Morgunblaðið - 31.12.1958, Page 6

Morgunblaðið - 31.12.1958, Page 6
30 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 31. des. 1958 greiðslu mála sinna af hálfu verð lagsyfirvaldanna. Fengu sumir aðilar staðfesta hækkun þegar eftir áorðnar kauphækkanir, þó aðrir yrðu að bíða vikum og mán uðum saman með mál sín óaf- greidd. Nú er málum þannig háttað, að iðnrekendur og iðnað- armenn hafa enga hækun fengið staðfesta á verðlagi frá 1. des. sl. þrátt fyrir hina miklu kauphækk un, sem þá varð og verður eigi öllu lengur unað við slíka fram- komu í garð iðnaðarins. Er tíma- bært að iðnrekendur og aðrir, sem eins er ástatt um, taki nú þegar til alvarlegrar athugunar með hvaða hætti þeir geta með félagslegum aðgerðum stutt að framgangi mála sinna, heldur en að horfa aðgerðarlausir á fyrir- tækin verzlast upp fjárhagslega vegna óraunhæfra verðlags- ákvæða. Má benda á, að löggjaf- inn hefur eigi gert ráð fyrir slíkri valdníðslu, sem hér er höfð í frammi, því í 4. gr. laga um verð- lag og verðlagseftirlit segir: „Verðlagsákvarðarnir allar skulu miðaðar við þörf þeirra fyrir- tækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur". Lánsfjármál iðnaðarins Sífelldur skortur á lánsfé til reksturs og fjárfestingar stendur iðnaðinum í landinu sífellt fyrir þrifum. Eftir því sem verðbólg- an eykst, þarf sífellt fleiri krón- ur til þess að framleiða og selja sama vörumagn, en stighækkandi skattar og útsvör hafa valdið því, að sífellt minni hluti af- rakstrarins kemur í hlut fyrir- tækjanna. Stöðugt kapphlaup hef ur verið háð við verðbólguna um að útvega fleiri krónur til rekstr- arins svo hægt verði að halda í horfinu. Þess vegna eru mörg fyrirtæki, sem fyrir rúmum ára- tug störfuðu að verulegu leyti með eigin fjármagni, nú í stór- felldum erfiðleikum með lánsfé. Þeim hækkunum, er orðið hafa á þessu ári, hafa síður en svo fylgt rýmri lánskjör hjá bönkunum. Vegna mikillar þenslu á lánsfjár. markaðnum, sem ekki sízt stafar af mikilli fjárfestingu hins opinbera og íbúðarhúsabygginga, hafa bankarnir talið sig neydda til þess að draga úr útlánum til iðnaðarfyrirtækja. Þrátt fyrir nokkra aukningu á sparifé Iðnað- arbankans, sem eingöngu hefur farið til iðnaðarins, hefur það ekki megnað að brúa bilið og standa því mörg fyrirtæki i lok þessa árs enn verr að vígi hvað lánsfjáröflun viðkemur en í lok s.l. árs. í hinni einu lánastofnun, sem auk Iðnaðarbankans ein- göngu er fyrir iðnaðinn, Iðn- lánasjóði, eru nú eftir rúmlega 20 ára starf einungis um 8 millj. kr. og hefur ekki náðst á Alþingi samkomulag um veru- lega eflingu hans þrátt fyrir til- lögur þar að lútandi, sem fram hafa komið á þingi. S. 1. vor sýndi Alþingi þó við- leitni í þá átt að bæta úr rekst- ursfjárskorti iðnaðarins með því að samþykkja einróma þings- ályktunartillögu Sveins Guð- mundssonar um að skora á ríkis- stj. að vinna að því, að Seðla- bankinn endurkaupi framleiðslu og hráefnavíxla iðnfyrirtækja. Þrátt fyrir þessa eindregnu áskor un hefur málinu ekki þokað neitt áleiðis síðan, enda þótt eftir því hafi verið kallað við iðnaðar- málaráðherra. Mun um að kenna éindreginni andstöðu stjórnar Seðlabankans, sem samkvæmt lögum hefur í samráði við ríkis- stjórnina vald til að ákveða eftir hvaða reglum bankinn kaupir framleiðsluvíxla af viðskipta- bönkunum. Má í þessu sambandi benda á, að í lok sept. 1958 námu endurkeyptir víxlar í Seðlabank- anum kr. 650 millj. kr. og höfðu aukizt um 110 millj. kr. frá sama tíma árið 1957. í 49. gr. reglugerðar Seðlabankans segir að tillögur Seðlabankans um út- lánastarfsemi banka og spari- sjóða