Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 2

Morgunblaðið - 19.12.1958, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. des. 1958 Bretar bjóða Islendingum „vopnahlé4^ Fengu þungar ákúrur á NATO-fundinum í París PARÍS, 18. des. Reuter-AFP-NTB LANDHELGISMÁLIÐ var rætt á fundi utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalags- ins í París í dag. Spaak, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, bauðst til að reyna að koma á sættum milli Breta og ís- Iendinga. Utanríkisráðherrar Danmerkur og Kanada lögðu einnig að deiluaðilum að reyna að semja. Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta bar þá fram tillögu um að íslend- ingar haldi varðskipum sínum innan 6 sjómílna frá landi gegn því að Bretar kalli heim herskip sín af íslandsmiðum. — Fréttaritari brezka útvarps ins segir að tillagan sé túlk- uð þannig að brezkir togarar yrðu þannig skuldbundnir til að halda sig utan 6 mílna markanna. Sænska útvarpið hefur það eftir Lloyd utanríkisráðherra, að hann hafi sagt, að nú skyldu Bretar og íslendingar semja um það að forðast allar þær aðgerð- ir, sem orsakað gætu árekstra utan þriggja mílna landhelginn- ar. Hafi þá íslenzki fulltrúinn svarað því til, að hann hefði ekki umboð til að semja um neitt varðandi landhelgismálið, en mundi flytja íslenzku stjórninni skýrslu um viðræðurnar. Ekki bindandi 1 Reutersfréttinni um þetta, segir að Sidney Smith, utanríkis- ráðherra Kanada, hafi sagt að það væri ljóst, að þótt samkomu- lag tækist nú um þetta atriði, þá yrði þar aðeins um bráða- birgðasamkomulag að ræða, sem hvorugur aðilinn yrði bundinn af á ráðstefnu, er síðar yrði haid- in um málið. Hann sagði að sá réttur og þeir hagsmunir, sem hvor aðili um sig væri að verja, væri vafalaust lögmætur í aug- um hlutaðeigandi aðila. Kvaðst hann vilja leggja að báðum að vega þennan rétt og þessa hags- muni á móti afleiðingum þess, að upp úr slitnaði gjörsamlega í samningaumleitunum. Heldur bæri þessum þjóðum að reyna að ná einhverju bráðabirgðasam- komulagi og nota sér þá aðstöðu, sem Atlantshafsbandalagið hefur upp á að bjóða í því skyni, ef með þarf. Miklar hættur framundan Ráðherrann kvaðst ekki geta látið hjá líða að lýsa áhyggjum Kanádastjórnar yfir hvers kon- ar innbyrðis deilum bandalags- ríkjanna, sem ógnuðu samheldni þeirra á stund þegar nauðsyn á samstöðu væri hvað mest. Það atvik eða slys gæti orðið, sem orsaka kynni fullan fjandskap, og haft gæti hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir aðila, fyrir At- lantshafsbandalagið og síðast en ekki sízt fyrir málstað frelsis- ins, sem þessar þjóðir berðust fyrir. Sagði Smith að Atlants- hafsbandalagsráðið brygðist von- um manna, ef ekki yrði hið fyrsta gerð enn ein tilraun til að koma á sættum í deilunni. Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis. A dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Tekjuskattur og eignar- skattur, frv. — 2. umr. 2. Fræðsla barna, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. Eitt mál er á dagskrá neðri deildar. Dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, frv. — 3. umr. Lange hvassyrtur. Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, réðst harkalega á Breta í umræðunum í dag. Hann kvað norsku stjórnina hafa mikl- ar áhyggjur af ástandinu sem skapazt hefði við fiskveiðitak- mörk íslands, ástandi sem fæli í sér stöðuga hættu á slysum eða atburðum, sem haft gætu afdrifa- ríkar afleiðingar í sambandi við afstöðu íslendinga til Atlants- hafsbandalagsins. Sagði Lange að Norðmenn ættu bágt með að skilja framkomu Breta í málinu. Þegar Rússar hefðu fært út landhelgi sína í 12 mílur, hefðu Bretar ekki sent herskip á vettvang til að vernda fiskveiðahagsmuni sína á um- ræddum svæðum. Þvert á móti hefðu Bretar gert samning við Rússa um fiskveiðar innan 12 míina landhelginnar, og jafngilti það í rauninni viðurkenningu á útfærslunni. Þess vegna væri það furðulegt að Bretar beittu valdi gegn smáþjóð eins og ís- lendingum. Hann skoraði á deilu aðila að sýna vilja til málamiðl- unar ,en lagði áherzlu á að hér væri þörf skjótra aðgerða, þar sem allt virtist benda til þess að 12 mílna reglan ynni æ meira fylgi, ekki aðeins sem fiskveiði- takmörk heldur einnig sem al- menn landhelgi. Einróma viðvörun Stjórnmálafréttaritarar í París eru þeirrar skoðunar, að fundur utanríkisráðherranna, sem stað- ið hefur yfir undanfarna þrjá daga, hafi verið einróma við- vörun til Rússa um að reyna ekki að breyta stöðu Berlínar með einhliða ákvörðunum. Formæl- endur margra sendinefnda á fund inum hafa látið í ljós ánægju yfir þeim árangri, sem náðst hafi, og nefna flestir þeirra fiskveiða- deilu Breta og íslendinga og Kýpurmálið, þar sem virðist miða í samkomulagsátt. Enn- fremur er lögð rík áherzla á þá ákvörðun að auka gagnkvæmar viðræður NATO-ríkjanna um öll þau mál, sem varða þau í heild eða fleiri en eitt þeirra. Þá er bent á að þessi fundur hafi frem- ur venju fjallað um hernaðarmál og tekið mikilsverðar ákvarðan- ir um þau efni, sem ekki hafi verið kunngerðar ennþá. „Sextándi mefflimnrinn" Á fundi, sem Paul Henri Spaak, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, átti við blaðamenn eftir síðasta ráðsfundinn í dag, var hann spurður, hvers vegna hefði verið lögff svo rík áherzla á hermál á fundinum í ár, þar sem efnahags- og vísindamál hefðu verið efst á baugi í fyrra. Spaak svaraffi brosandi, aff „sextándi meðlimur NATO“, Krúsjeff, hafi þröngvað ákveffn- um vandamálum upp á Atlants- hafsbandalagiff, sem ekki sé hægt aff umflýja. Fastaráð NATO mun strax snúa sér að því aff ræffa þau svör, sem Vesturveldin munu senda til Moskvu. Heinrich von Brentano utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands sagði á blaða- mannafundi í dag, að samstaða Vesturveldanna hefffi komiff í ljós á fundinum í París á glæsi- legri hátt en nokkru sinni fyrr. A ýmsum stöffum í úthverfum bæjarins eru nú aff rísa mjög vegleg farþegaskýli á biðstöffvum strætisvagnanna. Hið fyrsta þeirra er nú fullsmíðað og er þaff við Reyki viff Laugarásveg. Jafnframt því aff vera biffskýli fyrir strætisvagnafarþega er söluturn í skýlinu, þar sem hvers konar söluturnavarningur er á boðstólum, blöff, frímerki og ýmislegt smávegis. Myndin hér aff ofan er af hinu nýja biffskýli viff Reyki. Yfirvofandi stöðvun fiskiftotans til umræhu í bæjarstjórn í gær Á BÆJARSTJ ÓRNARFUNDI í gær lagði Guðmundur Vigfússon bæjarfulltrúi (K) fram tillögu um það, að bæjarstjórn skoraði á ríkisstjórnina að veita Lúðvík J ósefssyni s j ávarút vegsmálaráð - herra umboð til þess að semja við útgerðarmenn varðandi þær kröfur, sem þeir hafa gert um aukinn opinberan stuðning við fiskiflotann vegna þeirrar verð- bólgu, sem nú hefur dunið yfir. G. V. lýsti því, að voði væri fyrir höndum, ef fiskiflotinn kæmist ekki á veiðar um áramót, en eins og nú stæðu sakir, væri allt útlit fyrir að svo mundi verða, þar sem ríkisstjórnin hefði sagt af sér, og