Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 1
24 síður og Jóla-Lesbók
45. árgangur. 292. tbl. — Föstudagur 19. desember 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sjálfstæbisflokkurinn markar v ibreisnarstefnu:
Stöðvun verðhólgunnar fyrsta skrefið til
jafnvœgisbúskapar og
heilbrigðs afvinnulífs
Nokkur lœkkun kaup-
gjalds og afurðaverðs
Óhjákvæmilegt að taka afleiðingum
jhess oð jbjóbin hefur lifað um efni fram
Ný kjordœmaskipun og kosningar hið tyrsta
arútvegsins, og sú hækkun á
vöruverði vegna kauphækk-
ana í október, sem enn er ekki
fram komin, myndi falla nið-
ur eða varla nema meiru en
1 stigi. Til þess að halda vísi-
tölunni í 185 stigum, yrði að
auka niðurgreiðslur á vöru-
verði, er næmi 10—12 stigum.
Séu niðurgreiðslur ekki aukn-
ar umfram þetta, ætti ekki
að þurfa að hækka beina
skatta og almenna tolla. Jafn-
hliða þessum aðgerðum verð-
ur þegar í stað að gera ýmsar
iðju til þess að tryggja þjóð-
inni góð og örugg lífskjör.
2. Stefnt verði að því að af-
nema uppbótarkerfið, svo
fljótt sem unnt er, með því
að skrá eitt gengi á erlend-
um gjaldeyri og gera útflutn-
ingsatvinnuvegunum kleift
að standa á eigin fótum án
styrkja. Jafnframt verði
lagður grundvöllur að frelsi
í atvinnurekstri og viðskipt-
um, svo að hægt sé að af-
nema þau höft, sem nú eru
á viðskiptum og fram-
kvæmdum.
3. Strax og aðstæður leyfa, þarf
að draga úr niðurgreiðslum,
en í stað þess auka f jölskyldu
bætur og lækka beina skatta.
4. Endurskoða þarf vísitölu-
kerfið í heiid.
5. Taka þarf fjármál ríkisins til
samstarf og samráð rikis-
valdsins annars vegar og sam
taka launþega og vinnuveit-
enda hins vegar. Allar að-
gerðir skulu stefna að því að
tryggja gengi krónunnar,
treysta kaupmátt launa og
skapa jafnvægi og festu i
efnahagsmálum, sem er for-
senda þess, að éðlileg spari-
fjármyndun eigi sér stað og á
þeim grundvelli sé hægt að
byggja vaxandi framkvæmd-
ir, án þess að þurfa að reisa
þjóðinni hurðarásum öxlmeð
óhóflegum erlendum lántök-
um.
Kjarasamningar til lengri tíma.
10. Stefna ber að því, að kjara-
samningar séu gerðir til
lengri tíma en nú tíðkast og
FLOKKSRAÐ Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar
í gær. Voru þar mættir á annað hundrað forystumenn
flokksins úr öllum landshlutum.
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þar
grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu og drap á þær viðræður,
sem átt hafa sér stað undanfarna daga um stjórnarmyndun.
Urðu miklar umræður á fundinum og var að þeim loknum
staðfest með samliljóða atkvæðum samþykkt þingflokksins
þar sem mörkuð er stefna flokksins í stórum dráttum gagn-
vart þeim vandamálum, sem við er að etja í efnahags- og
stjórnmálum þjóðarinnar.
Fer yfirlýsing flokksins í heild hér á eftir:
Ólafur Thors flytur ræðu á fundi flokksráðs Sjálfstæðismanna í gær. Á myndinni eru talið
frá vinstri: Frú Kristín L. Sigurðardóttir, frú Auður Auðuns, Bjarni Benediktsson, Ólafur
Thors, Kjartan Jóhannsson og Magnús Jónsson. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Yfirlýsing Sjálfstæðisflokksins.
