Morgunblaðið - 28.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.10.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagur 28. okt. 1958 MORCVNBL4ÐIÐ 3 Jónas B. Jónsson skátahöfóingi á íslandi ★ Jónas B. Jónsson Brú á Botnsá senn full- gerð AUKA-SKÁTAÞING var haldið sl. helgi í Skátaheimilinu í Reykjavík. Sóttu það 54 fulltrú- ar frá 14 skátafélögum víðs vegar að á landinu ásamt stjórn B.I.S. Aðalverkefni þingsins voru breyt ingar á lögum Bandalagsins, kosning nýs skátahöfóingja og stjórnar B.Í.S. Skátahöfðingi var kosinn Jónas B. Jónsson, fræðslustjór?, Rvík. Aðrir í stjórn voru kosin: Vara skátahöfðingi stúlkna, Hrefna Tynes, Reykjavík. Varaskátahöfð ingi drengja. Páll Gíslason, lækn ir, Akranesi. Erl. bréfritari stúlkna Borghildur Fenger, Rvík. Erl. bréfritari drengia Franeh Michelsen, Rvík. Útgáfustjóri Arnbjörn Kristinsson, Rvík. Fræðslustjóri Ingólfur Blöndal, Rvík. Meðstjórnendur: Áslaug Frið- riksdóttir, Rvík. Sigríður Lárus- dóttir, Rvík. Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfirði, Jón Guðjónsson, Hafnarfirði. — Þingforseti var Jón Oddgeir Jónsson, fuiitrúi, Rvík. Skátafjöldi á landinu mun nú vera tæp 4000. Mikili áhugi er á því að efla skátastarfið á allan hátt, einnig með því að stofna ný féiög og endurvekja starf sem legið hefur niðri. T. d. hefur ný- lega verið endurvakið skátastarf á Siglufirði, á Sauðárkróki og á Blönduósi, og áhugi er á því að endurvekja skátastarf á Aust fjörðum. Nokkur æviatriði hins nýkjörna skátahöfðingja: Jónas B. Jónsson er fimmtugur að aldri, fæddur 8. apríl 1908, að Torfalæk I Austur-Húnatvatns- sýslu. Lauk gagnfræðaprófi á Ak ureyri árið 1927 og hóf síðan kennslu. Árið Í934 lauk Jónas kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands og varð kennari við Laug arnesskólann í Reykjavík árið 1935. Hefur verið fræðslufulltrúi og síðar fræðslustjóri Reykjavík- ur síðan árið 1943. Jónas B. Jóns- son hefur starfað í skátahreyfing- unni um 20 ára skeið, var fyrsti skólastjóri skátaskólans að Úlf- ljótsvatni og hefur haft umsjón með starfseminni þar frá upphafi. í skátaráði hefir hann verið síð- an 1948 og varaskát-ahöfðingi síðan 1952. ★ Fréttamaður Mbl. hitti Jónas B. Jónsson sem snöggvast í gær og spurði m. a. um afskipti hans af skátahreyfingunni. — Hann sagði: „Kynni mín af skátahreyf- ingunni hófust, þegar ég var kennarj við Laugarnesskólann. Þá stofnaði Jón Sigurðsson skóla- stjóri skátafélag innan skólans og nefndist það Völsungar. Ég hafði oft heyrt talað um þennan félagsskap og hafði hug á að kynnast honum nánar. Mér var það ljóst þegar ég hóf kennslu, að nauðsynlegt var að efla félags- starfið meðal barna í skólunum. Ég hef alltaf verið skáti síðan 1938“, hélt Jónas B. Jónsson áfram, „en eftir að Völsungar hættu starfi 1948 hef ég ekki verið í neinu skátafélagi. Þó hef ég verið í stjórn Bandalags ísl. skáta síðan 1950 og varaskáta- höfðingi síðan 1952“. Um skátahreyfinguna sagði Jónas m. a.: „Hún er mjög holl- ur félagsskapur fyrir börn. Félags starfið hefur auðvitað tekið marg víslegum breytingum frá