Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 2
<
2
MORCI’TSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. okt. 1958
Felldur verði niður tekjuskattur sjó-
manna á ísl. fiskiskipum
Frumvarp þess efnis lagt tram á Alþingi
ÞRÍR Sjálfstæðismenn, þeir Sig-
urður Agústsson, Björn Ólafsson
og Kjartan J. Jóhannsson flytja
á Alþingí frumvarp til laga um
breytingu á lögum um tekjuskatt
og eignarskatt. Er frumvarp þetta
samhljóða frumvarpi, er sömu
rnenn fluttu á þingi í fyrra og er
l> til í því, að felldur verði
niður tekjuskattur sjómanna yf-
;r þann tíma, sem þeir eru lög-
skráðir á íslenzk fiskiskip; þar
með talin sel- og hvaiveiðiskip.
'Skai það gilda jafnt um þá, sem
taka kaup í hlut af afla, sem
hina, sem greitt er kaup í pen-
ingum. í greinargerð fynr frum-
varpinu segir m.a. á þessa ieið:
„Frv. það, sem hér er flutt um
að fella niður tekjuskatt sjó-
manna af þeim tekjum, sem þeir
afla yfir þann tíma, sem þeir eru
lögskráðir á íslenzk fiskiskip á
skattárinu, teljum vér flm. einn
lið í þeim aðgerðum, sem óhjá-
kvæmilega verður að gera af
hendi Alþingis og ríkisstjórnar til
að hvetja menn til að leggja stund
á aðalatvinnuveg þjóðarinnar,
sjávarútveginn.
Að vísu fengu sjómenn á ís-
lenzkum fiskiskipum nokkur fríð
indi í sambandi við greiðslu
tekjuskatts með frv. því um
breyting á lögum frá 1954, um
tekju- og eignarskatt, er lögfest
var á síðasta þingi Fríðindi þessi
eru ekki stórvægileg — og ná
ekkj þeim tilgangi, sem frv. vor
flutningsmanna mun hafa í för
með sér, ef lögfest verður, sem sé
að gera sjómannsstarfið eftirsókn
arvert fyrir unga menn. Það er
hvöt fyrir unga og efniiega menn
að leggja fyrir sig ajómannsstarf-
ið, þegar markvíst er unnið að
því af löggjafans hálfu að viður-
kenna mikilvægi þess fyrir þjóð-
arheildina — með því að vinna
að því, að atvinnutekjur fiski-
manna megi draga frá öðrum
tekjum þeirra, áður en skattur
er lagður á.
Með hverju ári sem líður auk-
ast þarfir þjóðarinnar fyrir er-
lendan gjaldeyri, og hans verður
bezt aflað með því að leggja höf-
uðáherzlu á aukna fiskiskipaút-
gerð. Á sviði framleiðslu sjáv-
arafurða eru íslendingar full-
komlega samkeppnisfærir á
heimsmarkaðinum hvað vöru-
gæði snertir, þó að um harða
samkeppni sé að ræða við aðrar
þ;ióðir, enda hafa þeir vissulega
sýnt það á undanförnum árum.
Ekki verður séð, á hvern hátt
á að leysa þau vandkvæði, sem
hin svonefndu „bjargráð“ hæstv.
ríkisstjórnar, eða löggjöfin um
útflutningssjóð o. fl., leiddu yfir
fiskiskipaeigendur og það á mörg
um sviðum. Ákvæði löggjafarinn
ar að gera erlendum fiskimönn-
um skylt að greiða 55% yfir-
færslugjald af þeim hluta tekn-
anna, sem þeir fá leyfi til að yf-
irfæra til heimila sinna erlend-
is, veldur því, að engar líkur
benda til þess, að útgerðarmenn
fái erlenda fiskimenn á fiskiskipa
flotann á komandi vetrai'vertíð.
Á undanförnum vetrarvertíðum,
1957 og 1958, hafa útgerðarmenn
orðið að ráða 1000—1400 erlenda
fiskimenn á skip sín til að geta
fleytt þeim á veiðar. Nú er fyrir-
sjáanlegt, að fjöldi fiskiskipa,
bæði togarar, línu- og netjaskip,
verða ekki gerð út á komandi
vertíð, nema ráðin verði bót á
ákvæði laganna um útflutnings-
sjóð o. fl. frá 29. maí sl. hvað
yfirfærslugjald af tekjum er-
lendra fiskimanna snertir.