Þegar formaður Sjálfstæðis-
flokksins ákvað að verða við
þeirri ósk forseta Islands að at-
huga, hvort auðið væri að mynda
meirihlutastjórn, setti hann með
samþykki flokksins tvö megin-
skilyrði fyrir aðild að ríkis-
stjórn, og hafa síðan viðræður
formanns flokksins og formanns
þingflokksins við aðra flokka far-
ið fram á þessum grundvelli. —
Skilyrðin voru:
1. Að tafarlaust yrðu gerðar
ráðstafanir til þess að stöðva
verðbólguna.
2. Að lögfest yrði á þessu þingi
sú breyting á kjördæmaskip-
uninni, að tryggt sé, að Al-
þingi verði skipað í slíku
samræmi við þjóðarviljann,
að festa í þjóðmálum geti
náðst.
Þar sem samkomulag hefir að
sinni ekki náðst um myndun
meirihlutastjórnar á þessum
grundvelli, þykir flokknum tíma-
bært að gera opinberlega nánari
grein fyrir viðhorfi sínu í þessum
tveimur málum.
Ný og réttlát kjördæmaskipun
í kjördæmamálinu er það skoð-
un flokksins að velja beri þá
leið, er senn tryggir hagsmuni
strjálbýlisins og lýðræðislega
skipan Alþingis. Hefir flokkur-
inn því lagt fram sem umræðu-
grundvöll þá tillögu, að landinu
verði skipt í 7 kjördæmi utan
Reykjavíkur og Reykjavík verði
þrjú eða eitt kjördæmi. Þing-
menn hvers kjördæmis utan
Reykjavíkur verði 5—7, miðað
við fólksfjölda kjördæmanna, en
þingmenn Reykjavíkur 12—15,
allir kosnir hlutfallskosningum.
Lagt er til, að þingmönnum strjál
býlisins verði ekki fækkað, og
að sem jöfnust atkvæðatala sé
að baki hvers þingmanns í strjál-
býlinu, en mun fleiri atkvæði að
baki hvers þingmanns í þétt-
býlinu.
Stöðvun verðbólgunnar má
ekkl dragast.
Við athugun á þeim gögnum
um efnahagsmálin, sem flokkur-
inn fékk í hendur fyrir rúmri
viku fyrir milligöngu forseta ís-
lands, er staðfest, að ástandið í
þessum efnum er svo alvarlegt,
að ráðstöfunum til stöðvunar sí-
vaxandi verðbólgu má með engu
móti skjóta á frest. Það er ótví-
rætt, að þjóðin notar meiri fjár-
muni en hún aflar og verður að
taka afleiðingunum af því til
þess að tryggja efnahagslegt ör-
yggi sitt í framtíðinni.
Flokkurinn hefir lagt áherzlu
á að finna þau úrræðij er þrauta-
minnst væru fyrir almenning, en
væru þó um leið líklegust til þess
að stöðva vöxt verðbólgunnar.
Er það mat flokksins, að eftir-
greindar ráðstafanir samrýmist
bezt þessu tvíþætta markmiði:
Lækkun kaupgjalds og
verðlags
Launþegar afsali sér 6% af
grunnkaupi sínu og verð land-
búnaðarvara breytist vegna
hliðstæðrar lækkunar á kaupi
bóndans og öðrum vinnutil-
kostnaði við landbúnaðarfram
leiðsluna. Þó verði grunnlaun
engrar stéttar lægri en þau
voru, þegar efnahagsráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar tóku
gildi á sl. sumri. Yrði sú leið
farin að lækka vísitöluuppbót-
ina, sem þessu nemur, myndi
sú ráðstöfun ekki hafa áhrif
á verð landbúnaðarvara fyrr
en næsta haust, en lækkun
grunnkaups leiðir þegar í stað
af sér lækkun landbúnaðar-
vara. Er því lækkun grunn-
kaupsins mun líklegri til
árangurs en skerðing vísitölu-
uppbóta. Við þetta myndi
vísitala lækka um 6—7 stig.
Gera mætti þá ráð fyrir ó-
breyttum uppbótum til sjáv-
aðrar ráðstafanir, svo sem í
bankamálum og fjárfestingar-
málum, til þess að forðast
verðbólgumyndun úr þeim
áttum.
