Morgunblaðið - 19.12.1958, Side 12

Morgunblaðið - 19.12.1958, Side 12
12 MORCVMtT. 4 ÐIÐ Föstudagur 19. des. 1958 Mn0PJtttMðfrÍfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá VScmr Eiaar ftsmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 2248P Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. 1 VIÐREISNARSTefnan mörkuð UTAN UR HEIMI Austur-Þýzkur prófessor lýsir akademísku ófrelsi í A-Þýzkalandi Eftir Mark Piros, sérfræóing um málefni Austur-Evrópu EGAR formaður Sjálf- stæðisflokksins varð við þeirri ósk forseta íslands að rannsaka, hvort mögulegtværi að mynda meirihlutastjórn undir forystu flokksins, setti flokkur- inn fram tvö lágmarksskilyrði fyrir aðild sinni að ríkisstjórn. Þessi tvö skilyrði voru, í fyrsta lagi að gerðar yrðu tafarlausar ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna og í öðru lagi, að lögfest yrði á yfirstandandi Al- þingi sú breyting á kjördæma- skipuninni, er tryggi að Alþingi verði skipað í slíku samræmi við þjóðarviljann og að festa geti náðst í stjórnmálum þjóðarinnar, og heilbrigðri stjórn komið á í landinu. Málefnin látin ráða Á þessum grundvelli hefur for- maður Sjálfstæðisflokksins kann að það undanfarna daga, hvort möguleikar væru á myndun meirihlutastjórnar undir forystu hans. Hann hefur kynnt sér við- horf annarra stjórnmálaflokka til þessara tveggja höfuðmála, sem Sjálfstæðisflokkurinn telur að leggja beri megináherzlu á. Niður staðan hefur orðið sú, að flokk- urinn hefur ekki talið að mál- efnalegur grundvöllur væri fyrir stjórnarmyndun hans með það höfuðmarkmið fyrir augum að stöðva verðbólguna og leysa kjör dæmamálið. Að þessari vitneskju fenginni tilkynnti formaður Sjálf stæðisflokksins forseta íslands að hann treysti sér ekki til þess að svo stöddu að mynda ríkisstjórn, er styddist við þingmeirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig fyrst og fremst látið málefnin ráða um það, hvort hann tækistá hendur nú þegar að mynda ríkisstjóm í land- inu. Hann hefur gert öllum stjórnmálaflokkum þingsins glögga grein fyrir afstöðu sinni til höfuðvandamálanna og kynnt þeim þær ráðstafan- ir í stórum dráttum, sem hann telur óhjákvæmilegar nú þeg- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur annars vegar lagt fram tillögur um það, sem hann telur að nauð- synlegt sé að gera strax til við- reisnar í efnahagsmálum og stjórnmálum íslendinga. Hins vegar hefur hann jafnframt lagt fram stefnuyfirlýsingu um það, hvernig vinna beri að því í fram- tíðinni að koma á jafnvægi í þjóð arbúskapnum og sigrast á því öng þveiti, sem nú ríkir. Réttlát kjördæmaskipun Þau tvö meginatriði sem Sjálf- stæðisflokkurinn gerði að lág- marksskilyrði fyrir stjórnarþátt- töku sinni nú voru eins og áður er sagt réttlát kjördæmaskipun og stöðvun verðbólgunnar. í kjör dæmamálinu markaði flokkurinn þá stefnu sem viðræðugrundvöll við hina flokkana að landinu yrði skipt í stór kjördæmi með hlut- fallskosningu. Þessi tillaga hefur verið þaul- rædd, ekki aðeins nú, heldur og á löngu liðnum tíma. Hafði Al- þingi eitt sinn nær samþykkt slíka kjördæmaskipun. , Stöðvun verðbólgunnar I efnahagsmálunum er það megintillaga flokksins að vöxtur verðbólgunnar verði til bráða- birgða stöðvaður