og ráðstafanir í því sam- bandi skuli „við það miðað, að framleiðslugeta landsmanna sé hagnýtt á sem fyllstan og hag- kvæmastan hátt“. Þess er að vænta, að stjórn Seðlabankans endurskoði afstöðu sína í þessu j máli og iðnaðarmenn og iðnrek- endur munu eigi una því, að I ótvíræður vilji Alþingis sé virt- ur að vettugi til lengdar í þessu þýðingarmikla máli iðnaðarins, enda er hér eigi um að ræða einkamál iðnrekenda og iðnaðar- manna, heldur hagsmunamál þjóðarinnar. Fjárfestingarmál Undanfarin ár hefur vaxandi gagnrýni verið beint gegn þeim ráðstöfunum hins opinbera að j takmarka arðbæra fjárfestingu I í iðnaði á sama tíma og segja | má að fjárfesting 1 landbúnaði ! og sjávarútvegi séu frjálsar. j Verða því þessum málum gerð hér nokkuð ítarlegri skil en áð- ur. í nýútkomnu hefti af tíma- riti Framkvæmdabankans „Úr þjóðarbúskapnum" eru birtar töl | ur um fjármunamyndun á íslandi árin 1954 til 1957. Samanlögð fjármunamyndun yfir fjögurra ára tímabilið skiptist þannig á milli hinna ýmsu atvinnuvega og greina: Fjármunamyndun 1954 til 1957 íbúðarhús millj. kr. % 1. 35.8 2. Landbúnaður og vinnsluver 842.1 16.8 3. Samgöngur 464.3 9.3 4. Sjávarútvegur og vinnsluver 8.9 5. Flutningar 8.9 6. Raforka 322.7 6.4 7. Opinber þjónusta 291.6 5.8 8. Iðnaður og námugröftur 277.6 5.5 (þar af Áburðar- og Sementsverksmiðjan .. ( 134.4) ( 2.7) 9. Verzlun og veitingar 131.8 2.6 5.017.8 100.0 Eins og sézt á þessari töflu hef- ur fjármunamyndun í iðnaði, að undanskildum iðnaði landbúnað- ar- og sjávarafurða, numið 5,5% af heildarfjármunamynduninni eða nær 278 milljónum króna af rúmum 5 miljörðum króna. Ef frá eru skilin tvö stærstu iðn- fyrirtækin hér á landi þ.e. Áburð arverksmiðjan, og Sementsverk- smiðjan, verður hlutur annarra iðnfyrirtækja aðeins 2,8% af heildarfjármunamynduninni. Ef vinnsla sjávarafurða og landbún- aðarafurða er hins vegar talin með, verður fjármunamyndunin í öllum iðnaði 11,4% af heildar- fjármunamynduninni eða nær 575 milljónir króna. Fj ármunamyndun í iðnaði er furðulega lítil á ofangreindu tíma bili, ef tölurnar eru skoðaðar í ljósi þess fjölda íslendinga, sem byggja afkomu sína á iðnaði. Eftirfarandi tafla, sýnir hlut- fallslega skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnuvegum, samkvæmt manntalinu 1. des. 1950. Skipting þjóðarinnar eftir atvinnuvegum 1. desember 1950 % Landbúnaður ............ 19.9 Fiskveiðar ............. 10.8 Iðnaður ................ 21.0 (þar af fiskiðnaður .... ( 5.7) Byggingar .............. 10.0 Rafm.- gas- og vatnsveitur og fleira ............... 1.5 Verzlun ................. 9.0 Samgöngur ............... 8.7 Þjónustustörf .......... 11.8 Annað ................... 7.3 100.0 Er efalaust að sú atvinnuþróun, sem síðan hefur átt sér stað í nærfellt áratug hefur enn aukið hlut iðnaðarins talsvert. Árið 1950 byggja 21% allra íslendinga afkomu sína á iðn- aði, (byggingariðnaður ekki með talinn) en aðeins 11,4% allrar fjármunamyndunar á árunum 1954 til 1957 eiga sér stað í þeim atvinnuvegi. Ef vinnsla landbún- aðar- og sjávarafurða er undan- skilin, byggja um 15% þjóðar- innar afkomu sína á öðrum iðn- aði, en fjármunamyndun þar er aðeins 5,5% af heildarfjármuna- mynduninni á ofangreindu tíma- bili. Fjármunamynduninn er all góður mælikvarði á þróu« atvinnuveganna. Mikil fjármuna- myndun sýnir framför og vöxt þess atvinnuvegar, sem í hlut á, en lítil fjármunamyndun sýnir stöðnun eða jafnvel afturför í það heila tekið. Er hið síðara atriði alvarlegt mál fyrir þjóð- arbúið í heild. Má segja, að með þeirri fjárfestingarpólitík, sem hér er rekin, sveimi