Morgunblaðið - 19.12.1958, Síða 24

Morgunblaðið - 19.12.1958, Síða 24
VEÐRIÐ Norðan og norðaustan stinings- kaldi, Iéttskýjað. — Frost 4 stig. 292. tbl. — Föstudagur 19. desember 1958 Emil Jónssyni falið að reyna stjóraarmyndun • BLAÐINU barst í gaerkvöldi , eftirfarandi frétt frá skrif- , stofu forseta íslands: ■' Forseti íslands hefir í dag farið þess á leit við fprseta sameinaðs Alþingis, Emil Jónsson, að hann geri tilraun til myndunar þingræðis- stjórnar. — Emil Jónsson hef- ir beðið um stuttan frest til þess að svara þessum tilmæl- um. Bœrinn hafi áfram húsa- fryggingarnar í sínum höndum og iðgjöldin verði lœkkuð Frá umræðum i bæjarstjórn i gær Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær komu til umræðu trygging- ar bæjarins. Borgarstjóri ræddi um að þetta mál hefði verið í athugun nú að undanförnu og álitið væri, ,að rétt sé að bærinn hafi tryggingarnar í sínum hönd- um, eins og verið hefur en kaupi sér síðan endurtryggingar, svo sem venjulegt er. Borizt hafa ým- is tilboð út af tryggingunum og voru þau opnuð þ. 8. þ.m. og borg arritara og borgarlögmanni hefur verið falið að athuga nánar þessi tilboð og gera tillögur í því sam- bandi. í sambandi við trygging- arnar hefur safnazt nokkur trygg ingarsjóður og kemur til álita í þessu sambandi, hvernig eigi að verja honum. Borgarstjóri lagði fram í þessu sambandi svohljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórnin heimilar bæjar- ráði að taka ákvörðun um ráð- stöfun brunatrygginga á húseign- um í bænum, samkv. tilboðum, sem voru opnuð 8. þ. m., þ. á. m. að breyta iðgjaldatöxtum til lækk unar“. Borgarstjóri tók fram, að þeg- ar álitsgerð hinna tilkvöddu manna lægi fyrir, þá yrði hún lögð fyrir bæjarráð og það tæki svo ákvörðun um hvað gera skyldi. Hér væri «m að ræða heimild frá bæjarstjórninni til þess að bæjarráð taki endanlega ákvörðun um það, hvernig með þessi mál skuli fara. Borgarstjóri tók fram, að þessi heimild næði fyrst og fremst til þess að taka ákvörðun um þau tilboð, sem opnuð voru auk ákvörðunar um þá lækkun iðgjaldataxta. Hugs- unin er sú, að verja tryggingar- sjóði til þess að lækka iðgjalda- taxtana, eftir því sem mögulegt er, auk þess sem ýmsar tillögur og uppástungur hafa komið fram um það, hvernig verja skuli fé úr sjóðnum til þess að efla bruna- varnir í bænum, en um það hef- ur ekki verið tekin endanleg á- kvörðun. Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt eftir stuttar umræður. mm Það fór allt befur en áhorfðist NÆRSTADDIR gátu hvorki hreyft legg né lið, er þeir sáu hvar stór flutningabíll frá Coca Cola- verksmiðjunum rann mann laus af stað niður Skólavörðu- stíginn í gærdag, laust fyrir klukkan 1,30. — En hann fór til allrar hamingju ekki lengt. Bíllinn var á horni Bergstaða- strætis og Skólavörðustígs, og bílstjórinn að reka erindi í Coca Reknetjabátar veiddu vel en fóru ekki affur á sjó AKRANESI, 18. des. •— Ekki dregur úr sildargengdinni, þó hann auki frostið. í dag fengu 17 bátar hér 2600 tunnur, og er það rúmlega 150 tunnur á bát til jafnaðar. Aflahæstir voru þessir þrír: Svanur með 240 tunnur, Sig urfari með 232 og Sigrún með 222 tunnur. Bátarnir voru mikið klakaðir, er þeir komu að, og úti á miðunum var 5 vindstiga norð Skálholt" i nýrri útgáfu // 1 DAG kemur út hjá Helgafelli hið mikla ritverk Guðmundar Kamban um Ragnheiði Brynjólfs dóttur. Nær aldarfjórðungur er Guðmundur Kamban liðinn síðan bókin kom hér út í fjórum bindum og vakti meiri athygli en dæmi er um sagn- fræðilega skáldsögu áður, enda byggð á öruggum heimildum um dramatískasta ástarævintýri sögu okkar. Guðm. Kamban hefði átt 70 ára afmæli á þessu ári ef hann hefði lifað. an þræsingur. Engir bátar fóru út á veiðar í dag. — Oddur. ★ GRINDAVÍK, 18. des. — 7 bátar komu inn í dag mð 803 tunnur. Hæstur var Þorbjörn með 222 tunnur. ★ KEFLAVÍK, 18. des. — 26 Kefla víkurbátar komu inn í dag með góðan afla, samtals 2800 tunnur. Hæstir voru Guðfinnur með 210 tunnur, og Vísir með 180. Þeir fara ekki aftur á sjó í kvöld. Cola-útsölu þar, er bíllinn rann af stað. — Hann fór á hægri ferð út í umferðina, skáhallt yfir göt- una. Þar varð á vegi hans lítill Fiat sendiferðabíll, sem tókst upp að framan er dekkin lentu afan á honum, og snerist við höggið og nam staðar með framendann