Þegar það er haft í huga, að
eftir röska tvo mánuði hefst aðal-
vertíð fiskiskipaflotans. virðist ó-
hjákvæmilegt að gera sér nú þeg-
ar grein fyrir því, á hvern hátt
á að tryggja fiskiskipunum nægi-
legan mannafla. Óhætt er að fuil-
yrða, að það mun ekki takast að
ná erlendum fiskimönnum á
skipin, nema þeir losm að mestu
eða öllu leyti við að greiða yfir-
færslugjald af þeim hluta tekn-
anna, er þeir fá leyfi til að yíir-
færa til heimila sinna. Að leggja
þær kvaðir á fiskiskipaeigendur
að greiða yfirfærsiugjaldið virð-
ist ekki koma til greina. Að sjálf-
sögðu væri æskilegt, ef unnt væri
að komast hjá því að flytja til
landsins mikinn fjölda erlendra
sjómanna,— en það virðist þó enn
um sinn óumflýjanlegt, eða þar
til íslendingar verða þess um-
komnir að manna skipin einvörð-
ungu eigin sjómönnum. Frv. vor
flutningsmanna, ef að lögum
verður, er gifturíkt spor í þá átt,
að þetta megi takast á komandi
árum.“
Kirkjuþing mælir með irumvurpi
um embæltisuldur biskups
Frá fjörugum umrœðum á þinginu í gœr
KIRKJUÞING það sem nú situr
á rökstólum, samþykkti með
samhljóða atkvæðum í gær, að
mæla með efni frumvarps þess
um breytingu á lögum um
biskupskjör, er þeir flytja á
Alþingi, Bjarni Benediktsson og
Ólafur Thors, en þinginu hafði
verið sent frumvarp þetta til um-
sagnar frá allsherjarnefnd neðri
deildar.
Kirkjuþingsfundur í gær hófst
að venju með sálmasöng. As-
mundur Guðmundsson biskup
færði prestum þeim, sem predik-
uðu í kirkjum bæjarins um helg-
ina, þakkir. Hann skýrði og frá
því að kirkjuþingi hefði borizt
áskorun frá fjórðungsþingí
Norðlendinga varðandi endur-
reisn hins forna Hólastóls.
Síðan var gengið til dagskrár,
en til umræðu var álit kirkju-
málanefndar um hina fram-
komnu breytingartillögu við iög-
Miklar skipakomur hing-
að, 4 ,,Fossar44 komu um
helgina
Tröllafoss mun hœtta
Ameríkusíglingum
í bili a.m.k.
GÍFURLEGAR annir voru hér í
Reykjavíkurhöfn í gærdag er þrír
Fossar komu að utan og einn úr
strandferð. Lagarfoss og Gullfoss
komu með fullfermi frá megin-
landshöfnum, Kaupmannahöfn og
Leith, Tröllafoss frá Ameríku
með korn og Fjallfoss úr strand-
ferð.
Sem kunnugt er hefur TröUa-
foss verið aðal AmeriKuiar Eim-
skipafélagsins síðan félagið keypti
skipið. Nú má telja líklegt að á
þessu verði breytingar. Þegar
Tröllafoss kom nú, var lestarrúm
skipsins ekki að fullu nýtt, — um
% fyrir vörurnar. Þetta stafar
að því að svonefndar „PL“ vór-
ur, „gjafakornið" skal samkvæmt
gildandi samningum um vörur
þessar flutt að hálfu með
bandarískum skipum. Hafa tvö
amerísk skipafélög sem hingað
flytja vörur á vegum varnarliðs-
ins, annazt hlutdeild amerískra
skipa í þessum flutningum á
„PL“-vörunum. Slik skipting á
flutningi varanna er fastur liður
í utanríkisviðskiptum Bandaríkj
anna.
Það er með tilliti til þessa. sem
Tröllafoss mun ekki næst fara til
Bandaríkjanna. Mun skipið fara
til Rússlands til að sækja þang-
að rúgmjöl og fóðurvörur og til
Finnlands fer skipið einnig og
lestar stykkjavöru, og tekur
staura á þilfar. Að öðru leyti mun
ekki fastákveðið hvert Trölla-
foss sigli á næstu mánuð-
um, en hann er sem kunnugt er
stærsta vöruflutningaskip flotans.
Goðafoss, sem fer héðan í dag
áleiðis til New York, er með
frystilestina fulla af fisk, einnig
er skipið með síld, mjöl, iýsi og
fleira.
Þá verður Dettifoss sendur í
næsta mánuði til Bandaríkjanna
með fiskfarm, en sem kunnugt er,
eru nú á döfinni allmiklar út-
skipanir á frystum fisk til Banda-
ríkj anna.
