Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 13
Miðvikuclagur 24. des. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 37 hreinustu listaverk úr slíkum af- göngum, teppi með frumskógi úr pjötlum, landslagsmvndir, gerðar með sagi í límblöndu, andlits- myndir úr samanvöðluðum papp- ír, límdum á sléttan flöt og svo að sjálfsögðu alls kyns jólaskraut, sem börnin ætla ýmist að fara með heim eða skreyta með sjúkra stofurnar sínar. Þessir munir bera vitni um frjótt ímyndunar- afl kennarans og vinnugleði barnanna. Sigríður leggur mikla áherzlu á að börnin reyni að búa eitthvað til sjálf, eftir eigin fyrir myndum. Og hún segir að veik börn þurfi yfirleitt meiri tilbreyt ingu í leik og starfi. Þau verði ennþá fyrr þreytt á viðfangsefn- inu en heilbrigð börn. En iðju- lækningin miði ekki aðeins að því að hafa ofan af fyrir börn- unum, svo þau gleymi sársauka og leiðindum, heldur geti hún beinlínis stuðlað að bata. í sam- ráði við lækninn geti kennarinn látið börnin leika sér þannig, að þau æfi rétta vöðva eða hlífi þeim. Hún segir, að það hafi því verið ómetanleg hjálp fyrir sjúkraiðjustarfið á Barnaspítalan um, þegar stór sending af leik- föngum kom fyrir skömmu frá Hringnum. Þessi leikföng eru sér- staklega valin með tilliti til upp- eldis þeirra og þess að þau séu ir jól. Þar norðurfrá sé ekkert kalt ennþá, ekki einu sinni kom- inn snjór. í Barnaspítalanum er heim- sóknartími tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum. Árnína yfirhjúkrunarkona segir mér, að daglegar heimsóknir til barnanna trufli of mikið. Með þessu fyrirkomulagi verði heim- sóknardagarnir nokkurs konar há tíðisdagar, sem börnin hlakki til, en svo hafi þau ró og næði á milli. Annars valdi það yfirleitt engum vandræðum, þó foreldr- arnir komi í heimsókn, nema kannski fyrstu vikuna. Eftir það séu börnin eins og heima hjá sér á sjúkrahúsinu. En þó börnin virðist öll sæl og ánægð á sjúkrahúsinu, þá er samt alltaf bezt að koma heim. Á leið- inni út mæti ég Borghildi litlu, sem ráfar um frammi á gangi, nýþvegin og alklædd. Hún er til- búin til að fara heim, þó enn séu tveir tímar þangað til móðir hennar á að sækja hana. Hringurinn hefur beitt sér fyrir barnaspítalamálinu í heimsókninni á Barnaspítal- ann, sem hér hefur verið sagt frá, hefur ósjaldan verið minnzt á kvenfélagið Hringinn, enda á sá félagsskapur hvað mestan þátt Kvenfélagið Hringurinn var stofnað árið 1904 af 45 konum. Lengi framan af beittu félags- konur sér aðallega í baráttunni gegn berklaveikinni, sem þá var í algleymingi hér. í fyrstu aðstoð uðu þær berklasjúklinga fjárhags lega eftir föngum, en eftir að berklavarnarlögin komu til fram kvæmda árið 1921 og ríkið tók að sér áð greiða allan legukostn- að berlclasjúklinga, sneru þær sér að því að koma upp hress- ingarhæli í Kópavogi fyrir 25 sjúklinga. Vegna skorts á sjúkra- húsum í landinu varð hælið þó fremur rekið sem sjúkrahús en hressingarhæli og árið 1939 gaf Hringurinn ríkinu hælið með öllum innanstokksmunum og tækjum. Tók ríkið við því og hef- ur síðan notað það sem holdsveik raspítala. Eftir að Hringurinn hafði af- hent ríkinu Kópavogshælið, urðu þáttaskil í starfsemi hans. Hér vantaði tilfinnanlega barnaspít- ala og gerði félagið það að aðal- verkefni sínu að koma slíkum spítala upp. Leitaði fél. strax eftir stríð samvinnu við landlækni og ráðherra, en það var ekki fyrr en 1952 að samningar tókust um að Hringurinn legði fram sjóð sinn í hina fyrirhuguðu viðbót Lands- spítalans, gegn því að þar yrði :::::: Börnin, sem hafa fótavist, búa til marga skcnuntilega hiuti frammi i leikherberginu. hentug á sjúkrahúsum. Veik börn, sem legið hafa langdvölum á sjúkrahúsum, eru oft harðleikn ari við leikföng en heilbrigð börn sem fá útrás i útileikjum, og þá reynist hjúkrunarfólki oft erfitt að forða venjulegum leikföngum frá skemmdum. -— Þessi leikföng eru svo skemmtileg, hafði Víkingur lækn ir sagt við mig, þegar við geng- um um sjúkrastofuna, að við ligg- lir að okkur læknunum þyki alltof gaman að þeim. Við gleym- um okkur stundum við rúmin. Gott á spítalanum — en bezt heima Við Sigriður göngum inn í sjúkrastofu stærri telpnanna. Við gluggann liggur 13 ára gömul telpa vestan af Ströndum, frá Trékyllisvík. Hún heitir Fríða og er búin að vera þarna á spítalan- um í 5 mánuði. Þann tíma hefur hún notað til að búg til kynstur af fallegum munum, þar á meðal lítil handklæði, sem hún hefur