. Hann kvaðst hafa ekið framhjá Litla-Hrauni og hitt þar nokkrá fanga. — Á mánudaginn borðaði hann á Selfossi og fór sér í engu óðslega er hann ók það- an áleiðis til Reykjavíkur. Við Geitháls sveigði hann út af veg- inum og ók upp að sumarbústað við Hafravaín. Þar skildi hann bílinn eftir, eftir að hafa reist umhverfis hann nærtæka hlera, en það gerði hann til þess að bíllinn sæist ekki langt að. Lokakaflann í flóttasögunni þarf ekki að segja, því á mánu- dagskvöldið, nokkru eftir að hann hafði yfirgefið bílinn varð vart við ferðir hans í Mosfells- sveit og að Reykjum var Mar- teinn handtekinn um klukkan 10 í fyrrakvöld, sem kunnugt er af fréttum. Við yfirheyrslur hefur Mar- teinn með öllu neitað að hafa framið spellvirkin í Mosfellssveit inni, en aftur viðurkennt bíl- þjófnað hjá Sölufélagi garðyrkju manna, en á þeim bíl ók hann upp að kaupfélaginu við Brúar- land og stal þar sælgæti 6g sígarettum. ísl. málari nofar hér óþekktar málningarvörur Fjölþœtt og fróðleg sýn- ing á vegum /Eskulýðs- ráðsins Vetrastarfsemi ráðsins er a& hefjast ÆSKULYÐSRAÐ Reykjavíkur er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. Hefst hún með fjölbreyttri sýningu er stendur yfir í Lista- mannaskálanum frá 3.—14. okt. Helgi Hermann Eiríksson, formað ur Æskulýðsráðsins, séra Bragi Friðriksson, framkvæmdastjóri þess og Jón Pálsson, sem er í framkvæmdanefnd sýningarinn- ar, áttu fund með fréttamönnum í gær og skýrðu þeim frá einstök um atriðum sýningarinnar. Á sýningunni eru m.a. átta mis- munandi gerðir herbergia og hef- ur hópur ungUnga útDÚið hvert heibergi með aðstoð húsgagna- Bandarísk hókasýning, opnuð hér n.k. laugardag 1 STÓRUM salarkynnum í austur bænum störfuðu um síðustu helgi um 10 manns að því að flokka um 15 þús. amerískar bækur í meira en 20 bókaflokka. Fólk þetta var um það bil að ljúka undirbúnirgi að ameriskri bóka- sýningu, undirbúningi, sem stað- ið hefir í meira en ár. Sýningín verður opnuð n.k. laugardag. Þetta verður stærsta bókasýning, sem haidin hefir ver- ið hér á landi, sýndir verða um það bil 2500 bókatitlar. Fjögur bóksölufyrirtæki hér í ReyKjavík standa að þessari sýn- ingu. Eru það Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Bókabúðin Norðri, Bækur og ritföng og Bókaverzlun ísafoldar. Bækurnar sem verða á sýning- unni hafa að nokkru leyti verið valdar af amerískum sérfraeðing um, sem vanir eru að halda bóka- sýningar víða um heim. En að nokkru leyti hafa bækurnar ver- ið valdar af isienzkum bóksölum og fóru tveir þeirra, Kristján Oddsson og Grímur Gíslason til Ameríku í júni sl. í þeim erindum að velja bækurnar og ræða við ÍIÖRÐUR ÓLAFSSOIN niáiflulningsskrifstofa. Löggiltur dómtúlkur og skjal- þý .andi í ensku. — Austurstrajti 14. — Sími 10332. ameríska bókaútgefendur. Meðal ameriskra gesta við opnun bóka- sýningarinnar á laugardaginn verður forseti ameríska bókút- gefendafélagsins , Mr. Curtis G. Benjamin, sem jafnframt er for- stjóri stærsta bókaútgefendafé- lagsins í Amerísku, Mc Graw-Hill félagsins. Sýningin verður haldin í nýj- um stórum og glæsiiegum salar- kynnum &ð Laugavegi 18, eign verzlunarinnar Liverpool. Hörður Ágústsson, listmá’ari, hefir gert teikningar að bókasýn- ingunni og hefir undanfarnar vik ur unnið að því að ganga frá sýn- iugarskápum og grindum. Til marks um hve stór þessi sýning er má geta þess að aðeins einn bókafiokkurinn, af rúmlega 20, tæknibókaflokkurinn, greinist í 15 undirfiokka. arkitekts. Eru hergergi þessi gerð eins smekklega úr garði og föng eru á, prýdd munum, setn ungl- ingarnir hafa smíðað sjálfir eða valið. Þá verður kynnt tómstunda iðja á sýningunni. Verður sýndur efniviður, sem fáa*legur er hér og hvað