með því, að launþegar afsali sér litlum hundr aðshluta af grunnkaupi sínu og verð landbúnaðarafurða breytist vegna hliðstæðrar lækkunar á kaupi bóndans og öðrum vinnu- tilkostnaði landbúnaðarfram- leiðslunnar. Af þessu mundi leiða nokkra lækkun yísitölunnar. En af því leiddi aftur að minni þörf væri fyrir aukinn stuðning við útflutningsframleiðsluna, sem nú krefst aukins stuðnings vegna sí- vaxandi dýrtíðar og tilkostnaðar. Ennfremur leggja Sjálfstæðis- menn til, að til bráðabirgða yrðu auknar nokkuð niðurgreiðslur á vöruverði. Mundi ríkisstjóður ekki þurfa nýja tolla og skatta til þess að standa undir þeim niður- greiðslum, þar sem kauplækkun- in drægi nokkuð úr útgjöldum hans. Sjálfstæðismenn benda á það, að þessar ráðstafanir séu aðeins fyrsta skrefið til jafnvægisbú- skapar heilbrigðrar þróunar í at- vinnulífi þjóðarinnar. Þeir hafa aðeins haft skamman tíma til þess að kynna sér margvíslegar skýrslur og rannsóknir, sem framkvæmdar hafa verið af efna hagsmálasérfræðingum fyrrver- andi ríkisstjórnar undanfarin ár. En þeir töldu sér þó ekki fært að skorast undan þeirri ábyrgð að benda nú þegar á raunhæfar ráð- stafanir til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar. Yfirvofandi þjóðarvoði Sjálfstæðismenn benda þjóð- inni á það, að samkvæmt útreikn ingum nagfræðinga er gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan muni á næstu 7—8 mánuðum hækka um 51 stig frá því sem hún er nú, ef ekki verður að gert. Þannig vofir enn ný dýr- tíðarholskefla yfir þjóðinni. ís- lendingar verða þess vegna að gera sér það ljóst, að þeir hafa lifað um efni fram og verða að hætta því. Samtök launþega og framleiðenda um stöðvun verð- bólgunnar er þjóðarnauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn hvetur þjóðina til þess að kynna sér þá stefnuskrá, sem hann hefur lagt fram um fjölþættar ráðstafanir til þess að koma á jafnvægisbú- skap og stuðla að heilbrigðri þró- un í efnahagsmálum landsmanna. Kjarni þéirra ráðstafana er aukn- ing framleiðslunnar, afnám upp- bótakerfisins, endurskoðun vísi- tölukerfisins, sanngjörn og skyn- samleg skattalöggjöf, uppbygg- ing atvinnulífsins um land allt, samstarf ríkisvalds og launþega- samtaka, vinnufriður og víðtæk- ar ráðstafanir til þess að hagnýta vinnuafl þjóðarinnar. Það er skoðun Sjálfstæðis- manna að höfuðnauðsyn beri til þess að þjóðinni gefist sem allra fyrst tækifæri til þess að láta í ljós skoðun sína á stjórn málaflokkunum og stefnu þeirra í almennum alþingis- kosningum. Sjálfstæðisflokk- urnn hefur markað víðsýna viðreisnarstefnu og óskar lið veizlu allra þjóðhollra afla til þess.að framkvæma hana. EINN af helztu menningarfröm- uðum Austur-Þýzkalands hefur sagt skilið við föðurland sitt í mótmælaskyni við þau áform kommúnista að breyta háskólan- um, sem hann veitti forstöðu, í fræðslumiðstöð flokksins. Maður þessi er dr. Jósef Hamel, 63 ára gamall rektor hins þekkta Friedrich Schiller-háskóla í Jena í Austur-Þýzkalandi. Hann flúði til Vestur-Berlínar, ásamt eigin- konu og börnum, tíu dögum áður en hátíðahöld í tilefrii 400 ára af- mælis háskólans, áttu að hefjast, hinn 31. ágúst sl. Flótti hans er eitt mesta áfall, sem austur-þýzka stjórnin hefur orðið fyrir á