Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 6

Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. okt. 1958 Skákbréf frá Munchen: ísland nr. 10 í B-riðli toIS mii, Stjórn Loftleiða og umboðsmenn félagsins á fundi. Loftleiðir reka merka starf- semi víða um heim Fimmtán umboðsmenn félagsins á fundi með stjórn jbess UNDANFARIÐ .hafa fimmtán umboðsmenn Loftleiða víðs veg- ar að úr heiminum setið á fund- um með stjórn félagsins hér í Reykjavík. Hefur stjórn félags- ins kvatt umboðsmennina hing- að til ráðuneytis um mál, sem félagið varða. Hafa stjórnin og umboðsmennirnir borið saman bækur sínar og gengið frá næstu sumaráætlun félagsins Nýting með ágætum Nýting á vélum Loftleiða hef- ur verið betri í ár, en nokkurn tíma áður. Var sætanýting 66.9% fyrstu níu mánuði þessa árs, en til samanburðar má geta þess, að fyrstu níu mánuði árs- ins 1957 var sætanýtingin 58,3%. Mun þetta betri sætanýt- ing, en tíðkast hjá flestum öðr- um flugfélögum á norðanverðu Atlantshafi. Flugvélanýting hjá félaginu hefur einnig verið mjög góð og hefur hver flugvél verið tólf stundir á lofti til jafn- aðar fyrstu níu mánuði þessa árs. Á þessum tíma hafa Loft- leiðir flutt 20,577 farþega alls, en farþegakílómetrar fyrstu níu mánuði ársins voru 105 milljónir, en 94 milljónir á sama tíma í fyrra. Eru farþegar í ár 3% fleiri en í fyrra og þó er þess að geta að í ár fóru flugvélar félagsins sex ferðir í viku í stað sjö í fyrra. Erlendu umboðsmennirnir Þeir umboðsmenn Loftleiða, sem hér sátu á fundum með stjórn félagsins, voru Bandaríkja mennirnir Nicholas Craig frá New York, Hansen frá Chicago og King frá San Francisco. Frá Englandi var mættur Orme, aðal- umboðsmaður í London, en -frá Noregi þeir Björn Braather, Einar Fröysaa, Johan Raad, Klemetsen, Kaastad og Eyjólfur Eyjólfsson. Frá Svíþjóð komu Gösta Blidberg og Björn Steen- strup, frá Danmörku H. Davids- Thomsen, Hönig frá Hamborg og Einar Aakrann frá Luxemburg. Fréttamenn hittu þessa menn að máli heima hjá formanni Loft- leiða, Krstjáni Guðlaugssyni, á laugardaginn var og spurðu þá margs um störfin í þágu Loft- leiða. Borgar sig að auglýsa Nlcholas Craig frá New York skýrði frá því, að þegar hann byrjaði að starfa hjá Loftleiðum fyrir fimm árum hefðu seldir far miðar verið 400 á ári, en á þessu ári færu þeir yfir 20,000. Tekjur félagsins í Bandaríkjunum hefðu aukizt úr 150 þúsund dollurum í 2,6 milljónir. Á einu ári eyða Loftleiðir nú 150 þúsund dollur- um í auglýsingar. — En þetta margborgar sig, bætti Craig við. — í hvert sinn, sem við auglýs- um fyrir eitt þúsund dollara, eykst farmiðasalan um tvö þús- und dollara. Auglýsingatækni er sérgrein í Bandaríkjunum. Einstæður viðburður Craig skýrði frá því með nokkru stolti, að í hverri flug- ferð Loftleiða frá New York í júní sl. hefðu öll sæti verið skip uð í vélunum. Var sagt frá þessu undir stórum fyrirsögnum í öll- um helztu blöðum í New York og raunar víðar í Bandaríkjun- um, enda var þetta einstæður við burður í sögu farþegaflugsins. Farmiðar Loftleiða eru til sölu í yfir 4,800 sölustöðum í Banda- ríkjunum og fór Craig mörgum orðum um, hve mikil landkynn- ing væri fyrir ísland