Aðeins fyrsta skrefið
Ráðstafanir þessar til stöðvun-
ar verðbólgunnar eru aðeins
fyrsta skrefið til jafnvægisbú-
skapar og heilbrigðrar þróunar í
atvinnulífi þjóðarinnar. En til
þess að koma á jafnvægi í þjóð-
arbúskapnum er þörf fjölþættra
ráðstafana, og telur flokkurinn
óhjákvæmilegt, að þjóðin fái, svo
fljótt, sem við verður komið,
í almennum kosningum að meta
aðgerðir stjórnarflokkanna að
undanförnu og tillögur allra
flokka til lausnar þessu mikla
vandamáli. Mun Sjálfstæðisflokk
urinn þá gera þjóðinni grein fyr-
ir viðhorfi sínu og úrræðum í
einstökum atriðum, en hér skulu
þegar tilgreind nokkur atriði,
sem flokkurinn telur miklu máli
skipta til þess að koma á jafn-
vægisbúskap:
Aukning framleiðslunnar
1. Auka þarf framleiðslu þjóð-
arinnar, eigi aðeins með efl-
ingu núverandi atvinnuvega
heldur einnig með því að
nýta betur náttúruauðlindir
landsins og byggja upp stór-
gagngerðrar endurskoðunar
með það fyrir augum að ýtr-
asta sparnaðar sé gætt og út-
gjöldum ríkissjóðs haldið inn
an hæfilegra marka.
Endurskoðun skattalaga.
6. Framkvæma þarf heildar-
endurskoðun á tolla- og
skattakerfinu í því skyni að
koma í veg fyrir, að skatta-
álögur hindri eðlilega upp-
byggingu atvinnuveganna,
tryggja jafnrétti skattgreið-
enda, örva menn til starfa og
útflutningsframleiðsiuna og
gera kerfið einfaldara og ó-
dýrara í framkvæmd.
7. Sett verði ný og heilsteypt
löggjöf um Seðlabanka ís-
lands, er tryggi örugga yfir-
stjórn peningamála. Banka-
löggjöfin sé að öðru leyti
endurskoðuð og samræmd.
8. Sett verði löggjöf um atvinnu
aukningarsjóð, er hafi það
hlutverk að veita aðstoð til
atvinnuaukningar á þeim
stöðum, þar sem við atvinnu-
leysi er að stríða, en fram-
leiðsluskilyrði góð, þannig að
stuðlað verði að jafnvægi í
byggð landsins.
Samstarf ríkisvalds og samtaka
verkalýðs og vinnuveitenda.
9. Rík áherzla sé lögð á náið
koma þarf upp samvinnu-
stofnun launþega, vinnuveit-
enda og ríkisvaldsins, er
fylgist með afkomu atvinnu-
veganna og afli sem gleggstra
upplýsinga um alla þætti
efnahagslifsins til afnota við
samninga um kaup og kjör.
11. Gera þarf víðtækar ráðstaf-
anir til þess að tryggja út-
flutningsframleiðslunni inn-
lent vinnuafl og þannig
sporna gegn eyðslu á erlend-
um gjaldeyri í kaupgreiðslur
til útlendinga.
★-------------------------★
Föstudagur 19. desember.
Efnl blaðsins er m.a. :
Bls. 2: Erlendar fréttir.
Yfirvofandi stöðvun fiskiflotans
til umræðu í bæjarstjórn í gær.
— 3: Frá starfi barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna.
— 6: Tillaga Sjálfstæðismanna um
eflingu landhelgisgæzlunnar
fær góðar undirtektir. (Frá Al-
Þingi).
— 8: Bókaþáttur (s-a-m).
— 12: Ritstjórnargreinin: Viðreisnar-
stefnan mörkuð.
Austur-þýzkur prófessor lýsir
akademísku ófrelsi í Austur-
Þýzkalandi. (Utan úr heimi).
— 13: Spjallað við menningarfulltrúa
bandaríska sendiráðsins.
★--------------------------★