því skátahreyfingin hófst 1908. Hreyfingin verður að fylgja þró- uninni og breyta starfsemi sinni samkvæmt kröfum nýs tíma. Það hefur verið gert, þótt skátahreyf- ingin sé hin sama hvað höfuð- stefnunni við kemur". Hvernig þetta nýja starf leggst í skátahöfðingjann: „Ég verð að segja, að starfi þessu fylgir mikil ábyrgð, en margir þaulreyndir skátar eru í stjórn bandalagsins með mér og skátar eru mjög sam- stilltir í starfi. Af þeim ástæð- um horfi ég bjartsýnn fram á veginn. Ég vona, að starfið gangi vel. Um það sem efst er á baugi hjá skátum um þessar mundir sagði hinn nýi skátahöfðingi þetta: „Fræðslumálin eru mjög þýðing- armikil og að ári v.erður settur upp Gilwell-skóli á Úlfljótsvatni, þar sem erlendir og innlendir Gilwell-skátar annast þjálfun ís- lenzkra skátaforingja, en Gilwell- stigið er æðsta stig menntunar í skátafræðunum. Svo má geta þess að lokum“, sagði Jónas B. Jónsson, ,,að næsta sumar verður haldið landsmót skáta í Vagla- skógi og munu skátafélögin á Akureyri sá um mótið“. ÞÚFUM, 24. okt. — Byggingu brúar á Botnsá í Mjófirði er lok- ið. Fara brúargerðarmenn á morg un. Hefir þessi mikla bygging gengið fljótt og vel undir ötulli stjórn Jónasar Gíslasonar, brúar- smiðs. Þá er einnig lokið að ryðja veginn að Keldu og jarðýtan á Dagskrá Alþingis Á DAGSKRÁ efri deildar Al- þingis eru tvö mál, frumvarp til laga um skemmtanaskattsvið- auka 1959 og frumvarp til laga um tollskrá o. fl. Bæði frumvörp in eru til 3. umr. Á dagskrá neðri deildar eru tvö mál. Frumvarp um gjaldaviðauka 1959 til 2. um- ræðu og frumvarp um gjald af innlendum tollvörutegundum til 1. umr. eftir að fylla lítið eitt að Botns- árbrúnni. Nú hefir fennt í brúnir á nóttum og mikil úrkoma hefir verið undanfarna daga. — P.P. Bartimeus blindi gef iim út á sænsku HELGILEIKURINN Bartimeus blindi eftir séra Jakob Jónsson hefur nýlega verið gefinn út á sænsku. Að útgáfunni standa „Riksförbundet kyrklig ungdom“ og „Förbundet för liturgi och dramatik“ í Svíþjóð, og er Barti- meus blindi fyrstur í væntanleg- um flokki helgileika, sem þessir aðilar hyggjast gefa út undir nafninu „Stora kyrkospelsserien“. Sænsku þýðinguna á helgileikn- um gerði prófessor Sigurbjörn Einarsson, en Tuve Nyström, leik stjóri hefur búið leikinn til svið- setningar í sænskum kirkjum. STAKSTtllVAR „Hættulegt ranglæti“ Undir þessari fyrirsögn birti Þjóðviljinn forystugrein sl. sunna dag um kjördæmamálið. Hún hefst með þessum orðum: „Fyrir skömmu birtiust í Hag- tíðindum tölur um mannfjölda á íslandi fyrsta desember í fyrra. Þar er að finna margar staðreynd ir sem vekja til umhugsunar, ekki sízt í sambandi við þá ger- úreltu kjördæmaskipan sem enn viðgengst hér á landi. Það kerfi hefur orðið fráleitara og fráleit- ara með hver ju ári sem liðið hef- ur, sökum þess hve þjóðin hef- ur fært sig til í sambandi við breytingar á atvinnuháttum, og er nú þvílíkt afskræmi að hlið- stæður munu torfundnar“. Allt er þetta rétt, enda hefur að undanförnu hvað eftir annað verið hér í blaðinu bent á nauð- syn þess að gera nú breytingar á kjördæmaskipuninni. „Veldur