ofið í vefstól frá Hringnum, sem sérstaklega er gerður fyrir rúm- liggjandi sjúklinga. Hún segir mér, að þó hún sé vestan af Ströndum, þá fái hún heimsókn- ir, því hún eigi systur í bænum og auk þess hafi pabbi hennar •g mamma hringt á hverjum sunnudagsmorgni i sumar. Kannski fái hún að fara heim fyr í að nokkur barnadeild er yfir- leitt til. Það væri því ekki úr vegi að segja í fáum orðum frá starfsferli þessa félagsskapar og forsögu Barnaspítalans í Reykja- vík um leið. komið upp barnaspítala. Er að þessu fyrirkomulagi hið mesta hagræði, þar sem barnadeildin mun nú geta haft not af ljóslækn ingastofum, skurðstofum og öðru þess háttar með Landsspítalan- ÞaS fer vel á meS Iækninum og litla sjúklingnum. v Hann lætur það ekki á sig fá þó að fóturinn sé teygður upp í loftið meðan lærbeinið er að gróa saman. um. En bygging barnaspítala kostar enga smáupphæð. Áætl- aður kostnaður er 16 millj. króna, og er svo um samið að Hringur- inn leggi til helming þeirrar upp hæðar á móti ríkinu. Þegar hafa Hringskonur lagt fram 3 millj., aðrar þjár eiga þær í sjóði, og ef þær vinna af öðru eins kappi og hingað til, láta þær ekki standa á síðustu tveimur milljónunum, þegar þar að kemur. Fénu hafa konurnar safnað með margvís- legu móti. Þær hafa haldið skemmtanir, sem þær hafa unnið að algerlega sjálfar, selt merki, happdrættismiða, minningar- spjöld og ótal margt fleira. En þó loks sæi fyrir endann á þessu nauðsynjamáli, létu Hringskonur ekki staðar numið. Þær sáu fram á, að langan tíma mundi taka að ljúka þeim miklu framkvæmdum sem stækkuu Landsspítalans er, og gátu ekki sætt sig við þá tilhugsun, að á meðan færu mörg börn á mis við nauðsynlegá lækriishjálp eða jafnvel barnslíf forgörðum vegna sjúkrahússskorts. — Það ráð var því tekið að koma upp bráðabirgðadeild fyrir börn — deildinni sem lýst hefur verið hér að ofan. Það hlýt- ur að vera Hringskonum til óblandinnar ánægju að koma á Barnaspítalann, og sjá hverju þær hafa áorkað með því að vinna að hugsjónamáli sínu af ósérhlífni, fyrirhyggju og alvöru. E. Pá. — Vetur á Þingvöllum Framhald af bls. 31 í glímunni við ofuryeldi vetrar- ins. Ekki skyldi heldur gleyma öðrum bjarvætti landsmanna, þeg ar slys eða veikindi ber að hönd- um, Birni Pálssyni flugmanni. Hafa þessir ágætu menn komið við sögu Þingvalla þegar flestir hugsa lítið til þeirra. Stundum opnast ný samgönguleið ef ís verður traustur á vatninu. En mikil þurfa frost að vera til þess ao ísinn verði akfær bifreiðum og hér í grennd verður hann aldrei traustur, þar eð kaldavermsl eru í gjánum og gætir áhrifa þeirra talsvert út á vatnið meðfram öllu Þingvallahrauni. Það er gleðilegt til þess að vita að vatnið, sem streymir úr Þing- vallavatni veitir höfuðborginni og sveitum og kauptúnum ljós og yl í skammdegismyrkri og kuldum. Þingvellir njóta þó ekki góðs af þessu. Á sumrin er framléitt raf- magn hér með díeselvél með ærn- um hávaða og skrölti, sem rýfur hina eðlilegu kyrrð, sem yfir þessum stað ætti jafnan að hvíla. Stendur svo jafnan á sumrin þá þrjá mánuði, sem gistihúsið er starfrækt. Á vetrum er hér einn- ig framleitt rafmagn með vél og er það til mikilla bóta. Tveir aðrir bæir í sveitinni hafa sams konar rafmagn, en vélarnar h-afa þann galla að þær skiptast nokkurn veginn á um að bila. Annars er rafmagn komið í Laugardalinn fyrir austan Þingvelli, og upp á Mosfellsheiði fyrir vestan Þing- vallasveit. Við vatnið eru á annað hundr- að sumarbústaðir og standa allir auðir að vetrinun. og eru þó sum- ir næsta glæsileg hús. Margir þeirra eru í nágrenni Þingvalla meðfram ströndinni hér vestur af, flestir í landi Brúsastaða og Kárastaða. Lítur þetta bústaða- i h'erfi út eins og mannlaust þorp að vetrinum. Eitt er sérkennilegt við þessa bústaði. Sumir eigend- ur þeirra hafa ræktað skóg á lóð- um sínum, en aðrir ekki. Þyrpast rjúpur og sólskríkjur á þær lóð- ir, sem skógi vaxnar eru, en sneiða hjá hinum. Væri eigendum hinna skógi vöxnu lóða eflaust ánægja að því að sjá þetta, en öðrum mætti það verða til lær- dóms. Það sýnir sig að skógrækt gerir meira en að prýða landið. Hún eykur einnig fjölbreytni lífs- ins yfirleit, bæði að vetri og 'sumri. I QULf fót! I l I j Hattabúð Soffíu Pálma l I í J Óskum öllum viðskiptavinum ® ((, vorum ffleóilecjra jóla og nyars Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Herjólfur Grenimel 12. Jt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.