að þeirr; auglýsingastarfsemi, sem Loft- leiðir reka í Bandaríkjunum. t skrifstofu Loftleiða í New York vinna nú um 40 manns. Nafnið hefur aðdráttarafl H. Davids-Thomsen sagði frá viðgangi Loftleiða í Danmörku þau fjögur ár, sem hann hefur starfað þar fyrir félagið. Árið 1954 voru seldir farmiðar fyrir 350 þúsund danskar krónur, en í ár munum við selja fyrir tvær millj., sagði hann. Þeir, sem fara frá Kaupmannah. til Bandaríkj- anna kjósa framar öðru að fara með Loftleiðum, enda látum við ekkert til sparað að brýna fyrir. mönnum hve hagkvæmt það er. — Þá hefur nafn félagsins visst aðdráttarafl, sagði Davids-Thom- sen. Það hljómaði óskiljanlega í fyrstu, en þegar menn hefðu lært það einu sinni, gleymdist það ógjarnan aftur. Gagnkvæmur hagnaður Einar Fröyesaa skýrði frá því að hann hefði starfað við flug- félagið Braaten, sem hefði haft áætlunarflug til Austurianda, alla leið til Honkong. Þessi áætl- un hefði svo skyndilega verið lögð undir SAS. Þá hafði félagið tekið upp samvinnu við Loftleið- ir, leigt flugvél frá Loftleiðum. sem flaug frá Noregi til Hon- kong og til baka, eh þá tóku Loft- leiðir við og flugu vélinni til New York. Þetta kvað hann hafa verið byrjunina á farkosta- skiptum flugfélaganna, en síðan hefði verið tekin upp samvinna í æ ríkara mæli. Kvað hann þessa samvinnu flugfélaganna hafa miklu góðu til leiðar komið fyrii norsk-íslenzka samvinnu al- mennt. Og ef verðlag væri ekki jafngífurlegt og það er hér á ís- landi, þá mundu Norðmenn flykkjast hingað, sagði Fröyesaa að lokum. Landhelgisdeilan hefur engin áhrif Orme frá London skýrði frá því að Loftleiðir hefðu hafið flugferðir til Glasgow í október 1956, en til London í maí næsta ár. Allt frá byrjun hefði umsetn- ing verið í örum vexti hjá félag- inu og t. d. hefðu borizt fyrir spurnir um flug Loftleiða frá 1543 stöðum í brezku samveldis- löndunum á hverjum mánuði upp á síðkastið. Þeirri spurningu var varpað til Ormes, hvort landhelgisdeila Breta og íslendinga hefði haft áhrif á starfsemi Loftleiða þar í landi. Svaraði hann því til að deilan hefði ekki haft hin minnstu áhrif. Þessi mál hefðu ekki vakið neina andúð í garð Islendinga hjá brezkum almenn- ingi, en að sjálfsögðu óska allir eftir friðsamlegu samkomulagi sem allra fyrst, sagði Orme að síðustu. HÉR fer á eftir siðasti kaflinn úr skákbréfi frá Baldri Pálmasyni, sem hann ritaði í Múnchen 24. þ.m. Er þar skýrt frá endanleg- um úrslitum og árangri íslend- inga á mótinu: Árangur fslendinga varð þessi í tölum talað: Ingi R. Jóhanns- son tefldi 16 skákir og fékk 10 vinninga (7 unnar, 6 jafntefli og 3 tapaðar), eða 62,5%, sem er ágætur árangur. Hann tefldi 9 sinnum á hvítt og 7 sinnum á svart. Hann fékk á móti sér fjóra stórmeistara og fimm al- þjóðlega meistara. Guðmundair Pálmason tefldi einnig í 16 umferðum og hlaut 9 vinninga (vann 3 skákir, gerði 12 jafntefli og tapaði aðeins einni). Hann hafði jafnoft hvítt og svart. Vinningsh'lutfall 56,3% Guðmundur átti í höggi við einn stórmeistara og þrjá alþjóðlega. Freysteinn Þorbergsson tefldi líka 16 sinnum, þar af átta skákir við alþjóðlega meistara, hafði 7 sinnum hvítt og 9 sinnum svart Hann