Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 3
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 27 cjit&ópjcilfcimci En það bar til á þeim dögum, að það boð gekk út frá keisaranum Augusto, að heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hjá Cyrino, sem þá var landstjórnari í Syria. Og allir fóru að tjá sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Joseph af Galilea úr borginni Nadareth upp í Judeam til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu sinni festarkonu óléttri. En það gjörðist, þá þau voru þar, að þeir dagar fullnuðust, er hún skyldi fæða. Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í jötuna, því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu. Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá — að engill drottins stóð hjá þeim, og Guðs birta ljómaði í kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir. Og engilhnn sagði til þeirra: „Eigi skuluð þér hræðast, — sjáið — því að ég boða yður mikinn fögnuð, þann er skér öllum lýð. Því í dag er yður lausnarinn fæddur, sá að er Kristur drottin í borg Davíðs. Og hafið það til merkis: þér munuð finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. „Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji". (Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar 1540)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.