síð- ustu árum — og hann var enn ein sönnun þess, hve hrapalega kommúnistum hefir mistekizt að vinna menntamen* til fylgis við hinn svonefnda „framsóknar- sósialisma“ sinn. ★ Dr. Hamel fæddist í Straubing í Bayern 18. nóvember 1894, son- ur skólakennara þar í borg. Hann gekk í menntaskóla í Regens- berg og lauk doktorsprófi í lækna vísindum frá háskólanum í Wurtzburg. Að námi loknu starf- aði hann um hríð við húðsjúk- dómadeild sjúkrahúss þar í borg, og árið 1929 varð hann einn af forstöðumönnum þess. Árið 1935 fluttist hann til Jena og gerðist prófessor í húðsjúkdómafræði við háskólann þar. Rektor háskólans varð hann árið 1951. Enda þótt hann væri ekki með- limur neins stjórnmálaflokks, veitti kommúnistastjórnin honum tvisvar viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um berkla I hör- undi og kynsjúkdóma, og um tíma var hann ritstjóri vikurits um húðsjúkdóma. ★ Um ástæðurnar til flótta síns fórust dr. Hámel m. a. svo orð: „Þegar ég tók við embætti rektors við Friedrich Schiller- háskólann fyrir sjö árum, gerði ég mér vonir um að fá aðstöðu til þess í starfi mínu að vernda hinn akademíska anda innan veggja þessa gamla og virðulega háskóla, sem er svo auðugur að erfðavenjum. Enda þótt það væri vel kunnugt, að ég er ekki marx- isti, auðnaðist mér fyrstu árin að halda góðri samvinnu við allar stjórnardeildir, er hlut áttu . að máli. Ég samþykkti flestar nýj- ungar, þegar mér þótti fullvíst, að þær hefðu ekki áhrif á akadem- íska starfsemi skólans. Vaxandi pólitísk áhrif á lífið í háskólanum, einkum eftir þriðja háskólaþingið sl. vor og fimmta flokksþing austur-þýzka komm- únistaflokksins sl. sumar, ollu því, að aðstæðurnar urðu brátt óþolandi. Þá bættist það og við, að rektorar vestur-þýzkra há- skóla ákváðu að sækja ekki há- tíðahöldin í Jena í tilefni af 400 ára afmæli háskólans, en af því leiddi, að dr. Wilhelm Girnus, aðstoðarmenntamálaráðherra A- Þýzkalands, hugðist grípa til gagnráðstafana. Mér var þá boðið að taka afstöðu gegn þessari á- kvörðun vestur-þýzkra rektora á blaðamannafundi. Þegar hér var komið, gat ég þó enn neitað. í kjölfar þessa fylgdi síðan fremur vægilega orðuð yfirlýsing há- skólaráðsins. ★ Nýir erfiðleikar hófust, þegar ráðuneyti það, er fjallar um æðri menntun, krafðist þess á fundi róðsins, sem haldinn var 18. ógúst, áð fullnægjandi trygging fengist fyrir því, að Friedrich Schiller-háskólinn hæfi fimmtu öld sarfsemi sinnar sem sósíalisk- ur (kommúniskur) háskóli. Fund þennan sóttu m. a. aðstoðar- menntamálaráðherra, Girnus, og Franz Dahlem, meðlimur mið- stjórnar kommúnistaflokksins. — Fundurinn samþykkti ályktun þessa efnis, og var mér boðið að lesa hana upp á fundi með þýzk- um og erlendum blaðamönnum í Berlín og svára spurningum að því loknu. Þegar ég hafði hugsað málið gaumgæfilega, komst tg að raun um, að undan þessu gat ég ekki komizt ef ég átti að gegna skyld- um mínum sem rektor, og því ákvað ég að reyna að komast úr landi. Athöfnum mínum réð sú hugsun, að ég vildi ekki eiga hlut að því að leiða þennan mikils- virta skóla inn á braut svonefnds sósíalisma, sem er andstæður eðli akademískrar menntunar. Enginn skyldi efast um, að tilgangur minn er heiðarlegur, þar eð ég hef snúið