Morgunblaðið - 31.12.1958, Page 3

Morgunblaðið - 31.12.1958, Page 3
Miðvik'udagur 31. des. 1958 MORGV1SBLAÐIÐ 27 TAFLA 2 Útflutningur eftir löndum Jan.—nóv 1957 Jan.—nóv. 1958 Millj. kr. Millj. kr. Danmörk 18.9 19.7 Noregur 11.7 15.1 Svíþjóð ,,,,,,,, 43.1 49.3 Bretland 78.5 T3.4 Frakkland ........ 9.1 8.1 Grikkland ........ 13.7 11.3 Holland ........ 11.2 17.6 Ítalía ........ 33.6 32.6 Portúgal 41.1 44.0 Vestur-Þýzkaland 74.5 100.7 Afríkulönd ■ ........ 63.0 30.0 Önnur E.P.U.-lönd .... 12.5 25.7 E.U.P.-lönd samtals 410.9 427.5 Dollaralönd samtals 86.8 130.2 Pólland 16.4 32.5 Sovétríkin 203.2 166.3 Tékkóslóvakía 50.9 63.1 Austur-Þýzkaland .... 40.4 67.4 Önnur Austur-Evrópulönd 2.8 2.9 Austur-Evrópulönd samtals 313.7 332.2 Finnland 49.4 28.9 Spánn 16.1 22.0 Brazilía ........ 20.5 16.7 ísrael 4.0 8.7 Önnur vöruskiptalönd samtals 90.0 76.3 Vöruskiptalönd samtals 403.7 408.5 Alls 901.4 966.2 Hlutfallsskipting útflutningsins Jan.—nóv. 1957 Jan.—nóv. 1958 % % 45.6 44.2 9.6 13.5 34.8 34.4 10.0 7.9 100.0 100.00 TAFLA 3 Innflutningur eftir löndum Jan.—nóv. 1957 Jan.—nóv. 1958 Millj. kr. Millj. kr. Danmörk 58.2 77.2 Noregur 22.1 25.9 Svíþjóð 29.7 29.0 Belgía 16.1 15.9 Bretland 142.1 136.2 Frakkland 4.3 4.5 Holland 40.2 40.7 Ítalía 30.8 17.4 Vestur-Þýzkaland 92.0 115.8 Holl. Vestur-Indíur 12.1 13.7 Önnur E.P.U.-lönd 15.7 27.1 E.P.U.-lönd samtals 463.3 503.4 Dollaralönd samtals 175.8 187.3 Pólland 30.5 30.8 Sovétríkin 246.6 205.8 Tékkóslóvakía 65.1 101.0 Austur-Þýzkaland 46.8 44.9 Önnur Austur-Evrópulönd 3.6 4.6 Austur-Evrópulönd samtals 392.6 387.1 Finnland 51.9 63.2 Spánn 26.3 23.6 Brasilía 16.5 24.1 ísrael 5.4 4.7 Önnur vönuskiptalönd samtals 100.1 115.6 Vöruskiptalönd samtals 492.7 502.7 Alls 1131.8 1193.4 Hlutfallsskipting innflutningsins Jan.—nóv. 1957 Jan.—nóv. 1958 % % E.P.U.-lönd 40 9 42 2 Dollaralönd 15.5 15.7 Austur-Evrópulönd 34.7 32.4 önnur vöruskiptalönd 8.9 9.7 100.0 100.00 E.P.U.-lönd.......... Dollaralönd.......... Austur-Evrópulönd ., Önnur vöruskiptalönd Meðal kapitalvaranna munar mest um aukinn innflutning á skipum og ýmsum vélum og tækj um, þar á meðal rafmagnstækj- um til virkjananna. Minnkun rekstrarvöruinnflutn- ingsins er aðallega fólginn í minnkuðum innflutningi á brennsluolíu úr 140 í 106 millj. kr., benzíni úr 49 í 34 millj. kr. og kolum úr 17 í 12 millj. kr. Á hinn bóginn eykst innflutningur á ýmsum rekstrarvörum til út- gerðar. Gæta verður varúðar að draga ályktanir um notkun þessara vara og reyndar líka neyzluvar- anna af innflutningstölunum. Breytingar á birgðum í landinu geta skipt miklu máli. Miklar birgðir voru t.d. fyrir hendi af olíu og benzíni í ársbyrjun, en litlar eins og stendur. Notkun á olíu mun hafa verið töluvert meiri á þessu ári en í fyrra. Nidurlag Á árinu, sem er að líða, hefur margt gerzt á sviði efnahagsmál- anna, sem miklu máli skiptir - ■; íííSg¥í;íS:W:W:¥:ö mhw« Uppskipun í Reykjavíkurhöfn fyrir utanríkisverzlun og gjald- eyrismál landsins. í maí voru sett ný lög um út- flutningssjóð, sem leystu af hólmi uppbótakerfið, sem gilt hafði frá desember 1956. Þetta uppbóta- kerfi fól í sér 23 mismunandi gengi á erlendum gjaldeyri, að því er útflutninginn snerti og 20, að því er innflutninginn snerti. Uppbæturnar voru misjafnar, eftir þvi hver var talin þörf hinna einstöku útflutningsgreina. Þær voru mismunandi eftir tegundum fiskjar, hvort hann var veiddur á bát eða togara, hvar hann var veiddur og hvenær. Ýmsar at- vinnugreinar, sem erlends gjald- eyris öfluðu eða hefðu getað afl- að, nutu engra uppbóta. Kerfið stuðlaði þannig að því að halda uppi óhagkvæmum rekstri á ýms um sviðum og gerði atvinngrein- um mjög mishátt undir höfði, Gjöldin lögðust einnig mjög mis- jafnlega á innfluttar vörur. Lægst voru þau á rekstrarvörum sjávarútvegs og landbúnaðar og „nauðsynjavörum“ (vísitöluvör- um), en hæst á þeim vörum, sem ónauðsynlegar eru taldar. Með þessu móti skapaðist mik- ið misræmi milli verðs erlendr- ar