hrönunar- vofa yfir íslenzkum iðnaði. Það er óneitanlega glæsilegt að ráð- ast í stóriðnað, eins og gert hef- ur verið á síðustu árum, en við megum ekki um leið missa sjónar af þeim iðnaði, sem fyrir var eða öðrum nýjum möguleikum, því ekki er víst ,að hin glæsilega viðbót vinni upp vanræksluna á öðrum sviðum. Efnahagsleg þróun allra landa einkennist mest af eflingu iðnað- ar. Þetta er eðlilegt, vegna þess að velmegun eykst þá fyrst veru- lega, þegar þjóðirnar lyfta sér nokkuð upp úr einhæfu striti fyrsta stigs framleiðslu. Til þess að við getum orðið þessarar þró- unar aðnjótandi í sem ríkustum mæli, má ekki leggja stein í götu þeirra aðila, sem hafa áræði og dugnað til að efla aðstöðu okkar á þessu sviði. En hér eru fjár- festingarhöft, sem alltaf eru at- vinnuvegunum skaðleg, og oft óþörf. Byggingarskömmtun sú, sem íslenzk atvinnufyrirtæki búa nú við, er sérlega áberandi 1 iðnaði og verzlun. Gróflega áætlað má reikna með, að fjármunamyndun í vélum og tækjum annars vegar og byggingum hins vegar mundi vera svipuð að verðmæti, þegar um uppsetningu á nýrri verk- smiðju væri að ræða a.m.k. í flestum iðngreinum. í heild sinni hlýtur þó fjármunamyndun í vélum og tækjum oftast að vera eitthvað meiri, en fjármunamynd un í byggingum, því reikna má með þörf fyrir örari endurnýjun véla og tækja, en varanlega gerðra bygginga. Þrátt fyrir þetta þarf húsnæði oft mikilla endurbóta við og sumt húsnæði verður óhæft, ef stórar breyting- ar eru gerðar á framleiðsluhátt- um og nýjar vélar og tæki inn- leidd. Sé þessi ályktun rétt, ætti sjaldan eða aldrei að vera mjög mikið bil á milli fjármunamynd- unar í vélum og byggingum. í „ýmsum iðnaði“ þ.e.( iðnaði öðr- um en vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða, Áburðarverk- smiðju og Sementsverksmiðju, er fjármunamyndun í byggingum einungis 38% á móti vélum og tækjum 62% yfir fjögurra ára tímibilið 1954 til 1957. Má þó frek ar búast við, að tölurnar fyrir vélar og tæki séu full lágar, þar sem erfitt er oft að afla upplýs- inga um vélvæðingu, sem fram fer í smáum stíl eða ekki er hægt að flokka eftir notkun í verzlun- arskýrslum. Hlutfallstölurnar hér að ofan benda til þess, að mjög kreppi að iðnaðinum í húsnæðismálum, enda vitað, að sum iðnfyrirtæki búa við óhæft húsnæði sem dreg ur úr afkastamöguleikum og heft ir frekari framfarir. Þetta stuðl- ar að því að halda íslenzkum iðn- aði á algjöru frumstigi. Sú stefna gagnvart atvinnufyrirtækjum að skammta þeim byggingarleyfi er furðuleg, þegar þess er gætt, að íbúðarhús má byggja nær ó- hindrað. Það er skammsýni að halda, að lífsþægindin eigi að koma fyrst og síðan sé nægilegt að kasta molunum að atvinnu- fyrirtækjunum, sem þó eiga að veita þjóðinni lífsþægindin. Ekki er verið að halda hér fram að skammta eigi íbúðabyggingar, því öll skömmtun með valdboði er hvimleið. Heldur er verið að benda á þá rökvillu, að atvinnu- fyrirtækin, sem eru undirstaða velmegunar þjóðarinnar, eigi með valdboði að bera hér skarð- an hlut frá borði. Er þá einhver nauðsyn að halda skömmtuninni áfram? Fjár festingarskömmtun mun m.a. eiga að koma í veg fyrir verð- bólgu svo ekki sé talað um að beina fjárfestingunni inn á „æskilegar" brautir. Ekki verður séð, að þessu skilyrði sé fullnægt hér. Þeir peningar, sem ekki er hægt að nota til að byggja yfir atvinnufyrirtæki, munu tæpast lagðir í kistuhandraðann til notkunar þegar úr rætist. Að líkindum fer eitthvað af þeim til neyzlu, íbúðarhúsabygginga, breytinga á gömlum húsum og kumböldum, oft íbúðarhúsum, til atvinnurekstrar og svo mætti lengur upp telja. Það