fékk 6 vinninga samtals,' eða 37,5% (vann 3 skákir, gerði 6 jafntefli, en tapaði 7 skákum). Fjórar skákanna voru tefldar á öðru borði, ein á fyrsta. Ingimar Jónsson tefldi 12 skák- ir, 7 á hvítt og 5 á svart, þar af sex á 3. borði og eina á 2. borði. Útkoman var 3% vinningur, eða 29,2% (2 skákir unnar, 3 jafntefli, 7 tapaðar). Hann tefldi við einn stórmeistara og tvo alþjóðameist- ara. Arinbjörn Guðmundsson var með i 11 umferðum, þar af þrisv- ar við 3. borð. Vinningar hans voru 4 eða 36,4% (vann 1 skák, gerði 6 jafntefli, tapaði 4). Hann hafði 4 sinnum hvítt og 7 sinn- um svart. Jón Kristjánsson hlaut 1 vinn- ing í 5 skákum, eða 20% (gerði tvö jafntefli, tapaði þremur skák um). Hann hafði þrisvar hvítt og tvisvar svart, og fékk einn stór- meistara við að glíma. — Sam- tals hlaut sveitin 33% vinning í 76 skákum, og samsvarar það 44,1% Þá er að greina frá niðurstöðu- tölum mótsins: A-flokkur: 1. Sovétríkin 34% vinn., 2. Júgóslavía 29, 3. Argen- tína 25%, 4. Bandaríkin 24, 5.—7. Tékkóslóvakía, A-Þýzkaland og V-Þýzkaland 22, 8. Sviss 19, 9. Spánn 17%, 10. Búlgaría 17, 11. England 16, 12. Austurríki 15%. B-flokkur: 1. Ungverjaland 31 vinn., 2. Holland 28%, 3.—4. Kanada og Kólumbía 24%, 5. ísrael 23%, 6. Danmörk 23, 7. Pólland 22%, 8. Svíþjóð 21, 9. Finnland 19, 10. ísland 18, 11. Frakkland 15, 12. Belgía 13%. C-flokkur: 1. Noregur 30 vinn., 2. Filippseyjar 29%, 3. Suður- Afríka 28, 4. Italía 26%, 5. Skot- land 25%, 6. Grikkland 25, 7. Portugal 23, 8. íran 20, 9.—10. Porto Rico og írland 14%, 11. Túnis 14, 12. Líbanon 13%. Margt er áþekkt með þessum úrslitum og þeim, sem urðu í Moskvu 1956, en líka nokkrar stökkbreytingar. Mestir „há- stökkvarar" eru A-Þjóðverjar. sem fara úr 20. sæti upp í 6. sæti nú. En á hinn bóginn hafa Ung- verjar hrapað mest, úr 3. sæti niður í 13. Islendingar hröpuðu um 8 sæti, niður í 22. Sovétríkin héldu heimsmeist- aratitlinum fyrir sveitakeppni í skák og sýndu talsverða yfir- burði, svo sem raunar vænta mátti. Þeir unnu í báðum riðlum 48 skákir, gerðu 27 jafntefli og töpuðu einungis 1 skák (Bot- winnik gegn Dúckstein). Jafn- gildir það 80,9%. í lok aðalsetu síðustu umferð- arinnar hafði sovézka sveitin tryggt sér heiðurstitilinn, og var henni þá strax afhentur að nýju hinn fagri gullbikar alþjóðaskák- sambandsins, og tók Kotow við honum sem fyrirliði sveitarinn- ar. Kvað þá við langvarandi lófa- klapp í skáksalnum, bæði frá áhorfendum og skákmönnum. Kvöldið eftir var samsæti haldið á Hótel Regina. Voru þá þrjár efstu þjóðirnar kallaðar fram og þeim afhentir verðlaunapeningar. Einnig var nokkuð um einstak- lingsverðlaun. Gligoric hlaut verðlaun fyrir hæsta vinnings- hlutfall á 1. borði. Hann tefldi alls 15 skákir, vann 9 og gerði 6 jafntefli, þ. e. 80%. Tal hafði þó betra hlutfall, eða 90%, vann 12 skákir og gerði 3 jafntefli. Fékk hann auðvitað verðlaun út á það. Larsen var verðlaunaður fyrir bezta árangur 1. borðs manns í B-flokki. Hann lét sig ekki muna um að tefla í öllum 19 umferðum mótsins og hlaut Frh. á bls. 18. skrifar ur daqtega iafinu E Tilkynna þarf breyttan brottfarartíma INN af bryggjunni“ skrif- ar: / Góður farkostur siglir nú