og innlendrar vöru og þjón-. ustu og milli erlendra vara inn- byrðis, þar sem innkaupsverðið í erlendum gjaldeyri réði litlu um hið endanlega verð. Á mörg- um sviðum var þannig ýtt und- ir óeðlilega notkun erlends gjald eyris, og átti það sinn þátt í gjaldeyrisskortinum. Tilgangur hinna nýju laga um útflutningssjóð var að bæta rekstrarafkomu útflutningsat- vinnuveganna, rétta við fjárhag útflutningssjóðs og ríkissjóðs og draga úr misræminu í verðmynd- uninni og jafna aðstöðu atvinnu- greinanna. Enn er þó eftir nokkur aðstöðu munur, þar sem bótaflokkarnir eru þrír, og verður að sjálfsögðu áfram, þar til hver eining erlends gjaldeyris, sem aflað er, gefur sömu krónutölu. Að því er innflutninginn snert- ir er enn mikið verðmisræmi, þar sem hinn erlendi gjaldeyrir er mjög misdýr eftir því um hvaða vöru er að ræða. Með þessu móti er stuðlað að mikilli gjald- eyriseyðslu í sumar vörur, en dregið óeðlilega úr sölu annarra. Útflutningssjóður mun nú vera orðinn skuldlaus, en í því sam- bandi verður að hafa í huga að tekjuöflun hans byggist að miklu leyti á innflutningi fyrir lánsfé, en hann var meiri á þessu ári en gera má ráð fyrir í náinni framtíð. Hin nýju lög miðuðu heldur ekki að því að bæta gjald- eyrisaðstöðuna, en þess er brýn þörf til þess að losa megi um innflutnings- og gjaldeyrishöftin og skapa öryggi og festu í at- vinnulífið. Lögin ákváðu syo til almenna kaupgjaldshækkun um 5% frá 1. júní sl., en svipuð hækkun hefði orðið frá 1. september vegna vísitöluhækkunnar. Af þessum ástæðum voru hin álögðu gjöld að sjálfsögðu hærri en ella hefði þurft. Ráðstafanirnar hvíldu á þeirri forsendu, að ekki yrði frekari kaupgjaldshækkun, hvorki grunn kaups- né vísitöluhækkun, en sú forsenda hefur brugðizt, eins og kunnugt er. Grunnkaup hefur hækkað um 5—6% hjá iðnaðar- mönnum og verzlunarfólki og um 9’/2 % hjá verkamönnum, og frá 1. þ.m. kom til framkvæmda 9.2% kauphækkun samkvæmt vísitölu. Að öllu óbreyttu verður að hækka verulega útflutningsbæt- ur og um leið innflutnings- og yfirfærslugjöld. Það leiðir af sér hækkun á vöruverði, sem síðan veldur kauphækkunum og verð- hækkunum á víxl. Hin nauðsynlegu skilyrði fyr- ir því, að efnahagsráðstafanirnar næðu settu marki, voru ekki fyr- ir hendi. Jafnvægisleysið í pen- ingamálunum hefur valdið einna mestu í því efni. Fjárfesting á vegum hins opinbera hefur um langt skeið verið meiri en eðli- leg fjáröflun hefur leyft og bank- arnir hafa aukið útlán sín langt fram yfir þau mörk, sem eðli- leg aukning innlána og eigin fjár setur. Útlán til opinberra fjár- festingarframkvæmda og rekstr- arlán til landbúnaðarins vega einna mest í þessum efnum. Peningaþenslan úr þessum átti- um hefur orsakað spennu á vinnu markaðinum, dregið vinnuafl frá útflutningsframleiðslunni og stuðlað að aukinni gjaldeyrisnotk un. Meðan ekki er tekið fyrir verðbólgumyndun úr þessum upp sprettum er lítil von þess, að kaupgjald geti haldizt í eðlileg- um skorðum. Verðbólgan mun nú halda svo að segja sjálfkrafa áfram með miklum hraða og koma öllu at- vinnulífi úr skorðum, ef það dregst lengi að gera raunhæfar ráðstafanir í þessum málum. Því lengri tími sem líður, því erfið- ari verða vandamálin viðfangs, og er því brýn nauðsyn, að það verði gert svo fljótt sem verða H eimamyndatökur Hversvegna ei að fá Ijósmyndarann heim, þegar hann útvegar myndirnar eins góðar og á stofu. Barnið er líka eðlilegast sé myndin tekin heima. Skólaspjöld, hópar, samkvæmi, afmælismyndir á ekta lit, brúðkaup og skírnir. Fljót afgreiðsla. — Góð vinna. Gleðilegt ár og þökk fyrir liðnu árin. Stjörnuljósmyndir Framnesveg 29, sími 23414, Elias Hannesson. IVeta og línuspil Neta og línuspil af Þingeyrargerð til sölu. — Fiskiðjan hf. sími 34, Vestmannaeyjum. Skátafélögin í Reykjavík efna til jólatrésfagnaðar dagana 2., 3. og 4. janúar kl. 3. — Aðgöngumiðasala á gamlársdag í Skáta- heimilinu kl. 1,30—3 e.h. Skátafélögin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.