óvíst um það, hvort ný ríkisstjórn veeri komin á laggirn- ar fyrir áramót. Geir Hallgrímsson tók til máls og sagði, að í tillögu G. V. fælist að veita einum sérstökum ráð- herra umboð til þess að fara með þetta stórmál, en í því sam- bandi benti hann á, að ríkisstj. hefði sagt af sér og íorsætisráð- herrann teldi sig bresta umboð til þess að gera samninga við út- gerðarmenn og ef svo væri, þá væri áskorun af hálfu bæjar- stjórnar frá upphafi tilgangslaus, og því fremur væri tillagan óeðli- leg, sem hér væri farið fram á að veita einum einstökum ráð- herra svo víðtækt umboð sem í tillögunni fælist. Taldi G. H. að óeðlilegt væri að bæjarstjórnin samþykkti slíka tillögu. Benti hann á, að nú færu fram athug- anir í sambandi við myndun nýrr ar ríkisstjórnar og meðan á því stæði væri slík áskorun ótíma- bær. Hins vegar tók G. H. mjög Sogsfrumvarp samþykkt óhreytt fil 3. umrœðu Frá Aíjpingi I GÆR var fundur í sameinuðu Alþingi og fundir í báðum deild- um. Á dagskrá sameinaðs þings var eitt mál, svohljóðandi fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar um yfirlæknisembætti Kleppsspítala frá Benedikt Gröndal: Hvað veld ur því, að heilbrigðismálaráð- herra hefur ekki sinnt tillögu landlæknis um breytingu á skip- an yfirlæknisstöðu Kleppsspít- ala? Tók fundurinn fyrir hvort fyrirspurn þessi skyldi leyfð og var það samþykkt. Þrjú mál voru á dagskrá efri deildar. Frv. um virkjun Sogsins var til framhalds 2. umr. og sam- þykkt til 3. umr. Breytingartil- laga frá Birni Jónssyni og Páli Zóphóníassyni, sem áður hefur verið getið hér í blaðinu, var felld með 9 atkv. gegn 3. Frum- varp um aðstoð við vangefið fólk var til fyrstu umræðu og sam- þykkt samhljóða til 2. umr. Frv. um tekjuskatt og eignarskatt var tekið út af dagskrá. undir það, hver voði væri fyrir höndum, ef fiskiflotinn stöðvaðist og væri enginn ágreiningur um það atriði. Hitt væri svo annað mál hvort bæjarstjórnin, eins og á stæði, gæti sent slíka áskorun frá sér og hvort hún hefði yfirleitt nokkra þýðingu, þó samþykkt væri. G. H. og Magnús Ástmarsson (A), lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu: „Bæjarstjórnin leggur áherzlu á nauðsyn þess, að sem fyrst verði gerðar ráðstafanir til þess að tryggja starfsgrundvöll sjávarút vegsins og ganga frá samningum um kjör fiskimanna á næsta ári, þar sem atvinna og afkoma fjölda fólks á sjó og landi byggist á því að fiskveiðar gangi hindr- unarlaust, og nær allar gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar koma frá þessum atvinnurekstri. En með því, að mál þessi verða ekki leyst nema í sambandi við lausn á efnahagsvandamálum þjóðarinnar í heiid, sem bíða nú úrlausnar Alþingis og væntan- legrar ríkisstjórnar, telur bæj- arstjórn ekki rétt, að einum ráð- herra í fráfarandi stjórn séu fald ir slíkir samningar, á þessu stigi og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá“. Magnús Ástmarsson (A), tók til máls og sagði, að útilokað væri að bæjarstjórn gæti haft nokkur úrslitaáhrif á þessi mál, því vitaskuld lægi valdið í hönd- um Alþingis og ríkisstjórnar og mundi slík áskorun, þó samþykkt væri, hafa litla þýðingu. Hann kvað alla vera sammála um þann voða sem fyrir höndum væri, en áskorun frá bæjarstjórn, eins og G. V. hefði borið fram,_væri ekki hin rétta leið. En M. Á.. benti á það á sama hátt og G. H. að hér væri farið fram á að veita einum ráðherra mjöð þýðingarmikíð um boð og vitaskuld væri stöðvun bátaflotans eitt aðalatriðið í þeim