beint út í götuna. Óverulegar skemmdir urðu á litla bílnum við þetta. — En ferðalag hins mann- lausa Coca Cola-bíls var ekki á enda. Með hægu skriði rann hann upp á gangstéttina, og í átt ina að skartgripaverzlun Korne- líusar Jónssonar á neðanverðum Skólavörðustígnum. Vegfarendur, sem horfðu á, töldu víst að bíllinn myndi fara í gegnum sýningargluggana. — En þetta fór allt á annan veg. Bíllinn skreið niður með fram- hlið skartgripaverzlunarinnar, snerti gluggakistuna, án þess einu sinni að sprengja rúðurnar í gluggunum. Sagt er að fólkið, sem inni í búðinni var, hafi stirn að upp sem snöggvast, er það sá hvaða hætta var á ferðinni. En þegar bíllinn var fyrir miðjum dyrum búðarinnar var hann stöðvaður. Hafði skjótráður veg- farandi stokkið upp í bílinn og stöðvað hann. Þegar hættan var liðin hjá sagði einn þeirra, er verið höfðu sjónarvottar að öllum saman: Það er nærrí því yfirnáttúrulegt hve vel þetta hefur farið, því ég bjóst við að verða áhorfandi að stórskemmdum á húsum og jafnvel manntjóni. Vísitalan KAUPLAGSNEFND hefur reikn að út vísitölu framfærslukostnað ar í Reykjavík hinn 1. desember s.l. og reyndist hún vera 220 stig, eða einu stigi hærri en 1. nóv. Skíði á sjúkraflugvelina og fyrsti snjórinn komu jafnsnemma FYRIR um 10 dögum komu hing að frá Bandaríkjunum skíði á sjúkraflugvél Norðle'ndinga, og sama dag byrjaði að snjóa norðan lands. Stóðst það á endum, að þegar litlu flugvellirnir, sem lítið eða ekkert er rutt af, fóru að lokast, þá voru skíðin komin und- ir flugvélina. Blaðið átti 1 gær tal við Tryggva Helgason, flugmann, en hann og Jóhann bróðir hans eru eigendur sjúkraflugvéiarinnar, ásamt Rauða kross deild Akureyr ar og Slysavarnadeild kvenna á Akureyri. Flýgur Jóhann sjúkra- fiugvélinr.L Sagði Tryggvi, að búið væri að reyna skíðin og hefðu þau reynzt ágætlega. Nú væri alls staðar hægt að lenda, því meiri snjór þeim mun betra. Sagði hann að skíðunum mætti lyfta með vökvaútbúnaði og nota hjólin, þegar það ætti við. Flugvélin, sem var keypt í haust, hefur þegar komið að góðu gagni. A.m.k. tvisvar hefur með hennar aðstoð verið hægt að koma sjúklingum á sjúkrahús á síðustu stundu. Auk þess hefur hún verið notuð talsvert til far- þegaflutninga o.fl. Það á vafa- laust eftir að koma enn betur í ljós, þegar bílvegir fara að lokast og samgöngur á landi að tepp- ast, hversu mikið gagn er að slikri flugvél fyrir Norðlend- inga. Jóla-Lesbók Morgunblaðsins fylgir blaðinu i dag JÓLA-LESBÓKIN er 48 blaðsíð- ur og er efni hennar þetta: Sálarfriður — heimsfriður, jóla hugvekja eftir séra Bjarna Sigurðsson á Mosfelli. Hurðin hvarf af skólabrúnni, jólasaga úr Reykjavík fyr- ir einni öld. Sættin, kvæði eftir Árna G. Eylands. Jól á Fjóni. Frásögn eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing. Sveinn Björnsson forseti, kvæði og mynd. Listakona í sveit, eftir Á.Ó. Jólasnjór, smásaga eftir Frið- jón Stefánsson. Þeir háðú stríðið við fár og frost. Úr endurminningum landpóstanna. Ljóskerið, jólasaga eftir Selmu Lagerlöf. (Einar Guð- mundsson þýddi). Þjóðvakningarmaðurinn Jónas Hallgrímsson, eftir próf. dr. Rich. Beck. Jólatré. Ýmislegt um uppruna þeirra o. fl. Myndhöggvarinn Harro Magn- ussen var af islenzku bergi brotinn. Jólaljósin. Frásagnir sex rit- höfunda. Listin að spá í spil. Skóarinn í Betlehem, sem verzl ar með biblíuhandrit. Jólaföt — Jólaköttur. Stjörnunöfn. Jólaheit í svartadauða 1402. Aldaskiptaspá. Ljóð eru eftir Dóttur jarðar, Hörð Þórhallsson, P. H. A., og Kjartan Ólafsson. Smágreinar: Dropinn myndar dýrlegt listaverk (með mynd), Jólamessur fyrir einni öld, Saga lífsins, Lær- ið að skilja, Molar, Barna- hjal. Hugþrautir margskonar: Þanka brot, Bridgeþrautir, Skák- þraut, Þekkirðu borgina þína? (verðlaunakeppni) og Verðlaunamyndagáta. Mynd af dómkirkjunni nýju í Skálholti er á forsíðu. Það óhapp vildi til, þegar 663. bls. var sett inn í „form“, að sæta skipti urðu á 1. og 3. dálki. Verð- ur því að biðja lesendur að byrja á aftasta dálki, lesa svo miðdálk- inn og enda á fremsta dálki. Með því er samhengið óslitið. — 1 sömu grein er af misminni farið rangt með nafn bóndans á Herj- ólfsstöðum. Hann heitir Hannes, en ekki Helgi og eru lesendur vinsamlega beðnir að leiðrétta það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.