Nokkuð af farþegum ”ar með
Gullfossi að utan í gær, og nokkr
ir bílar ferðalanga voru á þiljum.
Fjallfoss kom hingað frá Dag-
verðareyri og var verið að taka
úr skipinu mikið af járni, en þar
hafði olíugeymir verið rifinn nið-
ur til flutnings hingað, á vegum
Skeljungs h.í.
in um biskupskjör. Þórarinn
Þórarinsson, skólastjóri, fylgdi
málinu úr hlaði. Um leið og Ás-
mundur biskup lagði málið fram
gat hann þess að hann myndi
hvorki taka þátt í umræðum né
atkvæðagreiðslu um málið
vegna þess hve honum væri það
skylt.
Sama gerði Hermann Jónas-
son, kirkjumálaráðherra, er
hann kvaddi sér hljóðs, og kvað
það hafa verið vafasamt að leita
umsagnar kirkjuþings, þar eð hér
væri um að ræða framkvæmd á
lagaákvæðum um aldurshámark,
en augljóst mál sé að það muni
draga dilk á eftir sér.
Ráðherrann kvað nauðsynlegt,
að menn gerðu sér þess ljósa
grein, að jafnvel þó í hlut ætti
maður er væri hér mitt á meðal
vor, yrði að ræða málið af full-
kominni einurð. Um það væru
allir sammála að Ásmundur
biskup væri mjög hæfur maður
til starfsins, andlega og líkam-
lega og þannig hefði einnig verið
ástatt um fjölda annarra em-
bættismanna ríkisins, sem á
undanförnum árum hefðu orðið
að láta af embætti vegna ákvæð-
anna um hámarksaldur, og
nefndi ráðherrann Geir Zoéga
vegamálastjóra og fyrrum póst
og símamálastjóra, Guðmund
Hlíðdal. Það er enginn munur á
embættismanni, sem náð hefur
hámarksaldri, hvort heldur
hann er kosinn til starfsins eða
skipaður af ráðherra.
Ráðherrann kvað það einnig
mundu geta dregið dilk á eftir
sér gagnvart kirkjuþingi sjálfu
er það þannig kæmi fram sem
dómari um hæfni biskupa.
Ráðherra kvað hér vera um
að ræða mikið vandamál og það
gæti skapað fordæmi um frek-
ari lagasetningu á Alþingi. Það
er svo annað mál, sagði ráð-
herrann að vera má að hækka
megi aldurshámarkið, en engin
skilji þó orð mín svo, að ég sé
með þessum orðum að boða laga-
breytingu um þetta efni nú.
★
Nokkru eftir að ráðherrann
Frh. á bls. 19.
Afmæli
Sextug er í dag Margrét Þor-
steinsdóttir (frá Lóni). í dag
dvelst hún á heimili dóttur sinn-
j ar og tengdasonar, Ránargötu 30,
Akureyri.
Á horninu á Háteigsvegi og Nóatúni er verið að slá upp fyrir
stórhýsi. Þar er að rísa hin nýja kirkja Háteigssafnaðar. —
Gegnum grindina glittir i Sjómannaskóiann.
Nauðsyn að iðnaðurinn
eignist eigin stofnlána-
deild
nauðsyn, að iðnaðurinn eignaðist
sína eigin stofnlánadeild.
Frá umrœðum
á Alþingi
FUNDIR voru settir í báðum
deildum Alþingis á venjuiegum
fundartíma í gær. Á dagskrá efri
deildar voru tvö mál. Frumvarp
til laga um tollskrá o. fl. var til
3 umr. en forseti deildarinnar tók
málið af dagskrá. Þá var frum-
varp um bifreiðaskatt o. fl. til
þriðju umræðu og samþykkt-með
tíu samhljóða atkv. og afgreitt
til neðri deildar.
Á dagskrá neðri deildar voru
tvö mál. Frumvarp til laga um
útflutning hrossa, sem var til 3.
umr. og samþ. með 16 samhljóða
atkvæðum og afgreitt til efri
deildar. Annað mái á dagski á
neðri deildar var frumvarp um
iðnlánasjóð, sem var til fyrstu
umræðu. Fyrri fiutningsmaður,
Magnús Jónsson, fyigdi frum-
varpinu úr hlaði með stuttri
ræðu. Sagði hann í upphafi máls
síns, að meginefni frumvarpsins
væri á þá leið, að íðniánasjóði
yrði breytt og hann gerður að
stofnlánasjóði iðnaðarins. Hefðu
hvað eftir annað komið f-am ósk
ir frá forráðamönnum iðju og
iðnaðar, um að komiö yrði upp
stofnlánasjóði iðnaðarins. Vanda
mál ýmissa iðnfyrirtækja hefðu
að vísu verið leyst með öðrum
hætti, svo sem Áburðarverksmiðj
unnar og Sementsverksrruðj unn-
ar, en það haggaði ekki þeirri
Ráðstefnan í febr.