milli Akraness og Reykjavíkur. Akra- borg er eftirlætisskip Akurnes- inga og skipshöfnin engu síður. Það eru því allir ánægðir sem fara um borð í Akraborg, til þess að vera í henni þennan klukku- tíma, sem ferðin stendur milli hafna. Það er gott hvort heldur er að sitja þar í þægilegum stól- um eða leggja sig á legubekk ef maður er þreyttur og vill blunda, nú eða taka eina-tvær rúbertur, því yfir spilunum veitist líka hvíld. En eru þá ekki allir alltaf ánægð ir? Nei, ég held nú ekki. Ég var sannarlega ekki ánægður í gær- kvöldi, kominn niður á bryggju fyrir kl. 8, en samkvæmt áætlun skipsins átti það að fara til Reykjavíkur á þessum tíma. Það er beðið og beðið. Ekkert skip. Loks kvisast það, að Akraborg hafi farið í Borgarnes, til að sækja mjólk, og muni ekki fara fyrr en um 11 leytið frá Akra- nesi. Það er svo sem enginn til þess að tilkynna fólkinu þetta, það getur beðið sína þrjá tíma og svo bara greitt þetta lága far- gjald þegar afgreiðslunni hentar að láta skipið fara. Hvaða máli skiptir fólkið? ' Það er ekkert skip á þessari leið til að keppa við. Þess vegna þarf heldur ekki að vera neitt að tilkynna það, þó Akraborg fari í hreinsun í nokkra daga og smá-bátkoppur fari í hennar stað. Það er nóg að biðja fólkið, þegar það að morgni er komið niður í Akra- borg að gera svo vel að fara upp aftur og í bátinn, sem nú taki hennar ferðir næstu daga, en jafnmikið skal greitt, þó hvorki sé hægt að sitja eða standa neins staðar. Fimmtíu krónur, takk. Væri um einhverja samkeppni þarna að ræða, yr$i öðru vísi að farið. Það yrði í fyrsta lagi til- kynnt 1 útvarpi og á annan auð- veldan hátt um breytinguna, svo fólk yrði ekki fyrir óþægindum sem þessum og í öðru lagi senni- lega ekki krafizt sama fargjalds í þægindalausum smábát. Hitt vita' allir, að breytingar þarf stundum að gera á áætlun skips- ins og munu allir því vel una, sé það auglýst fyrirfram á þann hátt, sem hægt er. En það er líka skilyrðislaus krafa allra þeirra sem hlut eiga að máli“. Rangar upplýsingar ÞAÐ virðist vera víðar pottur brotinn í þessum efnum. Einn af blaðamönnum Mbl. kvart aði sáran síðastliðinn laugardag undan upplýsingaþjónustu Ríkis- skips. Síðdegis á föstudag var honum sagt í skrifstofunni, að strandferðaskipið Hekla kæmi að vestan kl. 7—8 á laugardags- dagsmorgun. Hafði hann því far- ið með fyrstu strætisvagnaferð um morguninn niður í bæ í kalsa ve§ri. Síðan beið hann lengi á bryggjunni, ásamt konu með barn, sem komin var í sömu er- indagjörðum. Reyndi hann að hafa samband við hafnarskrifstof una, sem ekki vissi annað en að skipið væri rétt ókomið. Fyrst þegar opnað var á af- greiðslu skipsins, fékk hann að vita að skipið væri ekki væntan- legt fyrr en kl. 3—4. Þær upp- lýsingar reyndust réttar, skipið kom kl. hálffjögur síðdegis. Slíkt nær auðvitað ekki nokk- urri átt. Ef einhverjar óviðráðan- legar breytingar verða á brott- farar- og komutímum skipanna, verður að tilkynna þær. Og ef ekki er hægt að koma tilkynn- ingu í útvarp eða blöð, þá að fullyrða ekki neitt og hafa manneskju við síma til að gefa nánari upplýsingar, þegar þær eru fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.