pólitískri spillingu“ Síðar í Þjóðviljagreininni seg- ir: „í síðustu kosningum var vís- vitandi reynt að nota þetta rang- Iáta kerfi til þess að fá meiri- hliuta á þingi út á þriðjung at- kvæða með framboðsaðferð Hræðslubandalagsins og munaði það minnstu að það tækist. En þótt svo herfilega hafi ekki til tekizt enn sem komið er, hafa kosningalögin haft í för með sér hina stórfelldustu mismunun í öllu stjórnmálalífi þjóðarinnar. Það birtist ekki aðeins við af- greiðslu mála á Alþingi, stjórn- armyndanir og annað slíkt, held- ur í allri meðferð fjármála þjóð- arinnar — — —. Hvers kyns hreppasjónarmið eru allsráðandi hjá ýmsum þeim þingmönnum, sem eiga ranglæt- inu einu að þakka vist sína á AI- þingi. Hið fráleita kjördæma- skipulag veldur pólitiskri spill- ingu, sem ágerist með hverju ári sem líður, og efnahagslegar af- leiðingar þess eru orðnar mjög alvarlegt vandamál“. Hér er sízt of sterklega að orði kveðið. Megin-spillingaraflið í íslenzkum stjórnmálum nú er Framsóknarflokkurinn með ofur- veldi sínu á Alþingi. fttoldviðri Þjódviljans út af uppsögnum i hitaveitunni: ,,Kunnugir töldu og engan vafa á því, að reynt hefði verið dð hafa hliðsjón..." Gagnkvæm mvnd- listarkynning BORIZT hefur boð frá mennta- málaráðuneyti Ráðstjórnarríkj- anna um að Island og Ráðstjórn- arríkin skiptist á myndlistarsýn- ingum. Hefur íslendingum verið boðið að halda myndlistarsýn- ingu í Leningrad og Moskvu á vori komanda, en Ráðstjórnar- ríkin munu senda hingað svart- listarmyndir. Hefur menntamálaráðuneytið í samráði við Menntamálaráð ís- lands ákveðið að taka þessu boði. Mun sýning myndlistar frá Ráðstjórnarríkjunum hefjast í Reykjavík fyrrihluta næsta mán- aðar, en gert er ráð fyrir að íslenzka myndlistarsýningin verði opnuð í Leningrad í apríl- mánuði n. k. Mun Menntamála- ráð og menntamálaráðuneytið í sameiningu annast undirbúning sýningarinnar. Tveimur íslenzk- um myndlistarmönnum mun verða boðið til Ráðstjórnarríkj- anna í sambandi við uppsetningu og opnun sýningarinnar. List- málarinn Vereinski Orest og list- fræðingurinn Natalia I. Socolova undirbúa sýningu Ráðstjórnar- ríkjanna hér, sem verður í boga- sal Þjóðminjasafnsins, og komu þar Reykjavíkur á fimmtu- ÞÓTT kommúnistar séu nú orðnir að athlægi fyrir ósannindabuli sitt út af uppsögnum rúmlega 20 verkamanna hjá hitaveitunni, er Þjóðviljinn enn á laugardag að reyna að þyrla upp ósanninda- mekki um málið. Er nú mjög af görpunum dreg- ið, svo að varla tekur því að svara, enda allt marghrakið, sem þar stendur. Sérstök ástæða þykir þó til þess að vekja athygli á ummælum í laugardagsblaðinu, en þau eru svona: „Kunnugir töldu og eng- an vafa á því, að reynt hefði ver- ið að hafa hliðsjón af stjórnmála legu og stéttarlegu hugarfari starfsmannanna ..." Þarna er kommúnistunum rétt lýst, og þarna mega menn sjá vinnubrögðin: „Kunnugir töldu og engan vafa á því, að reynt hefði verið að hafa hliðsjón .. .