baki við öruggu starfi, en hlotið í þess stað framtíð, sem er engan veginn örugg fyrir mann á mínum aldri." Þegar prófessorinn hafði skýrt blaðamönnum í Vestur-Berlín frá þessu, bætti hann við: „Ég segi ykkur satt — þetta var ekki auð- velt. Á leiðinni tii Austur-Berlín- ar átti ég enn í baráttu við sjálf- an mig, vegna þess að ég hvarf frá öllu mínu — samstarfsmönn- um mínum og sjúklingum. Litla hundinn minn varð ég líka að skilja eftir í Jena; það er líka eftirsjá í honum. Ég hef búið í Jena í 25 ár og ég hef átt yndislegar stundir þar. Vinir minir eru þar, og ég minn- ist þess, að við stóðum a'lir hlið við hlið á hinum erfiðu tímum eftir 1945. Það er viðbjóðslegt, hvernig skömmunum er hellt yfir mig núna í Austur-Þýzkalandi. Ég verð án efa sviptur heiðurs- doktorsnafnbótinni við heimspeki deildina — og heiðursborgari Jena er ég áreiðanlega ekki leng- ur. En ég ber ekki neitt hatur í brjósti til Austur-Þýzkalands. Ég mun ekki svara með ómerki- legum hrakyrðum í garð lands- ins.“ Dr. Hámel sagði, að hömlur þær, sem kennarastéttinni í A- Þýzkalandi og öðrum mennta- mönnum eru nú settar, væru að verða „óbærilegar". Mikill hluti háskólaráðsins“ í Jena væri ein- dregið andstæður kommúnistum, þrátt fyrir vaxandi áróður stjórn- arvaldanna. Hann sagði, að vegna þeirra þvingana, sem kommúnistastjórn in beitti, væri barátta austur- þýzkra háskóla fyrir því að við- halda menntafrelsi í landi nú orðin næsta vonlitil. — Háskóla- prófessorar mættu nú ekki lengur um frjálst höfuð strjúka vegna sífelldra beiðna um að undirrita alls konar yfirlýsingar. Ef þeir neita, bíða þeirra frekari þving- anir, og ef þeir halda áfram að þverskallast, liggur leiðin til fangelsisins — og líf þeirra er jafnvel í hættu. ★ Margir prófessorar og læknar hafa flúið land, sagði hann, ekki aðeins vegna þess ófrelsis, sem þeir eiga við að búa, heldur og vegna þess, að mjög erfitt er fyrir þá að afla börnum sínum háskóla menntunar. Dr. Hamel lét ennfremur í ljós áhyggjur vegna þeirra afleiðinga, sem flótti mikils fjölda vísinda- manna og lækna frá Austur- Þýzkalandi hlyti að hafa á íbúa landsins, enda þótt hann skildi, að þeir menn ættu ekki annarra kosta völ. „Það er ekki eins auðvelt að skipa „traustan flokksmeðlim" í sæti læknisins og sæti sagnfræð- ings eða lögfræðings", sagði hann og bætti því við, að áhrifin af þessari þróun myndi von bráðar fara að gæta í Austur-Þýzkalandi. (Samkvæmt skýrslum þýzku iðn- aðarmálastofnunarinnar í Köln flúðu 625 læknar, 159 tannlækn- ar, 29 dýralæknar og 115 lyfja- fræðingar til Vestur-Þýzkalands fyrstu átta mánuði ársins 1958). ★ Við komu prófessors Hámels til Vestur-Berlínar hélt borgarstjór- inn, Willy Brandt, ræðu, sem túlkaði vel sjónarmið hins frjálsa heims. Hann sagði m. a.: „Líf og starf prófessors Hámels eftir 1945 sýnir á sérstæðan hátt hinar sorg- legu afleiðingar af gjörræðislegri skiptingu föðurlands okkar. Hann trúði því, að hann væri skuld- bundinn fólkinu — sjúklingum og stúdentum — sem honum hafði verið trúað fyrir, og þess vegna yrði hann að bera þá byrði, sem að lokum varð honum óbæri- leg.“ Fulltrúi Bonnstjórnarinnar, Franz Thedieck, mótmælti þeirri Frh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.