eða júlí
ÓSLÓ, 277. okt. (NTB). — Um-
ræður urðu í norska stórþinginu
í dag um stækkun fiskveiðiland-
helgi Noregs. Tóku þar til mals
þingmenn Norður-Noregs og
kröfðust þess að stækkun land-
helginnar yrði ekki látín biða,
því að fóikið væri að flýja Norð-
ur-Noreg vegna þess að útlend-
ir togarar eyddu miðin.
Lange utanrikisráðherra Nor-
egs svaraði og gat. þess að ný
alþjóðaráðstefna um stærð land-
helgi yrði væntanlega haldin í
febrúar n.k. Taldi hann ekki rétt
að Norðmenn gerðu neinar ráð-
stafanir til víkkunar landhelg:
sinnar fyrir þann tíma og jafn-
vel ekki þótt ráðstefnan yrði ekki
haldin fyrr en í júlí n.k.
Hann sagðist skilja það, að
menn biðu víkkunar landhelg-
innar með óþreyju, en þess bæri
að gæta, að of skyndilegar að-
gerðir í þessum efnum gætu svipt
Norðmenn góðum mörkuð um.
Taldi ræðumaður eðlilegt, að
iðnlánasjóður yrði efldur svo, að
hann gæti staðið undir þessu hlut
verki. Flutningsmenn þessa ft um-
varps bæru fram annað frum-
varp samtímis, þar sem lagt er
til, að helmingur tollvörugjalds
af innlendum iðriaðarvörum renni
til iðnlánasjóðs og yrði þá fjár-
öflun til þessa stofnlánasjóðs iðn-
aðarins byggð á svipuðum grund-
velli og fjáröflun til fiskveiða-
sjóðs.
Með þessu móti væri stór-
lega bætt úr fjárþörfum iðnlána-
sjóðs.
Ræðumaður drap á, að samkv
heildarmanntali frá 1950 ynnu
um 13.500 manns við iðnað og
væri því Ijóst, að hér væn utn
mikinn og vaxandi atvinnuveg
að ræða. Það væri heldur eng-
inn ágreiningur um það, að iðn-
aðurinn væri einn af þremur
höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar.
Iðnlánasjóður hefði hins vegar
verið alls ómegnugur að s.anaa
undir lánsþörf iðnaðanns. Útlán
úr sjóðnum um sl. áramót hefðu
numið 5,7 millj. kr. samtals, en
nú lægju fyrir umsóknir um lán
úr sjóðnum að upphæð 10,5 miilj.
kr. Tekjur sjóðsins væru fram-
lag ríkissjóðs að upphæð 1.450.000
að viðbættum vöxtum og afborg-
unum af lánum. Á sl. ári námu
útlán sjóðsins 2,7 millj. kr.
Því fer víðs fjarri, að iðnlána-
sjóður geti sinnt lánabeiðnur.um,
sagði Magnús, og hér er svo stórt
bil, að augljóst er, að gera verður
átak til að brúa það. Forráða-
-nenn iðnaðarins hafa lýst sig
samþykka þessari lausn á mál-
inu, eftir að því var hreyft her
á þinginu, en sú breyting, sem
írumvarpið felur í sér mun gera
iðnlánasjóði fært, að leysa þau
verkefni, sem bíða hans. Að lok-
um lagði ræðumaður til að rnál-
inu yrði vísað til fjárhagsnefnd-
ar. Fleiri tóku ekki til máls og
var frumvarpinu vísað til 2. umr.
og fjárhagsnefndar með 18 sam-
hljóða atkvæðum.
Þremur nýjum þingskjölum
var útbýtt á Alþingi í gær. Voru
það frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um tekjuskatt og
eignarskatt. Flm.: Sigurður
Ágústsson, Björn Ólafsson og
Kjartan J. Jóhannsson. Frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um almannatryggingar. Flm.:
Skúli Guðmundsson og Benedikt
Gröndal. Þá var útbýtt nefr.dar-
áliti frá fjárhagsnefnd neðri deild
ar, sem mælir með því, að frum-
varp til laga um heimild fyrir
ríkisstjórnina til að innheimta
ýmis gjöld 1959 með viðauka,
verði samþykkt óbreytt.