“!! Á slíkum heimildum er allt uppi- standið byggt. Væri æskilegt, að upplýst yrði hvaða dánumenn þetta eru. Það skyldi þó aidrei vera, að varaformaður Dags- brúnar hafi í tillögum sínum „reynt að hafa hliðsjón“ af stjórn málaskoðunum. Það, sem Mbl. hefir sagt um mál þetta stendur allt óhaggað: 1. Verkefni voru ekki að sinnj fyrir allan hinn mikla fjölda verkamanna, sem verið hafa undanfarna mánuði í þjónustu hitaveitunnar. Sum þau verkefni, sem unnið hefur verið að, voru ýmist á enda eða mjög lairgt komin og ekki talið ráðlegt að hefja vinnu við ný, þegar vetur gengur í garð. Þess vegna var umrædd- um verkamönnum sagt upp. „Slíkt er siðleysi, sem óhjá- kvæmilegt er að víta“, segir Þjóðviljinn!! 2. Eins og þegar hefur ver- ið bent á, hafa ekki nærri all- ir verkamennirnir irotað sér þann mánaðaruppsagnarfrest, sem þeir hafa átt rétt á, held- ur útvegað sér aðra vinnu, enda mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Er hún svo mikil, að ýmis fyrirtæki er starfa í þágu útflutningsatvinnuveg- anna, eru í hreinum vandræð- um. 3. Yfirverkstjóri hitaveit- unnar og flokksstjórar hans sáu að öllu leyti um nefndar uppsagnir eins og eðlilegt er. Slúðursagna-þvættingur Þjóð- viljans hefur verið hrakiim með vottorði yfirverkstjóra hitaveitunnar, en þar var gerð grein fyrir öllum málavöxtum í þessu sambandi. Tilraunir Þjóðviljans til að þvæla inn í þetta mál bæjarstarfsmönn- um, sem ekki komu þar við sögu, eru aðeins vesaldarlegt fálm hins sigraða til að draga athyglina frá dæmalausum ó- förum. Það er athyglisvert, að nú ‘er rannsóknin á málinu, sem alit snerist um áður hjá Þjóðviljan- um, orðin hreint aukaatriði. Það sýnir bezt uppgjöfina, enda ligg- ur málið svo ljóst fyrir sem hugs azt getur. Blaðið vill þó árétta þá tillögu, að rannsókn verði látiir fram fara í sambandi við þetta niál, ekki þó rannsókn í bæjarráði, heldur vandleg læknisfræðileg rannsókn, framkvæmd af geðveikralækni flokksins, Alfreð Gíslasyni, og ætti að sirúast um andlega heilsu þeirra, sem um þetta mál hafa fjallað af hálfu kommúnista. Greinin á laugardaginn sýnir að slík rannsókn má ekki dragast. „Mikill meirihluti þingmanna fylgjandi“ breytingu Greininni lýkur með þessum orðum: „Þegar núverandi stjórn var mynduð hét hún því í stefnu- yfirlýsingu sinni að taka kjör- dæmamálið til endurskoðunar. Þjóðviljanum er ekki kunnugt um að því verki hafa neitt mið- að áfram; Framsókn lætur enn sem komið er skammsýn sérhags munasjónarmið ráða afstöðu sinni. En þetta vandamál verður að leysa á því kjörtímabili sem nú er meira en hálfnað, enda er ekki að efa að mikill meiri- hluti þingmanna er því fylgj- andi“. Hér er staðfest það, sem menn grunaði, að alveg hefur verið vanefnt það Ioforð V-stjórnarinn ar að endurskoða kjördæmámál- ið. Hefði það verið harla furðu- legt, ef þetta loforð eitt hefði verið tekið út úr og um það látn- ar gilda aðrar reglur en stjórn- in hefur tíðkað. Framsókn hcld- ur af öllum lífs- og sálarkröftum í ranglætið og reynir að eyða umbótum með einskisverðu tali. Vafalaust er það rétt, að mikill meirihluti þingmanna vill breyt- ingu, en þá ber þeim líka að sýna þann vilja í verki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.