eru mý- mörg dæmi þess að stórfé hafi verið fest í breytingum á hús- næði til atvinnurekstrar og hefst hvergi nærri af árangur sem eyðsla. Þetta er síður en svo glæsilegur undirbúningur undir þátttöku okkar í fríverzlun Evrópu, þegar mest ríður á, að fyrirtækin hafi sem bezt getað búið sig undir alhliða samkeppni. Það virðist augljóst, að bygg- ingárskömmtun hafi ekki dregið úr verðbólgunni. Lélegur aðbún- aður að atvinnufyrirtækjum dreg ur einnig úr aukningu þjóðar- framleiðslunnar eða minnkar hana ef nógu illa er á spilunum haldið. Nauðsynlegt er, að ríkis- valdið lagfæri þegar í stað þær meinsemdir, sem hrjá atvinnu- fyrirtækin. Mætti þar byrja á af- námi byggingarskömmtunar. Skattamál Undanfarin ár hafa samtök at- vinnuveganna harðlega gagnrýnt gildandi skattalöggjöf, sem staðið hefur í vegi fyrir eðlilegri aukn- ingu atvinnutækjanna, og þannig stuðlað að minni þjóðartekjum en ella hefðu orðið. Löggjafinn hefir þrátt fyrir þetta algjörlega dauf- heyrzt við öllum lagfæringum á skattgreiðslum fyrirtækja þrátt fyrir marg gefin loforð. Á hinn bóginn voru á Alþingi í júní 1957 samþykkt lög um skatt á svo- kallaðar „stóreignir", sem í raun og veru fólu í sér stóríellda upp- töku eigna einstaklinga og fyrir- tækja. Var auðséð, að löggjöf þessi miðaði að því að lama einkareksturinn í landinu og draga atvinnustarfsemina úr höndum hans, í hendur sam- vinnu- og ríkisfyrirtækja. Alþingi var bent á að afleiðingar skatts- ins yrðu ekki aðeins til stórtjóns öllum atvinnufyrirtækjum, sem skattinn þyrftu að greiða, heldur einnig starfsmönnum þessara fyrirtækja og þá um leið beint og óbeint öllum almenningi í landinu. í sambandi við höfðun dómsmála varðandi gildi þess- arar skattálagningar í heild og einstökum atriðum, sýndi fjár- málaráðherra þá óbilgirni að neita skattgreiðendum um heild- arupplýsingar um álagningu skattsins, sem í lögunum var ráð- gerður 80 millj. kr., en reyndist þegar til kom um 130 millj. kr. Fékkst stóreignaskattsskráin eigi framlögð fyrr en að undangengn- um dómi hæstaréttar þar að lút- andi. í nóvember féll síðan fyrsti hæstaréttardómurinn varðandi gildi stóreignaskattsins, þar sem þýðingarmikil ákvæði laganna eru talin brjóta í bág við stjórnar- skrána og dæmd dauð og ómerk. Hins vegar þótti hæstarétti „ekki alveg fullnægjandi ástæða“ til að telja skattstefnu stóreignaskatts- laganna andstæða 67. gr. stjórnar- skrárinnar, en rétturinn bendir á að með því að leggja með stuttu árabili háa eignarskatta á eignir, sé unnt,“ að fara á svig við“ eignarréttarákvæði stj órnarskrár innar. Virðist hæstiréttur gefa í skyn að svo hafi verið gert hér, en umrædd ákvæði stjórnarskrár innar eru einn af hyrningarstein- um þess þjóðskipulags, sem þjóð- in hefur sjálf valið sér, og vill ekki láta frá sér taka. Má búast við að hæstiréttur muni síðar fella fleiri ákvæði laganna úr gildi sem brot á stjórnarskránni. Ætti Alþingi að sjá sóma sinn í því að fella ólög þessi tafarlaust úr gildi áður en lengra er haldið. í febrúar sl. lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumv. til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, sem m. a. fól í sér þá grundvallarbreytingu á skatt- lagningu félaga, að horfið er frá stighækkandi skatti, en þau eiga framvegis að greiða fastan hundraðshluta tekna í skatt. Varð frumvarp þetta að lögum. Að þessari breytingu mun vissulega verða mikil bót í framtíðinni og ber að fagna því, en því miður voru nokkrir agnúar á lögunum, sem voru til hins verra og feng- ust þeir eigi brottnumdir þrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.