gera má úr hojium. Þá verða sýndir hálfunnir og fullunnir munir og erlendir murdr, sém hentugir eru sem fyrirmyndir. Þá verður handíðadeild á sýn- ingunni. Verða þar sýndar nýjar tegundir efnis á hverjum degi. Einnig verða gefnar allar upplýs- ingar um tómstundaiðju, sem Æskulýðsráðinu er kunnugt um. Þessi liður sýningarinnar er sýnikennsla og jafnframt kynn- ing á möguleikum til tómstunda- iðju. Að lokum verður kynning á áhugaefnum unga fólksins og er það veigamesti þáttur sýningar- innar. Er það kynning á fatnaði, snyrtingu og almennri umgengni og sýnt bæði það sem betur og verr má fara. Þá hefur Félag á- hugaljósmyndara kynningu á ljósmyndaiðju og Félag frímerkja safnara kynnir frímerki. Þor- steinn Einarsson o. fl. kynna heilsurækt og íþróttir og Guð- mundur Jónsson kynnir tónlist. Stefán Jónsson og Sigurður A. Magnússon kynna bækur og Frið rik Ólafsson kynnir tafl. Björn Th. Björnsson kynnir list, Skóg- rækt ríkisins kynnir skógrækt og gróður og Ferðafélag íslands kynnir ferðalög og útilíf. Þá hef- ur Félag húsgagnaarkitekta dag- skrá um híbýlaprýði og Æskulýðs ráðið hefur skemmtikvöld, þar sem fluttir verða þættir úr félags lífi nokkurra æskulýðsfélaga. — Auk þess verða sýndar margar kvikmyndir. Sýningin verður op- in frá kl. 14—18,30 og 20—22,30 alla dagana. 5 herb. ibúð Höfum til sölu nýlega 5 herb. íbúð á 1. hæð í sambýlis- húsi við Kleppsveg. Svalir móti suðri. Tvöfalt gler í gluggum. Harðviðarhurðir. Allar nánari uppl. gefur lifééteöaöwi* Ingólfsstræti 9B — Sími 19540. Opið alla daga frá kl. 9 7. f GÆR bauð Bjarni Tómasson, málari, blaðamönnum að skoða húsnæði á Laugarnesvegi 100, sem hann hefur málað með vest- ur-þýzkum málningarvörum, lítt eða óþekktum hér á landi. En Bjarni hefur dvalizt í eitt ár í Þýzkalandi, við að kynna sér slíkt. Aðalkost þessarar aðferðar taldi hann þann, að ekki þyrfti að fínpússa undir og þannig sparað- ist vinna. Beint á grAfmúraða veggi ber hann sérstakt efni, grunnar síðan með hér óþekktu olíusparsli og málar loks tvær yfirferðir af vatnsmálningu. Einnig sagði hann að ljúka mætti verkinu með einni yfirferð af olíumálningu. Með þessari aðferð þyrfti aðeins þrjár yfirferðir með þrem mismunandi efnum á grófpússaðan vegg, svo að hann yrði sléttur og áferðar- fallegur. Á glugga notar Bjarni högghelt lakk, en Vestur-Þjóðverjar munu framleiða um 30 tegundir af lakki. Einnig sýndi hann blaða- mönnum þýzkan farvaherði, sem herðir hvers konar olíu og lakk og mun óþekktur hér. Áferð á veggjunum var eftir þessa meðferð mjög falleg og einnig gljáinn á gluggakörmun- um. simanumer okkar er 2-24-80 Hjartans þakkir til allra, er minntust mín með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugsafmæli mínu þann 23. september s.l. Geir G. Bachmann. Félag íslenzkra hljómlisiarmanna Kjör fuiitrún ú 26. þing Alþýðusambunds ísluuds Tillögum um einn fultrúa og einn til vára ásamt skrif- legum meðmælum 12 fullgildra félagsmanna skal skilað til formanns félagsins, Framnesveg 28, eða í pósthólf 1338 Reykjavík fyrir kl. 7 e.h. fimmtudaginn 2. okt. n.k. og er þá framboðsfrestur útrunninn. KJÖRSTJÓRN. Lðknð í dag vegna jarðarfarar KRISTJÁNS R. HANSSONAR forstjóra. Gólfteppugerðin hi. Lokað í dag frá kl. 10,30 til 14,30 vegna jarðarfarar KRISTJANS R. HANSSONAR forstjóra. SjékBæði og fatnaður Varðarhúsinu. GUÐBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR húsfrú í Svignaskarði, lézt að heimili sínu 29. þ.m. Vandamenn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR ANDERSDÓTTIR Grettisgötu 36, lézt í Landakotsspítala 30. september. Jón Jónsson, Jón Jónsson, börn, tengdabörn og fóstursonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.