Morgunblaðið - 19.12.1958, Side 23

Morgunblaðið - 19.12.1958, Side 23
Föstudagur 19. des. 1958 MORGUNIILAÐIÐ 23 Félagsbréf AB ÚT ER KOMIÐ 10. hefti af Fé- lagsbréfum Almenna bókafélags- ins. Efni þess er að þessu sinni sem hér segir: Eyjólfur Konráð Jónsson: Ræða flutt 1. des. 1958, um landhelgismálið o. fl. Andrés Björnsson skrifar um Guðmund G. Hagalín sextugan, Jón úr Vör um hlutverk skáldsins og skyld- ur þess. Þá er þar þýtt viðtal við Vladimir Dudintsev, höfund skáldsögunnar Ekki af einu sam- an brauði, og þýddar greinar eftir Friedrich Torberg (um Pasternak og bókmenntaverðlaun Nóbels), ungverska skáldið György Falu- dy (um örlög Ungverjalands) og Gordon Walker (ný fyrirmæli varðandi rithöfundinn og fólkið í Kína). Ljóð eru í heftinu eftir Stefán Hörð Grímsson (Hvíta tjaldið), Hannes Pétursson (Kulið kem- ur), Jóhann Garðar Jóhannsson (Hugsað heim, vísnaflokkur), Helga Kristinsson (Til Unnar), Sigurð Jónsson frá Brún (Eins konar skattskýrsla, stökur). Þá eru í heftinu tvær sögur eft- ir Ernest Hemingway í þýðingu Þórðar Einarssonar, en þær eru það eina, sem birzt hefur eftir skáldið síðan hann fékk bók- menntaverðlaun Nóbels 1956. Halldór Þorsteinsson skrifar um leikhús (Dagbók Önnu Frank), en um bækur skrifa þeir Jón Þorleifsson, Ragnar Jóhann- esson, Þórður Einarsson og Ei- ríkur Hreinn Finnbogason. Ennfremur eru auglýstar í heft inu næstu mánaðabækur útgáf- unnar. Engin mánaðarbók kem- ur út í jánúar, en febrúarbókin verður Sögur af himnaföðurnum eftir austurríska skáldið Rainer Marie Rilke, í þýðingu Hannes- ar Péturssonar, og marzbókin Ferðin til stjarnanna vísinda- skáldsaga eftir ókunnan höfund, sem nefnir sig Inga Vítalin. — Ýmislegt fleira er í heftinu. Jólablað „Reykja- ness“ komið út BLAÐIÐ Reykjanes er nýlcomið út, en útgefandi þess er fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Kefla vík. — Á forsíðu er jólahugleið- ing eftir séra Björn Jónsson. For- ystugreinin nefnist „Hrunadansi Framsóknar lokið“, en af öðru efni blaðsins má t.d. nefna grein um væntanlegan, steinsteyptan veg til Keflavíkur, en Ólafur Thors hefir sem kunnugt er flutt um það tillögu á Alþingi, að lagð ur verði steinsteyptur vegur frá Hafnarfirði um Keflavík og Garð allt til Sandgerðis. Er Ólafi Thors þökkuð forysta hans í þessu máli. — Þá er viðtal við rafveitustjórann í Keflavík, Kára Þórðarson, Helgi S. Jónsson skrifar um ljóðabók Kristins Pét- urssonar, „Teningum kastað“, og eru tvö ljóð úr bókinni birt á sömu síðu. — Síðan er „Annáll Suðurnesja“, Íþréttasíða og þátt- urinn „Geirfuglinn“, þar sem fjallað er um ýmis bæjarmál. „Rélæti Dana“ nefnist grein um Grænlandsmálið eftir dr. Jón Dúason, og loks skrifar Helgi S. Jónsson greinina „Kirkjan okk- ar“. 1 FRÉTT um þrjá nýja strætis- vagna í blaðinu í gær, var það ranghermt að Strætisvagnar Reykjavíkur ættu auk nýju vagn anna, sem teknir verða í notkun fyrir jólin, þrjár óyfirbyggðar grindur undir stóra vagna. Grind urnar, sem til eru, eru aðeins tvær. Miðstöðvarkatlar fyrirliggjandi. = M/F = Sími 24400. Aðeins einn í landhelgi í GÆR var aðeins einn brezkur togari að ólöglegum veiðum hér við lánd. Togari þessi var að veið um á verndarsvæðinu út af Langanesi. Þarna voru ennfrem- ur 2 brezkir togarar að veiðum utan 12 sjómílna markanna .og brezkt herskip. Á verndarsvæðinu út af