umræðum sem nú færu fram um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta mál væri i höndum ann- arra aðila en bæjarstjórnar, þ. e. ríkisvaldsins og hefði ekki þýð- ingu að bæjarstjórnin, eins og á stæði, blandaði sér á þann hátt í málin, sem G. V. ætlaðist til.Slík áskorun mundi falla máttlaus niður. Frávísunartillagan var eftir stuttar umræður samþykkt með 12 atkvæðum gegn 3. Utanþingsstjórn í Finn- landi Á dagskrá neðri deildar voru tvö mál. Frv. um dýrtíðarráðstaf anir vegna atvinnuveganna var til 1. umr. og samþykkt til 2. umr. samhljóða. Frv. um veltuútsvör var til frh. 1. umræðu og sam- þykkt til 2. umr og allsherjar- nefndar. Hraðkeppnismóti HSÍ lýkur í kvöld HRAÐKEPPNISMÓT HSÍ hófst að Hálogalandi í gærkvöldi og fóru þá fram fimm leikir í meist- araflokki karla. Leikar fóru þannig, að Ármann vann Keflavík með 11:6, Aftur- elding vann Víking með 9:5, FH vann ÍR með 9:6, KR vann Fram með 6:5, eftir framlengdan leik og Þróttur vann Val með 12:8. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8,15. Þá leika FH og Ármann og KR og Þróttur. Afturelding situr hjá, en keppir síðan við það félag, sem sigirar í l'eik FH og Ármanns. HELSINKI, 18. des. NTB-FNB. — Cmræffur stjórnmálaleiðtoganna vegna stjórnarkreppunnar í Finn landi leiddu til þess, að á morg- un verffur sennilega mynduff ut- anþingsstjórn undir forsæti Bændaflokksmannsins Kauno Kleemola. Það var a. m. k. taliff öruggt, að stjórnarkreppan, sem staðiff hefir hálfan mánuð, verffi leyst fyrir helgi. Sagt var að á fundunum í dag hefðu menn orðið ásáttir um, að Búlganín gerir syndajátningu MOSKVU, 18. des. NTB-AFP. — Tass-fréttastofan í Moskvu skýrffi frá því í kvöld, aff Nikolaj Búlg- anín, fyrrverandi forsætisráff- herra Sovétríkjanna, sem Krú- sjeff réffst harkalega á í síðustu viku, hafi talaff á fullskipuðum fundi miffstjómar sovézka komm únistaflokksins og játaff syndir sínar. Sagffi hann, -ff allar þær ásakanir, sem Krúsjeff hefffi bor- iff á hann, væru á rökum reistar. Hann harmaði það, að hann hefffi átt samstarf viff óvini flokksins, en meffal þeirra eru Molotov fyrrverandi utanríkis- ráðherra, Malenkov fyrrverandi forsætisráðherra, Sjepilov fyrr- verandi utanríkisráðherra og Kaganovitsj fyrrverandi ráff- herra. í hinni nýju stjórn skyldu eiga sæti 7 menn frá sósíaldemókrata- flokkunum tveimur og átta menn frá öðrum flokkum. Búizt er við, að kommúnistar fái eitt eða tvö sæti. Kleemola mun leggja áherzlu á að hafa sem allra fæsta þing- menn í stjórninni. Flestir ráð- herranna koma sennilega úr röð- um verkalýðsleiðtoga og forustu manna framleiðslunnar. Búizt er við að ráðherralistinn verði full- búinn á morgun. Kleemola hefur þrisvar gefizt upp við stjórnar- myndun, en Kekkonen forseti fól honum jafnan að gera nýja til- raun, síðast í gærkvöldi. Aðeins tveir stóðu i Friðrik STYKKISHÓLMI, 18. des. — Friðrik Ólafsson stórmeistari kom til Stykkishólms í gær og tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu þar við 44 þátttakendur úr Stykk ishólmi og víðs vegar að úr sýsl- unni. Hófst fjölteflið kl. 8 og var lokið laust eftir miðnætti. Fór þannig, að Friðrik vann 42 skákir, en tvær urðu jafntefli. Er þess sérstaklega að geta, að annar þeirra er gerði jafntefli, er 11 ára drengur, Ellert Krist- insson. Meðal keppenda voru nokkrir úr barna- og miðskóla Stykkishólms. Hinn sem gerði jafntefli var Jón Guðmundsson frá Ósi á Skógarströnd. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.