Seyðis firði var hins vegar enginn brezk ur togari að veiðum í dag. Þar voru í morgun 2 brezk herskip, en annað þeirra sigldi á brott í dag. Ekki er kunnugt hvort vernd arsvæði þetta hefur verið lagt mður, en vitað er, að afli var tregur á svæðinu síðustu dagana. Vart hefur orðið við nokkra belgíska togara að veiðum undan farna daga út af Ingólfshöfða, en skipin halda sig utan fiskveiði- takmarkanna. Annars staðar við landið eru engir útlendir togarar að veiðum nærri fiskveiðitakmörkunum. Slökkviliðið gabb- að með símhring- ingu UM kl. hálf tvö 1 fyrrinótt var hringt á Slökkvistöðina og til- kynnt að eldur væri uppi í Þórs- kaffi. Þutu þrír brunabílar á staðinn, en er þangað kom, kom í ljós að um gabb var að ræða. Sennilega hefur slökkviliðs- menn þó grunað að ekki væri allt með felldu, þegar hringt var, því þeir héldu línunni. Kom í ljós við athugun, að númerið 23333, sem hringt var úr, var einmitt í Þórskaffi. Enginn þar kannaðist þó við að hafa hvatt slökkvi- liðið á vettvang. Sími þessi mun vera í veitingasalnum og greið- ur aðgangur að honum, þannig að hver sem er getur gengið að honum, og ekki víst að því sé veitt athygli. Þess skal getið, að í salnum voru menn undir áhrifum áfeng- is, hvort sem þeir eiga hér sök að máli eða einhver annar. Skáldverkið um Kagnheiði Brynjólfs- dóttur í Skálholti. Eitt öndvegisskáldverk fslands. — Kjörbók allra mæðra, kvenna og meyja þessa lands „Skálholt" eftir Guðmund Kamban hrífandi ástarsaga, óumdeilt sagnfræðirit frábært skáldverk Öll fjögur bindin í tveimur bókum í fallegu bandi. Helgafellsbók Til jóla geta allir viðskiptamenn okkar gengið um vöruafgreiðslurnar og valið sér nýja dýra bók, bæk- ur fyrri ára, sem eru nú ódýrar eða málverkaprent- anir. CNCHtS, Helgafelli, Veghúsastíg 5—7 (sími 16837). Þökkum hjartanlega öllum þeim mörgu er sýndu okk- ur vináttu sína á gullbrúðkaupsdegi okkar 11. þ.m. með heimsóknum, hlýjum handtökum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur ævinlega og gefi ykkur gleðilega komandi jólahátíð. Ingunn Ólafsdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Ölduslóð 36, Hafnarfirði. Til móður minnar Úrval úr því bezta sem íslenzk skáld hafa ort til mæðra sinna og um þær. — 60 íslenzk skáld eiga kvæði í þessari fögru bók. — þar af öll höfuðskáld þjóðarinnar. Benedikt Gröndal Jóhannes úr Kötlum Bjarni Thorarensen Jón Magnússon Davíð Stefánsson Matthías Jochiumsson Einar Benediktsson Sigurður Sigurðsson Gestur Pálsson frá Arnarvatni Guðmundur Friðjónsson Stefán frá Hvítadal Guðmundur Guðmundsson Stephan G. Stephansson Gunnar Gunnarsson Tómas Guðmundsson Ilannes Hafstein Þorsteinn Gíslason Jóhann Sigurjónsson Örn Arnarson. Bundin í vandað alskinn Leirbrennslan Clit Óðinsgötu 13B Keramik til jólagjafa fjölbreytt úrval. Kertastjakar — Ilmkertastjakar Lokað til kl. 4 í dag vegna jarðarfarar. RAFGEYMAHLEÐSLAN, Síðumúla 21. L o k a ð í dag til kl. 2 e.h. vegna jarðarfarar. Skrifstofa framfærslumála Hafnarstræti 20. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma HALLDÓR KRISTJANSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Gilhaga við Breiðholtsveg fimmtudaginn 18. þ.m. Jón Guðmundsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu BJARNEYJAR ELESEUSARDÓTTUR Hofsvallagötu 16. Börn, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.